Alþýðublaðið - 19.06.1952, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.06.1952, Blaðsíða 3
í DAG er fimmtudagurinn 19. júní. Næturlæknir í læknavarðstof unni, 3Ími 5030. Næturvarzla í Reykiavíkurapó teki, sími 1760. ■Slökkvistöðin, sími 1100. Lögregluvarðstoían, , sími 1166. Flygferðir Flugfélag Ískuuís: Innanlandsflug: Flogið verð- «r í dag til Vestmarmaeyja, ísa fjarðar, Hólmavíkur, (Djúpavík ur), Hellissands og Sigluf jarðar. A morgun til Akureyrar, Vest- mannáeyjja, Klrkjutaæjarklaust urs, Fagurhólsmýrar, Hornafjarð ar og Isafjarðar. Utanlandsflug: Gullfaxi fer í fyrramálið kl. 8 til Osloar, kem ur aftur um tíu leylið í kvöld. Loftleiðir: Hekla fór í morgun frá Bang kok til Calcutta og Karachi, fer í fyrramálið til Abaaan og Aþenu. Skipafréttir Eimskip: Brúarfoss er í Reykjavík. Dettifoss fór frá New York 13. 6. til Reykjavíkur. Goðafoss fór frá Reykjavík 18.6. ld. 00.30 tii Kaupmannahafnar. Gullfoss fór frá Leith 16.66. væntanlegur til Reykjavíkur í fyrj'amálið 19.6. Lagarfoss er í Reykjavík, Reykja ,foss er í Reykjavík. Selfoss fer frá Akureyri í dag 18.6. til Sauð érkróks. Tröllafoss fór frá Reykjavík 13.6. til New Eork. Vatnajökull fór frá Antwerpen 17.6 til Lieith og Reykjavíkur. Eimskipafélag Reykjavíkur: Katla kom til Finnlands 17. Þ- m. « Skipaútgerð ríkisins. Hekla fór frá Gautaborg í gær áleiðis il Reykjavíkur. Esja íór frá Reykjavík í gærkvöld austur um land í hringferð. Skjald- breið fó.r frá Akureyri í gær. Þyrill er á Seyðisfirði. Skipadeild S.Í.S. M.s. Hvassafell iosar sement fyrir vesturlandi. M.s. Arnar- . fell losar kol fyrir norðurlandi. M.s. Jökulfell fór frá New York 14 þ. m., áleiðis til Reykjavíku. ' Fundir Alþýðuflokksfélögin í Hafn- arfirði halda sameiginlegan fund í Alþýðuhúsinu í kvöld kl. 8,30. Fundarefni Forsetakosníng arnar. ; Embætti Samkvæmt heimild í lögum nr. 52 frá 1942 hefur heilbrigð- ismálaráðuneytið hinn 4.' iúni 1952 staðfest ráðningu Guð mundar Helga Þórðarssonar, cand. med. & shir.. sem aðstoð arlæknis héraðslæknisins í Eng ilsstaðahéraði frá 1. þ. m. a, teljal og þangað til öðruvisi verður á kveðið. Heilbirgðismálaráðuneytið i’.o.f ur hinn 6. júní 1052 gefið út leyfisbréf handa Ólafi P. títep hensen til þess að mega stunda tannlækningar hér á landi. HeimbrigðismálaráÖuneytið hefur hinn 6. júní 1952 gefið út leyfisbréf handa Grími M. Björnssyni til þess að moga stunda tannlækningar hér á landi. Or öíluiri áttum Minningarspjöld Styrktarsjóðs Kvenfélagsins Edda (Prentara- konur) fást á eftirtöidum stöð- um: Bókaverzlun Snæbjarnar Jóns sonar.. Frú Kristínu Sigurðardóttur Hagamel 16. Frú Guðnýju Pálsdóttur Mín- isveg 4. FÉLAGSLÍF: Ferðafélag íslands ráðgerir aS fara gönguferð á Eiríks- jökul næstkomandi laugardag. Lagt af stað kl. 2 frá Austurvelli og ekið fyrir Hvalfjörð að Kalmannstungu og gist þar í tjöldum. Á sunnudagsmorgun er ekið eitthvað á leið, ef hægt er, síð- an gengið inn í Torfabæli og þaðan á jökulinn. — Upplýs- ingar í skrifstofu Kr. Ó. Skag fjörðs, Túngötu 5, og farmið- ar séu teknir fyrir kl. 6 á föstudag. Ferðafélag íslands ráðgerir að fara mjög skemmtilega gönguför um Leggjabrjót n.k. sunnudag. Lagt af stað kl. 9 árdegis frá