Alþýðublaðið - 30.09.1952, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 30.09.1952, Blaðsíða 6
Framhaldssagan 13 Susan Morle v: Filipus Bessasou hreppstjóri: AöSENT BREF. , Ritstjóri sæll! 1 í>að er iþetta með dansauglýs- ingarnar, sem ekki má lesa í út- varpið. Ekki svo að skilja, að ég hafi í hyggju að stofna til dansskemmtunar í minni sveit, eða finni hjá mér nokkra löng- iin til þess. En það er annað, sem mér gremst í þessu sam- bandi. Að æðstu embættismenn þjóðarinnar skuli þannig gera sér leik að þvi, að gera gys að sjálfum sér. Eitt .er þáð, að taka ekki sjálfan sig of hátíðlegan sem mann, — utan embættisins, annað að haga sér sisvona. Ég segi fyrir sjálfan roig, að ég hef aljtaf getað gert að gamni mínu við mitt heimafólk, innan skikkanl^gra takmarka auðvit- að, og aldrei hefur mér kömið til hugar, að reiðast því, þótt það gæti ekki að sér gert að brosa að mér, ef ég hnaut um þúfu eða eitthvað þess háttar, það er að segja, ef ég bar ekki hreppstjórahúfuna. Bæri ég hana hins vegar á höfðinu, leið ég hvorki sjálfum rnér né öðr- um fiim eða fíflskaparmál. Um hreppstjórahúfuna lágu landa- mærin milli mannsins og emb- ættismanns hins opinbera. Og einmitt með því að fcafa þessa reglu sífellt í huga og innræta öðrum hana með virð.ulegri íramkomu, tókst m.ér að afla því fcöfuðfati slíkrar virðingar í mínum hreppi, að citt sinn, er svo bar við að mér skrikaði fót- ur í réttinni, þegar ég var að bjóða upp ómerkinga, og það svo hastarlega, að ég féll flatur í svaðið, þá stökk engum bros, nema nokkrum utansveitar- mönnum. Mínir sveitungar skildu, að þar var það ekki Fili- pus Bessason, sem datt, heldur einn hreppstjóri með sína húfu! En hver getur borið virðingu fyrir þeim embættismánni rík- isins, sem jafnvel þótt æðstur sé, sem í fyrsta lagi fellur flat- ,ur á sínu eigin bragði, í öðru lagi líður öllum að hlægja og gera gys að honum íyrir vikið; ekki sem manni, heidur sem einum æðsta , embættismanni þjóðarinnar! Hvar rnun þá virð- ing undirmanna hans á eftir, nema hvergi? Ekki er það gott, «vo mikið er víst. Ég segi fyrir mig, að í hvert skipti, sem ég heyri hjnar grímu klæddu dansauglýsingar lesnar í útvarpið, þá finnst mér, sem ekki sé aðeins verið að gera gys að téðum embættismanni, heldur allri embættisstétt lands vors. Og það liggur við að ég kvíði fyrir að setja upp húfuna. Virðingarfyllst. Filipus Bessason hreppstjóri. AB - inn á hvert heimili! ÍADC mannþyrpingunni, hægði Paradine ferðina. Þau gengu dimmar, fáfarnar götur. Hann hélt eftir Nev/gate og nokkuð inn í Cheapside, og tók svo stefnuna í áttina til búðarhol- unnar hans Ned Purfect eftir mannlausri hliðargötu. Hann þuklaði dyrnar. Þær sveifluðust upp. Henni var ýtt inn í stórt og dimmt herþergi og síðan niður langan stiga. Hún sá ekkert frá sér fyrir myrkri. Hún gat ekkert annað en reitt sig á leiðsögn þeirrar styrku handar, sem luktist utan um handlegg hennar og hélt hon- um svo fast, að henni virtist liggja við beinbroti. Hún varð vör við að hann fór með hana í gegnum aðrar dyr. Þá nara hann staðar og sleppti takinu. Hún heyrði tinnustein glamra við stál. Olíulampi lýsti upp umhverfið. Hann stillti logann, og á meðan gafst henni tóm til þess að virta hann nánar fyrir sér. Hann stóð teinréttur fyrir framan hana. Um varir hans i lék þetta sama, eilífa bros, sem ! ekkert átti skylt við skap- i brygði, heldur var framkallað af misþenslu andlitsvöðvanna í af völdum örsins. Hann kastaði i af sér skikkjunni. Innan undir i henni kom í Ijós skrautlegur ; klæðnaður, silkiírakki alsíður i og snjóhvítur silkitrefill. Hárið ; var mikið og sítt. Það bylgjað- jist í fagurlega löguðum liðum | aftur á hnakka. Hún fann j allt frá kollvikunum og langt streyma frá honum dulda orku, , þar sem hann stóð og starði á , hvern drátt