Alþýðublaðið - 15.11.1952, Page 4
AB—Aljjýðublaðið
15. móv. i952
UM Í>AÐ þarf ekki að
deila, ajð stórkostlegt okur
hefur átt sér stað hér á landi
síðan vérðlagsákvæðin voru
afnumin fyrir tilverknað
Björns plafssonar viðskipta-
málaráðherra. Það veit hvert
mannsbárn af eigin raun allt
of vel til þess að frá þurfi að
segja; <?g það hafa skýrslur
verðgæziustjórans einnig sann
að svo ótvírætt. að engum
frekari orðum þarf að því að
eyða. Hins vegar hafa engin
lög náð yfir þetta okur, síð-
an það ’var gefið frjálst af
Bimi Ólafssyni með afnámi
verðlagsákvæðanna og -verð-
lagsefti'rlitsins. Kaupsýslu-
mönnum hefur í krafti hinn-
ar frjálsu verzlunar, sem
Bjöm Ólafsson hefur talið
vera allra meina bót, verið
heimilt að leggja á vöruna
eins og þeim sýndist ,enda
heildsalarnir að minnsta kosti
notfært sér það óspart, eins
og dæmin uni meira eða
minna margfalda álagningar
hækkun þeirra sanna.
Ef viðskiptamálunum hefði
verið stjórnað hér af nokkru
viti og umhyggju fyrir ai-
menningshag undanfarið,
hefði þessi dapurlega reynsla
af álagningarfrelsinu auðvit-
að leitt til þess, að verðlags-
ákvæði og verðlagseftirlit
væri tekið upp á ný. En á
slík viðbrögð hefur varla mátt
minnast fyrir heildsalanum í
Istól viðskiptamálaráðherr-
ans; enda hefur hann jafnan
borið á móti Því, að hér væri
um að ræða nokkurt okur,
sem orð væri á gerandi; á-
lagningin væri yfirleitt „hóf
Ieg“, eins og hann hefur orð-
að það, þótt vart yrði ein-
stakra dæma um annað.
En þar kom þó í vor, er
sönnunargögnin rnn okrið
voru orðin allt of mörg til
þess að yfir það yrði breitt,
að Björn Ólafsson tók sér
ro eð bráðabirgðalögum heim
ild til þess að birta nöfn
heirra, sem sekir gerðust um
f 'ið. sem kallað er í lögunum
r'iófleg álagning; og hefur
hann síðan hvað eftir annað
haft við orð, opinberlega, að
notfæra sér þessa heimild til
þess að skapa kaunsýslumönn
um nokkurt aðhald um álagn
ingu, þótt hingað til hafi
aldrei neitt úr því orðið.
Sannast að segja eru þessi
heimildarlög líka hvorki fugl
né fiskur. í beim eru enpin
áikvæði um það, hvað sé hóf-
leg álagning og hvað ekki,
svo að það yrði nánast undir
persónulegu mati eða duttl-
ungum Björns Ólafssonar
sjálfs komið, hver stimplað-
ur yrði sekur um óhóflega á-
lagningu, og hver ekki, ef
farið yrði að birta einhver
nöfn í því sambandi öðrum
fremur. En sjálfsagt er enginn
ólíklegri tíl þess en einmitt
Björn Ólafsson að gera það á
þann hátt, að nokkurt gagn
verði að í baráttunni gegn
okrinu.
