Alþýðublaðið - 13.02.1953, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.02.1953, Blaðsíða 6
5 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fösíudagur 13. febrúar l!i53 Vöðvaa Ó. Sigur* ÍÞRÓTTAþÁTTUR. Hvernig er það með snjóinn Dg skíðafærið? Er elcki kominn ifcími til þess að fara að hugsa alvarlega um skíðahöllina? Og hvernig er það með æskulýðinn? Er hann farinn að spara við sig éfengið? Hef ég ekki bent á það, að drykkjuskapur unglinga hefur stóraukizt á isíðustu ár- um, einmitt þegar snjóminnst hefur verið á vetrin. Unga. fólk ið vantar snjó, þess vegna drekkur það. Þegar skíðahöllin er komin upp, hugsar allt unga fólkið um. það eitt að setja met, og steinihættir að drekka. Ein- hver mun kannske segja sem svo, að sumir fþrótamenn hafi þegið sopann sinn, enda þítt þeir hugsuðu ekki um annað en að setja met, — og tækist að setja þau. Ég segi bara, — þetta kemur ekki málinu við. /i’skan er á villjgötum, af því að hana vantar skíðahöil! Af því aö við veitum ekki nógu háa styrki til (þess að íþróftaæska vor hafi nógu flottan aðbúnað. Uyp.hit- aða Og bjarta þjálfunarsali, þar sem hægt er að iðka allar íþrótt ir allan ársins hring, líka á sumrum, því að sum.rin hc-rna eru svo stutt og kö.'d, að það er eiginlega ekki fyrir nema venjulegt ótrenerað ng óbraust fólk að vera úti víð. fþrótt-i- garpar vorir þurfa að geta þjálf að sig við suðrænan hita. Eig- inlega, ef vel ætti að vera, ættu þeir að hafa ráð á mönnum, sem þjálfuðu sig, kepptu og sei.tu metin fyrir þá! \'ð minnsta kosti í öllum erfiðari íþrótta- greinum. Þá fyrst mæfti húazt við hvort tveggja — nimennri þátttöku í íþrót.tunum og hinu, að íþróttagarparnir slyppu með heilbrigða sál í hraustum iík- ama frá öl:lu saman. Ilinir, sem kepptu og settu metin fyrir bá væru bara venjulegir púls- menn, launaðir af almannafé, og hvern varðar um heilbrigða sál í púlsmönnum? Sumir kunna að segja, að það sé nieð íþrótta hugsjónina eins og aðrar hug- sjónir, að aðalgildið só fólgið í því, að menn leggi eitthvað á sig fyrir hana! Hvenær hefur -nokkur grætt nokkuð á hug- sjón sinni, nema hann fengi aðra til að koma henni í frara- kvæmd? Við verðum að vera ipraktískir, — bravó, bravó, bravó! Með íþróttakvsðj um! il: * A • | Vöðvan Ó Sigurs. jÞrlhlól !■ ;■ ■ j« ;; með keðju óskast til kaups. « p \ Þarf ekki að vera í lagi. !■ ■ ■ ■ ;■ * Upplýsingar í síma 80673 FRANK YERBY MiHjónahöllm 1: • ! mér út að borða. Hvað segirðu um að fara til Delmonice, Tim? Er það líkt og hjá Antoine, pabbi? hraut fram úr snáðan- um. Pride hallaði höfðinu aftur á bak og skellihló. Nei, sonur, tísti hann. Del- monico er glæsilegasti veitinga staðurinn í Allri New York- borg, og þó er gamli Antoine betri. Matreiðslumennirnir hér norðurfrá komast ekki í hálf kvisti við þá þarna hjá ykkur þar syðra. Ég hef aldrei farið til Ant- oine, sagði drengurinn. Við höf um aldrei haft nógu mikla pen inga til þess að geta það. Hvað ertu að segja, drengur minn. sagði móðirin og hastaði á son sinn. Lance leit stórum augum á móður sína. Pappi hefur alltaf sagt mér, að ég ætti að segja sannleik- ann. Og þú líka. Alveg rétt hjá þér, sagði Pride. Alltaf að segja sannleik ann. Og bráðum eignast pabbi þinn nóga peninga til þess að fara með þig hvert, sem þig langar til. Hann fór að festa á sig hálfs bindið, en fórst það heldur ó- höndulega í flýtinum. Haun langaði til þess að bölva eins og vandi hans var, ef eitthvað gékk honum á móti, en hann stillti sig vegna gestanna. Lucky McCarthy gékk til haus og auðst til þess að hjálpa hon um. Hann þáði það með þökk- um. Hún hafði grannar og