Alþýðublaðið - 28.12.1952, Qupperneq 7
snyrlivönir
hafa á fáum árum
unnið sér lýðhylil
um land allt.
Nýff féigg myndiisfar- ingi Þorsðeinsson
manna sfofíiað hér=
Ætlar að vimia að skoð-
j ana- og stefnufrelsi í
myndlist á Islandi.
formaðurfrjálsíþróffa-
ráos Reykjavíkur
Sóffi sjúkiing
Framhald af B.-síðu. i
kom fyrir Mýrdalsjökul. Var
hann þrjár klukkustundir á
leiðinni hingað heim, og þykir |
það • nokkuð langt flug á svo
lítilli flugvél sem sjúkraflug-
vélin er, og nokkurn hluta
leiðarinnar í myrkri.
ALLT ÞARF AÐ VERA
TILBÚIÐ.
Björn lét hess getið, er blað
ið átti tal t’ið hann í gær, að
nauðsynlegt væri, að allt væri
tilbúið, . er hann kæmi út á
land að sækja sjúklinga. Það
hefði komið fyrir, sagði hann,
að har,r< hefði orðið að bíða
éftir því, meðan vorið væri að
búa sjúklinginn út til ferðar-
innar. Væri slíkt óþarfi, enda
tíðast naumur tími til ferðar-
innar í svartasta skammdeg-
inu. .
áiúsf ína Ögmunds-
dóffir
Framhald af 5. síðu.
minn, 4. desember, því þá var
Ágústína heitin alltaf fyrsti
gesturinn, sem kom til mín í
fjölda ára. En því miður gat
ég það ekki af ófyrirsjáanleg-
um ástæðum.
Guð blessi þig, framliðna
vina mín, og alla ástvini þína,
og sendi þeim anda huggunar-
innar. Þú ert gengin inn í hina
miklu dýrð jólanna og friðar-
ins, þar sem ekkert fær grand-
að.
Elísabet Jónsdóttir.
STOFNAÐ hefur verið fé-
lag hér í bænum, er nefnist
Nýja myndlistarfélagið. Stofn-
endur eru þessir: Ásgrímur
Jónsson,, Jóhann Briem. Jón
Engilberts, Jón Stefánsson,
Jón Þorleifsson, Karen Agnete
Þórarinsson og Sveinn Þórar-
irtsson. Allir þessir menn hafa
áður verið meðlimir í Félagi.
íslenzkra myndlistarmanna, en
sögðu sig úr því fyrir þrem
árum síðan. Formaður var kos
inn Jón Þorleifsson, en með-
stjórnendur Jón Engilsberts og
Jóhann Briem. —• Tilgangur
félagsins er:
1. Að vinna að 'koðanafrelsi
og stefnufrelsi í myndlist á
Islandi.
2. Að ;halda sameiginlegar
sýningar á verkum félags-
manna.
3. Að koma upp nýju sýn-
ingarhúsi fyrir listsýningar.
SUNNUDAGINN 14. desem-
ber var stofnað Bræðrafélag
Laugarnessóknar í Reykjavík.
Voru stofnendur 30. Tilgangur
félagsins er sá að efla félags-
líf meðal safnaðarmanna, bæta
hag kirkjunnar eftir föngum og
hlynna að barnaguðsþjónust-
unum í kirkjunni. Formaður
félagsins er Ingólfur Bjarna-
son, en aðrir í stjórninrii eru
þeir Þorkell Hjálmarsson, Sig
urður Pétursson, Sigurður Þor
steinsson og Gunnar Vilhjálms
son.
AÐALFUNDUR Frjálsíþrótta
ráðs Reykjavíkur fyrir starfs-
árið 1952 var haldinn hinn 14.
desember s. 1. að Cacé Höll.
Formaður ráðsins. Bragi Frið-
lijksson ffettí fundtnn og til-
nefndi fundarstjóra Þórarinn
Magnússon.
Þá flutti formaður ársskýrslu
ráðsins fyrir liðið starfsár.
Var skýrslan hin ýtarlegasta og
sýndi greinilega, að FÍRR hafði
látið mörg mál til sín taka á
árinu og fitjað upp á ýmsum
nýjungum. Merkasta nýjungin
var eflaust stofnun mótanefnd-
ar, er sæi um framkvæmd allra
frjálsíþróttamóta í Reykjavík.
Þá var skýrsla mótanefndar FI
RR flutt. Af skýrslu hennar
var Ijóst, að nefndin hafði átt
við margvíslega örgugleika að
etja á þessu fyrsta starfsári
sínu, en engu að síður þótti
sýnt, að fyrirkomulag þetta
væri mikil endurbót. Nokkrar
umræður urðu út af mótasjóði
FÍRR. Höfðu félögin þrjú Ár
mann, ÍR og KR skipt með
sér nettóágóða -sjóðitins, eins
og reglugerð sjóðsins gerir ráð
fyrir. UMFR var óánægt með
þessa ráðstöfun. Var því sam-
þykkt sú tillaga, að UMFR
stóyldi táka (þátt í skiptingu
sjóðsins sem svaraði ‘hlutfalls
tölu UMFR á þátttöku þess á
mótum á árinu og í fullu sam
ræmi við þátttöku hinna fé-
laganna.
Stjórn FÍRR bar fram tillög
ur til samþykktar. Meðal þeirra
voru:
„Að aðalfundur FÍRR sam-
þykkir að skora á stjórn FÍRR
að koma á fót stigakeppni milli
félaganna í Reykjavík, sömu-
leiðis var skorað á stjórn ráðs
ins að beita sér fyrir því, að
komið verði á fót merkjakeppni
í Reykjavík á næsta áii.“ Þá
var einnig samþykkt breyting-
artillaga á reglugerð um Meist
HANNES Á KOENINU.
