Alþýðublaðið - 18.10.1952, Page 4

Alþýðublaðið - 18.10.1952, Page 4
AB-AlþýðublaðiS 18. okt. 1952. Hver barðisf fyrir umbófunum? ' MORGUNBLABIÐ birti fyrir rúmlega hálfum mánuði afmælisgrein eftir Gísla Jóns son alþingismann um hundr- að ára gamla konu vestur á Barðaströnd, — grein, sem ekki var aðeins athyglisverð af því, að þar var minnzt svo gamallfr konu, sem háð hef- ur langa og þrautseiga lífs- baráttu á lítilli og kostarýrri jörð í afskekktu héraði og komið þar upp stórum barna hóp, heldur og af hinu, að saga hennar var sett í nokk- urt samband við þær miWu umbætur ,sem orðið hafa á högum þjóðarinnar hina síð- ustu áratugi, ekki hvað sízt við hið stóraukna félagslega öryggi, sem landsins börn eiga nú við að búa, svo að segja frá vöggu til grafar, og á þó vonandi enn eftir að auk ast. Gísli Jónsson getur þess í grein sinni um hina hundrað ára gömlu konu vestur á Barðaströnd, að faðir henn- ar hafi misst heilsuna, er hún var tíu ára; og ,,varð þá“, segir alþingismaðurinn „að taka upp heimilið og koma börnunum fyrir“, því að „þá voru því miður engir sjóðir til þess að létta undir með fátækum, heilsulausum for- eldrum, svo að Þau gætu hald ið börnunum heima unz þau sjálf væru fær um að bjarga sér“. Auðvitað nefnir alþing- ismaðurinn betta meðal ann ars til þess að sýna, hver breyting er nú orðin frá slíku öryggisleysi, þegar ekki að- eins öryrkjar og gamalmenni fá lífeyri úr sjóði almanna- trygginganna, heldur og full hraustir og vinnandi foreldr- ar styrki til þess að koma upp barnahóp sínum. Gamla konan befur líka orð ið þessara framfara vör. En Gísli Jónsson segir, að hún hafi í fyrravor, er hann heim sótti hana, verið hálf feimin við að taka á móti ellilaun- unum sínum; hún hafi minnzt þess, að hreppsnefndin hafi einu sínni viljað ýta henr^og manninum hennar, sem löngu er látinn, úr sveitinni, af ótta við það, að þau færu á hreppinn. „Ég má ekki hugsa til þess“, sagði hún, „að hreppurinn eða ríkið sé nú að haida mér uppi. Ég vil vera sjálfstæð og ekki nein- um til byrði“. Og svo stundi hún upp við alþingismann- inn því, sem henni lá á hjarta: „Ég hef nýlega tekið á móti ellilaununum mínum. lijötru, ærsvið Búrfell Sími 1506. Er þetta ekki sama og sveit- arstyrkur?“ „Nei . . . ellilaunin þín“, svaraði þingmaðurinn, „eru enginn styrkur eða gjöf frá ’ sveit. eða ríki, heidur endur- j greiðsla úr tryggingarsjóði, sem þú og aðrir hafa greitt í árum saman. Féiagsmálalög- gjöf þjóðarinnar hefur tekið þeim breytingum frá æsku- árum okkar, að nú þarf gam almenni, föðurleysingi eða . farlama maður ekki að hræð- j . ast lífið á sama hátt og þá ..Lömbbi koma að landi^. Þessi ’;nynd V£U' var. Ellilaur/.i þín eru upp- I ■ . tekm, þegar skip skera af þínum eigin verkumj kom hingað fyrst í haust með fé til Árnesinga. Er þarna ver;ð og eiga ekkert skylt við sveit að skipa upp fyrstu lömbunum. Mennirnir, sem á þeim halda, arstyrk1’. „Það brá fyrir eI-u Björn Sigtryggsson (til vinstri) og Guðgeir Ólafsson. Ljósm.: gleðibrosi á andliti gömlu ólafur Þorsteinsson. konunnar“, bætir Gísli Jóns- son við þessi tilfærðu orð sín, „um leið og hún mælti: „Guði sé lof fyrir þessar um- bætur . . .