Alþýðublaðið - 14.06.1952, Blaðsíða 6
\skrafað\
°g
ISKRIFAÐI
BORÐSIÐIR.
Það hefur nýlega verið gerð
athugun á borðsiðum hinna
ýmsu þjóða og kynflokka, og
heÆur niðurstaðan leitt eftirfar-
andi í ljós: 30 proc. af mann-
kyninu borðar með fingrunum,
26 proc. með prjónum, aðeins
16 proc. nota hnifa, gafla og
sleifair, en 21 proc. notar ein-
hverja a£ framangreindum að-
ferðum, þegar setzt er til borðs,
ef um nokkurt borðhald er yf-
irleitt að ræða.
ÚTI AÐ AKA.
Ung og fögur stúlka var sem
vitni í réttinum og varð spurð
eftirfarandi spuminga:
,,Hvar voruð þér á'mánudags-
kvöldið?"
,,Úti •— í ökuferð.“
,,Og hvar voruð þér í gær-
kvöldi?“
„Úti — í ökuferð,“ svaraði
stúlkan enn.
,,En hvað ætlið þér áð gera
annað kvöld?“
„Eg mótmæli þessari spurn-
ingu,“ svaraði verjandinn.
„Hvers vegna?“ spurði dóm-
arinn.
„Eg er sjáifur búinn að fá
svar hennar um það“ sagði
verjandinn.
ERFIÐ FÆÐING.
Kennari sagði nemendum
sínum frá hvalnum. Sagði hann
meðal annars, að bláhvalurinn
gæti orðið 30 metra lengur, og
þess væru dæmi, að nýfæddir
bláhvalir væru 10 metrar.
„Það hlýtur að vera erfið
£æðing“ varð einum nemandan
um að orði.
SPURNINGAR DAGSINS.
1. Eftir hvern. er þetta erindi?
Eg leita þín, þú leitar annars
manns,
og Ioksins týnist okkar
beggja þrá
í óraf jarlægð út i dægrin grá
og eygir hvergi veg til sama
lands.“
2. Hve gamall varð Bernard
Shaw?
3. Hvað er bílleiðin frá Rvík til
Seyðisfjarðar löng?
4. Hvað er Selvogsheiðin há?
5. Hvað heitir hæsta eldfjall
heimsins?
umijofjsapuv I Ixudrjoo -<j
tw 081 f
•ttt^j 09i -g
•BJ? 16 'Z
•jjrniajs uuiajs -j
ÍHUlNflONINimdíS ÖIA HOAS
,s
5
s
s
s
s
V
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
Husmœður: s
s
s
Þegar þér kaupið lyftiduft S
frá oss, þá eruð þér ekki
einungis að efla íslenzkan^
iðnað, heldur einnig að •
tryggja yður öruggan ár- •
angur af fyrirhöfn yðar.)
Notið því ávallt „Chemiu ?
lyftiduft“, það ódýrasta og^
bezta. Fæst í hverri búð. ^
S
S
s
s
s
Chemia h f.
"S
s
s
s
s
s
s
'36. dagur
Cornell Woolrichi ^
^ -7r'!i 'imm
VILLTA B R U Ð U RIN
meira. Kvalirnar jukust eftir
því, sem höggin urðu fleiri,
röddin breyttist í hása skræki,
sem ekki virtust lengur koma
út um munninn, heldur blæð-
andi, flakandi sárin.
Þeir reyndu að láta hann
koma undir sig fótu.num, tókst
það að lokum, stjökuðu hon-
um áfram inn í röðina, hann
skjögraði áfram, riðaði til
beggja hliða, rétti sig smátt og
smátt af og komst um síðir í
takt við fylkinguna ,sem hægt
og bítandi dragnaðist upp fjalls
hlíðina. Meðvitundin hafði
ekki sljógvazt meira en svo
meðan á öllu þessu stóð, að um
eitt var hann fuilviss. Kon-
an fremst í fylkingunni hafði
ekki litið við, ekki lagt eyrun
að æðisgengnum kvalaópum
þessa vesalings bandingja und
an blóðistokknum bareflum
undirmanna hennar.
Hann leið kvalir hið ytra.
en þær voru þó hreinn hégómi
hjá þeim eldi, sem logaði með
honum hið innra.
Sólaruppkomin var í nánd.
Hinum megin fjallsins myndi
sólin þegar sjást. Dagsbrúnin
var þegar farin að færast all-
mikið upp á austurloftið.
Dagur var í nánd. Nóttin,
sem skildi nútíma gærdagsins
frá fornöld morgundagsins,
var senn á enda. Dagsbrún
milli tveggja alda bar þarna
yfir fjallstindinn. Og þeir,
sem leiddu hann á milli sín inn
í fortíðina, hröðuðui sér upp
fjallið, vildu vera komnir með
hann inn í sinn heim, áður en
dagur væri um allt loft.
Hann fór að virða þá fyrir
sér. Einkum þann, sem næstur
gekk á undan honum. Kopar-
rauður, rísandi, hnígandi, rís-
andi, hnígandi. Hann var af
holdi og blóði. Hann var lif-
andi. Það lagði af honum
skugga. Hann var raunveru-
lega maður. Hvaðan var hann?