Engu að síður er fullyrt,
að vi ðskip t am ál ará ðhe rr ann
ætli nú innan skamms loks-
ins að láta úr því verða að
birta nöfn þeirra, sem hann
telur seka um óhóflega álagn
ingu. Við hvaða álagningar-
hækkun ráðherrann ætlar þá j
að miða, veit hins vegar eng-'
inn. Eins ög heimildarlögin '
eru hlýtur það hins vegar að
verða aðeins persónuleg á-
kvörðun hans, hvað telja
skuli óhóflega álagningu og
hvaða nöfn skuli birt. Munuj
því fáir leggja mikið upp úr
slíkri birtingu, enda felur slík 1
málsmeðferð ekki í sér neina
tryggingu fyrir þvi, að það
verði nöfn hinna sekustu, sem
birt verða. j
Allt öðru máli væri að
gegna, ef í heimildarlögun-
um væri ákvæði um það, við
hvaða álagníngarhækkun
skyldi miða, er birt væru nöfn
Þeirra, sem sekir gerast um
óhóflega álagningu; en fyrir
alþingi liggur nú breytingar
tillaga við lögin þar að lút-
andi, flutt af Guðmundi f.
Guðmundssyni. Samkvæmt
henni skal vera skylt að birta
nöfn þeirra, sem uppvísir
verða að hækkún álagníngar
um 50% eða meira, miðað
við hin gömlu verðlags-
ákvæði; og væri þá að
minnsta kosti við eitthvað að
miða annað en persónulega
.duttlunga Björns Ólafssonar
viðskiptamálaráðherra.
Slíkra breytinga á heim-
ildarlögunum er brýn þörf,
ef nokkurt vit á að vera í
þeim. Gætu þau þá og birt-
íng á nöfnum þeirra, sem ó-
hóflegast ieggja á, vissulega
orðið okrinu nokkört aðhald.
En miklu þýðingarmeira er
að taka upp verðlagsákvæði
og verðlagseftirlit á ný, eins
og Alþýðuflokkurinn leggur
nú til á alþingi í annað sirni.
Birting á nöfnum okraranna
getur haft sína þýðingu, ef
aðrir eru látnir fjalla um
hana en Björn Ólafsson. En
ny verðlagsákvæði og strangt
eftirlit með því, að þeim sé
hlýtt, er það eina. sem dugar.
' Sfarfíemi STEFS.
Núverandi stjórn Kvenfélags Alþýðuflokksins í Hafnarfirði.
í fremri röð, talið frá vinstri: Sigríður Erlendsdóttir, gjald-
keri, Guðrún Nikulásdóttir, fomaður, Ingveldur Gísladóttir.
ritari. í aftari röð. talið einnig frá vinstri: Þórunn Helgadóttir,
varaformaður og Þuríður Pálsdóttir, meðstjórnandi.
í Hafnarfirði 15 ára
KVENFÉLAG ALÞÝÐU-1
FLOKKSINS í Hafnarfirði á í
dag 15 ára starfsafmæli, og
minnist þess með samkvæmi í
Alþýðuhúsinu kl. 3 í kvöld.
Félagið var stofnað 18. növ-
ember 1937, en þá stóðu fyrír
dyrum hsdjarstjórnarkosningar
og tóku konurnar þá höndum
Fundur í Londort m
íireinlæfisvðrtdamáJ
sfórborganna.
Á STRÍÐSÁRUNUM urðu af
faliskerfi flestra borga Evrópu
fyrir skemmdum, — ekki ein-
ungis af völdum íoftárása,
heldur einnig vegna skyndi-
bygginga heilla verksmiðju-
hverfa, sem leiddu til mikilla
fólksflutninga. Það, hversu af-
fallskerfin eru ófulikomin, hef
ur víða leitt til þess, að flóð
hafa orðið, skólp hefur staðíð
uppi og eitrun hefur myndazt,
bæði í grunnvatninu og jarð-
veginum.
Einnig skorti víða mikið á,
að affallskerfum væri haldið
við á stríðsárunum; og nú, eft-
ir styrjöldina, hafa nýbygging-
ar íbúðarhúsa enn aukið á þcrf
ina fyrir bætt affallskerfi. Al_
þjóða heilbrigðismálastofnunin
hefur nú tekið mál þetta upp
á alþjóðlegum vettvangi. Þess-
ar vikurnar stendur yfir funtí-
ur í London, þar sem 50 sér-
fræðingar á sviði tækni, hei’-
brigðismála, sýklafræði og
vatnsöflunar reyna að leysa
vandamálð á fullnægjandi hátt,
ekki hvað sízt fjádhagslilið
þess.
