Alþýðublaðið - 24.02.1953, Síða 4

Alþýðublaðið - 24.02.1953, Síða 4
1 ALÞÝÐUBLAIHÐ Þriðjudagair 24. febrúar 1953. Útgefandi. AlþýSiuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hannibal Vaidimaxsson. Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson. Frétta»tjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Loftur Guð- mundsson og Páll Beok. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Af- greiðslusimi; 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8. Áskriftaxverð kr. 15,00 á mán. í lausasölu kr. 1,00 Droítinvald íhaldsins yfir bönkursum VELDI Thorsaranna í utan- rákisimálum íslands hefur um langan tíma verið mörgum hugsandi mönnum mikið á- hyggjuefni. Verður það líka að teljast fjarri því að vera æski- legt, að ein fjölskylda hafi flesta meginþræði utanríkis- málanna í tveiumr heimsálfum í hendi sér. En svona er þó ástandið í þessum málum. Að undanförnu hefur þessi volduga utanríkismálafjöl- skylda snúið sér að nýju land- námi, nefnilega að fjármálalíf- inu — bönkunum. Hefur hún nú sína fjölskyldufulltrúa bæði við Land.sbanka íslands og Útvegsbanka íslands, og ekki getur það duiizt, neinum, sem athugar málið, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur nú fengið næsta fuUkomin yfirráð yfir bönkunum hér á landi. Stjórnarblaðið Tíminn hefur mjög skilmerkilega sýnt fram á þessi yfirráð íhaldsins vfir bönkunum. Síðasti.iðinn laug- arda'g sagði Túminn t. d. þetta í forustugrein, sem hét „MIS- NOTKUN BANKANNA“: „Tveir af þremur banka- stjórum Landsbankans eru Sjálfstæðismenn. Þrír af fimm bankaráðsmönnum bank ans eru á vegum Sjálfstæðis- flokksins, tveir kosnir beint af fulltrúum Siálfstæðisflokks- ins í Landsbankanefndhini, en einn skipaður af ráðherra. Sjálfstæðismenn hafa þannig eins fullkomin yfirráð yfir Landsbankanum og verða má.“ Þetta var nú um flokksyfir- ráð íhaldsins yfir þjóðbankan- um. Síðan heldur Tfminn áfram og segir: ..Tveir af þremur banka- stiórum Utvegsbankans eru Sjálfstæðismenn. Þrír af fimm bankaráðsmönnum bankans eru Sjálfstæðismenn. Sjálf- staíðismenn bafa því fullkomin yfirráð yfir Utvegsbankanum.“ Þessu næst víkur svo Tím- inn að hinum nýstofnaða Iðn- aðarbanka og upplýsir það, se<m hér segir: „Eini bankastjórinn við Iðn- aðarbankann er Sjálfstæðis- maður, og fjórir af fimm banka ráðsmönnum bankans eru Sjálfstæðismenn. — Siálfstæð- ismenn ráða því fullkomlega j’f'v Iðnaðarbankanum.“ Framhald sögunnar um yfir ráðin yfir bönkunum á íslandi er svo það, að Framsókn ræð- ur algerlepa ytir Biínaðarbank anum. en á bað minntist Tím- inn ekikert. Og að jöfnu koma Siálfstæðisflokkurinn o? Fram sókn til með að ráða yfir Framkvæmdabankanum, þegar hann kemst á laggirnar. Síðar í greininni ..Misnoíkun bankanna" segir Tfrninn, að Morgunblaðið afneiti því, að Sjálfstæðisflokkurtnn drottni yfir bönkunum. Þetia sé mann legur breyskleiká, en ekki stór- mannlegt framferði. Sé það nokkuð algengt, þegar óþurft- arverk hafi verið unnin, að vilja ekki við þau kannast. Orðrétt segir síðan í Tíma- greininni: „Það er kunnara en. frá þurfi að segja, að yfirráð sín yfir þessum bönkum hafa Sjálf stæðismenn notað til að hlynna að helzitu gæðingum sínum og efla aðstöðu þeirra. Þeir hafa setið fyrir lánsfé því, sem far- ið hefur til vevzlunarinnar. Þeir hafa fengið meira lánsfé til útgerðar en aðrir. Þeir bafa hlotið stærsta skerfinn af Iáns- fé því, sem farið hefur til iðn- aðai’ins. Þeir hafa þannig verið gerðir að mestu forréttinda- mönnum þjóðfélagsins.“ Varla er hægt að hugsa sér, að Framsókn bæri svo alvarleg ar sa'kir á samstarfsflokk sinn, ef hún gæti ekki sannað áburð- inn, enda skorar Tíminn á bankana og Sjálfstæðisflokk- inn að birta skrá yfír alla stærstu skuldunauta bank- anna, ef íhaldið viiji afsanna þetta. — En þetta munu þeir aldrei gera, segir blaðið, því að „slík skýrsla myndi leiða í Ijós þau gífurlegu forréttindi, er gæðingar Sjáifstæðisflokks ins njóta hjá bönkunum.