Alþýðublaðið - 22.07.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.07.1952, Blaðsíða 4
AB-AIþýðubláðið £ rifL, r- ” Hver getiir sigrað 22. iúlí 1952. CHICAGO kemur mikið við sögu forsetakjörsins x • Bandaríkjunum í þetta sinn. Þar kom flokksþing repúbli- kana saman fyrir hálfum mánuði til þess að velja þeim forsetaefni. Nú er flokksþing demókrata byrjað þar; en að því loknu verður einnig Vitað, hvert forsetaefni þeirra verð- •ur við forsetakjörið í Banda- ríkjunum í haust. Meðan hið mikla og hávaða sama einvígi þeirra Eisenhow ers og Tafts fór fram í flokki repúblikana um það, hver verða skyldi í kjöri af hálfu þess flokks, var tiltölulega hljótt í röðum demókrata um val forsetaefnis af þeirra hálfu. Þó eru nú mánuðir liðnir síðan Truman lýsti yfir því, að hann myndi ekki gefa kost á sér sem forsetaefni fyr ir flokk sinn á ný. En það er eins og flokksmenn hans séu, þrátt fyrir það, ekki alveg vissir um, að hann hafi sagt sitt síðasta orð um þetta. Að minnsta kosti hefur tiltölu- lega lítill áróður verið hafður uppi fyrir öðrum, hugsanleg- um forsetaefnum demókrata. Það er þá helzt að Kefauver hafi lagt sig nokkuð fram til þess að safna stuðningsmönn um á flokksþingið í Chicago; en ekki hefur sú barátta hans borið meiri árangur en það, að hann er enn langt frá því að hafa einu sinni fjórða hluta fulltrúanna, sem þar mæta með atkvæðisrétti, hvað þá heldur þann rúma helming þeirra, sem hann þarf að fá til stuðnings við sig, ef hann á að ná kosningu sem forsetaefni flokksins. Er þó augsýnilega enginn hörg- ull á mönnx’m í flokki demó- krata, sem reiðubúnir eru til þess að vera 1 kjöri fyrir þá. Margir eru þegar nefndir, auk Kefauvers, svo sem Bark ley, núverandi varaforseti, þótt gamall sé, Russell, Kerr, MacMahon, Stevenson og Harriman; en fæstir þeirra hafa farið sér óðslega. Það er eins og þeim sé ekki alveg grunlaust, að Truman kunni enn að koma til mála í Chi- cago, þótt neitað hafi hingað til, að gefa kost á sér á ný. Enginn forvígi smaður de- mókrata_ mun heldur ganga þess dulinn, að flokki þeirra sé mikill vandi á höndum við val forsetaefnis eftir að eins dáður hershöfðingi og Eisen- hower er orðinn forsetaefni repúblikana. Demókratar hefðu sjálfsagt miklu heldur viljað mega þreyta kapp við hinn umdeildari Taft við for- setakjörið í haust. En um það þýðir ekki lengur að tala; og nú veltur allt á því fyrir de- mókrata að finna nógu sigur- vænlegt forsetaefni á móti Eisenhower. Það er hins vegar þegar af þeirri- ástæðu miklu erfiðara en verið hefði, ef Taft hefði verið gagnframbjóðandinn í forsetakosningunum, að de- mókrata greinir miklu minna á við Eisenhower en við Taft, og það ekki aðeins um utan- ríkismál, heldur og einnig um innanlandsmál. Eisenhower hefur, eins og allir vita, stutt utanríkismálastefnu Trumans og er því ekki líklegur til þess að víkja í neinu verulegu frá henni, þó að hann yrði kjör- inn forseti Bandaríkjanna. Og í atvinnumálum og félags- málum er hann talinn miklu frjálslyndari en Taft, þó að langt muni frá því, að