Alþýðublaðið - 30.12.1952, Qupperneq 7
Sölveig Gunnlaugs-
Framhald af 3. síðu.
Vann. hann allt þetta starf al-
einn, að afloknum venjulegum
vinnudegi, sem þá vn- frá kl. 6
að morgni til kl. 7 að kvöldi.
Steíán var bæði skipa- og
húsasmiður, en vann einnig að
húsgagnasmíði. Var hann hag-
ur mjög og' talinn einn harð-
duglegasti og vandvirkasti tré
smiður sinnar samtíðar í Hafn
arfirði og þótt víðar væri leit-
að.
'Stefán andaðist á miðju ald-;
ursskeiði þann 14. desember
1906, og lét eftir sig ekkju og
sjö börn á aldrinum 4—19 ára,
þár af fimm innan fermingar-
aldurs. Að auki. dvaldi á heim
ilinu öldruð tengdamóðir hans,
sem verið hafði blind undan-
farin fjögur ár og allan þann
tíma notið ástríkis og umönn-
unar þeirra hjóna.
Það er ekki á færi þeirra,
sem ekki hafa reynt, að setja
sig í spor Sólveigar Gunnlaugs
dótlur í desembermánuði 1906,
þegar jólahátíðin nálgaðist óð-
um og börnin horfðu og hugs-
uðu fagnandi til hinnar miklu
hátíðar, að þurfa þá að fylgja
ástkærum eiginmanni og fvrir
vinni heimilisins til moldar.
Hún lét þó hvergi bugast. Á
hinni miklu sorgarstund kom
einna bezt í ljós, hvað í henni
bjó, og ávallt hefur verið ein-
kennandi í lífi og störfum Sól-
veigar, næmur skilningur, frá
bær dugnaður, þrautseigja og
þolinmæðti, en þó umfram allt
traust á guð og trú á að sigra
alla erfiðleika.
Þrátt fyrir hið mikla áfall
leitaði hún hvergi ásjár eða
aðstoðar. Hún hélt heimiiinu
áfram ósundruðu og ól önn fyr
ir móður sinni blindri í sjö ár
eftir þetta. Elzti sonúrinn, sem
var við smíðia- og teikninám
hjá Stefáni Eiríkssyni í Keykja
vík, var látinn halda námi'
áfram. Tveir næstelztu synir
Sólveigar, 14 og 13 ára, leit-
uðu sér atvinnu heimilinu til
aðstoðar, og öll yngri börnin
þegar aldur og atvinna var fyr
ir hendi. Aðeins í tvo vetur
hafði Sólveig aðstoð við heim-
ilisstörfin,' en annars annaðist
hún ávallt ein allan barnahóp-
in. Auk heimilismanna, var
einatt mikil gestákoma á heim
ili Sólveigar, og v.ar .öllum gest
um tekið opnum örmum og
veitt af mikilli rausn. Var ann
ríki húsmóðurinnar aldrei svo
mikið, að gestir hennar ættu
ekki á heimili hennar annað
og indælt heimili.
1 Sólve.ig og Stefán eignuðust
átta börn. Tvö eru látin: Sig-
urður 1 résmíðameistari lézt
1914 og Valgerði misstu þau
tveggja ára að aldri 1901.
'Á lífi eru: Ásgeir forstjóri,
kvæntur Sólveigu Björnsdótt-
ur, Gunnlaugur kaupmaður,
kyæntur Snjólaugu Árnaclótt-
ur, Ingibjörg, ógift í heima-
húsum, Friðfinnur múrammeist
ari, kvæntur Elínu Árnadóít-
ur; Þorbergur Tryggvi, 1,ré-
smíðameistari, kvæntur Dag-
björtu Björnsdóttur, og Ingóíf
ur, ókvæntur í heimahúsum.
Hafa þau systkin verið mjög
samhent og reynzt móður sinni
með fádæmum vel frá unga
aldri og látið sér einkar annt
um, að móðirin mætti eiga frið
sælt og fagurt ævikvöld.
Um þau öll systkin má með
sanni segja, að þau hafa dyggi
lega fetað í fótspor foreldra
sinna og verið samborgurum
sínum hjálpsöm og velhugsandi
í hvers manns garð, og eru
löngu þekkt í Hafnarfirði og
víða um land fyrir mannkosti
og dugyað. Systkinin tvö, Ingi
björg og Ingólfur, sem alla ævi
hafa verið í heimahúsum, hafa
ekki hvað sízt síðustu árin hlúð
að móðUr sinni og launað ást
hennar á hin göfugasta hátt,
Sólveig ól aldur sinn í sama
húsinu í Hafnarfirði frá 1839
1il dánardægurs, eða í 63 ár.
