Alþýðublaðið - 21.04.1953, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.04.1953, Blaðsíða 5
J>riðjudaginn 21. apríl 1053. ALÞÝDUBLAÐIÐ & í DAG ber tvennt til tíðinda £ Danmörku. Þar fara fram al- mennar kosningar til ríkisþings ins, og Hans Hedtoft, foringi danskra jafnaðarmanna, er fimmtugur. Það er dálítið einkennilegt, að þannig skuli falla saman lok faarðrar kosningabaráttu og merkiísafmæli eims hins þekkt- asta og áhrifamesta stjórnmála mar.ns, ekki einungis í Dan mörku, heldur einnig á Norð- urlöndum. En þetta er ekki ó- skemmtileg tilviljun. Stjórn- málabaráttan hefur í meira en þrjá tugi ára verið höfuðþáttur í lífi og störfum Hans Hed- tofts. Hann hefur á þessu tíma bili staðið í látilausri og oft harðri baráttu í fremistu línu stjcrnmálanna í Danmörku. Og einmitt í dag, á þessum tíma- mótum í Jáfi han's, stendur hann jbar sem reyndur og þroskaður stj órnmálaskörungur. :!< s}s __ Hans Hedtoft er fæddur í Árósum 21. apríl 1903, sonur Valinkunns klæðskerameistara og konu hans. Þegar á unglings árunum lét Hedtoft verkalýð's- og istjórnmál mjög til sín taka. Hann hóf nám í prentmynda- gerð, og 16 ára gamall var hann kosinn formaður iðnnemafé- lags síns og skömmu síðar for- maður félags ungra jafnaðar- manna í fæðingarborg sinni. Þótti hann þá þegar líklegur til mikilla áhrifa og vel til for- ustu fallinn sökum áhuga og mælsku. Hann var frá 19 ára aldri ráðinn erindreki Sam- bands ungra jafnaðarmanna, og iskömmu síðar var hann kjör Inn formaður sambandsins. Á þessum' árum, skömmu eftir 1920, náðu kommúnistar í Danmörku, eins og víðar nokkrum áhrifum í samtökum ungra jafnaðanmanna. Var Hed toft þá þegar Ijóst, að spyrna yrði öfluglega við fæti, ef þessi samtök ættu ekki að lenda út á ævintýra- og óheillabrautir. Tók hann þá istrax af afli og áhuga upp haráttuna gegn kommúnistum, og var sú við- ureign hörð og tvísýn um skeið. En henni lauk með full- um sigri Hedtofts og félaga hans. Þeir þurrkuðu áhrif kom- múnista út úr unghreyfingunni og leiddu hana inn á öruggar brautir lýðræðis og trausts sam starfs við jafnaðarmannaflokk- inn. Á þessum árum uotaði Hed- toft einnig tafcmarkaðan tíma sinn til þess að afla sér al- mennrar menntunar. Hann lauk, auk sveinsprófs í iðn sinni, gagnfræðaDrófi. og á ár- unum 1924—1925 sótti hann námskeið og skóla í Þýzkalandi. :'(< * Hinn mikli og farsæli foringi T FIMM H danskra jafnaðarmanna, Thor,- vald Stauning, veitti hinum unga, áhugasama og efnilega manni brátt athygli og taldi rétt, að hann kæmi til höfuð- staðarins og tæ'ki þar við störf- um. Fyrir frumkvæði Staun- ings fékk Hedtoft skrifstofu- starf á flokksskrifstofunni í Kaupmannahöfn árið 1929 og gerðist þá um leið ritari þing flokks jafnaðarmanna. Þá tók Hedtoft einnig að sér skömmu síðar stjórn á upplýsingasam- tökum alþýðuhreyfingarinnar dönsku. Áhriif, álit og vegur Hedtofts óx því meir, sem hann lét fleiri málefni t.il sín taka, bæði í dömskum stjórnmálum og innan alþjóðasamtaka jafnaðar manna. Hann var kosinn ríkis þingmaður 1935 og sama ár í stjórn