Alþýðublaðið - 19.06.1952, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.06.1952, Blaðsíða 6
 ISKRAFAÐI °g ISKRIFAÐl KANN EITT OKÐ í ÞÝZKU. Þegar Eisenhower var i Þýzkalandi á dögunum, sagði Þjóðverji nokkur við hann: ,.Þér berið þýzkt nafn“. ,,Já“, svaraði Eisenhower. „Og ef til vill talið þér þá líka þýzku?" spurði Þjóðverjinn. „Já,“ svaraði Eisenhower — „en aðeinseitt orð: Eisenhower“. STALIN í ÞRÆNÐALÖGUM. ' Blaðið Arbeider-Avisa í iÞrándheimi, segir frá því, að í kirkjugarðinum í Kirkjubæ í Meráker hafi fundist legsteinn eneð áletruninni Stalín. Þar hvíl ir kaupmaður að nafni Peter Stal in, fæddur 2. september 1753 og dáinn 21. júlí 1811. Stalin þessi kvar bóndasonur, en varð síðar auðugur kaupmaður í Þránd heimi, en eki.rert er vitað um það hvernig Stalinnafnið er til Jromið. BÆNDUR í PARÍS. Það lætur máske undarlega í eyrum, að meðal íbúa Parísar séu þúsundir bænda, en Þannig er því þó varið, samkvæmt upp lýsingum blaðsins „L'Echo de la Press“, sem gefið er út af til hlutan franska bændasambands ins, en þar segir að í París séu lim 6827 bændur. SPURNINGAR DAGSINS: • 1. Heftir hvern er þessi vísa , „Etfir lifir mannorð mætt, þótt maSunm deyi; veröld gjarnan vill þó i hægja vinum guðs og hrósið Iægja“. . ' 2. Hvenær var sláttuvélin fundin upp? 3. Og hver fann hana upp? > 4. Hvað heitir höíuðborgin í Mexico? 5. Hvað e rbílleiðin frá íteykja vík að Goðafossi löng? [ 'win 66í ‘S j •ooixajtr ‘j, •>íaiuuoo3x\r nt’H iSiiaXo uuijiigruiníjuauiy -g , 'fS6x ;fipy 'z [ , -uossjeio jJaSSá t I MaONÍNHÍIdS ÖIA HOAS '39. dagur Cornell Woolrich: VltLTA B R Ú D 0 RIH AUTO-UT straumlokur (cut-outs) fyr- ir Dodge, Chrysler, Chevro Iet o. fl. bíla. Segulrofar á startára í Plymouth o. fl. Reimskífur á dynamóa ný- komið. Rafvélaverkstæði Halld. Ólafssonar, Rauðarárstfg 20. Sími 4775. biiiiiiiiiuta £ iiiiiiftiiiniiiiiiii snyrtivörur hafa á fáum árum unnið sér lýðhylli um land allt. lings mann nokkurn, sem eftir guðs og manna lögum er eng- inn annar en eiginmaður hennar.“ Nú gat el minstro ekki leng ur setið kyrr. Hann stökk upp, baðaði út öllum öngum sem óð ur væri. Hann æddi fram og aftur um stofuna og þeir fylgdu honum eftir með augunum. „Þetta heyrir undir mig‘‘ hvæsti hann út úr sér. „Þetta er mál,- sem heyrir undir mína stjórnardeild. Þetta má ekki svo til ganga. Þetta má ekki vitn- ast. Fimm hundruð dollara mútur. Lifandi stúlka flutt burt frá landssvæði ,sem ég hef sagt yfirboðurum mínum að sé óbyggt með öllu. Eruð þið að reyna að fá mig flæmd an úr stöðunni? Viljið þið láta mig fá dóm fyrir lygar og svik?“ „Það eru fleirl þar en hún“, sagði Fredericks og beit á jaxl- inn. „Það er heill ættbálkur þar. Hann er að vísu lítill en ættbálkur samt og það harðsnú- inn mjög. Eitthvað 30Ó til 500 manns. Ef þér hafið ekki vitað það áður þá get ég fullvisað yður um að þetta er nú svona“. „Það er ekki satt. Það er lygi“, þrumaði el ministro og sló í borðið af ölu afli. „Mín stjórnardeild hefur aldrei tekið við 500 dollurum í mútur. Það hefur aldrei nokkur sál verið flutt burt úr þessum fjöllum, einfaldlega vegna þess að það er enginn maður. Það segir mín stjórnardeild. Ég segi það. Ég mun beita öllu valdi mínu til þess að mómæla þessum áburði“. Hann krotaði eitthvað niður á pappírsblað, gekk til dyranna og fékk hermanninum pappírs miðann, kom svo aftur á ný. „Bíddu úti, Otter“ hvíslaði Fredericks að félaga sínum. „Mér finnst málið vera að taka óheillavænlega stefnu. Ég held að annar okkar ætti að fara héðan, áður en eitthvað kemur fyrir ,og til þess að geta hjálpað hinum, hvað sem í skerst.“ „Hver er hann? spurði el ministro tortrygginn, þegar Cotter gerði sig líklegan til þess að fara. „Það er kunningi minn, sem með mér er“ sagði Fredericks. Hann er ekkert flæktur inn í þetta mál og er því alveg ó- kunnugur.