Þar var hún alla tíð stjórnsöm
húsmóðir, vinnusöm og vinnu-
glöð, með opið hús og opið
hjarta fyrir gesti og gangandi,
og einkum þá, er sorg ogjskort
ur þjáði. Þeim, sem í skuggá
og kulda sátu, sendi hún yl
og birtu.
Þau urðu örlög Sólveigar að
kveðja ástvini sína hér eftir að
undirbúningur jólahátíðarinnar
var hafinn. Hún kvaddi þetxa
líf á þögulli nóttu. Hún hafði
lifað langan og fggran dag. Að
þessu sinni hefur hún haldið
heilög jól á himnum með ást-
vinum, sem áður voru búnu-
að kveðja hana og fagna nú
heimkomu hennar.
Börn og ástvimr Sólvéi'gár
kveðja hana í dag með þatck-
læti og sakna þeirra unaðs-
stund-a, er hún waitti þeim á
liðinni lífsbraut, og bjarma á
björtum degi, en um dimmar
nætur lýsa stjörnur endurminn
inganna, sem allar eru bjart-
ar og undurfagrar.
Guð blessi minningu Sólveig
ar Gunnlaugsdóttur.
Adolf Björnsson.
Óboðinn gesfur í Vín.
Framhald af 5. síðu.
fram með þeirra samþykki. Dr.
Figl meðtók skömmu seinna
svar við orðsendingunni. Því
var harðlega neitað að hernáms
yfirvöldin hefðu lagt blessun
sína yfir komu WFTU og því
lýst ytfir, að hún væri ólögleg
og brot á hernámssáttmálan-
um við austurrísku landsstjórn
ina. WFTU var hai’ðlega neit-
að um undanþágu á ritskoðun
og verður því stofnunjn að láta
meginhluta bréfa 'sinna berast
til viðtakenda eftir neðanjarð
arleiðum.
STARFSLIÐ WFTU
WFTU - heimilar starfsliði
sínu ekki minnsta samgang vi.ð
borgara landsins. Eftirfarandi
atvik kom fyrir ekki alls fyrir
löngu: Austurrískur lögreglu-
maður fann að nóttu til konu
nokkra sitjandi á bekk á rúss-
neska herngmssvæðinu. Hún
þjáðist mikið og hafði annað
hvort verið byrlað eitur eða
gert tilraun til sjálfsmorðs.
Lögreglumaðurinn gerði ráð-
stafanir 1il þess að koma
konunni á sjúkrahús, en áður
en sjúkrabíllinn kom, bar þar
að tvo menn og var annar lækn
ir. Læknirinn bar á móti því,
að um eitrun væri að ræða,
kvað konuna flogaveika og
krafoist þess, að hún-yrði flutt
til dválarstaðar síns, sem
reyndist vera Hotel Charlton.
Þegar austurríska lögreglan
daginn eftir óskaði eftir skýrslu
um rnálið til þess að geta geng
ið úr skugga um, hvort um
morðtilraun eða sjálfsmorðs-
tilraun hefði þarna verið að
ræða, var henni algerlega neit
að um allar upplýsingar.
Konan var Annie nokkur
jMcWhinnie, brezkur þegn í
þjónustu WFTU. Læknirinn,
sem skarst í leikirm, var aust-
urrískur kommúnisti í þjón-
ustu Rússa, dr. Edel að nafni.
Brezka sendiráðið skarst í leik
inn, en fékk ekkert að vita.
MOLDVÖRPUSTAIiF
Austurríska alþýöusamþand-
ið sniðgengur vitanlega sem
mest það má þénara Rússa í
WFTU. Þeir hafa heldur ékki
til þessa gert sig bera að aug-
Ijósri íhlutun um innanlands-
mál, enda þótt WFTU hafi á
stundum reynt að koma aust-
urrískum kommúnistum til að
stoðar í minni háttar götuóeirð
um á viðkvæmum augnablik-
um. Austurríska lögi’eglan hef
ur þó í höndum nægar sannan-
ir fyrir bellibrögðum WFTU,
ehda hefur- innanríkisráðherr-
ann borið á það sakir fyrir
„íandráðastarfsemi og við-
leitni í þá átt að stofna til ó-
ejrða“ og krafizt þess gagnvarl
hernámsyfirvöldunum að
WFTU yrði vísað úr landi.
