Alþýðublaðið - 09.10.1952, Blaðsíða 4
AB-Alþýðubtaðið
r
íir:
9. okt 1952.
Anægðír ráðherrar
l*rr-iV\?r •••
ÞAÐ ER — auk heildsal-
anna — einn hópur manna,
sem er hinn ánægðasti með
ásigkomulag iðnaðarins í iand
inu eftir þau áföll, sem hann
hefur fengið við ótakmarkaff-
an innflutning fullunnins, er-
lends iðnaðarvarnings, láns-
fjárskort, skattaálögur og ann
að, sem yfir hann hefur verið
látið ganga; og það eru ráð-
herrar ríkisstjórnarinnar. „Á
misjöfnu þrífast börnin bezt“,
sagði Bjarni Benediktsson fyr
ir munn Björns Ólafssonar,
iðnaðarmálaráðherrans, við
setningu iðnsýningarinnar
fyrir mánuði síðan; og „auð-
vitað varð ekki hjá því kom-
izt“, sagði Eysteinn Jónsson
við fyrstu umræðu fjárlag-
anna á alþingi í fyrradag, „að
aukið verzlunarfrelsi ylli
nokkurri röskun í iðnaðín-
um, sem í tuttugu ár hefur
búið við innflutningshöft. ...
En það vitum við, að áreynsl-
an gerir menn sterka og dug-
mikla, ef þeim cr ekki mis-
fooðið. Það er gleðilegt að sjá,
hve vel iðnaðurinn yfirleitt
stenzt þá þolraun, sem aukið
verzlunarfrelsi hlaut að verða
fyrir hann . . . Ég er sann-
færður um, að . sú breyting,
sem hefur orðið á verzlúnar-
háttum verður iðnaðínum til
góðs, ef rétt er að farið“.
Það er auðvitað ágætt, að
ráðherrar ríkisstjómarinnar
skuli vera svona ánægðir yfir
því, að þeim hefur með þiónk
un sinni við heildsalana, fyrst
og fremst með foinum ótak-
markaða innflutningi erlends
iðnaðarvarnings, tekizt að
stöðva verulegan hluta af hin
um nýlegu og fullkomnu fram
leiðslutækjum íslenzks iðnað-
ar og gera hundruð, ef ekki
þúsundir manna hér innan-
lands atvinnulausar. En hætt
er við, að iðnrekendu” <’,°m
nú verða að láta hin dýru
framleiðslutæki sín standa
ónotuð, og verkafólkið sem
misst hefur atvinnu sina þess
vegna og hefur nú ekkert fvr-
ir sig að leggja, líti dálítið
öðrum augum á stík afrek rík-
isstiórnarinnar. Og ekki er svo
að siá, að hagur bióðarinnar
í heild hafi batnað mikið við
það, að erlendar iðnaðarvörur,
sem vel hefði mátt framleiða
hér, hafa verið fluttar þann-
ig að nauðsynjalausu inn í
landið. Viðskiptajöfnuðurinn
við útlönd hefur aldrei verið
óhagstæðari en á þessu ári.
Hann var í lok ágústmánaðar
orðinn óhagstæður um hvorki
meira né minna en 252 millj-
ónir króna.
En sem sagt: Ráoherrar rík-
isstjórnarinnar eru hinir á-
nægðustu með allt þetta! Og
blöð þeirra, eins og til dæmis
Morgunblaðið í gær, telja það
„sæta hinni mestti furðu“, að
stjórnarandstaðan skuli dirf-
ast að segia bióðinni, „að inn-
lendur iðnaður sé olnboga-
barn núverandi ríkisstjórnar“!
Þau spyrja, hvort ekki sé ver
ið að reisa tvö stór raforku-
ver, — og hvort frumskilyrði
þess, að iðnaður fái eflzt og
dafnað hér á landi sé ekki
einmitt það, að honum verði
séð fyrir nægri orku til rekstr
ar síns?
Jú, vissulega er rafmagnið
mikils virði fyrir iðnaðinn og
framtíð hans. En til hvers er
orkan og til hvers tækin, ef
ríkisstiórnin heldur áfram að
vega að iðnaðinum með ábyrgð
arlausum innflutningi erlends
iðnaðarvamings annars vegar
og með lánsfiárskorti og dráps
klvfium skatta hins vegar?
Það er alveg eins með orkuna
og með atvinnutækin, sem at-
vinnabótasjóður annars stjórn
arflokksins á að gera unnt að
útvega, meðal annars til auk-
ins iðnaðar, að því er Morg-
unblaðið hermir: Hvorugt verð
ur iðnaðinum að gagni, ef rík-
isstjórnin heldur upnteknum
hætti, —- að b;ióna heildsöiun-
um með bví að hrúga inn í
land:ð fullunnum, eriendum
iðnaðarvörum, á Ifistnað ís-
lenzks iðnaðar. Þá halda hin
nýju og dýru atvinnutæki
hans áfram að standa ónotuð
og búsundir verkamanna að
ganga atvinnulausir, eins og
síðustu missirin.
