Alþýðublaðið - 15.08.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.08.1952, Blaðsíða 4
ÉlltilÉlÉ AB Álþýðubíaðið í 5. ágúst 1952 Refskák Tímans ÞA£» MÁ MEÐ SANNI SEGJA, að Tíminn sé ein- lcennilegt blað. Ber margt til bess. Blaðið virðist oft hafa óviðráðanlega ástríðu til þess að snúa við staðreyndum. I annan stað er blaðið mjög gjarnt til þess að ganga fram hjá því, sem gerzt hefur, án þess að virða það viðlits. Og í þriðja lagi er skáldskapar- hneigðin í stjórnmálum blaðs- ins mjög nærtæk. Allt þetta kom greinilega í Ijós í leiðara Tímans í gær: ,,Hvað verður um Alþýðu- flokkinn?" í þessari grein læzt Tíminn leita að orsökum þess. að Al- þýðuflokkurinn er hér á landi liðfærri en á Norðurlöndum og í Bretlandi. í því sam- ‘bandi gleymir Tíminn, eða gengur fram hjá þeim sögu- legu staðreyndum síðustu ára, að víðtæku.r klofningur reis upp í Alþýðuflokknum, þar sem Héðinn Valdimarsson, Sigfús Sigurhjartarson og æði margir aðrir fóru með all mikið lið yfir í herbúðir kom- múnista. Þau ömurlegu fyrir- bæri skeðu þó ekki í nágranna löndunum. Að sjálfsögðu veiktu þessi flokkssvik mjög 1 Alþýðuflokkinn. Þess má einnig geta, sem ekki hefur þekkzt annars staðar, að nú- verandi stjómarflokkar báð- ir, en þó einkum Sjálfstæðis- flokkurinn, hafa oft áður, ’beint og óbeint, stutt komm- únista í baráttu þeirra gegn Alþýðuflokknum. Er sú saga fræg að endemum innan verkalýðshreyfingarinnar. Og loks hafa stjórnarflokkarnir með íhaldssemi sinni verið nokkurt vatn á myllu komm- únista. Þessi sannindi ætti Tíminn að athuga og festa í minni. í þessari grein Tímans eru endurtekin hin margtuggðu ósannindi, að á tímum stjórn- ar Stefáns Jóh. Stefánssonar hafi Alþýðuflokkurinn heldur kosið samvinnu við Sjálfstæð- isflokkinn en Framsóknar- flokkinn. Þetta er víðs fjarri því rétta. Á tímum þessarar ríkisstjórnar var mjög greidd gata samvinnuhreyfingarinn- ar bæði í verzlunar- og sigl- ingamálum, og mun það fylli- lega viðurkennt af frömuðum samvinnusamtakanna. Og í flestum eða öllum öðrum mál- um kostaði Alþýðuflokkurinn kapps um að eiga ekki síður samstarf við ráðherra Fram- sóknar en Sjálfstæðisflokks- 'ins. En í sumum málaflokk- um var það nokkrum örðug- leikum bundið, einkum vegna afstöðu og framkomu; Her- manns Jónassonar, svo sem varðandi Marshallaðstoðina og Atlantshafsbandalagið. Það er fullur tími til þess kominn, að blaðið Tíminn sé krafið sagna um _það, með fullgildum rökum og glöggum dæmum, í hvaða málefnum Alþýðuflokkurinn hafi frekar kosið samvinnu; við Sjálfstæð- isflokkinn en Framsóknar- flokkinn í tíð stjórnar Stefáns Jóhanns. AB er reiðubúið að rökræða þau málefni. En hitt má heita furðu bíræfið, að Tíminn skuli hvað eftir ann- að flytja alrangar fullyrðing- ar í þessum efnum og ekki einu sinni leitast við að rök- styðja þær. Verður það vart skilið á annan veg en þann, að til séu æði margir lesend- ur Tímans úti um landið, er aðeins sjá og lesa hinar röngu fullyrðingar blaðsins, en ekki andsvör þeirra, og í því skjóli sé skákað. En væntanlega verður Þess kostur áður en lýkur, og þjóðin gengur til kosninga, að láta hana fá rétta vitneskju í þessum mál- um. . í þessum umrædda leiðara er enn sem áður hampað þeim fullyrðingum, að Framsókn hafi eftir síðustu kosningar gert aðra tilraun til samstarfs við Alþýðuflokkinn, en hann hafnað öllum slíkum tilboðum einaregið, og sagt það alls ekki ætlun sína að vera áfram í stjórn. Hér er, eins og oft áður, hallað réttu máli. Það var að- eins til málamynda og að al- gerðu yfirvarpi, a3 Framsókn arflokkurinn ræddi við Al- þýðuflokkinn um samstarf eft ir síðustu kosningar. Það'var aldrei gerð tilraun til þess að kryf ja aðkallandi vandamál til mergjar og á þann veg athug að, hvort þetta samstarf