Rússar hafa vitanlega komið í
veg fyrir slíkt enn sem komið
er.
Af löndum Eviópu hefur
WFTU langmest áhrif í Frakk
landi og á Ítalíu. WFTU leitast
af fremsta megni við að koma
skemmdarverkum við í þeim
löndum, þar sem kommúnistar
og andkommúnistar sitja hlið
við hlið í stjórnum verkalýðs-
sambandanna. Annars staðar
þar sem kommúnistar eru á-
hrifalausir í heildarsamtökum
verkalýðsins, eins og í hinum
risastóru bandarísku verka-
lýðssamböndum CIO og AFL,
skipuleggur WFTIJ víðtæka
sellustarfsemi með ■ aðstoð oft-
ast ifámennra verkalýðsfélaga,
sem kommúnistar stjórna, en
annars-eru áhrifaíáus í heildar
samtökunum.
Eitt af höfuðhlutverkum
WFTU í Evrópu er að eyði-
leggja varnir hinna vestrænu
ríkja. Þess má geta í því sam-
bandi, að aðalritari WFTU,
Louis Saillant, er einn af leið-
andi mönnunum. í stjórn hinn-
ar svokölluðu „alheimsfriðar-
hreyfingar“. í öðru lagi leitast
WFTU af fremsta megni við
að gera efnahagsaðstoð Banda
ríkjanna tortryggilega í aug-
um verkamanna í Vestur-Ev-
rópu. í annan stað telja Rússar
í svipinn heppilegast að hafa
Kominform minna á oddinum
nú en áður, en beita WFTU
þeim mun meira fyrir sig,
enda er svo komið að WFTU
sténdur engri áróðursslofnun
kommúnista lengur að baki að
völdum nema sjálfu „allieims-
friðarráðinu“.
Vitanlega eru öll samtök
verkamanna í hinum undirok-
uðu leppríkjum Rússa austan
járntjaldsins látin vera í
WFTU. Það hefur útibú í
Kína, sem stjórnað er aðallega
af fjórum mönnum, kínversk-
um rússneskum, indverskum
og einum Ástralíumanni. Þar
eru menn þjálfaðir til neðan-
jarðarstarfsemi og' á vegum
þess fluttar æsingaræður í kín
verska úfvarpið. Búin eru til
margs konar hljómfalleg slag-
orð, sem óánægðir kínverskir
bændur læra auðveldlega og
ha-fa gjarnan á vörum, án þess
að skilja til fulls meiningu
þeir.ra.
WFTU OG AUSTURRÍKI
WFTU hefur látið talsvert
að sér kveða síðan til Austur-
ríkis kom. Meðal annars hefur
það barizt hatramlega gegn
„endurhervæðingu Þýzkalands
og Japans“ og þótzt vinna af
alhug að „sameiningu alls
verkalýðs heimsins í órjúfan-
lega fylkingu". Það hefur gert.
ICFTU ýms sameiningartil-
boð. Fyrir réttu ári síðan skrif
aði það bré'f til ICFTU þar sem
stungið var upp á því, að i
sameiningu gerðu þessi tvö
verkalýðssamtök átak til þess
að „tryggja friðarsamninga
íilkynning
frá Innflutnings og gjald-
eyrisdeild um endurútgáfu
eldri leyfa o. fl.
Öll leyfi til kaupa og innflutnings á vörum, sem
'háðar -eru leyfisveitingu svo qg gljaldexuýsi'eyíi ein-
göngu falla úr gildi 31. desember 1952 nema að þau hafi
verið sérstaklega árituð um, að þau giltu fram á árið
1953 eða veitt fyrirfram með gildistíma á því ári.
Deildin mun taka til athugunar að gefa út ný levfi
í stað eldri leyfa, ef leyfishafi óskar og fært þykir.
í sambandi við umsóknir um endurútgáfu leyfa,
vill deildin vekja athygli umsækjenda, banka og toll-
stjóra á eftirfarandi atriðum:
1) Eftir 1. janúar 1953 er ekki hægt að tollafgreiða
vöru, greiða eða gera upp ábyrgðir í banka gegn leyf-
um, sem falla úr gildi 1952 nema þau hafi verið endur-
nýjuð.
2) Endurnýja þarf gjaldeyrisleyfi fyrir óuppgerðum
bankaábyrgðum, þótt leyfið hafi verið áritað fyrir á-
byrgðarupphæðinni. Slíka endurnýjun mun deildin aim-
ast í samvinnu við bankann, að því er snertir leyfi, sem
fylgja ábyrgðum í bönkunum.