hann sé þar fylgjandi þeirri_rót- tæku umbótastefnu, sem ein- kennt hefur stjórn Trumans. Hins vegar geta demókratar auðvitað bent á það, að það sé sitt hvað, hvað Eisenhower vilji sjálfur gera, bæði í utan- ríkis- og innanlandsmálum, og hvað hann geti gert með repúblíkanaflokkinn, hálf ein’ angrunarsinnaðan og sterk- lega íhaldssaman, að baki sér. Og það er ekki ólíklegt, að einmitt slík sjónarmið geti orðið Eisenhower hættuleg við forsetakjörið í haust, ef demókratar hafa í kjöri for- setaefni, sem ótvírætt tekur afstöðu með þeirri stjórnar- stefnu, sem Truman hefur fylgt, bæði út á við og inn á við. Sjálfsagt væri enginn lík- legri til þess að sigra Eisen- hower en Truman sjálfur; og því eiga menn enn bágt með að trúa því, að iiann skorist undan að vera í kjöri fyrir flokk sinn, ef að honum verð ur lagt á flokksþinginu í Chi- cago. Að honum frágengnum er Stevenson stöðugt talinn sigurvænlegast forsetaefni fyrir demókrata. Hann hefur að vísu aldrei fengizt til þess enn, að tjá sig reiðubúinn til framboðs; en vel má vera, að það sé vegna óvissunnar um Truman, og að á því yrði breyting strax og fullséð væri á flokksþinginu í Chicago, að forsetinn væri ekki fáanlegur til þess að vera í kjöri á ný. En nú er flokksþing demó- krata í Chicago sem sagt byrj- að; svo að úr öllu þessu fæst skorið innan fárra daga. Langholfsbúar og aðrir viðskiptavinir. Bókabúð mín er nú flutt á Langholfsveg 62. Hef nú sem áður flestar nýrri bækur til sölu. Exin fremur vikublöðin, tímaritin, pappír, ritföng o. fl, Sparið yður sporin í bæinn. Kaupið bókina í Bókabúð Sigvalda Þorsteinssonar Langholtsvegi 62. AB — Alþýðublaðið. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- sími: 4906. — Afgreiðslusími: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Áskriftarverð blaðsins er 15 krónur á mánuði; í lausasölu 1 króna hvert tölublað. 'AB 4 EÍnil eftirlífandi. Hver man 1 dag Vittorio Emann- !ee Orlando? Hann var þó einn hinna umtöluðu, „fjögurra stóru“ á friðarfundinum í Versöl- um 1919, eftir fyrri heimsstyrjöldina; hinir voru Lloyd George, Clemenceau og Wilson. Orlando var þá forsætisráðherra ítala og barðist í Versölum harðri baráttu, en árangurslausri, fyrir því, að fá borgina Fiume og strönd Dalmatíu austan Adría- hafs, í sigurhlut Ítalíu. Eitt sinn gekk hann af friðarfundinum af því að hann fékk þessum krofum ekki fullnægt; en hann snéri þangað aftur eftir hálfan mánuð. Nú eru hinir þrír löngu látnir; Orlando lifir einn hinna „fjögurra stóru“ á Versala- fundinum, 92ja ára gamali, en að vísu flestum gleymdur. — Bamabarn hans mundi þó afmæli hans nýlega og kom til þess að óska honum hamingju. Við það tækifæri var myndin tekin. Kristján Gnðmundsson: Vegavinnumenn fyrr og nú. VIÐA IJM LAND sér rudda götuslóða og flóraða vegarhluta eftir forfeður okkar. Vegag^rð þeirra var miðuð við þarfir ís- Ienzka hestsins, og var notuð ævagömul vegagerðartækni. — Mýrarsund og flóafen voru brú- uð með grjóti eða hrísi og grjóti, og ef það sökk, var flórað yfir aftur og aftur öld eftir