Alþýðublaðið - 22.07.1952, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.07.1952, Blaðsíða 5
' SÍÐAN STRÍÐINU: LAUK, hafa danskir fornfræðingar unnið mikið verk til 'að auka Jíekkingu okkar á menningu; Tíorrænna manna í Grænlandi. Tveir leiðangivr voru sendir jþangað árið 1945, einn 1946 og annar 1948. Sá síðast taldi, undir .stjórn höfundar þessarar greinar, dvaldi í Grænlandi í prjú og hálft ár, og fékkst einn ig við þjóðfræðilegar rann- sóknir meðal nútíma Græn- lendinga. Mikilvægasta hlut- verk þessa síðasta leiðangurs, að því er varðar menningu, nor- xænna manna, var nákvæm staðfræðileg rannsókn á viss *um héruðum fornra byggða — einkum í því skyni að finna ■enn ókunnar kirkjurústir, og að grafa upp helztu bæjar- stæðin. Sumarið 1948 var næstum óllum tímanum varið til að rgrafa upp nunnuklaustrið í Unartoq-firði, eða öllu heldur, áð Ijúka þeim uppgreftri, en að því verki hafði verið unnið af 'kappi árin 1945 og 1946. — Fyrsta árið einbeittum við okkur að uppgreftri kirkjunn- ■ar og kirkjugarðsins, en árin 1946 og 1948 reyndum við einnig — og einkum — að hreinsa hið geysi stóra bæjar- stæði, sem við álitum leifar Maustursins sjálfs. En uppgröft urinn leiddi í Ijós, að á bæjar- stæðinu voru, rústir af mörg- 'om byggingum; sú. stærsta virðist hafa verið íbúðarlaus, að öllum líkindum kláustrið jsjálft. En því miður voru; allar |>essar rústir svo illa varðveitt- ar og allt svo gerhrunið, að úppgröfturinn var afar tor- veldu,r og okkur tókst ekki að íreinsa allt bæjarstæðið. Við getum nú með vissu sagt, að stærsta húsið hefur verið all- tilkommikil bygging með for- ilið hlaðna úr stórbjörgum. Aðeins í einu bæjarhúsi stóðu veggir að nokkrui ráði. Þetta iús var í öllu tilliti hið at- hyglisverðasta í allri samstæð- unni. í því fundum við ekki íærri en sjö leifar af stórum tréámum, sem stóðui hlið við. hlið og voru grafnar niður í gólfið. Þessar ámur voru girt- ar hvalbeinsgjörðum og í botn- ínn voi’ui þær rúm fjögur fet á þvermál. Þær hafa sennilega verið notaðar undir mjólk <skyr og súr). En þegar þær voru rannsakaðar, kom í ljós, ®ð í þeim var alls konar skarn, mold og mykja; Það virðist svo jsem breytt hafi verið um not- kun hússins, og ámurnar — eða það, sem eftir var af þeim *— hafi verið fylltar og gólfið liækkað. Vegna þess hve skil- yrðin til varðveizlu hlu.ta eru Jjarna ákjósanleg, hafa fundizt þarna margir hlutir úr tré, foeini og öðrum efnum, sem venjulega endast illa. Fallega skorinn og skreyttan tréspón verður að nefna fyrstan. Á hann eru grafnar tvennar rúnir, önnur nærri skaftend- anum, hin um miðjuna, sem er hreiðari. Fyrri áletrunin er með venjulegu rúnaletri, en hitt ■eru svonefndar bandrúnir og er hluti af skreytingunni. Þó úndarlegt sé, tákna hvort tveggja rúnirnar það sama: orðið „sbon“, þ e. spónn. Meðal annarra hluta, sem fundu.st í húsinu með ámunum, má mefna beinnálar — ein var ennþá með ullarþræði — og lítið tréstykki með rúnaletrun, fiem ekki er glöggt hvað þýðir. . nfaiu DANIR hafa verið athafnasamir um fornleifa- rannsóknir ó gömlum Isiéndingaslóðum á Grænlandi eftir stríðið og grafið upp. ýmis merkileg mannvirki, þar á meðai rústir nunnuklausturs við Unartoqfjörð a Suðvestur-Grænlandi. Frá þessum fornleifarannsóknum er sagt í grein eftir C. L. Vebæk, fornminjavörð í Kaup- mannahöfn, s.em Sjómannablaðið Víkingur (ritstjóri Gils Guðmundsson) birti í nýlega útkomnu hefti sínu. Fer þessi grein, sem marga íslendinga mun fvsa að íesa, orðrétt hér á eftir. Sama sumarið og uppgrefti nunnuklaustursins lau.k, fórum við könnunarferðir á hestbaki til víðáttumikla upplandsins á milli Igaliko og Agdluitsoq fjarð'a, fallega og vinalega. Þetta hérað, sem að