“ „En hann heyrði hvað okkur fór á milli,“ mótmælti el min- istro kröftuglega. „Hann skilur ekki spönsku", Fredericks gaf Cotter í laumi merki um að hraða sér út, með- an enn væri tækifæri til þess. Cotter lokaði dyrunum á eftir sér og settist á bekkinn fyrir utan. Hermaðurinn ,sem el min- istro hafði sent með skilaboðin, (kom nú aftur. Á eftir honum gengu nokrir kynlega klæddir náungar. Þeir báru ekki vopn og þó voru þeir í einhverskonar einkennisbúningi. Tveir þeirra báru milli sín súlur, sem strigi var strengdur á milli. Þeir fóru inn til el ministro. Skömmu síðan heyrðist þaðan hávaði og gauragangur. Cotter stökk á fætur og reyndi að fara þangað inn en honum var varnað þess. Hermaðurinn stökk að honum-og beindi byssu stingnum að brjósti hans. „Ekki inn“ öskraði hann. Flokkurinn kom nú út aftur. Súlurnar og striginn vorui enn með í förinni og nú lá Freder- icks þar á, keflaður og bundinn. Cotter reyndi að stöðva hóp- inn en hann var hrakinn frá með valdi. „Hvað ætlið þið að gera með vin minn? Hvert ætlið þið að fara með hann?“ „Til San Lazaro“, rumdi í þeim aftasta í röðinn, og það var óheillavænlegur blær í röddinni. „Hvað er San lazari“. Cotter greip í öxl þess, sem talað hafði til þess að fá hann til að hægja á sér og gefa nánari skýringar. „Er það fangelsið hérna?“ ,Miklu verra en það. Út úr fangelsinu koma þeir þó fyrr eða síðar. Frá San Lazaro losna þeir aldrei. Þangað liggur ein leið en þaðan engin. Það er hæli fyrir menn með ólæknandi geð- veiki.“ „En hann er ekki geðveikur“ æpti Cotter í örvæntingu. „Hann mun verða það,“ sagði maðurinn. „Fyrr eða seinna. Hver er þá annars mun- urinn?“ „Og hann“, sagði el ministro, sem staðið hafði í dyrunum og heyrt, hvað fram fór. „Þið getið farið með hann í fang- elsið“. Tveir menn tóku sér þegar stöðu við hlið Cotters og beindu að honum byssustingjum. „Hversu lengi herra'1? „Það er erfitt að segja, sagði el ministro. „Þangað til hann gleymir spönskunni, sem hann . kunni ekki þegar hann hlustaði Myndasaga barnanna. Bangsi og álfarnir. Þegar heim kom, gat Bangsi sagt pabba sínum, hvernig stað ið hefði á eplunum, sem þrask uðust á trénu þeirra. Hann sagði honum líka frá sumarálf inum og að hann ætlaði að láta tréð bera mikinn' ávöxt um sumarið. Á eftir hittust allir strákarn ir úti í haga og fóru í bolta- leik. Þar voru saman komnir Bangsi og Gutti, Kaninu,tv|- burarnir og Goddi, Ping pong og margir fleiri. Þeir slógu boltann upp í stóra eplatréð, en hann kom alltaf aftur. á þetta dæmalausa samtal áðan. Þrjú ár? Fimm ár? Hver getur sagt um það? Maður er lengur að gleyma tungumáli en læra að tala það.“ „Ég er bandarískur borgari“ kallaði Cotter í örvæntingu sinni. „Þið skráið hann bara undir nafni hérlends manns, sem er nýdáinn, kallaði el ministro á eftri mönum sínum. „Ef hann er ekki skráður undir eigin nafni, hver getur þá vitað að hann sé ameríkani. Svona smámistök geta hvort sem er alltaf hent.“ 20. kafli. Ferðin í myrkrinu í gegnum jarðgöngin virtust aldrei ætla að taka enda. Og þó gat vel verið að ekki hafi verið liðinn nema klukkutími eða svo síðan farið var inn í þau. Gólfinu hallaði stöðugt niður á við. Ekki mikið að vísu, en samt nógu mikið til þess að Law- rence þurfti að gæta þess að halda jafnvæginu og hafa skrefin styttri en ella. Það virtist ekki nokkur vafi á að göngin, væru gerð af manna höndum. Það hefðu kannske verið sprungur og holur í jarð- veginn, sem tengdar hefðu verið saman hér og þar til flýt isauka. Það var ekki myrkur lengur. Þeir, sem fremstir fóru, höfðu kveikt á einhvers konar kyndl- um, sem lýstu göngin upp að nokkru leyti. Lawrence var aftarlega í röðinni og blysin voru langt frá honum, svo að hann naut ekki birtunnar til fulls og sá ekki vel frá sér. Kyndlarnir gáfu ekki frá sér mikinn reyk en nóg til þess, að andrúmsloftið varð stöðugt verra. Hann var síhóstandi, en vissi ekki vel hvort það var af ósreyknum eða af ryki, sem þyrlaðist