Hvert voru þeir að fara með
hann?
Þeir voru nú komnir upp á
gilbarminn, þar sem hann
hafði náð Mitty, þegar hún
komst lengst. Þarna hafði hún
staðið í reyknum við hlóðirn-
ar, gefandi merki inn í óborna
fortíðina. Burðarstóllinn henn
ar leið áfram eftir mishæðótt-
um botni dalverpisins, hvarf
öðru hvoru eins og skip á úfn
um sjó. Fjaðraskraut burðar-
mannanna bærðist fyrir hægri
golunni. Kvenveran í stólnum
hreyfði hvorki legg né lið, ekki
frekar en gera myndi lík-
neskja um þá liðnu tíð, sem
hún hafði nú gerzt fulltrúi fyr
ir.
Skyndilega tók hann eftir
þv, að röðin fór að styttast
framan frá, eins og hyrfi hún
ofan í kviksyndi. Fylkingin
hafði gengið í boga fyrir fram
an hann, svo hann hafði um
stuud séð þá á hlið, sem fremst
ir fóru, eins og stundum er úr
járnbrautarvagni hægt að sjá
fram undan lestinni, meðan
vagninn, sem maður • er . í, er
að ljúka við að taka beygju
á brautinni.
Nú voru allir komnir fyrir
þessa beygju og lestin orðin
bein. Þá bar það kynlega fyrir
sjónir, að fremri endi hennar
hvarf smátt og smátt. Það var
eins og jörðin gleypti hvern og
einn á fætur öðrum og brátt
myndi enginn eftir verða. Hér
við enda gilsins reis fjallið
þverhnípt, enginn fór upp eft-
ir því, hann færðis sífellt nær
því, en gat ekki séð hvað af
þeim varð, sem á undan hon-
um fóru.
Sá, sem næstur fór á undan
honum, skyggði nokkuð á, og
brátt fékk hann skýringuna á
þessu. Hann sá, að hún var
komin ofan úr stólnum, hann
hafði verið lagður á rönd upp
við klettavegginn og tveir
menn voru í óða önn að taka
hann í sundur. Þeir ætluðu
auðsjáanlega ekki að láta nein
merki sjást eftir sig hérna meg
j in fjallsins.
I Nokkur skref frá þeim stóð
steinn upp á endann. Uppmjór
eins og þríhyrningur í laginu.
Við hlið hans var gat í kletta
vegginn, sem lá fyrir enda gils
ins. Gatið hafði nákvæmlega
sömu lögun og steinninn, eins
og hann hefði verið sagaður út
úr því. Og það hafði raunveru
lega verið gert. Gatið var ekki
breiðara en svo, að með naum
indum var hægt að þrengja
sér þar í gegn, og ekki mann-
hæðarhátt. Inn um það hurfui
nú ræningjarnir hver á fætur
öðrum, urðu að beygja höfuð
in til þess að reka sig ekki upp
undir. Við gatið stóðu tveir
villmenn, sem auðsjáanlega
höfðu það hlutverk að loka því,
þegar allir væru komnir inn í
fjallið. Þeir voru stærri og
sterklegri en allir aðrir.
Hann spyrnti ósjálfrátt við
fæti, hér á mörkum hins
þekkta og hins óþekkta. Það
var ekki hræðsla við að kafna
inni í þessari holu, sem gerði
hann stífan af mótþróa, heldur
voru það ósjálfráð viðbrögð
líkamans til varnar því að láta
svipta sig ímynduðu öryggi
þess umheims, sem hann var
borin til, til varnar því að láta
hrífa sig inn í veröld, þar sem
ef til vill biði hans eitthvað
enn verra en líkamlegur dauði.
Hann sá nú á hæla þess
næsta á undan sér. Nú var
komið að honum. Hann streitt
ist við. Það var allhár stallur
upp í gatið, svo hár, að honum
myndi hafa veitzt nógu erfitt
að komast upp á hann þótt
hann hefði getað hreyft hend
urnar. Hann var knúinn áfram.
Hann tók undir sig stökk, lét
ferðina lyfta sér tvö eða þrjú
skref, náði ekki upp og féll
til baka. Það var gripið um
bundna úlnliði hans, annar tók
undir hnakka hans. Honum
var hent upp í gatið og hann
keyrður inn í það.
Fjallið hafði nú gleypt hann.
Sogaði hann til sín. Niðamyrk
ur.
Hann greindi um stund
bjarma að baki sér. Klettavegg
irnir voru kaldir og rakir.
En svo hvarf einnig þessi
bjarmi. Ekki vegna þess, að
hann væri kominn svo langt
inn í göngin, heldur af því að
gatinu hafði verið lokað.
Kaldu.r sviti spratt út um
hann allan. Nútíminn var lið-
inn. Nú heyrði hann forítðinni
til.
NÍTJÁNDI KAFLI.