alþjóðasambands jafnað- armanna. Um þessar mundir bar Staun ing, sem þá var forsætisráð-1 herra, ægishjálm yfir alla danska stjórnmálamenn. Hann var talinn sjálfsagður forustu- maður þjóðarinnar og naut mikils og almenns trausts, langt út fyrir raðir flofcks síns. Hann hafði þá verið fonuaður jafn-. aðarmannaflokksins í tæpa þrjá tugi ára, en var farinn að eldast og lýjast. Hann áleif því rétt að eiga þátt í vali eftir- manns sínis sem flokksfor- manns. Taldi Stauning engan fremri Hedtoft né giftusam- legri til þess að taka við flobks formennskunni. Á þingi danska jafnaðar- mannaflokksins árið 1939 var Hedtoft í einu hljóði og eftir tillögu Staunings kosinn for- maður flokksins. Þóttu það minnisverð tíðindi á þeim degi flókksþingsins, er fráfarandi og viðtakandi formaður tókust í hendur, en lófaklapp og árn- aðaróskir hljómuðu um allan salinn. Stauning var áfram forsætis ráðherra til dauðadags, en Hed toft tók nú til óspilltra mál- anna við flokksforustuna, og var samband og samstarf þeirra á milli mjög náið og innilegt, svo að líkja mátti við föður og son. En meðal flokksmanna jukust áhrif og álit Hedtofts, og þótti flestum hann mjög vel til forustunnar fallinn. ❖ - * * En brátt hófust válegir og örlagaríkir tímar i Danmörku. Heim'fstyrjöldi n skall á haust- ið 1939, og Þjóðverjar hernámu HANS HEDTOFT Mjmdin var tekin, er hann hafði verið kosinn forseti Norður landaráðsins á stofnþingi þess í Kaupmannahöm á dögunum. Hedtoft hefur frá upphaÚ. j látið alþjóðlegit satnstarf jaf.>- | aðarmanna mjög til sín taka. Ég minnist þess, er ég 1936 sái fund samvinnunefndar nor- rænna alþýðusamtaka í OsJéi Kom þá til mála, að þess væ:ri kostur, að norrænn jafniaðar- maður tæki að sér formennskú alþjóðasambandi jáfnaða.1- manna. Sagði Per Albin Hams- £on þá, að ef til þess kæirJ, væri enginn maður líklegri né heppilegri til þess vandasama starfs en Hans Heöloít. Sýnir það vel. að horrænir jafnaðai-- menn trevstu Hedtoft til for- uritu í þeissum alþjóðasamtök- uim, þó að hann væri þá aðéinsa rúmlega þrítugur, enda héfur hann þar mifcið starfað og nýt- ur traustis fvrir sakir. áhuga, hæfni og atorfcu. Hedtoft hefur frá upphaii verið öruggur og áhrifaríkur hvatamaður að norrænu saxn- starfi. Hefur hann átí mikinn þátt í því að auka samvinnu og samhug meðal allra jafnaðar- mannaflokkanna á Norðurlönd um og er þar aíls síaðar mjqg mikils metinn. En áhugi hans er þó ekki takmarkaður við saö- vinnu jafnaðarmiannaflokkanna einna saman. Hann hefur sta'íí ið í fararbroddi og miklu til leiðar komið varðandi nánai samvinnu Nor&urlandanna sá mörgum sviðum. Hann er upp- hafsmaður að hugmyndinni uim Norðurlandaráðið, og er hon,- um af einstökum mönnum mest að þakka. að þessi- srtofn- un komist á laggirnar og hversw ■ miklar vonir eru bundnar viU upphafið að störfum hennar. * Tónleikar symfóníuhljóinsveitarimiar SYMFÓNÍUHLJÓMSVEIT- 1N héilt tónleika í þjóðleikhús- inu s.l. þriðjudagskvöld. Stjórn andi var Olav Kielland, en ein leikari Björn Ólafsson. Viðfangsefni voru tvö tón- verk