austan nær að íshettunni og að vestan að Davissundi, er ríkt af vötnum, stórum og smáum. Þarna eru margir fagrir dalir með frjó- sömu, graslendi og lághlíðar! fjallánna eru klæddar víði- kjarri og lágvöxnu birki. Til forna var þetta hérað þétt- byggt norrænum mönnum, er nefndu það Vatnahverfi. Með- fram vötnunum og við sjávar- síðuna liggja grasi- og víði- vaxin bæjarstæðin og þær tvennar kirkjurústir, sem enn hafa fundizt — önnur þeirra er hin stóra og allvel varð- veitta rúst af kirkjunni Undir höfða, hin er af afarlítilli kirkjui, sem fannst sumarið 1951. Könnunarferðin var með- fram farin til að kortleggja hina mörgu áður óþekktu bæi, og að nokkru til að velja þá álitlegustui til uppgraftar á næstu árum Sumurin 1949 og 1950 einbeittum við ökkur að uppgreftri inn í Vatnahverfinu. Alls voru fjórir bæir grafnir upp. Tveir þeirra stóðu hlið við hlið á sömu sléttu grundinni fyrir endanum á stóru vatr.i, og var aðeins lítil á á milli. Hinir bæirnir voru sinn hvoru megin við lítið vatn, inni á milli fjallanna Það var fremur örðugt að flytja farangur okk- ar og ■ verkfæri, en við notuð- um litla vélbáta til að fara yfir vötn, og hesta á landi. Þa<) má segja, að rannsóknir í Vatnahverfi hafi borið ágæt an' árangur. Rústir bæjanna höfðu varðveitzt allvel ,sumir veggirnir voru enn uppi stand- andi í 3—6 feta hæð, er þarna komu í ljós. íbúðarhúsin voru afar athyglisverð og mikilvæg fyrir þekkingu okkar á bygg- íngasiðum norrænna manna til forna. Þarna voru mismun- andi gerðir húsa — sumt voru langhús, sumt húsasamstæður. í öllum íbúðarhúsunum gátum við greint nokkur einstök her- bergi- eftir niðurskipan þeirra og hlu.tum, sem í þeim fund- ust. Þannig fundum við dvalar stofur (skála), eldhús, búr og baðhús. Á meðal útihúsanna gátum við greint fjós. hlöður, fjárhús og skemmur. Öll íbúð- arhúsin voru byggð á hinn venjulega og fornnorræna hátt — úr torfi og grjóti, en flest útihúsin voru eingöngu hlaðin úr steini. í einu íbúðar- húsanna fundum -við .leifar af þrem stórum ámum, sömu teg undar og í klaustrinu. í einni fundum við örsmá bein, úr um hundrað músum. Á þessu virð ist varla vera önnur skýring en sú ;að mýsnar — þegar bærinn lagðist í eyði — hafi farið ofan í ámu.na til að gæða sér á innihaldi hennar — senni- lega' mjólkurmat. En þar sem þær gátu ekki komizt upp úr aftur, urðu, þær allar til þartia í ámunni. Þetta er í fyrsta sinn, sem músabein hafa fund- izt í fornri bæjarrúst í Græn- landi. Úr öskuhaugnum fyrir framan húsin grófum við upp bein úr ýmsum dýrum. Þessi bein hafa ekki enn verið að fu,llu rannsökuð, en með vissu er vitað um bein úr þessum dýrum: hestum, kúm, kindum og geitum, auk þess úr mörg- um villtum, grænlenzkum dýr um, svo sem ísbjörnum, hrein- dýrum, nokkrum tegundum hvala og sela, og mörgum teg- undum fugla og fiska. Fjöldi fanst af alls konar fornum munuin, og sumir voru áður óþekktir. — Fyrst má nef'na brot úr tveimur litlum kross um úr tálgusteini sem eru, ein stæðir í sinni röð, hamar, exi, sauðaklippur og nokkra Ijái — allt úr járni. — Þarna fundust allmörg leikföng úr beini, rost ungstönn og tré, þar á meðal nokkrir laglegir taflmenn. Þarna fundust kambar og prjónar úr beini. Þarna voru, eins og algengt er í norrænum rústum, brot úr ílátum og ljósa kolum úr tálgusteini. Meðal hluta, er fundust, voru nokkrir með rúnaáletrun, og tvær af þessum áletrunum fræða okkur um nöfn tveggja íbúanna á einum bænum, konu, að nafni Magna, og manns, er hét Gunnar. Mjög athyglisverður fundur er ofurlítið brot úr leir skál frá Rínarlöndum. — Þetta brot ér úr íláti, sem fengið er frá meginlandi Evrópu: — einn af hinum fáu hlutum ,sem fundizt hafa í Grænlandi, er með vissu verður