Hvað stórborgirnar snertir,
orsaka tengsli hinna ört vax-
andi útborga við afíallskerfi
þeirra nær óleysanlegt vanda-
mál; og í smáborgunum, sem
nú rísa sem óðast upp, eru horf
urnar ekkf öllu b&trj. Þar er
um að velja að koma upp mjög
svo dýru sameiginlegu kerfi,
ellegar minni aífaliskerfum,
sem ætluð eru 30 húsum sam-
eiginlega. í nokkrum Norðm-
álfulöndum hafa verið gerðar
t'lraunir með slík kerfi, og á
Lundúnafundinum verður rætt
um reynsluna, sem fengizt hof-
ur af þeim. Þá verður og reynt
að finna ráð gegn óþrifnaði
þeim, er stafar af vatnsflóðun-
um frá hinum ófullkomnu af-
fallskerfum.
f sambandi við fundinn.
saman um að vinna ötullega
fyrir Alþýðuflokkinn og stefnu
hans og síðan hafa þær haldið
því merki hátt á lofti, bæði
fyrir kosningar og aðra tíma,
enda má segja, að Kvenfélag
Alþýðuflokksins séu ein öflug-
ustu samtök Alþýðuflokksins í
Hafnarfirði, og hefur félagið
jafnan haft náið samstarf við
hin alþýðuflokksfélögin í bæn
um, og lagt flokknum ómetan-
legt lið.
Auk hinna almennu pólitískú
mála hefur félagið beitt sér
fyrir ýmsum menningarmálum,
innan félagsins, m. a. hefur ver
ið haldið uppi margbáttuðu
fræðslustarfi, og einnig hefur
félagið gengist fyrir skemmtun
um og öðru til eflingar félags-
lífinu.
Stofnendur félagsins voru
155, og nú er í því á milli 160
og 170 konur.
Fyrstu stjórn kvenfélagsins
skipuðu Sigurrós Sveinsdóttir,
íormaður, Una Vagnsdóttir rit-
ari, Sigríður Erlendsdóttir gjald
keri og meðstjórnendur Arn-
fríður Long og Guðrún Nikulás
dóttir.
Núverandi stjórn skipa: Guð
rún Nikulásdóttir formaður, en
hún tók við formennskunni
1947, er Una Vagnsdóttir lézt,
en þá hafði Una verið formað-
ur félagsins í 8 ár; ritari er
Ingveldur Gísladóttir, gjaldkeri
Sigríður Erlendsdóttir, og hef_
ur hún verið gjaldkerí félags-
ins frá upphafi; varaformaður
er Þórunn Helgadóttir og með
stjórnandi Þuríður Pálsdóttir.
f afmælishófi félagsins í Al-
þýðuhúsinu í Hafnarfirði í
kvöld, sem hefst með sameig-
inlegri kaffidrykkju, verður
fjölbrevtt skemmtiskrá, og
mun Ólafur Þ. Kristjánsson
kennari flytja minn.| félagsins,
Tngþór Haraldsson leikur á
munnhörpu, Soffia Karlsdóttir
synaur gamanvísur og fluttur
verður gamanþáttur. Að lokum
verður stiginn dans.
DAGBLÖÐ í Reýkjavík hafa
nýíéga sagt frá starfsemi
STEFs og umræðum þar að lút
andi. og er ekki iaust við mis-
skilning og jafnvol rangfærsl-
ur. í tilefni af því vill undifrit-
aður taka fram þstta:.
