Alþýðublaðið - 20.05.1952, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.05.1952, Blaðsíða 6
17. dagtir skráfað I °g ISKRlFAÐl HVAÐ KOSTA FRÍDAG- ARNIR? í engu landi munu vera jafn- jnargir almennir frídagar og hér á landi, og væri íróðlegt að reikna út, hve margar vinnu- stundir, og þar með fjármumr, færu, forgörðum fyrir alla þessa frídaga. í siðasta mánuði voru f. d. 8% frídagur, í þessum mán uði verða 6 frídagar og í næsta mánuði verða 7 frídagar og eru 'þó ekki meðtaldir laugardagarr. ir, sem viðast má aðeíns telja ixálfan vinnudag. Með öðrum orðum: á þrem mánuðum verða 21% frídagur. — í Svíþjóð var á vetur gerður útreikningur á því, harað einungis páskahelgin kostaði þar — ekki einstakling- ínn — heldur þjóðfélagið í heild. Niðurstaðan var sú, að hver einn frídagur kostaði Iand ■ið 140 milljónir króna. Þ>ar eru reiknað með fjórum frídögum uim páskahelgina, og hefðu þeir því áít að kosta þjóðina 560 milljónir sænskar krónur. Þá er brugðið upp mynd af því, hvernig hægt væri að verja Vessu fé, og er nefnd sem dæmi, að það nægði til þess að byggja 10 000 íbúðir; fyrir innflutningi 40 000 bíla eða til þess að bjóða 60 000 manns í flugferð umhverf is jörðina. SVONA ER ÓRÉTTLÆTEÐ! Og svo er það litli drengurinn, sem öfundaði eidri bróður sinn. „Af hverju grætur þú, drengur minn“, spurði maður, er hitti hann á iörnum vegi: „Af því að bróðír minn hefur fengið mán- aðarfri11 svaraði snáði. — „Og iSf hverju hefur þú ekki fengið frí eins og hann“, spurðí maður- inn. ,,— Af því að ég er ekki byrjaður í skóla“, snökkti sá litli. SVÖR VHD SPIJRNINGUM í SÍÐASTA BLAÐI. SPURNINGAR DAGSINS! 1. Jónas HaUgrimsson. 2. 27. október 1919. 3. Sveinn í Firði. 4. Kettlingur. 5. Drómedar. SPURNINGAR DAGSINS! 1. Eftir hvem er þetta erindi? „Þat mætti mín móffir, at mér skyidi kaupa fley og fagrar árar, fara á brott meff vikingum. standa uppi í stafni, stýra dýrum knerri; halda svá.til hafnar, höggva mann ok annan“. 2. Hvaff heitir íorsætisráff- herra N.orffmanna? 3. Hva® er taliff aff mörg pró sent af þyngd, líkamans sé vatn? 4. Hvenær var þjóftvinafélagið stofnaff? 5. I hvaffa hreppi er Eldborg á Snæfellsnesi? Sjá svör í naesta blaffi. — f.K. s s .s s s s s V s s s í VILLTA Cornell Woolrichi BRÚÐURIN henni hafði verið ætlað að nema þarna staðar eða ekki, var í fyrstu ekki ljóst. Þetta var smárjóður, og þegar betur var að gáð, sást hvolítill kofi í því miðju. Brautin var víst hér á enda. Mokkrar Indíána- konur stóðu álengdar með bam- ungana sína ó bakinu, hvor tveggja horfðu á lestina eins og naut á nývirki. Staðurinn var umkrigdur stórvöxnum frum- skógi. Lawrence stökk niður úr vagninum. Hann hjálpaði henni niður líka. Þau lituðust um. Maður gekk til þeirra. Hann fór sér að engu óðslega. Hann gekk rakleitt til þeirra og virt- ist alveg viss um að vita hver þau voru. Það var heldux ekki mikill vandi að geta sér þess til. Það var ekki nema um eina lest að gera, og engir aðrir far- þegar voru með þessari lest í þetta skiptið. Hann var mjög brúnn í fram- an. En því nær sem hann kom, því augljósar sást, að hér var ekki innfæddur maður á ferð, heldur Ameríkumaðurinn, sem læknirinn hafði lýst fyrir þeim. Hann var í buxum úr þykkum og sterkum baðmullardúk og flauelsskyrtu. Hatturinn, sem hann var með á höfðinu, var svo sem ekkert líkur neinum hatti í laginu, en átti þó að kallast þvf nafni. „Herra Jones? Ég er Mallory. Gleður mig að sjá ykkux.“ Þau tókust í hendur. Hann var kannski ekkert sérlega mikill fyrir mann að sjá, og ekki barst hann á í klæðaburði. En Lawrance féll hann strax vel í geð. Augnaráðið bar vott u,m stöðuglyndi og viljafestu og það vakti traust. „Þetta er konan mín.