Alþýðublaðið - 28.02.1953, Síða 1

Alþýðublaðið - 28.02.1953, Síða 1
Umboðsmenn blaðsins út um land eru beðnir Gerist áskrif- endur að Alþýðu blaðinu strax í að gera skil hið allra fyrsta. dag! Hringið I síma 4980 eða =—r: m 4906. XXXIV. árgangur, Laugardagur 28. febrúar 1953. 49. tbl. Skólahúsið í Hmfsdal fauk ofan af 36 - 40 börnum í gær Afíaka snöggur sviptibylu? hóf það háft í loff upp - og sundraði því gjörsamlega lega og fjögur börn allmikið Þetta er Hnífsdalur. — Skólahúsið, sem fauk í gær, er fremst. By rjað að undirbúa byggingu radarslöðvar í Grindavík UNDIRBÚNINGUR er þegar hafinn að byggingu radarstöðv- ar í Grindavík og hefur Slysavarnadeildin Þorbjörn forgöngu um málið. Á nýafstöðnum aðalfundi deildarinnar var samþykkt að fela stjórninni að athuga möguleika á að koma upp radarstöð til öryggis fyrir sjófarendur er þar taka land. Var stjórninni falið að annast allar framkvæmdir í málinu og hafa forustu um fjársöfnun til framkvæmdanna. Að því er segir í fréttatil-* — kynningu frá „Þorbirni“ hafa athuganir leitt í Ijós, að full- komin radarstöð er bezta ör- yggisráðstöfun, sem hægt er að gera fyrir sjómennina í Grinda vík, auk þess sem nauðsynlegt er að auka ljósmagn Hópsnes- vitans. Var stjórninni faiið að ræða við vitamalastjóra um áð fá ljósmagn vitans aukið, því að í dimmviðri er landtaka erf ið í Grindavík. Húsgögn, orgel, 1(H)0 binda bókasafn og prédikunarstóll hurfu með því og eyðilögðust Frá fréttaritara Alþýðublaðsins. HNÍFSDAL í gær. . BARNASKÓLAHÚSIÐ HÉR í HNÍFSDAL fauk í aftaka snöggum sviptibyl, sem rak hér á um ellefu leytið fyrir hádegi í dag. Skrúfaðist það upp í loftið og splundraðist, svo að varla sér eftir af því tangur eða tetur. Með því hurfu út á sjó og um allar jarðir skólahúsgögnin, orgel, prédikunarstóll og bókasafnið. Kennsla stóð yfir í skólanum, er þetta gerðist, og öll eldri börnin, 36—40 að tölu, þar í kennslu stundum ásamt bæði skólastjjóra og kennara, og stóðu þau eftir ráðvillt og mörg meidd á gólfinu, er húsið hvarf ofan af þeim. Skólastjórinn og f jög- ur börn slösuðust svo, að þau varð að flytja í sjúkra hús, og skólastjórinn allalvarlega. Má heita hrein- asta mildi, að enginn beið bana. Fréttaritari Alþýðublaðsins í Hnífsdal var að vinna í verka- mannabústöðunum rétt hjá EN.GIK SKILYRÐI FYRIR BIIÐUNARSTGÐ Athugun hefur leitt í Ijós, að (Frh. á 7 síðu.) Heiðurspeningur fil minningar um Svein Björnsson forsefa. FORSETI ÍSLANDS hefur hinn 26. þ. m. eftir tillögu rík- isStjórnarinnar, gefið út for- setabréf um heiðurspening til mniningar um herra Svein Björnsson fyrsta forseta ís- lands, sem sæma má nokkra þá menn, er unnu með forset- anum og fyrir hann. Veitir for (Frh. á 7. síðu.) ■ ■■ Hiaiiiiiniiiiiiiiiiiuitiiiuii 11 vindsiig, 7 sfiga hifi og heilirigning í i Reykjavík í gær. j f GÆR skall á hvassviðri : af suðri og náði veður-* hæðin um-hádegisbilið hér ■ í Reykjavík 11 vindstigum,: en í Vestmannaeyjum var; veðurhæðin 12 stig. Á norð-j ur og austurlandi var vind-: hraðinn ekki eins mikill,; en á Vestf jörðum var sums ■ staðar afspýrnu rok. Helli-: rigning og 7 stiga hiti var; samfara storminum og leysti ■ snjó og klaka af jörð, en á : Akureyri var 8 stiga hiti; um hádegið í gær. Síðdegis; í gær lygndi, gekk vindur- j inn meira til vesturs. Hit-: inn fór ofan í 2 stig. Veð- • urstofan spáði suð-suðvest- j an átt í nótt með hryðjum,: en í dag er búizt við sunn-; an suðaustan átt og úr- j komu. : skólanum, er þetta gerðist, og sá atburðinn glöggt, en svo gerðist þetta í skjótri svipan, að varla varð auga á fest, og vissu menn ekki gerla, hvað gerzt hafði fyrr en eftir á. NÝUPPGERT HÚS Skólahúsið í Hnífsdal var eimiar hæðar timburhús með kjallara. Það stóð uppi á brekk unni fyrir ofan sjálft þorpið. Mót suðri voru margir gluggar og’ stórir á kennslustofunum, sem voru 2, auk þess sem leik- fimi var bennd á gangi. Húsið var byggt 1909, en