“ Og enn segir Tíminn: ..Því betur sem þessi mál yrðu upplýst, því skýrara myndi það koma í ljós, hve stórlega Sjálfstæðisflokkurinn misnalar bankana til að hlynna að gæðingum sínum. ÞEIR HAFA NOTAÐ ÞETTA VALD TIL AÐ HALDA ÚTFLUTN- INGSVERZLUNINNI f FJÖTR UM, ÞVÍ AÐ UÁNSFJÁR- HÖFT GETA VITANLEGA VERKAÐ EINS í ÞEIM EFN- UM OG GJALDE¥RISHÖFT.“ Þetta er Ijót saga, og sönn því miður. Og væri tími til kominn, að almenningur drægi úr því ofurvaldi, sem Sjálf- stæoipflokkurinn hefur náð á flertum þýðingarme^tu svíðum bjóllífsins. En tækifærið til Þe-"3 fær kjójandkui í r.-xtíu kosningum. — Menn taki eftir seinustu tilvitnuðu setning- unni: Lánsfjárhöft geta vitan- leffa verkað eins og gjaldeyris- höft. Þetta er hverju orði sann ara. Miðstöð hafl.anna hefur aðeins verið flutt af Skóla- vörðustíg og niður í Austur- stræti. Það er það einasta, sem gex*zt liefur í haftamálunum. Að síðustu vill svo Alþýðu- blaðið eindregið taka undir þá kröfu, að birt verði skýnsla um stærstu skuldunauta bankanna. Þjóðin á sannarlega heimtingu á að vita, hvernig bankarnir dreifa fjármagni heiinar út til atvinnuveganna. 'W'W1 Úthreiðið Alþyðuhlaðið ......... Blaðað í mi nnishókinni: ÝMISLEGT bendir til þess, að ný stafsetningardeila muni framundan. 'Nokkrir mennta- menn vilja breyta núgildandi stafsetningu, isem lcgð hefxn' verið til grundvallar við ís- lenzkukennslu í skólum lands- ins síðasta aldarfjórðung. — Leggja þeir áherzlu á, að nauð- syn beri til þess að auðvelda stafsetningarkennsluna, og hef ur Björn Sigfússon háskóla- bókavörður, sem er gagnmerk ur fræðknaður, einkum haft forustu í þessu efni mn tillög-1 ur og málflutning. Er margt af því, sem hann færir fram til rökstuðnings fyrirhugaðri staf, setningarbreytingu, athyglis- ■ vert og lærdómsríkt, þó að sjálfsagt verði skiptar skoðanir ; um nauðsyn og réttmæti þess að hafna núgildandi stafsetn- j ingu og taka upp nýja. Uppeld ismálaþingið á komandi vori mun ræða ýtariega íslenzku- námið í skólum landsins og við- horf þess. Hugmyndina um stafsetningarbreytinguna ber þar vafalaust á góma. Sjónannið þeirra, sem vilja óbreytta stafse.tningu, liggja enn of mikið í láginni í um- ræðum þessum. Þau eru í meg- inatriðum þessi: Vægar staf- setningarx-eglur, sem deyfa skilning á uppruna erðanna og gera Ieit að honum ónauðsyn- lega, raska megingrundvelli íslenzkunámsins. Breytinv staf. setningar á aldarf jórðungs fresti veldur háskalegum glund roða. Ný stafsefning með hverri nýrri kynslóð rýfur sam hengi íslenzkunómsins og kem ur í veg fyrir, að þróun reynsl unnar móti stafsetninguna. Sumar fyrix-hugaðar stafsetn- ingarbreytingar Björns Sigfús sonar og samhcrja hans myndu lýta bókmálið til stórra muna og tákna varliugavei’t undan- hald á sviði móðurmólskenns! unnar. Höfuðgalli íSlenzkunámsins í dag er sá. að aukaatriðin eru metin meira en aðalatriðin. Það, sem leggja ber áherzlu á, er meginatriði stafsetningarinn ar og sígildar og lífrænar bók- menntir þjóðarinnar. íslenzku námið er gert flókíð og hvim- leitt með linnulau.su stagli auká atriðanna. Úr þessu þarf að bæta. Hlutverk íslenzkukennsl unnar í skólunum er að leggja grundvöll, sem nemendurnir geta byggt á í starfi og námi lífsins. Fyrst cr að fjyrsrfia, svo a<S anSveHda MARGIR MENNTAMENN okkar hafa á undanförnum ár- um hlotið lærdómsi'rama af því, sem kallað er að þyngja stafsetninguna. Nú virðist ýms um detta í hug, að lærdóms- frami þeirra í framtíðinni skuli fólginn í því að auðvelda stafsetningarkennsluna! Slíkt getur fjölgað meisturum og dokturum. En afleiðingin yrði glundroði móðurmálskennslunn ar og ringulreið stafsetningár- innar. Myndi ekki annars þörf á við sjálum tímum má:s okkar og menningar? Græníandsnefndin og ,hvíta bókin* UTANRÍKISMÁLARÁÐ- HERRA fól á sínuna tíma nefnd Stafsetningin og möðurmáls- kennslan ... Sjónarmið þeirra, sem viljq óhreytta stafsetningu . . , Furðulegt nefndarólit . . . Brezkir stúdentar í hlutverki Vellygna- Bjarna... Leiðrétting er lágmarks~ krafa ... Skrýtnir .vísindamemV sérfróðra manna að rannsaka, hvort íslendingar e'gi kröfu- rétt til Grænlands. Nefndin hefur starfað í algerri kyrrþey, en nú lokið athugun sinni. Árangurinn af starfi hennar er „hvít bók“, sern. út kom í síðustu viku. Þetta er fróðlegt plagg og athyglisvert, en mun af mörgum talið stórfurðulegt. Nefndin kemst að þeirri niður- stöðu, að íslendingar geti ekki krafizt. Grænöandisi að lögum og ,,sannar“ jafnframt „drott- invald Dana yfir öilu Græn- landi“. Hér verSur fræðimennska hlutaðeigandi nefntl.tr auðvif- að látin liggja milli bluta. Hins vegar verður ekki hjá því kom izt að undrast það, að einmitt þetta nefndarálit skuli birt op- inberlega af ríkissf.jórn, sem yfii'leitt telur stórmólin bezt geymd í skrifborðsskúffum stjóniarráðsins. Rikisstjómin gat að sjálfsögðu falið nefnd þessai'i að vera sév til ráðu- neytis um, hvorií Islendingar eigi kröfurétt til Grænlands eða ekki. Síðan gat liún metið, hvort málið skyldi látið kyrrt liggja eða sótt á al- þjóðavettvangi. Þar á að fást úr því skorið, hver cigi Grænland. En utan- ríkismálaráðherra viroist hafa falið nefndinni dúmsvald í málinu og hefur búið svo um hnútana, að illgerlegt sýnist að taka málið upp, þó að síðar væri vilji fyrir því hjá öðrum fræðimönnum, alþingi eða rík- isstjórn. Hvað kemur til þess, að Bjarni Benediktsson held- ur þannig á málum þjóðar sinn ar? Og S7ö þetta með „drottin- vald Dana“ yfir Grænlandi. Væri ekki ástæða til að ætla, að þjóðinni, sem byggir Grær.- land, beri þetta „drottinvald ‘? Hefði nefndin ekki átt að láta sér nægjja að segja ‘ til um, hvað hún áliti um lagalegan kröfurétt íslendinga til Græn- lands? Hvaðan kemur henni heimild til að kveða upp úr- skurð um atriði, sem varða aðra aðila en okkur íslend- inga? Var greinargerðin íögð fyrir aiþingi? LOKS ex fullko.min ástæða til að spyrja þess, hvort al- þingi hafi fjallað um greinar- gerð Grænlandsnefndarinnar áður en ókveðið var að birta hana opinberlega. Meirihluti þess hefur ákvarðað undanfar- ið að kosta útgáfustarfsömi manns, isem telur íslendinga eiga skilyrðislausan kröfurétt til Grænlands. Þeim fjármun- um virðist hafa verið einkenni lega varið, þegar lesin er „hvíta bókin“, sem út kom í síðustu vifcu, ef alþingi hefur fallizt á niðurstöðu hennar. Ósvífni og hneyksli, sem ekki má þofa ALÞÝÐUBLAÐIÐ birti á sunnudag frétt um söguburð brezkra stúdenta, sem dvalizt hafa hér á landi og hyggja á nýja íslandsferð að sumri. Menn rekur í rogastanz við að lesa þessi ósköp. Fljótt á litið virðist þetta hlægilegt, því að brezku stúdentarnir temja sér einna helzt tilburði Vellygna- Bjarna. Útlendingar geta hins vegar ekki gert greinarmun á sönnu og lognu í fréttum frá íslandi, og þe-ss vegna er þetta ærið alvörumál. Brezku stú- dentarnir munu áður ihafa gert sér leik að því að mik)a sig á kostnað íslendinga, þó að frétt in í The Nottingham Guardi- an sé raunar hámark ósvífn- innar. Framferði þeirra er hneyksli, sem ekki má þola. Rddsstjóminní ber skyltla til að sjá svo um, að lygaírétt- ir brezku stúdentarma verði leiðréttar. Það er lágmarks- krafa. En jafnframt væri á- stæða til að athuga, hvort „vís- indamenn“ af þessavi tesrund eigi nokkurt erindi liingað til Iands. íslendingt.r ættu að snúa baki við slíkum fuglum í stað þess að breiða á móti þeim faðminn. !lllll!!lll!lll!llll!llllllllillí!ll!lll!llllllllllllllllllllllllllllllll!lllllllll!lllll!ll!llll!llll!!l![!llll!ll!l!lllllllllllll!lllilllllll!!llll|||||l!IIII|||||illl|||||||||||||||||||ll!l||||||l!l!lllllll!||||l!llllllllliU!l!l!llllllll Húsmæðrafélag Reykjavíkur. verður miðvikudaginn 25. þ. m. í Borgartúni 7 og hefst klukkan 8,30. 1 Verðlaun verða veitt. Félagskonur mega taka með sér gesti. Stiórnin. í

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.