öld. Á seinni áratugum 19. aldar varð hér mikil breyting. Hingað voru fengnir norskir verkstjór- ar, og voru vegir lagðir að norskrj fyrirmynd. Vegir yfir mýrar og móa voru undirbyggð- ir úr torfi og grjóti (púkkaðir), og voru þeir nefndir torfbrýr á alþýðumáli. — Vinnubrögðin höfðu og gerbreytzt. Áður hafði efni í vegfyllingar verið ekið í hjólbörum, en nú varð hestvagn inn hið sjálfsagða tæki til beirr ar vinnu. Vegirnir voru mai- bornir, en án hestsins var slíkt að sjálfsögðu óvinnandi verk Handverkfæri vegavinnumanns- ins voru skófla, haki, járnkarl og sleggja. Að loknum fyrsta vinnu deginum sagði verkstjórinn við verkamanninn :„Nú átt þú skófl una sjálfur." Dugði dagkaupið til skóflukaupanna. Ekki lagði verkamaðurinn til önnur tæki. Skóflan var með stigi, enda voru mennirnir í skinnskóm. Hnausakvíslina vantaði þá í hóp handverkfæranna. Hún kom eftir aldamótin og þótti hinn mesti hégómi. Menn köst- uðu sniddunni af skóflublaði, ct% var hún lögð með höndum. Öll var þessi vegagerð nosturssöm og ólík því, sem nú tíðkast. Var ekki óvenjulegt að sjá verk- stjóra með réttskeið -og vatur- passa við undirbyggingu vegar- ins. Vegurinn átti að vera rétt- ,ur, hnúskalaus og ósvikinn eins og mennirnir, sem lögðu hann. Vegavinnumennirnir bjuggu þá í tjöldum eins og nú, og vora tjöldin lík að stærð og nú. Ekki voru í þeim rúm. Menn rifu lyng og þöktu tjaldbotninn. Of- an á það var dreift heyi, og síð- an brekán dregið yfir. í hverju tjaldi sváfu sex til átta menn í flatsæng. Sváfu þeir andfætis, enda fór minna fyrir þeim þann ig. AHir vegavinnumenn höfðu skrínukost, og var tjaldið mat- salur og geymsla. Þar kenndi oft margra grasa. Niður úr mæniás héngu þorskhausakipp- ur og kringlur á spotta. í tjald- inu var oliuvél og ketill. í katl inum var hitað kaffið, hinn ó- missandi hressingardrykkur vegavinnumannsins. Kaffið var sameiginlegt hjá þeim tjaldbú- um, en yfirleitt enginn félags- skapur um annað. Önnur elda- mennska fór fram undir berurn himni. Þar var soðið á hlóðum í vatnsfötu hangikjöt, silungur og fleira. Á kvöldin fóru menn á bæi, fengu brauð, kökur og kjöt keypt. Var ágangur á þessum bæjum oft óþolandi fyrir hús- ráðendur. Á tveggja vikna fresti var sent í kaupstað eftir matvöru fyrir verkamennina. Landssjóður kostaði þá ferð. Fengu verkamenn þá peninga hjá verkstjóra, ef þeir þurftu en annars voru vinnulaun greidd á haustin að lokinni vinnu. Vinnudagur var 10 stund ir (en 11 í kaupstöðum). Byrj aði vinna kl. 6 árdegis, og voru matarhlé kl. 10 f. h. og kl. 3 e. h. Vinna hætti kl. 6 e. h. Hálfri stundu fyrir matarhlé var send- ur maður heim í tjöldin til að hita kaffi. Ekki var mikið um tómstundir, tíminn fór í að- drætti og viðgerðir á eigin plöggum. Verkstjórar höfðu for göngu um leik og skemmtun. Hinír norsku æfðu hergöngu og vopnaburð með mönnum sínum. Hakasköftin voru höfð fyrir byssur. Ekki var mikið lesið í tjöldunum. Vegamenn eru glað- lyndir. Ósjaldan léði einn úr hópnum sig :,fyrir nokjcurs kop- ar: hirðfífl til skemmtunar. Van þetta'.svp algéngt, að a!pstir, sem héimsöttu’’ tjöídih, spúrðU: ,,Hver er hirðfífl hér?