3) Eyðublöð undir endurnýjunarbeiðnir leyfa fást í
skrifstofu deildarinnar og bönkunum í Reykjavik, en
úti á landi hjá sýslumönnum, bæjarfógetum olfbankaúti-
búum. Eyðublöðin ber að útfylla eins og formið segir til
um. Þess ber að gæta, að ófullnægjandi frágangur á
umsókn þýðir töf á afgreiðslu málsins.
4) Ef sami aðili sækir um endurnýjun á tveimur
eða fleiri leyfum fyrir nákv'æmlega sömu vöru frá sama
landi, má nota eitt umsóknareyðublað. Beiðnir um end-
urnýjun leyfa, er tilheyra nýbyggingarreikningi og
beiðnir um endurnýjun annarra leyfa má þó ekki sam-
eina í einni umsókn.
Allar umsóknir um endurnýjun leyfa frá innflytj-
endum í Reykjavík þurfa að hafa borizt skrifstofu deild-
arinnar fyrir klukkan 5 þann 4. janúar 1953. Sams kon-
ar beiðnir frá innflytjendum utan Reykjavíkur þurfa að
leggjast í póst til deildarinnar fyrir sama tíma.
Leyfin verða endursend jafnóðum og endurnýjun
þeirra er lokið.
Reykjavík, 29. desember 1952.
Innflutnings- og gjaldeyrisdeild.
fBr« TUIIII liiw «m»i OTr> lllll" il'lill I lllli JWfciWHbd—
við Austurríki". í öðru bréfi
til ICFTU var talað um að
„binda enda á Kóreustríðið11,
og í því þriðja var íarið fögr-
um orðum um nauðsýn þess að
koma verkalýðnum í „auð-
valdsríkjunum, nýlendunum
og pólitískt ósjálfstæðu ríkjun
um til aðs(oðar“.
ICFTU hefur nýlega stungið
því að WFTU, hvers vegna
það horfi aðgerðarlaust á að
Sovétn’kin mergsjúgi Austur-
ríki í stað þess að beita áhrif-
um sínum í þá átt að hernáms-
veldin geri friðarsamninga við
landið. Samtímis vísaði ICFTU
sameiningartilboði WFTU á
bug, og fór ekki leynt með þá
skoðun, að slík tilboð væru af
engu frekar sprottin en að
WFTU viðurkenndi með þeim,
að því hefði ekki tekizt að
koma fram skemmdarstarfsemi
sinni á hendur verkalýðssam-
baiidi hinna frjálsu þjóða.
Með bréfi til verkamanna í
Austurríki nýlega hefur
ICFTU skýrt. fyrir þeim við-
leitni sína til þess að' koma því
til leiðar, að friðarsamningar
yrðu gerðir við landið, og lýst
nákvæmlega fyrir þeim því
skemmdarstarfi, sem haldið
hefur verið uppi gegn .slíku af
hálfu Rússa, þrátt fyrir gefnar
skuldbindignar þeirra þar um
fy.rir átta árum síðan. Bent er
á að haldnir hafi verið að frum
kvæði Vesturveldanna 258
fundir um mál þetta, sem allir
hafi orðið árangurdausir fyrir
þrákelkni Rússa, sem ekkert
markmið hafi fyrir augum
með að draga friðarsamning-
ana á langinn annað en það að
auðgast á auðlindum landsins.
sem Sovétríkin hafa á valdí
sínu.
f TRÁSSI VIÐ LÖG
I síðasta mánuði sendi út-
lendingadeild austurrísku lög-
reglunnar orðsendingu til
WFTU, þar sem þaim 42 starfs
mönnum WFTU, sem ekki eru
austurrískir þegnar, er bönnuð
landvist lengur. Sem rök fyrir
brottvikningunni er tekið
fram, að allir hafi bessir menn
komið á ólöglegan hátt inn í
landið, virt að 'véttúgi lög
landsins varðandi útlendinga
og gert sig seka um endurtekn-
ar yfirtroðslur á gildandi lög-
um og reglum um hegðun aí-
mennra borgara. Austurrískur
kommúnistalögfræðingur nokk
ur hefur vísað á bug þessari
orðsendingu lögreglunnar fyr-
ir hönd WFTU. Og allir, sem
til þekkja, vita sð Rússar
muni aldrei láta það viðgang-
ast að landslögum verði komið
yfir skjólstæðinga þeirra í
WFTU.
A5 1