“ Mallory bar hendina upp að höfuðfatinu og ýtti við því með gómunum. Öðru, vísi tók hann ekki ofan fyrir frúnni. Hún hafði auðsjáanlega miklu minni áhuga á Mallory heldur en hinu innfædda fólki, sem safnazt hafði saman í kringum þau. Hún brosti til þess og litaðist um af auðsýni- legri forvitni. Mallory gaf ekki Mitty mikl- ar gætur. Hann virtist kunna illa við sig í návist kvenfólks. 2 gerðir komnar. Véla- og raftækjaverzlunin Banl;astr. 10, Sími 81279 „Jæja. Ættum við ekki að | koma okkur af stað. Þið eruð bæði vön að sitja á hesti; er það ekki?“ „Nú. Erum við ekki komin?“ Mallory brosti góðlátlega. „Það er nú eitthvað annað. Þið eruð rét. vel hálfnuð. Við köll- um þetta nú láglendi, þar sem við erum nú.“ Hann benti þeim að koma með sér. Á einum stað var hlið út úr rjóðrinu. „Þið getið séð betux hér.“ Landið hækkaði fram undan. „Þið sjáið, að lengra í burtu hættir landið að vera eins grænt og það er hér. Það verð- ur meira brúnt. Þar erum við. Þarna langt uppi“. „Það er talsvert hátt uppi“, samþykkti Lawrence. „Það er yzta ræktaða land- ið. Svo er bara auðn.“ Lawrence gaf í laumi nánar gætur að Mitty, meðan hann talaði við Mallory. Henni virt- ist liða mjög vel. Hún virtist vera ánægð með umhverfið, ánægð með hann (það sá hann á því, hve innilega hún hélt u.ndir hendi hans), ánægð með allt. Hann hafði aldrei séð hana í eins góðu skapi síðan þau voru á skipinu. Honum þótti mjög vænt um það. Mallory blístraði og drengur kom með hestana þeirra. Þeir eru kallaðir „drengir“ á þess- um slóðum, þótt þeir séu komn- ir talsvert til ára sinna. Þessi var að minnsta kosti eldri en þeir Mallory hvor um sig. Mallory kynnt hann fyrir þeim, en ekki þau fyrir honum: „Þetta er Pascual. Hann á heima hjá mér.“ Pascu.al brosti, svo að skein i hvítar tennurnar. Þau stigu á hestbak og lögðu af stað. Hestarnir voru látnir ganga hver á eftir öðrum. Gat- an var ekki breiðari en svo. Fyrstur fór Pascu,al og vísaði veginn. Þess þurfti þó ekki með, Hér var ekki hægt að villast; engar kxossgötur og gatan þröng og mjó, en þó greinileg. Syo kom Mitty og Mallory og Lawrence góðan spöl á eftir henni. Þeir yrtu hvor á annan við og við, „Hefurðu fengið svona heim- Sóknir áður?“ ..Ekki margar. Það á enginn leið hér u.m. — Hún situr vel á hesti, konan þín.“ „Ég vildi óska, að slíkt væri hægt að segja um mig.“ „Þegar við komum dálítið lengra, þá verður gatan betri og við getum sprett svolítið betur úx spori.“ Hann spurði Lawrence: „Ertu hérna í viðskipaterind- um?“ „Ekki hérna. Störfin bíða eftir mér í San Fransiskó. Eða biðu, öllu heldur. Við urðum strandaglópar í Puerto Santo og verðum að bíða eftir næsta skipi.“ Mállory leit á hann með meðau.mkunarsvip. „Hvemig lízt ér á Puerto Santo?“ Lawrence dró vísifingurinn yfir barkann, eins og þættist hann skera sig á háls. Mallory, skildi, hvað klukkan sló. ..Ég er alveg samþykkur. Þann stað þoli ég ekki heldur. Það eru 18 mánuðir síðan ég hef komið þangað.“ Einmanalegt líf fyrir hvxtan mann, hugsaði Lawrence og vúrti Mallory fyrir sér í laumi; Hann langaði til þess að spyrja hann, hve lengi hann hefði ver- ið hér á þessum slóðum; en hann kom sér ekki að því. Það gat ekki heitið, að þeir töiuðust meira við þessa þrjá tíma, sem þau voru á leiðinni. Þau, voru nú komin inn fyrir girðinguna umhverfis bústað Mallorys og hleyptu samhliða heim. Það var fyrir nokkxu orðið dimmt, en myrkrið hafði komið hér töluvert síðar en * niðri í Puerto Santo. Á vestur- himninum var enn þá daufur bjarmi, þar sem sólin hafði sezt. „Við erum komin talsvert hátt upp. Kvöldsólin er miklu lengur hér hjá okkur en niðri í Puerto Santo.