Alþýðublaðið - 18.04.1953, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.04.1953, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Laugardaginn 18. apríl 1Ö5.‘> Hingað og ekki lengra í ÁLYKTUN ÞEIERI, sem miðstjórn Alþýðufloklcsins hef ur gert, og birt er á fyrstu síðu Maðsins í dag, um afstöðu hans til hervarnamálsini, eru fjög- lir meginatriði og öll þýðingar mikil. í fyrsta lagi er rikisstjórnin harðlega vítt fyrir skort á rögg serni og einbeitni í sambandi við framkvæmd lierverndar- samningsins. Hefur hún í því efni — og alveg sérstaklega utanríkisráðherrann, — sýnt , af sér hinn aumkunarverðasta vesaldóm, enda hlotið ámæli almenningsálitsins, sem makleg laun. Verður henni fyrir þessa aumu frammistöðu engin af- sökun fundin hjá sæmilegu fólki. Annað atriði í fyrri lið álykt unarinnar túlkar þá skoðun Al- þýðuflokksins, að fullnægjandi ráðstafairir verði að gera til þess að herliðið dvelji einvörð ungu á þeim stöðum, sem það hefur fengið til umráða. Og eigi það engin samskipti að hafa við Islendinga nema þau ein, sem skyldustörf þess krefj ast. I síðari lið ályktunarinnar gefur miðstjórn Alþýðuflokks- ins þá skýtausu yfirlýsingu, að Alþýðuflokkurinn sé andvígur nýrri samningagerð, er í sér feli ákvæði um fjölgun hins er- lenda liðs, er hér dvelst, eða byggingu nýrra hernaðarflug- valla eða annarra hemaðar- mannvirkja utan þeirra svæða, er hemum hafa verið fengin samkvæmt samningnum frá 1951. Tilefni þessarar samþykktar er það, að nú þegar er vitað um fram komnar óskir af hendi ( Randaríkjamanna um að fá aði byggja annan hernaðarflugvöll ustur á RangárvöIIum og ýmis fleiri hemaðarmannvirki í sam bandi við hann. Skýrði Hermann Jónasson m. a. frá þessu á nýafstöðnu þingi Eramsóknarflokksins. Og jafnframt mun hann hafa get- ið þess, að ríkisstjómin hefði ákveðið að svara ekki þessum alvarlegu tilmælum fyrir kosn ingar. Vorið 1951, þegar hervemd- arsamningurinn var gerður, var því haldið fram, að mjög alvarlegt hættuástand væri ríkjandi í heimsmálunum. Þá fóm Bandaríkjamenn fram á að fá aðgang að Hvalfirði sem herskipahöfn, ef á þyrfti að halda, og í annan stað að fá að- stöðu til að hafa Keflavíkur- flugvöll sem fullbúinn og til- tækan hernaðarflugvöll, hve- nær sem hættu kynni að bera að höndum. Einnig skyldú þeir mega hyggia radarstöðvar í öll um Iandsfjórðunsrum. til þess að ereta fylgzt með ferðum liu^s anlegra óvina í nánd við Is- land. AHt þeíta var veitt með her verndarsamningnum. Og þetta var þá af sérfræðingum Banda ríkjanna ' talið nægilegt til varnar íslandi og íslendingum og lýðræðisþjóðum Vestur-Ev- rópu. Nú verður því engan veginn haldið fram, að ástandið í heimsmálunum sé alvarlegra í dag, en það var vorið 1951. Þess vægna geta íslendingar ekki að óbreyttu ásiandi fallizt á, að vegna vama íslands eða hlutdeildar þess í vörnum At- lantshafssvæðisins geti talizt nauðsynlegt að hefja hér bygg ingu hernaðarflugvallar og ann arra stórfelldra hernaðarmann virkja. Miðað við núverandi ástand heimsmálanna segir því mið- stjórn Alþýðuflokksins - skýrt og skorinort: HINGAÐ OG EKKI LENGRA í ÞESSUM MÁLUM. í þessu fellst enginn fjand- skapur við Ameríkumenn. En þjóðemisleg vandkvæði okkar em ærin af því að þurfa e. t. v. árum saman að þola erlent setulið í Iandinu í sambandi við Keflavíkurflugvöll. En sá vandi væri margfaldaður með öSrum flugvelli og nauðsynlegu liði í sambandi við hann á miðju Suðurlandsundirlendinu. Bandaríkjamenn verða að skilja það, að 3000 manna