eftir L. v. Beethoven, fiff' '.lonsert í D-dúr op. 61 og Jjórð'a symfónían, op. 60. Biörn Ólafsson skilaði hinu erifiða hlutverki sem einleikari með hljómsveitinni með mestu glsr1 imennsku, og bar leikur hair; vott um djúpan skilning og innlifun í anda þessa önd- vegisverks fiðlutónmenntanna. Olav Kielland blés verkinu einnig líf og þrótt af sinni al- kunnu andagift og stórbrotnu -stjórnanda hæfileikum, svo að þeildarsvipurinn á hlutverki hljómsveitaránnar gat taliz-t góð ur, þrátt fyrir allmeinleg mis- tök á einum stað, úr hópi hinna ágætu blásara. Hefði þó mátt vænta þess að hljómsveitin gerði þessu verki betri skil, einlkum með tilliti til frammi- stöðu hennar við flutning fjórðu symfóníunnar. En flutn ingur hennar var með slikum glæsibrag, að maður freistast til að ifullyrða að symfónlu- hljómsveitinni hafi sjaldan eða aldrei tekizt betur. Hrifning áheyrenda, sem var mjög innileg, lýsti sér í lang- varandi fagnaðarlátum. Stjórn andinn og einleikarinn voru margsinnis kallaðir fram og hylltir ásamt hljómsveitinni. Þórarinn Jónsson. Danmörku í apríl 1940. Hed- toft hafði alltaf verið hinn hárð asti andistæðingur naziista og margir Þjóðverjar, jafnaðar- menn og frjálslyndir. höfðu áður íflúið til Danmerkur og áttu þar grið og skjól, efcki síz.t fyrir tilverknað og atbeina Hed tofts, sem stjórnaði svonefnd-, um Matteottisjóði til styrktar flóttamönnum. Hernámsvöld | nazista höfðu því þegar í upp . hafi hinn versta bifur á Hed-, tofit, enda fór hann ekki leynt| með andstöðu sína og Jhélt drengilega á málum Dana. Varð þetta allt til þess, að þýzku hernámsvö'ldin knúðu það fram. að Hedtoft hyrfi af þingi og segði af isér formennsku í flokknum. | Eftir að þessir atburðir höfðu skeð, hvarf Hedtoft það, sem' kallað hefur verið ..undir iörð- ina“. Hann cflutti burt frá heim ili sínu, en var um skeið. að yfirvarpi, forstjóri ölgerðarinn ar Stjarnan. Hann.tók þátt í öfiugum leyni t samtökum gegn nazistum, en hafði, eftir þwí sem unnt var,! náið samistarf við flokksbræð- j ur sína. Þetta var ömurlegur, en um leið ævintýralegur kafli í Mfi j Hedtofts. Hefur hann sagt mér. svo frá. að hann hafi um sfcsið 1 búið í nágranni við lögrerfu- stöð Þjóðverja og oft á kvöldini gengið framhjá vörðum þeirra. Og st.undum. er hann var lagzt ur til svefns að nóttu, heyrði hann þunga vagna stöðvast ut- an við húsið og göruna elvmia aif járnhæluðum skóm þýzkra hermanna. Datt honum þá stundum í hug, og visisulega ekfci að tilefnislau.su, að nú væru böðlarnir komnir til þess að taka hann höndum og flytja brott. En af því varð þó aldrei. Þetta var vitanlega mikiil hættu- og þrautatími. En Hed- toft vék ékki af verðinum. Hon um var fooðið að flýja til Sví- þjóðar og Englands, líkt og Chriistmas Möller, og starfa þar að hagsmunum þjóðár sinnar. En Hedtoft kaus ekki þann kostinn. Að vísu fór hann eitt sinn huldu höfði til Svíþjóðar, til þess að ræða þar við Per Albin Hansson, en hann sneri ajftur heimleiðis og hélt ótrauð ur áfram í andstöðuhreyfing- unni. En öll él styttir upp um síð- ir. Stríðinu