sagt um, að þaðan sé kominn. En þó má segja að merkilegasti fundur- inn af öllum sé beinagrind (því miður mjög fúin), sem fannst í bæjargöngum í rústum stærstu húsasamstæðunnar. sem up var grafin — húsi með fjórtán herbergjum — á stóru en afskekktui býli. Að því er Framhald á 7. síðu. LOKAÐ vegna sumarleyfa frá 20. júlí til 5. ágúst. Kassagerð Reykjavíkur h.f. Reykjavík hefjast frá og með fitnmtudeginuni 17. júlí. Fimmtudaga og föstudaga frá Reykjavík kl. 9 og ' frá Hreðavatni kl. 16. Laugardaga frá Revkjavík kl. 14, til baka sunnudaga frá Hreðavatni kl. 15,30. Frá Reykjavík til Akraness sunnudaga ki. 20. Aukaferð alla miðvikudaga frá Akraness til Reykjavík- ur klukkan 18. Afgreiðsla hjá Vigfúsi Guðmundssyni. Hreðavatnsskála .og Frímanni Frímannssyni, Hafnarhúsinu, sírai 3557. Farþegar, munið að panta sæti-með nægum fyrirvara. Þórður Akranesi. Framtak íslendinga g veikinni váur aðdáiin erlendi -------V------ Viðtal við Urfaan Hansen, formann faerklavarnasambandsins danska. URBAN HANSEN, formaður landssambandsins geg« berklaveikinni í Ðanmörku, var annar fulltrúi Dana á ársfundi norræna berklavarnasambandsins, sem staðið hefur hér á lancix undanfarna daga_ Urban Hansen er jafnframt starfsmaður hj:á danska alþýðusambandinu og er þaulkunnugur dönskum fé- lgsmálum á mörgum sviðum. AB átti stutt samtal við Urb- an Hansen áður en hann lagði af stað heimleiðis. „Við erlendu fulltrúarnir, sem setið höfum ársfund nor- ræna berklavarnasambandsins, dáumst að því starfi, sem þið íslendingar hafið innt af hönd- um í baráttunni gegn berkla- veikinni, og í raun og veru á ég ekki nógu sterk crð til þess að lýsa þessari aðdáun minni. En árangur ykkar fer og eftir því, sem þið hafið lagt í söl- urnar. Eitt sinn var berklaveik in mikill vágestur á íslandi. Nú er aðeins eitt land, sem stendur betur að vígi gagnvart sjúk- dómnum. Danmörk stendur fremst að því leyti, að þar eru færri dauðsföll af berklum en í nokkru öðru landi —■ og xið íslendingar komið næstir. Allt þetta starf sannar okkur um leið, hvers lítil þjóð er megnug þegar hún hefst einhuga handa og það er hvatning til okkar hinna, sem búum með stærri þjóðum. í landssambandi okkar eru 14 félög, og meðlimatalan er um 4 þúsund. Við eigum ekkert á borð við Reykjalund, en við rekum 2 hvíldarheimili, annað í Kaupmannahöfn og hitt á Fjóni. Menn, sem hafa sýkzt af berklum, en eru útskrifaðir, geta fengið að dvelja á þessum heimilum í 30 daga. Ríkið borg ar 25% af kostnaðinum, bæj- arfélagið 8%, en hitt er greitt með frjálsum samskotum. Auk þess ráða amtsfélögin yfir sum arhúsum handa útskrifuðum sjúklingum og er þeim hjálpað til þess að dvelja á þeim um tíma. Við höfum mjög full- komin berklavarnalög og með hinni ágætu félagsmálalöggjöf okker er séð um að fjárhags- lega líða menn ekki nauð, en okku rvantar gersamlegq stofn Urban Hansen. un á borð við Revkjalund; þar sem sjúklingunum er hjálpað til þess að finna sér rum í hinu þjóðfélagslega lífi. Þetta .vero- ur nú aðalviðfangsefni okkar á næstunni. Og ég íer heim .með endurnýjaðan áhuga eftir að hafa orðið fyrir ógleymapleg- um áhrifum af starfi og dug.n- aði ykkar íslendinga, — og þá fyrst og fremst þeirra ágætu manna, sem stjórna og stýra þessum málum hér og hafa bor ið mig á höndum sér síðan ég kom hingað.“ Golfvöllur á Klambratúnínu A LAUGARDAGINN var opa aður til a-fnota nýr almennings- golfvöllur á Klambratúni á mót um Rauðarárstígs og Flókagötu. Þessi nýi golfvöllur er 609 fermetrar og geta um 50 manna leikið þar samtímis. Völlurinn verður opinn álla sunnudaga frá kl. 14—22.30. E. B. Mairn- quist ræktunarráðunautur stjórnaði vallargerðinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.