“ Eins og menn sjá hefur ■ íhaldsþingmaðurinn kunnað að gera gömlu konunni, sem heima á í kjöröæmi hans, góða grein fyrir því aukna félagslega öryggi, sem hún, eins og allir aðrir, nýtur nú vegna almannatrygginganna. En í grein hans verður þess hins vegar ekki várt, að hann hafi Iátið þess að neinu get- I ið, hvernig flokkur hans, ] Sjálf stæðisflokkurinn, sner- j ist við þessari miklu umbóta: löggjöf, þegar annar flokkur, Alþýðuflokkurinn, hóf bar- áttuna fyrir henni og lagði grundvöllinn að almanna- tryggingunum fyrir meira en fimmtán árum. Sjálfsagt hef ur gamla konan haldið, að það hlyti að vera Sjálfstæðis flokkurinn, sem slíka bless- un hefði fært þjóðinni; því | að „þaðan hef ég ávallt vænzt sveinsins", segir Gísli að hún hafi sagt, „sem leysti sveit- ina mína úr höndum sam- gönguleysis og þeirra erfiðu lífskjara, sem þeim eru sam fara“. Að minnsta kosti var- aðist íhaldsþingmaðurinn að hafa nokkurt orð á því við hana, að raunar var Sjálf- síæðisflokkurinn þessari rétt lætis- og mannúðarlöggjöf í upphafi ekki aðeins and- vígur, heldur og beinlín- is fjandsamlegur; og enn í dag hefur hann mjög tak- markaðan áhuga fyrir henni, svo ekki sé meira sagt, þó að þingmönnum hans þyki nú gott að láta í það skína við gamalt fólk og fleira heima í kjördæmum sínum, að slíkar umbætur eigi það honum að þakka. Slíkt er gömul saga. Með- an barizt er fyrir umbótun- um er íhaldið ávallt á mót; þeim, og það svo lengi, sem nokkur von er að fá í gegn þeim staðið. En eftir á reyn ir það að þakka sér þann <á- vöxt, sem umbæturnar bera og breiða blæju þagnarinnar yfir gamlan fjandskap sinn við þær. Afmælisgrein Gísla Jónssonar um gömlu konuna vestur á Barðarströnd er eitt af mörgum dæmum slíkra vinnubragða Sjálfstæðis- flokksins hér. Frá Hagstofu Jslands hafa blaðinu borizt eftirfarandi vísbendingar varðandi manntalið: BREYTING, sem gerð var á tiliiögun hinnar íyrirhuguðu allsherjarspjaldsltrár eftir að manntalseyðublöðin voru prent uð, gerir það að verkum, að nauðsynlegt er að taka fram á skýrslunum, hvar í húsi menn búa. Þetta gildir þó aðeins um skýrslur úr kaupstöoum og úr Kópavogshreppi og Seltjarnar- neshrepi. Af eðlilegum ástæð- um er ekkert tekiö fram um þetta á manntal.seyðublaðinu, og þykir því rétt að látrí' í té efíirfarandi uppiýsingar til frekari skýringar: I Reykjavík, Kópavogshreppi og Seltjarnarneshreppi skal t>I- greiiia: 1. Á hvaða hæð húss hver, fjöl- skylda býr, en þó þarf ekki að gera það, nema fjölskyld- ur í húsjnu séu fleiri en ein. Sama þarf að gefa upp fyrir leigjendur, ef fjölskyldur í húsi eru fleiri en ein, svo framarlega sem þeir búa ekki á sömu hæð og fjölskyld an, sem þeir lejgja hjá. 2. Ef íbúðir á hæð J húsi eru fleirj en ein, þá skal til við- bótar ofangreindu gefa upp fyrir hverja fjölskyldu, hvort íbúð, sem hún býr í, er til v hægri eða til vinsri á hæð. inni. í öð’rum kaupstöð'iun en. Reykjavik skal hæðin, sem bú- ið er á, gefin upp á sama háft og í Reykjavík, en ekki skal geíið upp, hvofrt íbuð er til hægri eða vinstri á hæð. 8KAMMSTAFANIK. Kjallari: kj., 1. hæð: 1. h., 2. hæð: 2. h., o. s. frv. Rishæð: rjs. Rishæð t. d. hæð yfir 2. hæð má armað hvort nefna rís eða 3. h. Til hægri: t. h., til vinstri: t. v. Það skiptir ekki mikSi máli, hvar á skýrslunni þetta afriði er upplýst, ef það er aðeins gef ið greinilega til kynna. Þó er bezt að það sé sett í fremsta dlálk ský:\Iunnar, næst undir tölunni, sem á Revkjavíkur- skýrslum á að vera í línu heim ilisföður eða heimilismóður. Á eyðublöðum þeim, sem notuð eru utan Reykjavíkur, er foszt að þessi merking sé fram an við nafn heimilisföður eða heimilismóðúr. Ástæðulaust er að lagfæra skýrslur, sem búið er að skrífa, nerna þessi rnerking hafi vgrið ófullnægjandi á eíahvern