Framhald af 3. síðu.
ÞÁ ER NAUÐSYNLEGT að
talca einhyern sanibærilegan
tíma, til dæmis sama tíma í
fyrra, og hvað hafi þá skeð af
völd.um áfengisins. En skýrsla
þessi yrði þó aldrei tæmandi,
en þó gæti hún orðið til þess, að
þeir vantrúuðu fengju trú, og
serstaklega þá, ef hún sýnir í
báð.um tilfellum, í fyrra og nú,
daglegt ástand í þessum mál-
irm.
ÉG BÍÐ ÞIG UM LEIÐ að
flytja dómsmálaráðherra þakk-
ir fyrir að svipta voitingastað-
ina leyfi til áfengissölu, og
einnig fyrir að lögin um hér-
aðabönn skuli eiga að koma til
framjkvæmda. Fyrir þetta vil
é'g þakka honum, þó ég sé á-
kveðinn stjórnarandstæðingur
að öðru leyti.“
Snnuna á næst aári
: verður veittur styrkur úr
Framfarasjóði B. H. Bjarnason
ar kaupmanns. Uinsóknir um
sfyrk úr ofannefndum sjóði
sendist einhverjum cf stjórnar-
mönnum sjóðsins íyr.ir 7. febr.
1953. Til gíein akoma þeir, sem
lokið hafa prófi í gagnlegri
námsgrein og taldir er,u öðr.um
fremur efnilegir til framhalds-
náms, sérstaklega erlendis.
Vottorð um nám og meðmæli
kennara hérlendis og erlendis
skulu fylgja umsókninni. í
stjórn sjóðsins eru: Hákon
Bjarnason, Helgi Hermdnn Ei-
ríksson, Vilhjálmur Þ, Gíslason.
aramót Reykjavíkur. Skyldi
bæta við keppni í 3000 hindrun
arhlaupi, sömuleiðis skyldi sig
urvegari í hverri keppnisgrein
hljóta titilinn Reykjavíkur
meistari. Þá var éinnig ákveðið
að taka keppnisgreinar fyrir
konur inn á dagskrárlið móts
ins.
Að lokum var gengið til
stjórnarkostninga. Fráfarandi
formaður, Bragi R. Friðriksson,
lýsti því yfir, að hann gæfi
ekki kost á sér til endurkjörs.
Þá fór fram kosning formanns
ráðsins. Ingi Þorsteinsson, KR,
var tilnefndur formaður og
aðrir ekki, var hann því sjálf
kjörinn. Stjórn FRÍR skipa nú,
auk formanns: Erlendur Sveins
son UMFR varaformaður, Hall
dór Sigurgeirsson Á. gjaldkeri,
Vilhjáhnur Ólafsson, ÍR, rit-
ari og Jóhann Guðmundsson,
ÍR, bréfritari.
Öldungur fófbroin-
ar í bílslysi
IDOL
sokkar
fara sigoirför um
allan heiín.
Allar velldæddar
konur velja
IDOL
Einkaumboð á íslandi
Ágúsf
Ármann
Heildverzlun.
Sími 3649.
Stef veíflr afsiáff
STEF veitir afslátt frá gjalct
skrá sinni eingöngu þeim not-
endum tónlistar, sem fyrir 15.
janúar næstkomandi hafa sam*
ið við félagið, shr. ály&tun að-
alfundar, er sagt var frá í blað
inu fyrir jól.
Góðgerða- og menningar-
fyrirtæki greiða ekki flutninga
gjöld til STEFs, nema að flytj
endur taki laun, og veitir þá
STEF þeim góðgarða- og menn
ingarfyrirtækjum, er semiá
við það fyrir 15. janúar n. k.„
50% afslátt frá gjaldskrá.*
Mýir fémafar
SKÆRINGUR MARKÚS-
SON, maður á sjötugsaldri,
búsettur að Þjórsárgötu 5, fót-
brotnaði í gærmorgun, er bif-
reið var ekið á hann, er hann
gekk eftir Njarðargötu, nærri
Tivoli.
Við áreksturinn kastaðist
Skæringur upp á vélarhlífina
og braut framrúðuna, en féll
síðan niður og varð undir bíln
um, að því er talið er.
Auglýsið í AB
i
Framhald af 8. síðu. 1
hefur tekizt að láta verða til v i ð\
víxlfrjóvgun. Nú fæst hann að
allega við nellikkur, og fyriþ
nokkru hóf hann víxlfrjóvgun
artilraunir með þær. Á hann
þegar nokkur ný afbrigði, sem
tþanþig ieru til orðjin, og tvö
þeirra eru talin mjög líkleg cil
áð taka fram öðrum, sem liér
hafa verði ræktuð.
Aukin marbaðsieii.'.
Framh. ai 5. síðu.
en látum brezku þjóðina og
enga einstaklinga hennar
gjalda skammsýni fámennrar
klíku í Grimsby og Hull.
Með því sýndum við mann-
dóm og sköpuðum okkur virð-
ingu þeirra, er við vildum'af
virðingu hljóta. Um skoðun
hinna, sem ekki greina rétt frá
röngu, varðar okkur ekki.
Hafnarfirði, 26/12 ’52.
Óslcar Jónsson.
iiiiiii
! _
Liberiu á vesturströnd Afríku heimsótti Franco, ein-
ræðisherra Spánar, í sumar, og var tekið þar með virkt
um. Myndin sýnir forsetann rétt eftir að hann steig á land í
; Coruna, á norðurströnd Spánar. í fylgd með honum er utanríkis
ráðherra Franco.
að áramótadansleiknum í Iðnó á gamlárskvöld
verða seldir og afhentir frá kl. 1 í dag.
Pantanir afgreiddar í síma 2350.
AB %