Alþýðublaðið - 30.09.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.09.1952, Blaðsíða 4
AB - Alþýðublaðíð. 30. sept. 1952. krýtin skrif um Mþýðusambandi .. ALÞÝÐU S AM BANDIÐ hefur ekki borið gæfu til þess að standa á verSi um hags- muni alþýðufólks í verka- mannastétt svo sem þurft hefði“. Þannig fórust Tíman- um, blaði forsætisráðherrans, og þar með aðalmálgagni ríkis stjórnarinnar, orð í ritstjórn- argrein um alþýðusambands- kosningarnar síðast liðinn sunnudag. En ef einhver skyldi ætla, að Tíminn sé að bera Alþýðusambandinu á brýn, að það hafi ekki verið nógu vel á verði um launa- kjör verkalýðsins, þá er það auðvitað misskilningur; enda væri það óneitar;’ega broslegt af blaði, sem í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur ævinlega gengið fram fyrir skjöldu í árásum hennar á launakjör verkalýðsins. Nei, það er ann að, sem Tíminn sakar Alþýðu sambandið um. „Sannarlega hefði þurft þar ákveðnari tök“, segir hann, „til að vinna gegn dýrtíðinni og knýja stjórnmálamenn til samstarfs á þeim grundveili, að auka atvinnuna í landinu og halda verðlagi £ skefjum ... En“, bætir Tíminn við, „í því sam- bandi er þess að minnast, að skilningur almennings hefur verið næsta takmarkaður í bessum efnum“. Þarna hafa menn það svart á hvítu í aðalblaði ríkisstjórn arinnar, hvernig á því stend ur, að ekki hefur tekizt að spoma við dýrtíð og atvinnu- leysi. Það er ekki stefnu rík- isstjórnarinnar að kenna, held ur því, að Alþýðusambandið hefur skort „ákveðnari tök“ á málunum, eins og það er orð- að, og almenning ,,skilning“ á þeim! Það er auðvitað ágætt fvrir ríkisstjórnina, að aðalblað hennar skuli sýkna hana þann ig af allri sök á dýrtíðinní og atvinnuleysinu og kenna Al- þýðusambandinu og almenn- ingi um það, hvernig komið er. En hitt er svo annað mál, hvernig Tímanum gengur að troða slíkri vitleysu inn í þann almenning, sem þannig er á- varpaður. Allir vita, að það er ekki Alþýðusambandið, heldur rík isstjórnin, sem lækkaði gengi krónunnar, tók síðan upp bátagjaldeyrisbraskið, gaf inn flutninginn á erlendum iðn- aðarvörum frjálsan og sleppti verzlunarokrinu Iausu með því að afnema allt verðlags- eftirlit. En það eru fyrst og fremst þessar stiórnarráðstaf anir, sem valdið hafa hrað- vaxandi dýrtíð og atvinnu- leysi hér á landi hin síðustu ár. Alþýðusambandið var öll- um þessum stjórnarráðstöfun um andvígt og yaraði við þeim. En þær aðvaranrf- voru að engu hafðar. Það kemur því úr hörðustu átt, þegar Tíminn þykist þess nú um kominn, að saka Al- þýðusambandið um það, hvernig komið er, því að hér hefði vissulega má+t vera öðru vísi umhorfs í dag, ef ráð Alþýðusambandsins hefðu ver ið höfð, og reynt hefði verið að hafa svolítið meiri hemil á dýrtíðinni en gert hefur ver- ið. En ráðherrar ríkisstjórn- arinnar hafa ekki þókzt þurfa neinna slíkra ráða með. ítrek aðar aðvaranir Alþýðusam- bandsins um að stöðva yrði dýrtíðarflóðið, ef laun verka lýðsins ættu að geta haldizt óbreytt, hafa verið hundsuð, og dýrtíðin verið látin halda áfram að magnast dag frá degi. Auðvitað hefur Alþýðu- sambandinu því verið nauð- ugur einn kostur: að knýja fram hækkun vinnulaunanna til samræmis við hið síhækk- andi vöruverð; en þá hefur að vísu lítið orðið vart við áhuga Tímans fyrir því, að staðið væri á verði „mn hagsrnuni alþýðufólks úr verkamanna- stétt“. Já, öðru nær. I öll þau skipti, sem Alþýðusam- bandið hefur orðið að standa á verði um þá vegna stöðugr- ar dýrtíðarskrúfu ríkisstiórn arinnar hefur Tíminn tekið sér stöðu í fjandaflokknum og fáir verið verkalýðnum óvin- samlegri og óbilgjarnari en hann. Það er óneitanlega bros- legt, Þegar slíkt blað þyk- ist nú vera til þess kallað, að kvarta yfir því, að Alþýðu- sambandið hafi ekki borið gæfu til að standa svo á verði um hagsmuni verkalýðsins, sem