nett ar hendur, en hann sá að þær voru þrútnar og hrjúfar af erf iði og vinnu. En hún var fim í fingrunum og lauk á augna- bragði við að festa á hann bind ið. Þau gengu út. Pride náði í vagn og lagði á stað með þau til hins fræga og vinsæla veit- ingastaðar. Yfirþjónninn tók sjálfur á móti honum og vís- aði honum að einu bezta borð inu í salnum. Tim tók eftir því að þjónarnir þekktu Príde og voru stimamjúkir við hann. Þetta kom honum á óvart í fyrstu, en hann var ekki lengi hissa, þegar hann hugleiddi málið nánar. Pride er á uppleið, hugsaði hann. Hérna borðar hann nátt úrlega á hverjum degi með öll um burgeisunum, sem hann hef ur hatað og öfundað allt sitt líf. Nú gefst honum loks tæki færi til þess að láta sjá sig með „fínu“ fólki, tala við ríka menn og koma fram við þá sem jafninga sína. Og kannske get ur hann líka kennt heim sitt af hvoru. Það gei'ir hann líka áreiðanlega, nema . . . Þjónninn kom með matseð- ilinn og rétti Pride. Hann tók við honum og þótti heldur vandast málið, því þar var var hvert orð á frönsku og þar var hann ekki sterkur á svell inu. Hann átti þó ekki gott með að viðurkenna, og allra sízt á þessum stað, að honum yrði skotaskuld úr a komast cram úr honum. Hann þvældi orðun um einhvern veginn út úr sér og gerði það á þann hátt, að jafn vel litla Lance tóksst ekki ao 31. DAGUR verjast brosti, því hann Iiafoi oft heyrt frönsku talaða í suð urríkjunum og skyldi að ekki var allt með felldu um frönsku kunnáttu Prides. Pride leit hvasst á drenginn, sem ekki leit undan, heldur horfði ein- beittlega beint í augu hans. Komdu bara með eittnvað gott að borða, hvæsti Pride að þjóninum og fékk honum mat seðilinn til baka. Maður veit svo sem aldrei hvað það heitir, sem þig búið til handa manni, þótt þig reyni að skýra það ein hverju ónefni á matseðlinum. Tim tók eftir því að Pride átti dálítið bágt og langaði til þess að bjarga honum úr klíp unni. Hann breytti um umvæðu efni. Hún tók mikið niður fyr Ír sig hún Lucky mín, að fara að giftast mér, skai ég segja þér, Pride. Hugsaðu þér þara, dóttir Brad 0‘Donneils, eins ríkasta mannsins í Louisiana. Það þurfti mikinn kjark til þess af hennar hálfu. Hún vissi að ég átti ekki neitt, var ekki neitt og kunni ekki neitt. Enda var hún gerð arflaus af föður sínum. Ég álasa honum ekkert fyrir það. Við áttum bæði von á því og tókum okkur það okk ert nærri. Hún hefur þurft að vinna mikið og ég hef ekki alltaf ^etað látið henni /iíðá eins vel og ég hefði kosið, þótt ég hafi oftast reynt mitt bezta. Hann horfði ástúðlega á konu sína. Ég skal reyna að launa þér það allt, þótt síðar verði, sagði hann. Því heiti ég af öllu hjarta. Lucy brosti ástúðlega til manns síns, horfði vingjarn- lega í veðurbarið andlitið, og sagði ekki neitt góða stund. Rauðjarpt hár Tims var að byrja að grána, hrukkurnar í enninu |og í augnakrókunum voru farnar að dýpka, en lík- amsbyggingin var sterkleg. Þrátt fyrir allt var andlit hans ^ingj^ijnlegt og ^iðkvæmniss- Iegt og það stafaði frá því nær gætni og blíðu. Lucy rét’ti til hans hendina yfir borðið. Það skynsamlegasta og mesta gæfuspor, sem ég hef stigið á ævi minni, var að giftast þér, Tim. Pride sagði ekki margt það sem eftir var kvöldsins. Hug- ur hans var í uppnámi. Ég hef ástæðu til þess að öfunda I'im, hugsaði hann. Guð komi til, hve konan hans elskar hann heitt. Og svo er hún líka svo góð og blíð og falleg . . . í hug anum komst hann ekki hjá því að bera hana saman við Shar- on, en hann hratt þeirri hugs un frá sér af öllum mætti. Þcð !!ll!l!li!!i!l!!!!l!!l!!!!lllll!