væri hugsanlegt. Þá þegar var auð séð á öllu, enda eðlilegast og í fyllsta samræmi við afstöðu til margra mála, og þá eink- um gengislækkunarinnar, að Framsókn leitaði sér samstöðu með Sjálfstæðisflokknum. Þetta kom og greinilega í ljós. Framsóknarflokkurinn flutti og fékk samþykkt van- traust á minnihluta stjórn Sjálfstæðisflokksins, með það fyrst og fremst fyrir augum að ganga á eftir til stjórnar- samstarfs með honum. Þetta var nokkuð óvenjuleg aðferð, en þó ekki alveg ólík starfs- aðferðum Framsóknarflokks- ins stundum. En Alþýðuflokkurinn var, eins og alltaf áður, reiðubú- inn að athuga afstöðu til mál- efna, ef vera kynni, að hún leiddi til stjórnarsamstarfs. Hinar tvöföldu röngu fullyrð ingar Tímans, um neitun Al- þýðuflokksins um samvinnu, munu eiga sér nokkur önnur^ rök, eins og minnzt verður á í lok þessarar greinar. Þá kemur einnig fram i þessari áminnztu grein Tím- ans, sú barnalega og fávísa fullyrðing, að „Framsóknar- flokkurinn væri neyddur til samstarfs við íhaldið". Myndi nokkur stjórnmálaflokkur fyr irfinnast í heiminum, er hefði j'Sfn yfirskinslegar af- sakanir fram að færa? Ef einn flokkur vill alls ekki stjórn- arsamstarf við annan flokk, þá gerir hann það ekki. Og áður en til þessa núverandi stjórnarsamstarfs kom, var búið að mynda löglega stjórn í landinu, þó að hún væri minnihluta stjórn. Framsókn- arflokkurinn hefði vel mátt reyna hvernig hægt hefði verið að svgigja stefnu og lög gjafarstarfsemi þessarar stjórn ar til betri vegar og hindra Sigling á léttibáti. Þetta er Daninn Povl Elvström, ” ” 24 ára gamall málarameistari og er sniilingur að sigla á léttibáti, en sú íþrótt krefst mikillar þjálfunar. Hér sést hann fetta sig út fyrir borðstokkinn á báti sínum, til þess að vega á móti átak-i seglsins og halda honum á réttum kili. í baksýn er Helsingfors. Prestskosningarnar: Umsækjendur í Reykjavík flytja a EINS OG SKÝRT hefur ver- ið frá í útvarpi og blöðum, aug- Iýsti biskup íslands nýlega þrjú prestaköll í Reykjavík, Lang- holtsprestakall, Háteigspresta- kall og Bústaðaprestakall, með Umsóknarfresti til 1. septembcr. Samkomulag hefur orðið' á milli biskupsskrifstofunnar og ríkisútvarpsins um það, ,að ut- varpað skuli einni messu frá hverjum umsækjanda. En þar sem umsækjendur um þessi prestaköll eru þegar orðnir svo margir, að eigi n.un reynast unnt að útvarpa messum frá þeim öllum á þeim stutta tíma, sem líður á milli þ(>ss að um- kosning fer fram, þá hefur ver- ið ákveðið að hefja útvarp á þessum guðsþjónustum sunnu- daginn 17. ágúst. Verður síðan útvarpað tveim messum á hverj um sunnudegi kl. 11 og kl. 2, fyrst um sinn, eða þar til um- sækjendum hefur gefizt kostur á að láta til sín heyra. fösíudag og ' f.vei'r í " gær.' Sék félög taka þátt í rnótnu, og er því , skiptv. j:, tv.o r.ðia, það er dregið unV hvað'á félög' keppa i hvorum riðli, og eru efstu fé- lögin í hvorum riðli látin ieika til úrslíta. í “A-riðii eru KR, Fram og Víkingur, en í B-r.ðli Valur, Þróttur og Akranes. í hvorum riðli hafa farið fram tveir ieik- ir. í A-riðli milli KR og Vík- ings, og sigraði Víkingur íríeð 2:1. Hinn leíkurinn í A-riðlinum var milli KR og Fram, sem laúk með sigri Franv 2:0. í B-riðii hefur Akranes leikið tvo ieiki, annan við þrótt, sem þeir sigr uðu með 2:1, en hhm víð Val, sem þeir töpuðu með 0:4. Lík- legast þykir að Valur og Fram leiki útslitaléikinh. Valur va'nn vormót þessa flokks. Daíli ferir frá um fielgina ísfandsmóf 2. flokk í knaffspyrnu ÍSLANDSMÓT 2. flokks í knattspyrnu er hafið. Hafa far- sóknarfrestur er úti og þar til 1 ið fram fjórir leikir, tveir á FERÐASKRIFSTOFA RIKtS- INS éffiir um næstu helgi 'til fimm eftirtalinna ferða: Þórsmörk. Á laugardag kl. 13,30 verður farið austur í Þórsmörk og dval izt þar í tjöldum fram 4 mánu- dag. Þeir, sem vilja, géta feng- ið tjöld frá ferðaskrifstofurmi. Fararstjóri er Sigurjón Danivals son. Kaldidalur — Borgarf jörður. Á sunnudag kl. 9 verður lagt af stað og ekið um Þingvölí og. Kaldadal að Húsáfelli. Þar verð ur snætt nesti og þeir, sem vilja, geta fengið.