þurft hefði! Isienzk alþýda: Ef þú notar eingöngu íslenzkar iðnaðarvör- ur, skapar þú atvinnu handa öllum. fslenzkt kex er margfalt ódýrara en það erlenda. Gæði þess eru viðurkennd, enda er það framleitt úr beztu fáanlegum hráefnum. — Það er bakað við íslenzka raforku, og unnið af íslenzkum höndurn. Verkamaður — verkakona: Forðastu erlendar skrumauglýsingar og glans- myndir. fslenzkt kex fæst í hverri matvörubúð. Kexverksmiðjan Esja h.f. Þverholti 13. Símar 5600, 3600. Pósthólf 753. ítvík. FREGNIR pó bo"izt af því. hvernig atkvæði skiptust m.eð stjórnmá'afiokkunum í Svíbióð í kosningunum til neðri deildar sænska ríkiftþings- ins 21. september siðast liðiíin. Atkvæðatölur flokkanna urðu sem hér segir (atkvæðatölurnar í svigum sýna kjörfylgi þeirrá við síðustu kosningar á undan, fyrir fjórum árum): Alþýðuflokkurinrt Bændaflokkurinn íhaldsflokkurinn Þjóðflokkurinn Engur konungur. Hussein> hinn nýi> unsi konun§- ” ” ur í Transjórdan, var í Lausanne í Sviss, þegar hann fékk þá frétt, að faðir hans, Talal konung- ur, hefði lagt niður völd, honum til handa. Hussein er ekki nema 17 ára og verður að hafa ríkisráð sér við hlið þar til hann Kommúnistar hefur náð 18 ára aldri. Á myndinni sést hann (fremstur) á götu ! í Lausanne áður en hann fór heim til Transjórdan. í fylgd með honum eru eldri frændi hans og yngri bróðir. 1 701 925 (t 789 459) 401 09J (480 421) 502 157 (478 7,86) 891 396 (882 437) 165 183 (244 8266) Magnús Ástmarsson: Þrífugasla og fimmla alþjóðavinnumálaþingiS 35. ÞING alþjóðavinnumála- stofnunanrinnar (ILO) var hald ið í sumar. Það var háð í sal- arkynnum þjóðabandalagshall- arinnar í Genf og hófst 4. júní, en lauk hinn 28. sama mánaðar. Mikil þátttaka var í þingi þessu og hefur víst aldrei verið meiri. ísland átti nú fullskipaða sendinefnd á þinginu, í fyrsta sinn síðan 1949. Stjórnarfulltrú ar voru nú hinir sömu og þá, Jónas Guðmundssou og Jón S. Ólafsson, en Kjartan Thors var fulltrúi atvinnurekenda. Undir ritaður var fulltrúi verkalýðs- samtakanna eins og 1949. Auk okkar sótti Haraldur Guðmunds son þingið síðari hluta þess, en ræðismaður íslands í Genf, Olivier de Ferron, var sendi- nefndinni til aðstoðar öðru hverju. Stjórnarformaður ILO þetta ár, Paul R;|madier, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands og stjórnarfulltrúi þaðan, setti þing ið með skörulegri ræðu. Forseti var kosinn einróma J de Sega- das Vianna verkamálaráðherra Brasilíu. Varaforseti úr hópi verkamanna var kjörinn George P. Delaney frá Bandaríkjunum. ■ Nýtt aðildarríki bættist nú í málum kom til atkvæða þings- ins, vegna þess að kjörbréfa- nefnd var á einu rnáli um af- greiðslu þeirra. í þingbyrjun voru að venju kosnar nefndir til athugunar á dagskrármálunum. Því næst hóf ust umræður um skýrslu for- stjórans. Ræðumenn voru mjög margir. Luku þeir flestir miklu lofsorði á starfsemi sto.fnunar- innar undir forustu David A. Morse, núverandi forstjóra henn ar. Á hinu leitinu gerðu ræðu- menn við þessa umræðu grein fyrir ástandi og horfum hver í sínu landi, og var þvú mjög fróð legt að hlýða á þessar umræð- ur allar. Jónas Guðmundsson flutti ræðu á þinginu undir þess um dagskrárlið. Framhald á 7. síðu. Þingsæti skiptust þannig með flokkunum, éins og áður hefun verið frá skýrt: Alþýðuflokkurinn 109 (112) Rændaflokkurinrt 27 ( 30) íhaldsflokkurinn 30 (.23) Þjóðflokkurinn 59 (.57) Kommúnistar 5 ( 8) Alþýðuflokkurinn og Bæn,da- flokkurinn. héldu þannag, þrátt fyrir nokkurt hlutfailslegt tap, öruggum meirihluta í neðri deild þingsins og fara áfram með stjórn. Styrkfarfélag lam- aðra bersf gjöf 1 TILEFNI 100 ára afmælis Emilíu O. Andrésdóttir, Krossi Barðaströnd hinn 1. okt. 1&52 færðu dætur, tengdabörn, barnabörn og fósturdóttir henn ar Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra höfðinglega