“ Mallory var hreykinn af þessum yfirburð- um sinna heimkynna yfir kaup- staðinn. Pascual fór af baki og svo hvert þeirra á eftir öðru. „Drengurinn“ tók hestana og fór burt með þá. Það vrar of dimmt til þess að Lawrence gæti virt umhverfið og húsaskipan vel fyrir sér. Hann sá samt stórt, hvítt í- búðarhús, breiðar svalir með- Myndasaga barnanna: Ban^si og Bongi. Pabbi tók hina púðurkerl- ingu,na og skoðaði hana vand- lega. „Hvar fékkstu þennan hættulega hlut?“ spurði hann alvarlegur. Bangsi var hrædd- ur og þorði ekki annað en segja eins og var. „Farðu þá til Bonga“, sagði pabbi þung- brýnn, „fáðu honum þetta og segðu honum, að hann eigi hvorki að leika sér með svona eða gefa það öðrum“. i Bangsi hélt óðara af stað til ! Bong með púðurkerlinguna. I Honum þótti slæmt að hafa I þurft að Ijóstra leyndai'máli Bonga upp, en við því var ekk- ; ert að gera. Þegar hann var | kominn svo langt, að hann sá i til rústanna, kom ægilegur ; hvellur og sprengjumökkur | gaus upp einmitt í rústunum. Bangsi tók bakfall af hræðslu, en tók svo sprett. AB6 IVIifni sprengingar komu á eftir. |; Þegar Bangsi kom að rústufium, sá hann að spreng- ingarnar höfðu orðið í djúpri spruitgu,, sem náði niður í neð anjaEðársalina. Bangsi var hræc|dur um, að Bongi hefði orðio'ífyrir slysi, en svo heyrði hanrt' rödd hans neðan úr rúst- unum- ' Hann kallaði í Bonga og bað hann að koma strax út að tala við sig. Sektuff fyrir að nxissa íxiffur ura sig buxumar. Norsk kona var nýlega dæmd í 75 króna sekt fyrir að reyna að smygla karlmannabuxum inn í Noreg. Fór hún í tvenn- ar karlmannabuxur utan vfir sín eigin föt og svo í kápuna utan yfir. Erx þegar tollvörður inrx bað hana opna kápuna duttu buxunxar sem voru alltof víðar, niður um hana. * * »!« Harax þakkaffi konuixni heilsiina. Hverju þakkið þér það mest að ná svo háum aldri? spurði fréttamaðurinn Oisen gamlá. „Sjáið nú bara til ‘, sagði öld- ungurinn, „þegar ég kvæntist urðum við hjónin ásátt um það, að þegar hún réiddist mér skildi hún fara í eldhúsið, en þegar é'g reiddist hennii þá skyldi ég ganga út í skóg. Þessum tíðu göngu- ferðum í skóginum þakka ég heilsu mína. * * >:< Ráðstöfun drottins. Hafið. þér heyrt predikanir mínar? spurðd hinn nýkonxni prestur Guðrúnu gömlu. Nei, ég hef aldrei hevrt til yðar prestur minn, því að ég heyri svo illa o.g því ræður drottinn, og h’efur víst sínar ástæður fyrir því. * * * Bókstaflega skiliff. Óskar hafði verið lengi í sigl ingum, en nú sat hann með unn ustu sína heima í skógarlundi og naut lífsins, og var hamingjusam ur yfir því að vera kominn aft- ur til hennar. Unnusta hans var samt ekki alveg viss um að Óskar hefði verið sér trúr mcð an hann vax í burtu og spurði hann varfærnislega: „Óskax, varstu mér trúr me'ð an þú yarst á sjónum?“ Óskar svaraði ekki strax en svarði svo: „Jú meðan ég var á sjónum. * * >:•> • Daixskt. Ungu hjónin sátu í dagstof- unni og lásu við ljósið frá stand lampanum sem stóð á njjLHi þeirra. Hann las í bók, en hún kvöldblaðið. Allt í einu rauf hún þögnina og spyr með ótta í röddinni. . — Henry? — Já, ástin mín. — Hvar varstu árið 1929? — Það er ekki svo auðvelt að svara því á stundinni, en af hverju langar þig allt í einu að vita það. —- Jú, ég varð allt í eiriu hrædd. Það stendur hérna í blað ínu að árið 1929 hafi einn a£ hverjum 800 íbúum Danmerkur setið í fangelsi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.