En að vísu myndu ráðherr-
ar ríkisstiórnarinnar varia
láta það raska sálaró sinni.
Eða er það ekki einmitt slíkt
ástand, sem þeir eru svo
ánægðir með í dag?
IjvínpsrœðaHannibalsValdimarSsonar:
KGsninpf járlög! - fiau hæsfu i þint
sögunni; en munu enn stórhækka
laflgíwlhpfesfakall
Stuðningsmenn
séra Páls Þorleifssonar
hafa opnað kosningaskrifstofu í Holtsapóteki við Lang-
holtsveg. Opin daglega frá kl. 8—10 síðdegis. Sími 81246.
Unglingssfúlua
óskast til að líta eftir árs gömlu barni.
Uppl. í síma 2888 frá kl. 7-—8 e. h.
AB — AlþýöublaðiS. Útgefandi: Aiþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Rltstjóm-
arsímar: 4901 og 4902. — Augiýsingasími: 490G. — Afgreiðslusími: 4900. — Alþýðu-
prentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Áskriftarverð 15 kr. á mánuði; 1 kr. i lausasöiu.
4
MÉR FINNST hæstvirtur
fjármálaráðherra sífellt vera
að lækka. En kannske er það
bara sjónvilla í sambandi við
fjárlagafrumvarpið, sem alltaf
er að hækka.
Stjórnarblöðin hafa verið að
,gera samanburð á þessu nýja
fjárlagafrumvarpi og fjárlög-
um yfirstandandi árs, og þann-
ig komizt að þeirri niðurstöðu,
að ráðherrann teldi fjárþörf
ríkissjóðs nú einum 10 milljón
króna meiri en í fyrra og yrði
þeirri fjárjþörf fullnægt með
hækkuðum sköttum og tollum.
Vissulega væri það að bera í
bakkafullan lækinn, þótt ríkis
útgjöldin hækkuðu ekki nema
um 10 milljónir á einu ári. En
því miður ,er þessi samanburð-
ur rangur og villandi. Með rétt
um samanburði er hækkunin
miklu meiri, og er þó minnst
af henni séð ennþá.
Fjárlagafrumvapið á ekki að
bera saman við fjárlög þessa
árs, eing og alþingi gekk frá
þeim. Þau hækkuðu í meðför-
um þingsins um fullar 19 millj
ónir, og samskonar hækkun á
vafalaust eftir að bætast við
niðurstöður fjárlagafrumvarps
ins nú í meðförum þessa þings.
Gæti jafnvel svo farið, að sú
hækkun yrði miklu meiri nú,
þar sem kosningar eru fram-
undan á næsta sumri.
38 milljónum hærri.
Nei, miklu réttari mynd fá-
um við af því, hvert fjármála-
ráðherrann stefnir með ríkisút
gjöldin, með því að bera saman
niðurstöðutölur fjárlagafrum-
varpsins fyrir árið 1952, eins og
hæstvirtur fjármálaráðherra
lagði það fyrir alþingi í fyrra-
haust — við niðurstöðutölur
fjárlagafrumvarpsins, sem hér
er til umræðu. Og hvað kem-
ur þá í ljós? Jú, þá sést strax,
að
úígjöld ríkissjóðs sam-
kvæmt rekstrarreikningi,
sem í fyrrahaust voru áætl-
uð rúmar 314 milljónir, eru
nú af sama hæstvirtum ráð-
herra áætluð 352 milljónir.
— Hækkunin er sem sé ekki
10 milljónir, heldur 38 millj
j ónir.
! Og sé litið á endanlegar nið-
úrstöðutölur á sjóðsyfirliti, þá
voru þær á frv. í fyrrahaust
363 milljónir, en eru nú 392
milljónir. Þar er hækkunin 29
milljónir, og er þess þó að geta,
að hagstæður greiðslujöfnuður
nú er ekki nema V2 milljón,
móti 4 milljónum í fyrra.
j Það er svona að formi og
nafninu til stritast við að koma
saman endum á pappírnum. —
Annað eða meira er það samt
ekki.
27 milíjónum hærri.
Sé svo litið á skattana og toll
ana, sem reiknað var með að
Ieggja á landslýðinn í fyrra og
núna, þá er sá samanburður á
þessa leið:
I fjárlagafrumvarpinu í
fyrrahaust voru skattar og
tollar áætlaðir 270.8 milljón
ir, eða milli 7 os' 8 þúsund
krónur á hverja fimm
manna fjölskyldu í landinu;
en á þessu f járlagafrumvarpi
eru skattar og tollar áætlað
Utgjöld nú
ónum hærri en
og tollar 11 mi
í fyrra; skattar
Ijónum hærri
Hannibal Valdimarsson.
ir 29G milljónir og 800 þús
und krónur. Hækkun tolla !
og skatta á einu ári nemur |
þarna bara 26 milljónum og
800 000 krónum. Þessa við-
bótarpinkía á þrautpínd
þjóð af atvinnuleysi og ann
arri stjórnleysisóáran að
rogast með á því herrans ári
1953. — Þá eru tollar og
skattar líka orðnir 10 þús. kr.