endurbætt 1949, og þá byggð við það for- stofa. Síðastliðið sumar var enn gert vel að húsinu og það málað allt, bæði utan og innan. SA EITTHVAÐ FJUKA Á GLUGGANN Um kl. 11 varð drengur, sem sat út við glugga í annarri kennslustofunni, þess skyndi- lega var, að eitthvað fauk á gluggann og inn um hann, um leið og fyrsta rakhviðan skall á. Beygði drengurinn sig skjótlega niður og flaug þetta yfir hann. Ekki mun hann hafa gert sér grein fyrir’hvað þetta var, en hann mundi sjáífsagt ekki hafa verið til frásagnar, ýiefði það hitt hann. HÚSIÐ SKRÚFAST UPP Gerðist nú margt í svo skjótri svipan, að menn átt- uðu sig varla á því. Ókyrrð kom á börnin við sending- una inn um gluggann, og munu þau bafa hlaupið upp úr sæfum sinum. Skrúfaðist húsið þá ofan af þeiim en þau stóðu eða lágu eftir á timburgólfinu yfir kjallaraa um ráðvilít og rugluð. MÖRG BÖRN, EN SKÓLAHÚSIÐ HORFIÐ Fréttaritari Alþðublaðsins, sem leit, rétt á sörmu stund og rokhviðan fyrsta sikall á, út um- glugga á verkamannabústöðun um, þar sem hann var að vinna, gerði sér ekki fulla grein fyrir þvi. að hann sæi húsið fjúka, heldur vissi ekki fyrri til en það var horfið, en einliver ósköp af hlaupandi börnum, hræddum og meidd- um, í einni bendu á gólfinu. Mun þakið fyrst hafa tekið af, Framhald á 7. síðu. 10-12 úfilegubátar lágu í varl undir Olaffsvíkurenni í gær Bátar frá Ólafsvík voru á sjó, en frá fá- \im e?Sa engum verstöðvum öðrum TÍU EÐA TÓLF útilegubátar lágu í gær undir Ólafsvíkur- enni í vari fyrir sunnanvéðrinu, sem var svo mikið, að ekki þótti stætt að vera við veiðar, a. m. k. fyrripartinn og nokkuð fram yfir liádegi. Henti sér í höfnina af togaran~ um og œtlaði að synda til lands Ólafsvíkurbátar fóru í róð-1 ur í fyxrinótt, en þegar hvessti í gærmorgun, leit j helzt út fyrir, að þeir yrðu að skilja lóðirnar eftir, og þættu þeir að draga um tíma. Veðr- inu slotaði þó svo fljótt, að þeir gátu haldið áfram eftir allmikla töf, og var búizt við, að þeir kæmu með seinna móti til hafnar í gærkvöldi. Landlega var víðast hjá bátum í gær, og mun á fáum stöðum hafa verið róið öðrura en Ólafsvík. Yeðrið í dag Allhvass suðaustan, rigning. ELDRI DEILDIN í KENNLSUSTUND Alls eru um 70 börn í barna- skóla í Hnífsdal, en ekki nema rúmur helmingur þeirra var í kennslu fyrir hádegi í dag. eldri börnin, 36—40 að tölu. V'ar skólastjórinn, Kristján Jónsson, að kenna og einnig kennslukonan, Jóna Jónsdóttir. FÁRVIÐRI í HÁLFAN ANNAN TÍMA Aftaka veður af suðri gerði hér um ellefuleytið, og stóð það bó ekki nema í ’nálfan ann an tíma. Stóð það niður dalinn, eins og venja er í þeirri átt, beint upp á gluggana á skóla- húsinu, sem snýr hliðinni mót suðri. Engin rokhviðan jafnað- ist þó á nokkurn hátt við þá fyrstu, er skall á upp úr blæja logni og reif húsið upp og eyði- lagði það. f GÆR er togarinn Röðul! var að fara frá bryggju í Reykjavík ske'ði það, að einti skipverja, ungur maður, stökk af bátaþilfari togaraus í sjóinn. Skipsfélagar hans munu ekki strax hafa tekið eftir því hvað skeði og togar- inn liélt áfram að síga frá bryggjunni. Synti maðurinn fyrst allknálega nokkur sund- tök, en varð fljótt aðfram koininn, enda var um þetta leyti mikill stonnur og sjórinn úfinn. Var þá kastað til hans björgunarhring af skipi, er lá við hafnarbakkann og náði maðurinn í bjarghringinn, en virtist ekki hafa rænu á aö hanga í honum, og hrópaði á hjálp. Hjalti Þorgrímsson, III. stýrimaðuír á Brúavfossi heyrði neyðarópið og stakk sér í sjóinn. Náði hann talti á manninum og tók að synda með hann að Skeljungi, sem næstur var. Sóttist honum seint sundið, enda var mað- urinn þungur í sjónum og gat ekkert hjálpað til. Skipverjar af Skeljungi köstuðu til þeirra logglínunni og náði Hjalti í hana og voru þ<V’r báðir dregnir um borð í Skeljung. Sjónarvottar sögðu_að skip- verjinn af Röðli hafi gert þetta í ölæði.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.