Austurvelli. Ekið upp í Botnsdal í Hvalfirði. Gengið að fossinum Glym sem er einn hæsti og fegursti foss landsins og er gljúfrið sérstaklega tilkomumikið. Frá Glym er gengið upp brattann innan við Múlafjall. Göturnar iiggja neðan við Súlur, fram hjá Sandvatni, um Leggja- brjót, þar er hæst á þessari leið, 467 m. Þá er komið að Súlnaá, er rennur í Öxará, sem kemur úr Myrkravatni. Þá er haldið að Svartagili. Ef gengið er á Þingvöll, liggja götuslóðar suður frá Svarta- gili og er þá komið í Almanna gjá norðan við Öxarárfoss. — Heitir það Langistígur. Far- miðar seldir til kl. 12 á laug- ardag í skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörð. ÚTYARP iEYKJáVIK mtHEt! Hannes á hornlnu V ettva n gur da gsins % Fagur þjóðhátíðardagur. — Borgari skrifar um lerðasnatt — ergelsi og þreytu. 10.30 Setning synod.as: Guðs- þjónusta í Dómka'kjunni (sr. Iíalldór Kolbeins í Vestmanna eyjum prédikar; sr. Jón Auð- uns dómprófastur Qg sr. G'mð ar Þorsteinsson í Hafnarfirði þjóna fyrir altari). 1.4.00 .Útvarp frá kappellu og há tíðasal Háskólans: Biskup ís lands setur prestastefnuna og zflytur ársskýrslu sína. 19.30 Tónleikar: Danslög. 20.20 Synoduserindi i Dómkirkj unni: Starf kirkiunnar fyrir hina sjúku (sr. Magnús Guö mundsson í Ólafsvík). 21.55 Tónleikar: Finnskir kórar syngja (plötur). 21.20 Upplestur: „Þega:r enginn er góður“, smásaga eftir Sig urjón Einarsson frá Ketilciöi um (höfundur les). 21.30 Hljómleikar Sinfóníu hljómsveitarinnar og hljóð færaleikara úr Philharmon- ísku hljómsyeitihni í Hamborg (íeknir á segulbandi í Þjóð leikhúsinu 10. þ. m. — Stj. Olav Kielland. AB'krossgáta - 161 reioa HAFNARSTRÆTI 23 er opin frá kl. 8 f. h. til 11 e. h. Laugardag kl. 8—12 á hádegi. Lárétt; 1 sögufræg eyja, 6 fiska, 7 umbrot, 9 tveir sam- stæðir, 10 forskeyti, 12 greinir, 14 ganga, 15 ekki van, 17 kven- maðurinn. Lóðrétt: 1 menntastofnunin, 2 kvenmansnafn, 3 meðvitundar- leýsi, 4 fataefni, 5 hundar, 8 pödd, 11 er til, 13 biblíunafn, 16 tveir samstæðir. Lausn á krossgátu nr. 160 Lárétt: 1 gírugur, 6ári, 7 mest, 9 ts, 10 tær, 12 æt, 14 kali, 15 tál, 17 trumba. Lóðrétt:»1 gómsæt, 2 rist, 3 gá, 4 urt, 5 ristill, 8 tæk, 11 .rabb, 13 tár, 16 lu. Nýft berklavarnalyf nolað með góðum árangri NY BERKLAVARNALYF eru nú komin á markaðinn í Banda ríkjunum og „má aðeins nota þau undir ströngu iækniseftir- liti“. Lyf þessi hafa verið notuð með góðum árangri undanfarna 9 mánuði, á hundruðum sjúkl inga. Sjúkrahús nokkurt í New York hefur gefið út þá tilkynn ingu, að lyfin, sem þekkt eru undir nafninu Isonictinig Agid Hyrazides, séu „mjög áhrifa mikil berklavarnalyf“, en spítal inn svaraði við því, ao enn væri of fljótt að segja til um, -hvort efni þsssi verkuðu í öllum til fellum. ÉG HELD, að þjóðhátíðardag , urinn .að þessu sinni hafi verið : einn hinn yndislegasti sem ég | hef upplifað. Veðrið var fagurt1 frá moi’gni og langt íram á nótt. Sixemma um morguninn voru börnin komin á kreik prúðbúin og auðséð að þau áttu von á ein hverju óvenjulegu og upp úr hádeginu fór fólkið að strej'ma niður í bæinn. MANNFJÖLDINN 'VAR gaysi mikill við Austurvöll og hátíð- legt að horfa yfir mannhafið meðan guðsþjónustan fór fram — og það var ljómi um dóm- kirkjuna. Ég held að hann hafi gtafað af fólkinu sjáifu. Hand- hafar forsetavalds gengu að fót stalli Jóns Siguxbssonar og lögðu þar fagran blómsveig, — og maður reyndi að gleyma bví að tveir þeirra standa í.