lauk, og Danmörk vrarð frjáls á ný. Þá var mynd- uð samsteypustjórn alla flokka undir forustu jafnaðarmanns- ins Vilhelms Buhl. Hedtoft tók þar sæti' sem félagsmálaráð- berra, samtím:is því sem hann tók aftur við formsnnisku í flokknum. Fijótlega fóru íram nýjar kosningar. Við völdum tók í nóvember 1945 minnihluta stjórn vinstri manna. Alþýðu- flckkurinn danski, undir for- ustu Hedtofts, var í stjórnar- andstöðu. En fljótlega kom til ko-ninga á ný, eða i nóvember 1947. Eiftir þær kosningar numdaði ' Hedtoft minnihluta stiórn jsfnaðarmanna, er sat að völdum til loka október 1950. Eítir almiennar kosningar þá tók við völdum samsteypu- stjórn vinstri. og íhaldsmanna undir forus-tu Eriks Erik- sens. í dag bíða monn svo kosn ingaúrslita í Danrmörku. Gangi þær kosningar iafnaðarmönn- um í vil, — en það yrði Hed- toft visisulega h.ugðnæmust af- mæli'Sgiöf — má búast við, að ekki Mði laneur tíma frá af- mælisdegi Hedtoiíts til þess að hann myndi stiórn að nýju. * * V En allt, sem nú hefur verið r>ifnt. er aðeins lítill báttur eða ytri umeerð starfa Hans Hed- tofts. Hér er hvorki tími né rúm ti:l hess að rekja rækilega öll afrek og áhrif Hedtofts í dönskum stjórnmálum. En ég vildi þó aðeins minnast á ör- fá atriðið, og þá einkum þau, er varða afstöðuna út á við. Fram að síðustu heimsstyrj- öld var da-nski jafnaðarmanna- flökkurinn mjög fylgjandi af- vopnun og hlutleysi Damnerlif ur. En dýrkeypt reynsla færði forustumönnum hans heim sanninn um það, að sú stefna befði síður en svo í för meö sér.öruggi og hættuleysi. Yfir-- gangur og ofstopi nazismarta og kommúnismans leiddi þaö berlega í ljós, að réttur og frið arvilji lítt eða óvopnaðra smiá*» þjóða var í engu metinn, helil ur þvert á móti. Og þegar kaldá stríðið af hálfu Rússa hófsi; fyrir alvöru skömmu eftir stríðslokin, sá Hedtoft manrn* gleggst, að Danmörku var lífs-- nauðsyn að tryggja varnir síns- ar og hafa isamstarf um það vic> önnur ríki. Gerði ITedtoft því < sem forsætisráðherra og flokfct foringi mikla og merkilega til- raun til þess að koma skípu- lögðu og virku varnarbandalagii á milli Danmerkur, Noregs o;í Svíþjóðar. Sú tilraun misvóksL og -urðu.það Hedtoft mikil von- brigði. En þegar svo var komið, sá Hedtoft enga aðra lausn betri eða heppilegri til þess að tryggja varnir Danmerkur, eo* að hún gerðist þátttakandi í At - lantshafsbandalaginu, er þá var í undirbúningi. Átti bann iél-a- laust mest allra danskra stjórnt málamanna þátt í því, að Dan - ir gerðust aðilar að þessu vam arbandalagi. Tókst um það sam komulag á milli stærstu lýðraö isflokka Danmerkur, og var þaíJ framkvæmt á þeim tímum, eða snemrna á árinu 1949, þegag ■ Hedtoít var forsætisráðherra.. Síðar hefur hann sem aðalforr- ingi stjórnarandstöðunnar unw ið með ríkisstjórninni að ^.ukni. um hervörum Danmerkur og við framkvæmd utanríkismái- anna yfirleitt. Má af því gTeini lega ráða, að hann hefur hafið Iutanríkismálin og varnir Dan- merkur upp yfir dægurþras og Frainhald af 5 síðu,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.