á hverja meðal fjölskyldu.
Arlegar hækkanir.
Hvergi sést örla á nokkrum
minnsta spamaði. Smátt og
smátt er verið að smokka ein-
um og einum stjórnargæðingi
að ríkissjóðsjötunni, nú hér,
svo þar. Það er eins og stóra
skrifstofubáknin í Reykjavík
haldi ekki virðingu og áliti
nema kostnaðurinn við þau
hvert um sig hækki um 1—2
hundruð þúsund krónur á
hverju ári. 10. greinin, sem ber
undirtitilinn: „Til ríkisstjórnar
innar er veitt“, hækkar um 1
milljón, er nú komin í .11,8
milljónir. Fyrrihluti næstu
greinar, A-liður: Til dómgæzlu
og lögreglustjórnar o. fl„ hækk
ar snögglega um nærri 5 millj-
ónir. C-liður sömu greinar:
Kostnaður vegna innheimtu
tolla og skatta hækkar um
rúma milljón, er að nálgaát
milljónatuginn (9,6). Og þann-
ig mætti lengi telja.
Afsakanir ráðherrans.
Hæstvirtur ráðherra reynir
að afs'aka hækkanirnar með
vísitöluhækkun þeirri, sem orð
i ið hafi, síðan seinustu fjárlög
: voru samin. En slíkt er vitan-
lega engin afsökun. Miklu frem
ur er síhækkandi dýrtíð eitt
hið stærsta ásökunarefni á hend
ur þessari vesölu stjórnar,
sem í verðlagsmálunum berst
eins og strá fyrir straumi, að
svo miklu leyti, sem hún hefur
þá ekki gert beinar stjórnar-
ráðstafanir til aukinnar dýrtíð
ar, sbr. gengislækkun, báta-
gjaldeyri, og afnám verðlags-
eftirlits, sem vitanlega var tek-
ið sem heimild um frjálst ok-
ur.
Þá er það önnur tilraun hæst
virts ráðherra til að afsaka
hækkanir ýmissa gjaldaliða, að
um s. 1. áramót hafi verð á
rafmagni í Reykjavík verið
hækkað um 30 % og taxtar Hita
veitu Reykjavíkur um 60%.
Þetta eru vissulega gífurlegar
hækkanir, en ætli það kcmi
ekki nokkurn veginn jafn ó-
þyrmilega við pyngju skattborg
aranna, hvort sem hækkanirnar
eiga rót sína að rekja til ó-
stjórnar íhaldsins yfir Reykja
víkurbæ, eins og í þessu tilfelli,
eða þær eru skilgetið afkvæmi
þeirra stjórnarhátta, sem hæst-
virt ríkisstjórn hefur sjálf skap
að. — Að minnsta kosti geri ég
á því engam mun, og mun svo
fleirum fara.
Skakki íurninn í Pisa
Mér þótti það gott hjá einu
af aðalstuðningsblöðum stjórn-
arinnar, sem var að ræða um
fjárlagafrumvarpið á laugardag
inn var. En það sagði orðrétt
með leyfi hæstvirts forseta:
„Grundvöllurinn, sem f jár
lagafrumvarpiS byggist á, er
veikari en svo, að á honum
vcrði reistar aðrar bygging
ar en þær, sem eru í líkingu
við skaklca turninn í Písa,
sem stöðugt eykur halla sinn
til hruns og falls“.
Já, grundvöllur hækkandi
skatta er vissulega orðinn
næsta hæpinn og veikur, þegar,
fjölmennustu stéttir þjóðarinn
ar búa orðið við lækkandi tekj
ur og dvínandi atvinnu í band-
óðu dýrtíðarflóði, sem engan
enda ætlar að taka. — Þarf líka
enginn að efa, að ástandið er
orðið alvarlegt, — að maður
ekki segi svart — þegar stjórn-
arherrarnir sjálfir og málgÖgn
þeirra líkja fjárlagafrumvárpi
hæstvirtrar stjórnar við hallan,
skakkan og hrynjandi turn, sem
enginn veit hvenær veltur til
jarðar og ve'rður rústir einar. —
Það er full ástæða til að biðja
hlustendur að leggja sér það á
minnið, að það er ekki stjórn-
arandstaðan, heldur stjórnarlið
ið sjálft, sem í vaxandi ugg sín-
um og vissu þess, að ríkisstjórn
S
s
s
s
s
s
S DESINFECTOR
S
er vellyktandi sótthreins-
^ andi vökvi. nauðsynleg-^
^ ur é hverju heimili til^
^ sótthreinsunar á muu- \
S um, rúmfötum, húsgöga s
\ iim, símaáhöldum, and- s
S rúmslofti o fl. Hefur S
S unnið sér miklar vin-S
S sældir hjá öllum, semS
S hafa notað hann. S
S S
s s