í andliti hennar og . líkama. Henni varð li+ið á breið i ar axlirnar og langa armlegg- ina. Hann hlaut að vera ægi- sterkur líkamlega, og þó bar hinn andlegi vilji, sem glamp- j aði í augunum, votl um ekki jminna afl. i Enginn myndi hafa trúað því |.að slíkt herbergi sem betta, væri að finna í þeim tötralegu og óásjálegu húsum, sem gefur , að líta við hliðargöturnar í jCheapside. Ekki sízt var útlit j þess í ósamræmi' við timbur- j hjallinn, sem búðarholan hans | Ned Purfect var í, og þó /ar jþað sama húsið. Það var stórt um sig og stórmannlega búið húsgögnum, en frekar lágt und- ir loft. Á gólfinu var þvkk ábreiða, sterkrauð. Fætur henn ar voru þeim ekki vanir og henni fannst sem svkkju þeir niður í mjúkan og hlýjan loð- feld. Á veggjunum héngu dýr- indis teppi, handofin og útsaum uð listaverk. Þar gaf að líta fólks í alls konar stellingum, og hún þurfti ekki að virða þau lengi fyrir sér til þess að ganga úr skugga um, að bar var ófeim inn karlmaður, sem hér réði húsum. Á stóru borði á miðju gólfi gaf að líta alls konar skrautmuni úr postulíni og dýr um málmum innan um stafla af skrautlega innbundnum bók um. Þar var upp við vegginn skatthol eitt mikið, opið til hálfs. Glory sá að það var fyllt gullpeningum, gullúrum, háls- menum, eyrnalokkum og öðr- um dýrindis munum. Inn í veggnum fjarst dyrunum var lág, en breið lokrekkja, silki- slæðurnar fyrir henni voru frá dregnar til hálfs. Aldrei hafði hún augum Jitið slíka vistarveru. í glæstustu draumum sínum hafði hún jafn vel ekki byggt aðra eins. Hún hafði að vísu ekki mikinn tíma til þess að virða hana fyrir sér, því óafvitandi drógust augu hennar í átt til hans, sem sífellt og óaflátanlega veitti henni athygli. Andardráttur hennar varð tíðari og dýpri, og hún komst í mikla geðshrær- ingu. Hún Iyfti höfðinu og bar það hátt, kolsvart, liðað hárið féll í bylgjum niður um axlir hennar o«_ bak. Aidrei á ævi hennar hafði hún verið jafn fögur og ómótstæðileg. Við hana var eitthvað ferskt og nýtt, frjálst og tilgerðaidaust, augun ljómuðu. Hún var ber niður til axla og um bjart hör- undið fóru léttar viprur af taugaæsingi. í huga hennar rúmaðist að- eins eitt: Nafn þess manns, sem stóð augliti til auglits við hana, hár, spengilegur, þreklegur og ögrandi. Varir hennar mynd- uðu atkvæðin og hún andaði orðunum frá sér með lágu hvísli: ,,Innocent Paradine --------- Paradine —- -—- —“? Hann hneigði sig örlítið. Brosið á andlitinu varð rétt sem allra snöggvast annað og meira en uppgerðin ein. „Kapteinn Glory“? sagði hann með hægð. Hann færði sig nær henni. Milli þeirra var ekki nema stutt skref. Svipur hans breytt ist, varð harðari og alvarlegri, öll mýktin, sem brugðið hafði fyrir sem snöggvast, hvarf jafn skyndilega og hún birtist, og brosið, þetta kalda, tvíræða og vanskapaða bros breiddist yfir andlitið á ný. Þegar hann hóf mál sitt á ný, var röddin eins og hún hafði heyrt hana fyrst, þegar hann ávarpaði meðhjálp ara sinn úti í rjóðrinu: Hljóm- mikil, lág og köld. „Ég hef fylgzt með þér, Glory, — um langt skeið. Ég held, að þú vitir það .... Nú, þegar .ég sé þig svo nálægt mér, þá ertu, —■ ef unnt væri, — fegurri en mér hafði virzt áð- ur“. Hún brosti. Augun stækk- uðu. Blóðið sauð í æðum henni. Hún fánn til verkjar fj>rir brjóstinu. Hjartað barðist meira um en venja þess var. Þungt andvarp leið frá brjósti hans og hann teygði fram langa handleggina. Fing- urnir luktust um brjóst henni og fitluðu um mjúkt hörundið. Hún var á valdi hans, hvort sem henni var það ljúft eða leitt, hún hreyíði sjg ekki úr stað, armarnir héngu máttlaus- ir niður með síðunum. Skyndilega varð látbragð hans allt annað. Hann gaf frá sér djúpa, lága stunu. Fingurn. ir læstu sig í bert holdið fyrir ofan kotið hennar, þeir skulfu og titruðu og hann tók til að rífa