her- lið hér, svarar til 150 000 manna setuliðs í Danmörku, en þriggja milljóna liðs í Bandaríkjunum, þegar tillit er tekið til íbúatölu landanna. Mundu Danir óefað telja sér stafa mikinn háska af slíku setuliði í landi sínu. Norðmenn hafa synjað til- mælum um hernaðarbækistöðv ar í sínu landi. Það gera þeir sjálfra sín vegna, en engan veginn af nokkurri óvild til Bandaríkjamanna. Og sízt allra þjóða verða Norðmenn sakaðir um að þá skorti skilning á nauðsyn sameiginlegra varnar ráðstafana lýðræiðsþjóða Vest- urhehns og Evrópulanda. Það er vissulega drengilegast bæði gagnvart Islendingum og Bandaríkjamönnum, að stjóm málaflokkarnir íslenzku marki skýra afstöðu til þessa máls. — Segí hvað beir vilji. — Og það hefur Alþýðijflokkurinn vissu- leg^ gert með álvktun sinni. Seinasta atiiöiu í raið-’jórn- arályktun Alþýðuflokksins er um það, að flokkurinn muni beita sér fyrir því, að herliðið verði látið hverfa af Iandinu jafnskjótt og Alþýðuflokkur- inn telur friðarhorfur í heim- inum sæmilega öraggar. Mun Alhýðuflokkurinn í einu og öllu haga aðgerðum sínum í því efni, ef til kemur, f samræmi við uppsagnarákvæði hervernd arsamningsins. Stefna Alþýðuflokksins í þessum málum er raunhæf ís- lenzk stefna án ofsiækis. Og leyfir Alíþýðuhlaðið sér fast)- legn að vænfa þess, að allir sann ir Islendingar vilji eíla flokk- inn og styrkja, hemii íil fram- kvæmdar. Úfbreiðið Alþýðubíaðið Uarin IfAIIC frplcíS Fyrir nokkru flýði ungur póiskur flugmaður í rússneskri þrýstilofts- Ilallli nOUA IIClJlUi vestur fyrir járntjald og lenti á flugvelli í Rönne á Borgundf arhólmi. Lendingin tókst meistaralegia. Tal’ið er, að þrýstiloftsftugvél þurfi 3000 metra- flugvöll til lendingar, en pólski flóttamaðurinn lenti á 1200 metra ójöfnum grasveli heilu og höldum. Þetta er fyrsta rússneska þrýsti lofsf 1 ugvélin, sem fellur óskemmd í hendur Vestur veldunum. Myndin sýnir flugvélina eftir lendinguna, cg flugmaðurinn er til hægri, Mæddur svörtum skinnjakka. Útgefandí: Alþýðuflokkurlnn. Ritstjórf og ábyrgðarmaður: Haimibal Valdimarsson. Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi- Hjálmarsson. Blaðamenn: Loftur Guð- mundsson og Páll Beck. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjórnarshnar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Af- grei.ðsl usimi:; 4900, Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8. Áskriftai'verð kr. 15,00 á mán. í lausasölu kr. 1,00 Hver er maðurinn? Snorri Hallgrímsson ÞEGAR Háskóli íslands tók til starfa í haust, hóf nýr pró- fessor kennslu í læknadeild- inni. Það er dr. Snorri Hall- grímsson, sem nokkru áður hafði tekið við forstöðu hand- Iækningadeildar landsspítal- ans og leysti Guðmund Thor- oddsen af hólmi þar og í há- skólanum. Hafði hann verið skipaður í embætti þessi 7. maí 1951 frá og með 1. septern- ber, en tók ekki við þeim fyrr en á liðnu hausti. þar eð hann dvaldist vestur í Ameríku nær árlangt til> að kynna sér nýj- ungar í fræðigrein sinni með kennsluna í læknadcild háskól ans eiríkum fyrir augum. Það vakti á sínum tíma all- miikla athygli almennings, að dr. Snorri Hallgrímsson varð fyrir valinu sem eftirmaður Guðmundar Thoroddsens í há- skólanum og landsspítalanum, og urðu um það val lítilsháttar blaðaskrif. Kunnugum aðiium mun þó ekki haia komið þetta á óvart. Dr. Snorri Hallgríms- son er í röð þekktustu og við- urkenndustu lækna okkar, þó að hann sé aðeins fertugur að aldri. Hann hefur hlotið skjót- an ogmiMnn frar|.a, enda nýt- ur hann í