í undmól var enginn tími til þess að hugsa um það núna. Aldrei framar mátti hann hugsa um Sharon, — aldrei. Hann gerð'i sér fyllilega ljóst, að peninga- græðgi hans hafði svipt hann fyrir fullt og allt hinni elsku- legu Sharon O'Neil með gullriu freknurnar og brúna hárið og fallega munninn . . . Ég hef selt sjálfan með fyrir einskisverðar málmkringlur og litprentuð skrautleg skjöl, sem- veita yfirráð yfir fjármagni. Guð minn góður, hugsaði hann ég hlít að vera orðinn gegg.jað ur að láta slíkt og þvílíkt henda mig. . . . Hann hafði enga lyst á matn um upp frá þessu, hætti við að borða, hellti í sig úr kaffiboll anum í einum sopa og stóð upp. Við skulum koma, sagði hann hálfhranalega. Ég þarf að hitta menn að máli í kvöld. Lucy veitti því athvgli, að honum var þungt í skapi. Það fór betur, að 'hann gat ekki get ið sér til um, hvað henni bjó í brjósti. Óður af bræði myndi hann hafa orðið, ef hann hefði vitað, að sú tilfinning, sem efst var á baugi í hug hennar rar meðaumkun fyrst og fremst, en Pride Dawson taldi sig sann arlega upp úr því vaxinn að þurfa á meðaumkun að halda. Þau fóru burt frá Delmoni- co. Pride var allt annað en biíð ur í bragði, þegar hann spurði Tim eftir, hvar þau hjónin hefðu fengið leigt meðan hún dveldi í borginni. En þar eð Tim McCarthy þekkti Pride ekki síður en hann sjálfan sig, þá kom þetta honum ekkert á óvart og síður en svo að Tim færi nokkuð að erfa það við hann á nokkurn hátt. Vinátta þeirra hafði á undanförnum ár um þurft að standast þyngri raunir og hafði þó haldizt fram á þennan dag, þótt ein- staka sinnum hefðu að vísu hlaupið nokkrum slæmar snurð ur þar á. Vagninn nam staðar fyrir framan húsið, sem Tim hafði nefnt í þrítugustu götu. Þau hjónin stigu út, kvöddu Pride með virktum og þökkuðu fyrir sig. Þau horfðu á eftir vagninum, þar sem hann rann niður eftir götunni. ITvað þjáir veslings mann- inn? spurði Lucy McCarthy. Annað hvort peningar eða kvenfólk, sagði Tim dapur’ega. Og svo í blíðari tón: Komdu inn, vina. Það er orðið svo ó- sköp, ósköp langt, .... Hann tók hana í fang sitt og bar hana inn í húsið. Ef ekki hefði: stálpaður piltur verið í fylgd með þeim, hefðu ókunn- Sundfélagsins Ægis verður í Sundhöll Reykjavíkur í kvöld kl. 8,30. Allir beztu sundmenn landsins keppa. Komið og sjáið spennandi keppni. • • Smurt brauð. Snittur. Til í búðinni allan daginn. Komið og veljið eða símið. Síid & Fiskur» Dra-viðöerðír. Fljót og góð afgreiðsia. GUÐL. GÍSLASON, Laugavegi 63, sími 81218. Smurt brauð oé snittur. ,Nestisnakkar. Ódýrast og bezt. Vin- samlegast pantið meS fyrirvara. MATBAKENN Lækjargötu 8. Sími 80340. Köld borð oé heitur veizlu- matur. Stld & Fiskur. Samúðarkorf Slysavarnafélags fslands kaupa flestir. Fást hjá slysavarnadeilaum um land allt. I Rvík í hann- yrðaverzluninni, Banka- stræti 6, Verzl. Gunnþór- unnasr Halldórsd. og skrif- stofu félagsins, Grófin 1 Afgreidd í síma 4897. ~~ Heitið á slysavarnafélaglö. ÞaS bregst ekkí. Ný.ia sendf- bílastöðin h.f. hefur afgreiðslu í Bæjar- bílastöðinni í Aðalstræt 16. — Sími 1395. MinnSngarsDlöId | Barnaspítalasjóðs Hringsina eru afgreidd í Hannyrða- verzl. RefiII, Aðalstræfi 12 (áður verzl. Aug. Svend- sen), í Verzluninni Victor, Laugavegi 33, Holts-Apó- teki,i Langholtsvegi 84, Verzl. Álfabrekku við Suð- urlandsbraut, og Þorsf.ein*- búð, Snorrabraut 61. Hús og íhúðir. af ýmsum stærðum S bænum, útverfum bæ|« arins og fyrir utan bæ- inn til sölu. — Höfum einnig tii sölu jarðir, vélbáta, bifreiðir og verðbréf. Nýja fasteignasalan. Bankastræti 7. Sími 1518 og kl. 7,30— 8,30 e. h. 81546. Áfþýðublaðinu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.