upp undan fótum villimannanna. Göngin lágu í allskonar bugð um og hlykkjum. Það gat hann merkt af því ,að annað slagið hurfu talysin og að ekki sást öll röðin nema endrum og sinn- um. Stundum nam fylkingin staðar. Hann gat í fyrstu gert sér grein fyrir hvernig á því stóð. Hann gat greint að það rann lækjarsytra eftir endilöngum jarðgöngunum. Hún var örlítil og gaf ekki frá sér neinn nið, en hann sá ,að hú var krystals tær. Nú vissi hann hvers vegna fylkingin var af og til að nema staðar. Ein og einn maður nam staðar og fékk sér að drekka úr læknum, beygði sig niður og drakk úr lófa sér.. Þegar Lawrence sá ,að næsti maður á undan honum í röðinni fékk sér að drekka, iagðist hann niður og leitaðist við að koma andlitinu ofan í vatnið, því ekki gat hann notað bundnar hendurnar. Hann bjóst við að sér yrði hrúndið áfram en þeir létu hann gera þetta. Það rann svolítið vatn upp í munninn, en svo var stjakað við honum og hann varð að halda áfram án þess að hafa fengið nærri því nóg. Fyrsta merkið um, að komið væri nærri leiðarenda, kom nú í ljós. Blysin fremst í hópnum höfðu til þessa verið nær því í GAMAN OG ALVARA Vintlmyllur fá byr í vængi. Venjulegast er litið á vind- myllur sem eitthvaS afían úr forneskju, og margir álíta að Vindmyllunum í Hollandi sé að eins haldið yið til augnagamans fyrir útlendinga, en svo er ekki. Að vísu hafa gufuvélar víða tek ið við síörfum vindmyllanna til að dæla vatni af hinu frjóa landi, sem liggur undir sjó í Hollandi, en nú er haíin bygging á stórum vindmyllum þar í landi til þess að framleiða rafmagn og sparar þetta HoIIendingum stórar upphæðir í kaupum á kol um, sem þeir verða að flytja inn frá Bretlandi. Verkfall í 13 ár. Eigandi veitingastofu í ír- landi hefur grætt mikið á verk falli þjóna í veitingahúsinu og segist muni verða gjaldþrota cf verkfallið hætti, en það hefur nú staðið samfleitt í 13 ár. Verk fallið hófst 6. marz 1939, þegár eigandinn Jim Downey rak einn þjóninn. Þá komu verkfallsverð ir á staðnn, síðan hefur einn maður haldið þar vörð síðan. Eigandinn sér um afgreiðsiu þeirra, sem koma, en þeir eru margir þar sem þetta langvar- andi verkfall hefur vakið mikia athygli á staðnum og stundum er nærri stöðugur straumur ferðamanna til að fá sér drykk á þessum fræga stað. Fyrir ut- ,an dyrnar labbar verkfallsvörð urinn og ber s'kilti með áletrum um að verkfall sé á þessum stað. Eigandinn er vel við verk- fallsvörðinn og gefur hor.um svaladrykki þegar Iíeitt er í veðri, en sterka þegar kalt er. Veitingaþjónafélagið velur verk fallsvörðinn úr félaginu og er það venjulega einhver sem at- vinnulaus er þá stundina. Það er alls ekkí svo óvinsælt að vera verkfallsvörður á kránni hjá Jim Downey. Gigli söng „Ljúktu upp dyrum þínum“ og fangarnir struku. Yfirmaður fangelsisins í Sao Paolo á Ítalíu datt það í hug að réttast væri, að gefa föngunum tækifæri til menningarlegrár uppörfunar, sem mætti verða til að létta þeim fangelsisvist- ina og gera þá að betri mön-n um. Hann bauð því Gigli að koma og syngja fyrir fangana. Fagarnir voru auðvitað hrifnir af söng meistarans og einn þeirra, sem dæmdur hafði verið til fangelsisvistar í lífstíð bað Gigli að syngja brazilíska Iagið Ljúktu upp dyrum þínum“. Gigli var við beiðni þeirra óg fangarnir urðu mjög lirærðir. En nóttina eftir söngskemmtuniha struku sjö fangar, setn dæmdir höfðu verið ævilangt. Þeir Iiöfðu notað tækfærið meðan Gigli var að syngja til að grafa göng undir fangelsismúrinn og fóru þar út jim nóttina. Þeir höfðu unnið að því að grafa göngin í fjóra mánuði, en luku þeim meðan Gigli söng sem hæst. Raffækjaeigendur j Tryggjum yður ódýrustu ( og öruggustu viðgerðir á s raftækjum. — Árstrygg- ^ ing þvottavéla kostar kr. S 27,00—67,00, en eldavéla S kr. 45,00. S Raftækjatryggingar h.f. ^ Laugaveg 27. Sírni 7601. s

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.