ríkum niæli trausts og vinsæída meðal sjúklinga sinna og álits eldri og yngri samherja í læknastéttinni. Snorri Hallgrfmsson. styrjöldin til sögur.nar eins og kunnugt er. Gei'ðist Snorri Hailgrímsson herlæknir í sjálf boðaliði Svía í Finnlandi 1939 —1940 og gat sér mikinn orðs- tír í því starfi. sem að sjálf- sögðu var unnið við erfiðar og ' hættulegar aöstæður. Var - Snorri 'Sæmdur finnsku heið- [ ursmerki í viðurkenningar- i skyni fyrir afrek eín sem her- ; læknir. Árið 1940 hóf hann framhaldsnám í Stokkhólmi, en þar dvaldist hann tiil vors árið 1943. Almennt lækninga- lejtfi fékk hann 12. marz 1941. Hann varð doktor í læknis- fræði við Stokkhó’msháskóla 31. marz 1943, og íjallaði aokt- orsritgerð han>s um beinaðgerð ir, en þær eru sérgrein Snorra. Hingað h.eim fluttist hann. al- farinn skömmu síðar og hefur verið starfandi læknir í Iteykja vík síðan 17. maí 1943. SPÍTALALÆKNIR í TÍU ÁR Snorri Hallgrímsson er einn af 'kunnustu spítalalæknum landsins, enda hefur hann starf að sem slíkur samfleytt frá því að hann kom heim vorið 1943. Tvö næstu árin eftir heimkom- una var hann annar aðstoðar- læknir á handlækningadeild land'sspítalans, en síðan fyrsti aðstoðarlækrár þar og nánasti samstarfsmaður Guðmundar Thoroddsens, unz hann var skipaður prófessor og vfirlækn ir handlækningadeildarinnar (Frh á 7. síöu.) Bréfakassinn: Giímukappinn Hermann reglan og herinn SVARFDÆLINGUR AÐ UPPRUNA - Snorri Sæmundur Hallgríms son er Svarfdælingnr að ætt og uppruna, fæddur á Hrafnsstöð- um í Svarfaðardal 9. október 1912, sonur Hallgríms bónda þar Sigurðssonar og konu hans, Þorláíksíínu Sigurðardóttur. — Snorri lauk stúdentsprófi við mennta’skólann á Akureyri 13. júní 1932, en hóf síðan nám við læknadeiíd Háskóla fslands og lauk þaðan kandídatsprófi 20. júní 1936. Hvarf hann þá af Iandi brott til framhaldsnáms og dvaldist í Skanderborg og Árósum í Danmörku 1936— 1939. Hann kom aftur heim sumarið 1939 og starfaði þá sem staðgöngumaður héraðs- Iæknisins í Reýkdælahéraði. Snorri fór svo aftur utan haust ið 1939, en þá kom Finnlands- ÉG BÍÐ meðan suðan er að koma upp í þvottapottinum. Hermann Jónasson var mik- ill glímukappi í gamla daga. Hann þrælaði mönnum niður af miklum dugnaði. Þá átti hann aldei við nema einn í einu. Síðan Hermann fór að fást við stjórnmál, hefur hann vilj- að viðhafa sömu aðferð. Hann varar sig ekíki á því, að nú er.u fleiri en einn að glíma við. En alltaf er ofarlega sama ofbeld- islöngunin. Og begar hann sér, að hann hefur ékki nógan kraft einn, þá að fá lcgreglu, og svo þegar hún dugar ekki, þá her. í Tímanum 20. marz má fylli lega skilja þetta, þegar talað er um „losaralega lögvernd“. Það er áreiðanlegt, að ef Hermann hefði her, þá væru öll verkföll bæld niður. Verk- föll, sem eru aileiðing af geng- islækkun og verðbólgu, það er kjaraskerðingu þeir-a fátækari, en auknum auðæíum hinna ríku. Sem sagt, auknu misréttí Menzkra manna á allan hátt. Margir hafa of mi'kið, sér og sínum til slkaðsemdar. — ís- lenzik alþýða er ákveðin í að iafna metin í afkomu manna. íslenzk albýða er ákveðin í að Táta efcki hungurdauða og blóð erlendrar alþýðu, 'iem fyrst hóf m>erki jafnréttiis, til einskis renna, eftir því sem Hún fær við ráðið. Eitthvað rámar mig í erjur við verkakonur í garnaverkun arstöð. Það getur vel verið, að Her- mann Jónasson geti réðið nið- urlögum 2—3 verkakvenna, en 10—20 geta skellt honum á grúfu og flengt hann. Þvottakona.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.