Þar sem höfundar hafa f-aliðf
..STEFi að fara með . eignir. sínr
ar, þ. e. réttindi sín, hefur
stjórn félagsins ekki talið sér
heimilt að veita án þeirra s.am-
þykkis öðrum' aðilum en, ufn-
bjóðendum sínum fíeiri' upplýs-
ingar en samþykkt var= þ&»r
félagið var löggilt. STF.F er
hagsmunasamband höfunda cg
annarra rétthafa, nýtur ekki
styrks af opinberu fé, en hefur
| fallizt á að leyfa afnot eigna
síúna gegn lágri greiðslu. Rétt-
hafarnir sjálfir eiga aðgang ;að
öllum skjölum félagsins og bók
haldi hvenær sem er og hafa
fengið skýrslur um starfsémi
félagsins með reglulegum
hætti, enda hafa stjórn félags-
ins ekki borizt neinur kvartan-
i rfrá þeim.
Sökum þess hve starfsemi
STEFs er margbrotin og marg-
þætt, hefur það ekki óskað ■’ að
gefa andstæðingum kosí á úí-
úrsnúningum, en STEF er ein-
göngu ábyrgt gagnvart eigend-
um réttindanna og v-innur sam-
kvæmt alþjóðareglum. Tekjur
íslenzkra tónskálda fyrir fluin-
ing verka þeirra geta ekki
hækkað, nema að flutningúr-
inn verði aukinn erlendis og á
íslandi. Vér erum sammáia ai-
þingismönnum og ritstjórum
dagblaðanna um að full þörf sé
á endurbótum í þeim efnum.
Markaður fyrir tónlist er lít-
ill á íslandi, eii mikill í öðrum
löndum, og heildártekjur fyrir
höfundarétt fara ekki eftir
fjölda verka eða höfunda, held-
ur eftir því, hve verkin éru óft
flutt og eftir fjölda þrentaðra
eintaka og þó einkuin eftir
tölu hlustenda, sem geta skipt
milljónum og jafnvel hundruð-
um milljóna erlendis.
Vandvirkni og heiðarleíki
gagnvart útlendum rétthöfúm
er fyrsta skilyrðið til út-
breiðslu íslenzkra verka í öðr-
um löndum.
Vér fslendingar eetum held-
ur ekki vænzt skilnings erlend
is í réttindamálum vorum, t- ■ d.
í landhelgismálunum, ef. vér
lótum það viðgangast að menn
vaði hér inn í ,,landhelgi“. er-
lendra aðila án refsingar og
skaðabóta. Samkvæmt höfunda
lögum siðmenntaðra, þjóða em
„afli og veiðarfæri gerð upp-
tæk“, sektir og skaðabætur
dæmdar, fyrir líkar ránsaðfar-
ir. Svo er nú einnig orðið hér á
landi.
Reykjavík, 13. nóv. 1952.
J.ón Leifs.
verða affallskerfi Lundúna-
borgar skoðuð.
Fulltrúar Norðurlanda á
fundinum eru dr. Erik Uhl frá
Danmörku, Paavo J. Hyomaki
aðstoðarrík'sverkfræðingur frá
Finnlandi, S. J. Ólafsson ríkis-
verkfræðingur frá íslandi, Al£
Hjelmerud yfirverkfræðingur
frá Noregi og Bengt Petrelius
framkvæmdastjóri frá Sviþjóð.
Hlufverk æskulýðshaiiarinnar
verður margþætt. Þar verð-
ur m. a. aðstaða fyrir ungt
fólk til íþróttaiðkana hvers
konar, næði fyrir námsfólk. til
lesturs, salur fyrir myndlistar-
.sinnao æskufólk og sitthvað
fleiri, sem hér er ekki rúm til
að nefna. Þar fá 33 æskulýðs-
félög Reykjavíkur langþráða
miðstöð fyrir innániélagsstárf
sitt- Æskulýðshöllin er hiS
sameiginlega hagsmunamál
reykvíksrar æsku. Vinnum vel
að framgangi. málsins og maik
inu er náð! Styðjið BÆR! —.
Kaupið merki BÆR!
FUJ I Reykjavík.
AB4