Samaborið við glóandi hit-
ann og blindandi birtuna úti
fyrir, var þægilegur svali og
'hálfrökkur á ganginum á ann
arri hæð í landsstjórabústaðn-
um í Puerto anto. Það gat svo
sem þess vegna verið verra að
bíða annars staðar tímum sam
an, eins og þeir Fredericks og
Cotter u.rðu nú að gera. Þetta
var heldur ekki neinn venju-
legur gangur, hámyndir á
veggjum, spónlagt gólf og
súlnaraðir. Enda hafði rann-
sóknarréttur hinnar kaþólsku
kirkju, verið hér til húsa á sín
um tíma.
Við dyrnar inn til landsstjór
ans var trébekkur, sem sneri
baki að veggnum. Á honum
Myndasaga barnanna:
Bangsi og álfarnir.
Dyrnar lokuðust að baki
Bangsa, ög hann hélt út í runn
an. Hann sá, er hann var kom
inn út úr runnanum, að hann
var staddur neðan til við klett
ana í Hnetuskógi. Og þar hjá
voru félagar hans að leika sér,
þeir Gutti og Goddi.
Bangsi sagði þeim strax, að
hann hefði farið með álfinum
til álfakóngsins, og þeir voru
alveg undrandi á því, að í þess
um runna, sem þeir höfðu oft
fatið gegnum, skyldu vera dyr
inn til álfanna. En þeir fundu
ekki dyrnar, þótt þeir leituðu.
Svo fóru þeir að steininum,
þar sem Bangsi hafði farið nið
ur, en hvernig sem þeir hopp
uðu á steininum, eins, og álfur
inn hafði gert, þá hreyfðist
hann hvergi. Gutti vildi jafn-
vel reyna að lyfta steininum
iil að finna holuna undir hon
um.
GÁMÁN 06
ÁLVÁRÁ
„Réttvísin" hefur sinn gang'.
Það eru 8 ár síðan Karl
Schleider stal reiðbuxum, en
fyrir nokkrum vikum síðan
fékk hann bréf frá yfirvöldun-
um, þar sem Iionum var tilkynnt
að hann væri dsémdu.r í fimm
mánaða fangelsi fyrir að stela
buxunum. Schleider var í fóU
gönguliðsdeild þýzka hersins,
sem barðist á vígstöðvunum við
Riga. Þar skemrndust buxur
hans af völdum handsprengju,
sem nærri hafði gert út af við
aumingja Schleider. Hann bað
birgðastjórann að láta sig 'fá
nýjar buxur, en var neitað. Þar
sem herdeildin varð að halda á-
fram, sá ScMeider ekki annáð
ráð en bjarga sér siálíur s»im
bezt hann gat.
Það hefur gengið illa fyrir
Schleider síðan. Hann var tek-
inn til fanga af Rússum og kom
þaðan bæklaður eftir sár, sem
hann hlaut í orrustu. Meðan
hann var fangi, hljóp konan frá
honum og giftist öðrum. Og nú
verður haim að sitja í firnm.
mánuði í fangelsi í þokkabót.
„Ef það verður aftur styrj-
öld, þá fer ég ekki með aftur,“
sagði Sehleider. Það getur víst
enginn láð honum það.
Með hjartað uían á brjóstinu.
Pyrir ári síðan fæddist í Ta-
coma í Washington stúlkubarn,
með hjartað utan á brjóstinu.
Þessu líkt hefur áður komið fyr
ir, en Deborha er einasta bar-n-
ið, sem hefur lifað slíkt af. —
Strax eftir fæðinguna gerði
læknirinn uppskurð á brjósti
hennar og setti hjartað á sinn
rétta stað. Dgborah er sögð
þroskast eðlilega og vera hið
efnilegasta barn.
Hættuleg fegurðardís í Tyrol.
Það létti stórum vfir kven-
fólkinu í Amlache í Tyrol, þeg
ar ítölsk fegurðardís hvarf það-
an á brott, eftir að hún iiafði
sett allan bæinn á annan end-
ann með því að töfra alla karl
menn þorpsins á ald.rinum 17—
70 ára og komið konunum iil að
grípa til þess örvæntingarráðs
að hleypa mönnum sínum ekki
inn í svefnherbergin til sín. .
Þegar hún kom til þorpsins
urðu allir karlmenn í þorpinu
yfir sig ástfangnir í hinni töfr-
andi konu og margir voru farn-
ir að gera sér vonir í sám
bandi við hana. Að lokum sóu
giftu konurnar í þorpinu, að
þær yrðu að grípa til gagnrað-
stafana og tóku sig saman um
það að loka herbergisdyrum
fyrir mönnum sínum. Karlmenn
irnir létu þetta ekki á sig fá í
fyrstu og slepptu sér tryllir út í
skemmtana og næturlífið í Inns
bruck, sem er skamm þaðan, en
uppgötvuðu, eins og svo margir
höfðu áður rekið sig á, að slíkt
gerir konurnar þeim enn frá-
hverfari. Að lokum hvarf stúlk-
an úr þorpinu af sjálfsdáðam,
en þorpið var ekki hið sama og
áður. Dómara þorpsins bárust
7 skilnaðarmál og 3 sem íjöll-
uðu um heimilisófrið.
i
AB
I inn í hvert hús!
AB§