óvirðu- legum bardaga við viija fólksins í landinu. ÉG EFAST UM að . nokkru sinni hafi verið eins mikill mann fjöldi samankomimi á Arnarhóli og þar var um kvöldið, að undan teknum hátíðisdeginum 18. júní 1944. Og ég Iield að mér hafi aldrei þótt eins fagurt að líta yfir hólinn og nú. Ég stóð við Lækjartorg og hóllinn var iðandi í litskrúði fánanua og hins prúðbúna fólks. OG ,UM NÓTTINA var dans- að og skemmt sér. Mér þótt vænt um það hve Vestur-Hún vetningum var fagtiað er minnst var á gestkomu þe.irra. Það væri mjög skemmtilegt ef fólk úr byggðurn landsins gæti komið því við að heimsækja höfuðstað inn á þjóðhátíðardögum. — Og okkur ber alltaf að fagna því. Slíkar gestkomur tengja okkur saman — og ekki veitir af. MAÐUR FANN það þennan dag, að þrátt fyrir alla sundr- ungu er ekki langt að samstarfs og sameiningarviljanum. Jafn vel þó að fólk skipist í flokka vill það ekki sundrungu í raun og veru. Og það hygg ég að fá- um detti í hug, jafnvel nú, þeg ar mjög er deilt, að fagna ekki hvverjum sem kosinn mundi foi-seti landsins. — Maður gleym. ir ekki svona þjóðhátíðardög- um. BORGARI SKRIFAR. „Rán herrarnir eru aldrei heima. Þeir eru að smala um byggðir lands- ins. Hverjir borga þessar smala ferðir þeirjra. Eru þær borgaðar úr kosningasjóðum þeirra, eða ]áta þeir sig henda það, að.sækja greiðsluniar í ríkissjóðinn. Mér þykir það furðuleg framkoma af forsætisráðherra, sem er á- samt forseta sameinaðs þings, handhafi forsetavalds, að hann skuli taka þátt í þessum ósæmi lega leik. ÞETTA ER LÍKA þreytandi ferðalag fyrir ráðherrana, og störf þeirra eru vmfangsmik- il í stjórnarráðinu. Það er ekki upplifgandi fyrir Hermanrt Jón asson að fá sex á fund með sér í Þykkvabænum, eða Ólaf -Thox.q að þurfa að láta fresta fundi hjá sér á Akranesi þangað til bíó sé búið, og senda srnala sína ti.1 þess að smala fólki af bíó og fá með því samtals 30 á fund. Þetta þreytir og ergir .og drepur niður vinnuþrek margra. Ferða- snatt ráðherranna um þessar mundir er ósæmilegt.. Þeir eiga að hætta því“. Hannes á hornmu. jRafíagnir ög VaftækiaviðgerðÍF Önnumst alls konar siC-i gerðir á heimilistækjum,; höfum varahluti í flesti heimilistæki. Önnuœst; | einnig viðgerðir á olíp-| I fíringum. iRaftækjaverzíunm, j Laugavegi 63. Sími 81392. Frjáls samfök kjósenda. Stuðningsmenn Gísla Sveinssonar um land allt eru vinsamlega beðnir að aðstoða hver annan til þess að komast & kjörstað 29. júní. Þeir. sem vilja vinna eða lána bifreiðir á kjördegí, láti skrifstofuna á Vesturgötu 5 vita sem fyrst. Símar 5036 og 5729. Blaðið FRELSI fæst í skrifstofunni og í bókabúðum. Sent út um land. Frjáls samtök kjósenda. Getum nú tekið að okkur alls konar verkfræðileg störf, svo sem: endurskipulagningu, breytingar og endurbyggingar á verksmiðjum o. fl. Vélaverkstæði Sig. Sveinlbjörnssoiiar h.f. Skúlatúni 6. •— Sími 5753. Afí inn á hvert heimili t . in;—— títi-—. wt: \; i m

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.