“ Hætt er við, að himum gömlu vegavinnumönnum fyrir alda- mótin þætti tómlegt á vinnu- stöðvunum núna, er þeir sjá eina jarðýtu að verki í stað tuga manna áður. Bifreiðar, vélskófl ur, skurðgröíur, jarðýtur, vél- kranar, loftþjöppur eg tugir annarra vélknúinná tækja hafa leys+ hundruð veg'avinnumanna af hólmi. Aðbúnaður vegavjnnu manna er allur annar nú en áð- ur. Nær alls staðar er matárfé- lag, og sér ráðskona um mats- eld. Vegagerðin leggur til skúr til eldunar og borðhalds, þar sem slíku verður við komið, enn fremur eldunaráhöld, eldivið, olíu til upphitunar á tjöldum. Einnig annast vagagerðin mat- araðdrætti. Ef um stærri vinnu- flokk er að ræða, er haft við- tæki í skúrnum, svo og bóka- koffort frá bókasafni vegavinnu manna, sem ríkið kostaL í hverju tjaldi sofa tveir eða þrír menn í rúmum. Sérstakar geymslur eru fyrir hlífðarföt. Ef þrifnir menn Dúa saman í tjaldi, er vistarveran ekk.i ólík. snotru sumarhúsi innan dyra. Stjórnsamar ráðskonur eru sem myndarlegar húsfreyj ur, er hatfa bætandi áhrif á umgengnis- venjur unglinganna. Læra þeir margir góða hætti í vegavinn- unni, eins og t. d. að draga skó af fótum sínum, áður en þeir ganga í borðsal o. s. frv. Önnur hlunnindi vegavinnu- manna eru margvísleg. Þeir fá allt að vikukaupi, ef þeir meið- ast. Elf þeir neyðast til að borða og sofa á veitinga- og gististað, greiðir vegagerðin óhjákvæmi- legan aukakostnað, sem því er samtfara. Ýmislegt fleira mætti og telja upp. Varðandi glaðværð og gleð- skap í tjöldunum gegnir nokk- uð öðru máli nú en áður. Ungir menn virðast tápminni og leið- inlegri. Þeir sitja tíðum þöglir við lestur í tómstundum sínum eða leita skemmtunar á dans- leikjum. Þó iðka margir íþrótt- ir, hlaup og stökk, sund og fjali göngur. Vegavinnan hetfur verið mörg um góður skóli. Unglingar hafa oft lært þar fyrst að starfa við hóflegan aga. Þeir hafa eflzt að hreysti og áræði, því að ósjald- an komá þeir kveifarlegir úr foreldrahúsum. Vegagerðin hei’- ur rutt til rúms ýmissi verklegri mennt í landinu. Fjöldi hagleiks manna lærði þar fyrst að móta járn og smíða úr tré sjálfum sér. og byggð sinni til hagsbóta. Þegar jörð grænkar við sunn- anþey og sólaryl, vaknar þrá vegavinnumannsins ,til tjald- búðalitfsins, því að flestir eru þeir sveitamenn í hjarta sínu. (VINNAN) Korrænu raffræðing arnir hrifnir af dvöf sinni hér á landi FORSÆTISRÁHERjjiA barst í dag svofellt símskeyti frá þátt takendum í norrænu raffræð- ingamóti, sem háð hefur verið á íslandi undanfarna d.aga: „Við heimförina frá Akureyri vilja bátttakendur í sjött.u nor ræna raffræðingamótinu tjá yð ur, herra forsætisráðherra, nni legustu þakkir sínar fyrir hinar hjartanlegu móttökur og hina miklu gestrisni, sem vér höfum notið hvarvetna á fslándi. End urminningarnar frá dvöl vorri í þessu undurfagra landi verða oss óleymanlegar. J Oskar Nielsen, Jarí Sahlin, Rolf L\xggenhoug- en, Waldemar Borgquist“. a

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.