frá henjji föiin af öllum kröftum. Og hún bærði ekki á sér. En andardrátturinn varð tíðari. Hann stundi enn, beygði sig niður og Iv+ti henni á örmum sínum. Hann bar Iiana yfir að lokrekkjunni og lagði hana nið ur í rúmið. Hún sá glampandi augu hans yfir sér, nasavæng- irnir titruðu, langa, blásvarta örtið titraði í krampakenndum smárykkjum. Öll verund hennar logaði í ólýsanlegu báli. Eins og í lík- ama hennar opnaðist blómkróna stórrar, rauðrar rósar fyrir á- hrif hrollkenndra átaka sárs- i aukablandinnar sælu .... Síðasti innritunardagur er í dag. Innritað verður í Miðbæjarskólanum kl. 5—7 og kl. 8—9 síðdegis. Byrjendaflokkar, framhaldsflokkar, sérflokkar í tungumálum fyrir þá, sem lokið hafa kennaraprófi eða. landsprófi. Námsflokkarnir verða settir í samkomusalnum, Lauga- vegi 162, kl. 8.30 á morgun. Frá íþróltaskóla Jóns Þorsteinssonar Vetrarstarfsemi skólans liefst 1. október. Stúlkur, sem ætla að iðka leikfimi á mánudögum og fimmtudögum kl. 7 síðd., mæti í fyrsta skipti fimmtu- daginn 2. október. Nýr leikfimiflokkur fyrir konur byrjar æfingar 2. eða 6. okt. Æfingatímar á mánud. og fimmtud. kl. 3.15 síðd. Sú breyting verður á rekstri baðstofunnar, að hægt verður að fá ákveðna baðtíma bæði fyrir og eftir hádegi. Nokkrir tímar eru lausir í stærri sal, sem verða lán- aðir fyrir badminton leik. Nánari upplýsingar daglega á skrifstofunni, sími 3738, eða hjá kenn'ara skólans, ungfrú Ástbjörgu Gunnarsdóttur, sími 3764. Viðtalstími eftir 1. okt. á mánudögum, fimmtudögum og föstudögum kl. 4—5 síðdegis. JÖN ÞORSTEINSSON. Eiríksgötu. Barónsstíg. Vitatorgi við Bjarnaborg. Selur alls konar blóm og grænmeti. Tómatar kr. 4,50 Vz kg. Gúrkur 4.00 krór.ur stk. Blómkál frá 1—5 kr. stk. Gulrætur góðar 4—6 kr. búntið. Toppkál 3—4 kr. hausinn. Hvítkál 6—7 kr. kg. Gulrófur 4,50—5,00 kr. búntið. Kartöflur (guli- auga) á kr. 2.75 kg. Alls konar blóm í búnt- um frá kr. 3,50—5,00 búnt- ið. Enn fremur ódýrar nell ikkur og brúðarslör í stykkjatali. Viðskiptavinir eru beðnir að athuga að sala fer aðeins fram á þriðjudögum, fimnitudög- um og laugardögum. Kaupið blómkál til niður- suðu áður en verð liækkar. Lyftustjórinn. Lyftustjórinn í hinni ný- byggðu lyftu í stórbyggingunni gerði ekki annað fyrsta daginn, en að svara spurningum fólks um lyftuna. Þegar leið að kvöidi, var hann orðinn mjög þreyttur á þessum sífelldu spurningum. Kona nokkur í lyftunni spurði hann þá: Ef lyftustrengurinn slitnar, livort förum við þá upp eða niður-? Kæra frú, sagðj rnaðurinn, það fer allt eftir því, hvers kon- ar lífi þér hafið lifað. Skozk,t. Söfnuður í litUjm skozkum bæ hafði reist myndarlega kirkju, en peningar þeir, sem söfnuðurinn lagði fram, hrukku ekki til fyrir kirkjuklukku. Söfnuðurinn kom þá saman í kirkjunni og presturinn hélt hjartnæma ræðu og hrósaði dugnaði safnaðarins fyrir að byggja svo mydarlegt guðshús, sem eftir kröfum tímans yar hit aðupp með gufu. Hvatti hann nú söfnuðinn til að leggja' af mörkum fyrir klukku. Einn af söfnuðinum greip þá fram í fyr- ir prestinum og sagði: Þér sögð- uð að kirkjan væri hituð upp með gufu, fyrst svo er, þá legg ég til, að við kaupum eimflautu í stað klukku, því eimflautan er ódýrari. Undir fimm augu. Húsbóndinn dró vin sinn inn í stofu og lokaði dyrunum á eftir sér. Heyijðu vinur, hér get- um við loks talast yið undir fimm augu. Fimm augu sagði vinurinn undrandi? Já, fimm augu, konan mín gægist alltaf í gegnum skráar- gatið. Tvær flugur í einu . . . Sjáðu nú til, dóttir mín, ég hef talað við manninn, sem þú ert með, og hann liefur beðið mig um hönd þ;na og ég bef samþykkt að þú giftist hönum. Já, svaraði dóttirin, sem virt- ist í vanda, en ég vil ekki fara. frá lienni mömmu. Það er í bezta lagi, taktu hana bara með þér.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.