gjög, sjö þúsund krónur. Gjöfin var afhend prófessor Jóhanni Sæmundssyni nú fyrir nokkrum dögum síðan. Söngur Þorsteins Hannessonar ÞORSTEINN HANNESSON, óperusöngvari við Covent Gar- den í London, eínc/ til tveggja söngtónleika hér, — hinna fyrri í Austurbæjarbíói á vegum Tón- listarfélagsins þ. 23. og 25. og hópinn. Var það hið nýstofnaða | sjálfstæðra tónleika í Gamla konungsríki Libýa, sem var tek ið inn á þinginu. Eru þátttöku- ríkin þar með orðiii 66. - Nokkur rekistefna varð út af bíói 28. þ. m. Á hinum fyrri tónleikunum voru fluttir fjórir Ijóðaflokkar: „Trygging hjartans" (The hearts kjörbréfum sumra fulltrúa eins assurance) eftir Michael Tippett, ’AB — Alþý'öublaði'S. Útgefandi: AlþýBuflokkurinn. Ritstjórj: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsimar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- sími: 4906. — AfgreíSslusimi: 4900. — AlþýSuprentsmiSjan, Hverfisgötu S—10. og oft áður. Fyrst var það, að fulltrúar Póllands og Tékkósló- vakíu mótmæltu enn þingsetu kínversku sendinefndarinnar, en hún var valin af stjórninni á Formosu eins og áður. Þessi mót mæli höfðu þeir líka uppi á þing inu 1950 og fóru þá burt í fússi, þegar þeim var ekki sinnt. Kjör bréfanefndin komst r.ú enn að sömu niðurstöðu, en þó sátu nú Pólverjar og Tékkar þingið til enda og tóku þátt í störfum þess. Þá komu fram kærur frá verkalýðssamböndum þeim, sem kommúnistar stjórna á Frakklandi og ítalíu út a£ vali verkamannafulltrúanna frá þess um löndum, þeirra Léon Jo- haux (þess, sem hlaut friðar- verðlaun Nobels í vetur) og Giulio Pastore. Kjörbréfanefnd inni sýndust þessar kærur ekki á rökum reistar og mælti ein- róma með þingsetu þessara full txúa. Ekkert af þessum klögu- við kvæði eftir Alun Lewis og Sidney Keyes, og „Of love and death“ eftir Jón Þórariiísson, kvæði eftir C. G. Rossetti. Síð- an „An die ferne Geliebte“ eftir L. v. Beethoven, kvæði eftir Jeitteles, og að lokum „Dichter- liebe“ eftir Robert Schumann, kvæðin eftir Heinrich Heine. Lagaflokkur Tippetts er sagð- ur hafa /séð dagsins Ijós fyrir einu ári, svo að ekki getur hér verið um beint fósturlát að ræða, en óneitanlegt útburðarvæl virtist þessi tónlist vera, a. m. k. við fyrstu áheyrn. Ef ég væri ekki svarinn kattarvmur, myndi ég kenna hana við vissa „músík- ,tegund“; en mér lætur flest bet- ur í eyrum en ástaróður „kringlu leíta dýrsins“. Óhætt mun að fullyrða, að ,,Tryggðapantur“ Tippetts hafi farið a)I óþyrmi- lega í taugarnar á flestum þeim, er á hlýddu. Söngvarinn lagði sig auðsjáanlega mjög fram við flutning þessa verks, og sama er að segja um dr. Urbancic, sem framleiddi í þessu sambandi. „mikla músik“, sern fróðlegt hefði verið að geta notfært sér, ■ef maður annars vegar hefði ekki verið eins upptekinn við að reyna að vinna samúð með söngnum og hinurn gjörvulega söngvara. Vægast sagt mun flestum viðstöddum hafa liðið illa við áheyrnina, einnig hans vegna. — ,,Ástarljóð“ Jóns Þór- arinssonar voru með allt öðrum hætti, þótt til nútímatónlistar megi teljast. Fremur dapur blær hvílir yfir tónsmíð þessari, enda heldur dauðinn annars vegar í uppistöðuna að henni. Nú snarvendir songVarinn til stjórnborðs, inn á farveg Beet- hovens, — hins sanna. Hæglátur og tilgerðarlaus ómar „óður hans til hinnar fjarlægu ástmeyjar“ af vörum söngvarans, draum- kenndur úr djúpi hínnar miklu sálar. — í hinum glitofna Ijóða- kransi Schumanns náði söngvar inn fullum tökum á áheyrend- um sínum, og lauk flutningi þessa „per aspera ad astra“-pró gramms með því, að söngvarínn var ákaft hylltur af hinum upþ- haflega hrjáðu áliýryrendum sín- um! Á síðari tónleikum sínum var Þorsteinn ekki eins djarftækur í efnisvalinu og hóf söng' sinn með Ijóðrænum lögum íslenzkra Framhald 7. síðu., AB 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.