hátt. Húseigendur eða þeir, sem færa skýrsluna síðastir í hverju húsi, eru vinsamlega beðnir að ganga úr skugga um, að skýrsl an sé réttilega færð í þessu efni. .Juno og páfuglinn‘ ð-B — Alþý'öublaSiS. Otgefandi: AlþýSuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjeturssoa. Fréttastjóri: Sigvaldi HjáJmarsson. Augiýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjóm- Brsímar: 4901 og 4902. — Augiýsingasíini: 4906. — Afgreiðslusími: 4900. — Alþýðu- prentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Áskriftarverð 15 kr. á mánuði; 1 kr. 1 lausasölu. íí Sean O'Casey er ekki myrk ur í máli við landa sína, enda vöktu sumir sjónleikir hans mikla reiði í Dýflinni á sín- um tíma. Nú er hann viðurkenndur sem eitt mesta leikrita- skáld á síðari áratugum, og þessi sjónleikur eitt frægasta verk hans. Myndin sýnir þau Arndísi Björnsdóttur og Val Gíslason í aðalhlutverkunum. 4B 4 MJÓLKURGJAFIR til barna í barnaskólunum voru enn til umræðu á síðasta bæj- arstjórnarfundi, og var. sörau tiliögunni, sem fram kom fyr- ir mánuði síðan og þá vísað til bæjarráðs, enn vísað til þess ráðsetta ráðs. Borgarstjóri taldi að ekki væri þörf á að gefa öllum. börn um í skólunum rnj.ólk, en siálf sagt væru mörg, sem á mjólk- urgjöfum þyrftu að halda. Hins vegar væri erfitt að flokka börnin, og yrði jafnt ýf ir öll að ganga, ef farið væri út í mjólkurgjafir á annað borð. Þá taldi hann að mjólk- urgjafirnar myndu kosta bæ- inn 1 milljón króna, en fyrjr því væri ekki fjárveiting ein.s og væri. Sem sagt: málið þyrfti nánari athugunar við. Jóhanna Egilsdóttir taldi hins vegar brýna nauðsyn að hefja mjólkurgjafirnar, og bær ínn mætti ekki horfa í bað þótt það kostaði nokkurt fé. T. d. rnynSj því fé, sem færi fyrir áfengi í veizlum bæjarins, bet ur vera varið til mjólkurgjafa fyrir börnin. „Þá verðum við að drekka mjól'k í staðinn í bæjarveizl- unum,“ greip Jóhann Haf- stein fram í, og fékk su tillaga bærílegan stuðning, bótt ekki væri hún borin undir atkvæði. Frsm kýs nýfa félagsstjérn KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ. Frarn hélt aðalfund sinn í fé- lagsheimili sínu fyrir neðan Sjómannaskólann 14. þ. m. Frá- farandi stjórn félagsins gerði grein fyrir starfi félagsins, sem verið heíur fjölþætt á liðnu starfsári. Fundarstjóri var Böðvar Pétursson. Á íundinum var kosin ný stjórn, og skipa hana þessir menn; Formaður Gunnar Nielsen, varaformaður Böðvar Pétursson, ritair Böðv- ar Steinþórsson, gjaidkeri Hilm ar Ólafsson, fjármálaritari Jón Sigurðsson verzlunarmaður, formaður knattspyrnunefndar Haukur Bjarnason, formaður handknattlejksnefndar Reynir Karlsson og formaður skíða- nefndar Gísli Kristjánsson. Varameðstjórnendur voru ros- ín: Fálmi Friðriksson, Guð- björg Gestsdóttir og Ólína Jónsdóttir. I ------~--------- II hjúkrunárkonur brautskráðar. EFTIRTALDAR hjúkrunar- konur hafa verið brautskróðar I frá Hjúkrunarkvennaskóla ís- S lands nýlega: j Guðrún Marteinsdóttír frá Reykjavík. Jóna Ingibjörg Hall frá Reykjavík. Kristjana Edda Ólafsdóttir frá Reykjavík. Mar- ía Finnsdóttir frá Hvilft í Ön- undarfirði. Ragna Haraldsdótt- jr frá Búðum í Fískrúðsfirði. Ragnheiður Þórey Frímanns- dóttjr frá Reykjavík. Sigríður Jakobsdótíir frá Reykjavík. Stefanía Ásgjarnardóttir tfrá Guðmundarstöðum í Vopna- firði. Þóra Magnúsdóttir frá Vestmannaeyjum. Þórdís Todda Valdimarsdóttir frá Ægissíðu,, V.-Hún. þórey Ósk Ingvarsdót-jj ir frá Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.