Alþýðublaðið - 22.07.1952, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.07.1952, Blaðsíða 1
ALÞYÐUBLAÐIB r Heliiu atvinnutæki Norðfjarðar auglýsl til sölu vegna skulda! (Sjá 8. síðu.) XXXin. árgangur. Þriðjudagur 22. júlí 1952. .. 162. tbíj VerSurTruman ÓJympíuleikvangurinn í Helsingfors: Áliorfendasælin eru fyrir 70 000 manns. Bandaríkjamenn sér frí, fér í bað MIKLUM ÓTTA sló á menn, er þa3 vitnaðist nýlega áð krókódíll, sem hafðúr var til sýnis af farandsirkus á Suður-Þýzkalandi, væri horf inn. Hópur manna var gerður út til þess að leita að honum; og imian skamms fannst hann mókandi í ánni Enz. Hann hafði augsýnilega Langað í bað. Eftir nokkra stund skreið hann í land og hélt beina leið til stöðva farandsirkusins. Þótti för hans öll vera honuin til hins mesta sóma! Rannsókn í máli brezkafogaransYork City lauk í gær •UM KLUKKAN ÁTTA í gærkveldi lauk réttarhöldum í máli brezka togarans „York City“, sem varðskipið „Ægir" tók í landhelgi út af Patreks- firði síðast liðinn miðvikudag. í gærmorgun lagði skipherra brezka eftirlitsskipsins fram skriflegar fyrirspurnir til Þór- arins Björnssonar, skipherra á „Ægi“, og var rétti þá frest- að til kl. 7 í gærkveldi, til þess að gefa skipherranum tóm til þess að svara skriflega. Kl. 7 í gærkveldi var réttur settur að nýju. Kom ekkert nýtt fram í málinu og aðeins skipzt á spurningum og svör- um. Skjöl málsins voru í gær- kveldi send til dómsmálaráðu- neytisins, svo sem lög mæla fyrir um, og er þaðan beðið úrskurðar um, hvort mál skuli höfðað á hendur skipstjóran- um á „York City“. ékkinn Zatopek vann þó 10 km. hlaupið á nýju ólympísku meti --------♦-------- Krisiján Jóhannsson ssfli íslenzk) nse). --------4-------- EFTIE FYRSTA OG AJNNAN DAG ÓLYMPÍU- LEIKANNA eru það Bandaríkj amenn, sem hlotið hafa flest fyr-stu-verðlaimin. 3>eir hafa sigxað í fimm grein- um og áttu /til dæmis þrjá fyrstu í einni þeirra, kúlu- varpinu. Tékkinn Zatopek sigraði í 10 km. hlaupinu á nýju ólympisku meti; en þau hafa nú verið sett í mörgum greinum, og yfirleitt hefur náðst prýðilegur árangur það sem af er ieikjunum. Af hálfu Islendinganna hefur Kristján Jóhannsson stað- ið sig bezt og setti hann nýtt ísienzkt met í 10 km. hlaupinu með 32:00.0. I fyrraaag var keppt til úr- slita í hástökki og 10 000 m hlaupi, og varð engan veginn óvænt útkoman. Davis sigraði auðvitað í hástökkinu (2.04) og landi hans hafnaði í öðru sæti með 2.01. í 10 km sigraði hinn nafntogaði Zatopek á nýju ó- lympisku meti, 29:17.0, en Mi- moun, Fraklandi, varð annar eftir gott hlaup. Hann reyndi að halda í við Zatopek, en varð viðskila við „eimreiðina“, er líða tók á hlaupið. Kristján Jóhannsson var meðal keppenda í þessu hlaupi, og má segja, að frammistaða hans hafi varið eftir vonum manna, en hann bætti íslenzka metið með því að hlaupa á 32:00.0. Kristján varð 26. af 32 keppendum og hljóp 5 km á 15:26.2 (met hans er 15:20.0), svo gera má ráð fyrir að hann bæti metið á þeirri vegalengd allverulega í dag. í undanrásum 100 m hlaups- ins voru allir landarnir slegnir út. Hörður Haraldsson náði beztum árangri með því að Framh. á 7. síðu. Rússar fyrslir fil þrýsHlofsflugs eins og alls annars! | s' sagði^i Flokksþing þeirra kom saman í Chicago í gær tij þess að veija forsetaefni. -----------4---------- 123ð FULLTRÚAR voru maettir á flokksþingi demókrata í Bandaríkjunum, er það var sett í Clúcago síðdegis í gser. Verkefni þess er að velja forsetaefni flokksins við forsetakjör ið í haust, og eru margir tilefndir, en enginn jæirra neitt nálægt því, að eiga