þar keypt mjólk og smurt brauð. Þaðan verður svo haldið að Reykholti og að Hvanneyri, ef 1ími vinnst til. Þjórsárdalur. Á sunnudag kl. 9 ve:|Iíir far- ið í Þjórsárdal upp að Stöng, Brú og Gjá. Þátttakendur ])urfa að hafa með sér nesti, en hægt mun að fá mjólk og smurt að Skriðufelli. Gullfoss — Geysir. Kl. 9 á sunnudag’ verður far- ið að Gullfossi og Geysi. Stuðl- að að gosi. Hringferð um Krýsuvík, Strandarkirkju, Hveragerði, Sogsfossa og Þingvöll verður farin kl. 13,30 á sunnudag. AB — AlþýSublaSiS. TJtgefandi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjöri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsimar: 4901 og 4902. — Augiýsinga- simi: 4906. — AfgreiSslusími: 4900. — AlþýSuprentsmiSjan, Hverfisgötu 8—10. ÁskriftarverS blaSsins er 15 krónur é mánuSi; í lausasölu 1 króna hvert tölublaO. framkvæmd óþurftarmála, og þá í samstarfi við Alþýðu- flokkinn. Slíkar minnihluta stjórnir eru alls ekki fátíðar. Ein hefur nú setið að völdum í Danmörku í tvö ár. En Framsóknarflokknum var ekki eins leitt og hann lét um stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Það hef- ur nú komið í ljós og er ef til vill enn betur að skýrast. í beinu sambandi við þessi atriði vill AB varpa fram þeim spurningum til Tímans: I hvaða mikilsverðum málefn um hefur orðið ágreiningur á milli núverandi stjórnar- flokka um stjórn landsins? Hefur hann komið fram í af- stöðunni til atvinnumála, fé- lagsmála, kaupgjaldsmála, viðskiptamála eða utanríkis- mála? Þetta. eru__höfuð mál- efni, sem venjulega greina að stjórnmálaflokka og stefnur þeirra. AB vildi gjarnan rök- ræða þessi mál við Tímann, með hliðsjón af núverandi st j órnarsamstarfi. Og ekkl kom fram ágrein- . ingur innan ríkisstjórnarinn- ar út af forsetakosningunum. Allir ráðherrarnir, jafnt úr flokki Framsóknar sem Sjálf stæðis, lögðu sig alla fram til þess að fá kosinn mjög íhalds saman sjálfstæðismann. Og sömu ráðherrar börðust ein- dregið gegn kosningu ágætis Alþýðuflokksmanns. Hitt er svo annað mál, að kjósendur beggja stjórnarflokkanna tóku sjálfir í taumana og hindruðu aðför ríkisstjórnarinnar. Mætti svo vel verða. að það yrði fyrirboði þess, að í fram- tíðinni yrðu hindraðar álíka aðfarir íhaldsstjórnarinnar. Þegar þess er gætt, að Tím- inn endurtekur nú óðar en fvrr þau ósannandi, bæði það að Alþýðuflokkurinn vilji fremur samstarf við Sjálfstæð isflokkinn en Framsóknar- flokkinn, og að „Framsóknar- flokkurinn væri neyddur til samstarfs við íhaldið“, þá er von að mönnum verði spurn: Hvað á þessi refskák að þýða? Og svarið virðist nærtækt. Stór hópur frjálslyndra kjós- enda Framsólcnarflokksins er mjög á móti samstarfi stjórn- arflokkanna og stefnu þeirra yfirleitt, en margir forustu- menn Framsóknar geta ekki hugsað sér að hverfa burt úr hinni volgu flatsæng stjórn- arinnar. Þá þarf að hylja at- hafnirnar því blekkinga mold viðri, að Alþýðuflokkurinn fáist ekki til vinstra sam- starfs, og því sé Framsóknar- flokkurinn „neyddur til sam- starfs við íhaldið“. En vel kann svo að fara, að afstaða kjósendanna til þessar ar refskákar verði lík og þeffar þeir tóku í taumana í refskák ríkisstjórnarinnar um forsetakjörið, og að forustu- mennirnir verði aftur heima- skítsmát. En ef refskák Tímans ynn- ist yrði það vissulega nokkuð vatn á myllu kommúnista. Og það væri þá ekki í/yrsta sinn fyrir tilverknað íhaldsafl- anna á íslandi. ÁB 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.