fyrirfram þá 616 stuðningsmenn vísa á þing inu, sem til þarf að ná kosningu, sem forsetaefni. Ovæntir við ; burðir eru ekki taldir útilokaðir á flolíksþinginu, svo sem, að Truman forseti yrði við eindregnum áskorunum um, að gefa kost á sér sem forseiaefni á ný, enda þótt hann hafi tekið því fjarri hingað til. Það er til þess tekið í frétt- j um, hve miklu friðsamlegra sé yfir flokksþingi demókrata, , en hinu, sem repúblikanar héldri, á dögunum og lauk með kjöri Eisenhowers sem forseta- efni þess flokks. En þar stóð hin hatramma deila milli tveggja manna, Tafts og Eis- enhowers; en á þingi demó- krata eru þeir margir, sem keppa um að verða kjörnir forsetaefni flokks síns. FIMM UM BOÐIÐ Þeir, sem nú eru helzt til- nefndir og allir hafa opinber- lega gefið kost á sér sem for- setaefni fyrir flokk sinn, eru: öldungadeildarþingmennirn- ir Estes Kefauver frá Ten- nessee, Richard B. Russel frá Georgia og Robert S. Kerr frá Oklahoma; en auk þeirra Alben W. Barkley, núverandi varaforseti Banda ríkjanna, og Averill Harri- man, ráðunautur Trumans og forstjóri hinnar gagn- kvæmu öryggisstofnunar. Mikið er einnig talað um Adlai Stevenson, fylkisstjóra frá Illinois, sem miklu fylgi er talinn eiga að fagna á flokks þinginu; en hann hefur hingað til ekki gefið neinn kost á sér sem forsetaefni. Ef Stevenson neitar áfram að gefa kost á sér, og enginn hinna fær nægilegan stuðning, er nú ekki talið óhugs andi, að Truman léti undan á Framh. á 7. síðu. ^ MOSKUÚTVARPI® ^ nýlega, að því er Rauters^i ^ fregn hermir, að það ha.fi ^ hvorki verið Þjóðverjar né ^i ^ Bretar, sem hófu þrýstilofts ^ flugið. Það hefðu Rússar gert^i ^ 1940 (Fyrsta þrýstiloftsflugið ^ ^ á Þýzkalaudi var að vísu^i ^ 1939, eu á Bretlandi ekki fyrr ý ^ en 1941). ^ En Moskvuútvarpið bætti^ ( því við, að í rauninni hefði y (rússneskur vísindamaður^ ( fundið upp þrýstiloftsmótor- ^ \ inn þegar árið 1903! Stjórn Ghavam Sultaneh fallin: Baðst lausnar s gær effsr blóð- ugar óeirðir í Teheran -------4------- GHAVAM SULTANEH, sem myndaaöi stjórn í íran fyrir helgina, baðst lausnar síðdegis í gær eftir blóðugar óeirðir í Teheran, sem fylgismenn Mohammeds Mossadeq stofnuðu til, og urðu 15 manns að bana, en um 200 manns særðust í, er log reglan skaut á mannfjöldann. Talið var víst í gærkveldi, að Mossadeq eða einhverjum fylgismanni hans yrði falið að mynda nýja stjórn. Alvarlegan óreiðir hafa orðið í Teheran alla dagana síðan Ghavam Sultaneh tók við stjórn fyrir helgina, og hafa það verið menn Mossadeqs, sem að þeim Framh. á 7. síðu. Lisiaháskólinii í Höfn veitir viðtöku einum íslendingi áriega til náms í húsagerðariisi I LISTAHÁSKÓLINN í Kaup- manna.li. hefur fallizt á að taka við einum íslendingi árlega tii páms í húsagerðarlist við skól- ann, enda sé nemandinn gæddur sérstökum hæfileikum til slíks náms. _ Þeir, sem hug hafa á að sækja um upptöku í skóla þennan, skulu senda skriflegar umsókn ir ásamt prófskírteinum og með mælum, ef til eru, til mennta málaráðuneytisins fyrir 29. þ. m. Upplýsiiygar um inntökuskil yrði í skólann eru veittar í ráðu neytinu. ______ FORSÆTISRÁUNEYTIÐ hef ur veitt Stefáni P. Bjömssyni, lækni, 4.000 króna styrk úr Kanadasjóði til framhaldsnáms í læknisfræði við Winnipeg General Hospital. Þá hefur ráðuneytið einnig veitt styrki úr Snorrasjóði, — Kristni Björnssyni, stúdent. kr. 1000,00 til að ljúka námi í sátar fræði við háskólann í Oslo. og Jóhönnu Jóhannsd., stúdent, kr. 3600.00 til háskólanáms í tungumálum við Oslóarháskóla.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.