Tíminn - 09.07.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.07.1964, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR, 8. júlí. NTB-London. — Afríkanskir fulltrúar á samveldaráðstefn- unni, sem hófst í Lundúnum f dag unnu sinn fyrsta sigur í dag með því að fá því fram- gengt, að málefni S.-Rhodesiu yrðu sett í annað sæti á mál- efnalistanum, sem liggur fyrir ráðstcfnunni. Munu málefni S.- Rhodesiu verða tekin fyrir á Uðstefnunni á morgun. NTB-Berlín. — Snemma í morgun handtóku austur-þýzk- ir landamæraverðir einn félaga sinn og tvo óbreytta borgara, sem gerðu tilraun til að flýja yfir borgarmðrkin í Berlfn, yf- ir á bandarfska hemámssvæð- ið. NTB-Genf. — Alþjóðlega lög- fræðinganefndin, sem nú held ur fundi f Genf, deildi hart á Sovétstjórnina í dag, fyrir of- sóknir hennar gegn Gyðingum, sem miða að því að kenna þeim um fjármálaspillinguna f land- inu. f greinargerð lögfræðinga nefndarinnar segir, að tilgang- urinn með aðgerðum Sovét- stjómarinnar sé að leyna hin- um kapitalísku tilhneigingum, sem jafnvel verður vart innan sjálfs kommúnistaflokksins. NTB-Mexico-borg. — Björg- unarstarf er nú í fullum gangi á jarðskjálftasvæðinu um 160 km. suð-vestur af Mexico-borg, þar sem mörg þorp hreinlega jöfnuðust við jörðu í miklum jarðskjálftum í fyrradag. —f opinberri skýrslu segir, að 31 enaður hafi farizt, en fjölda er saknað og enn fleiri eru slasað ir. Sum þorpanna á hálendinu hrundu gjörsamlega til grunna, en önnur skoluðust burtu, er Balsa-fljótið skipti um farveg vegna jarðhræringanna. NTB-Moskvu. — Nikita Krúst joff, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, sagði í ræðu í Kreml í dag, að það væri krafa Sovét- ríkjanna, að allt brezkt herlið og aðrir erlendir liermenn yrðu fluttir þegar í stað brott frá Kýpur, svo að bundinn yrði endir á erlend afskipti í deilu eyjaskeggja, og þeim gert fært að ráða málum sínum til lykta af eigin rammleik. NTB-New York og Saigon. — U Thant, framkvæmdastjóri SÞ sagði á blaðamannafundi í dag. að ekki væri unnt að leysa vandamál S.Vietnam með vopna valdi og lagði til, að haldin yrði ráðstefna i Genf á nýjan leik, þar sem reynt yrði að finna pólitíska lausn á vand- «num. NTB-New York. — Banda- rísk blöð hafa látið í ljós van- trú á heilindum Sovétríkjanna bak við tillögu þeirra um stofn un fasts öryggisliðs Sameinuðu þjóðanna. T. d. segir Ncw York Times í dag, að Sovétríkin verði að sýna áþreifanlega, að tillagan sé ekki aðeins bragð til þess að leyna kommúnist- ískum Trojuhestum innan landamæra hins frjálsa heims. % HEIMSÓKN ADELMANN GREIFA Hér er nú í tveggja daga heimsókn Raban Adelmann/greifi, forstöðumaður upplýsingadeildar Atiantshafs- bandaiagsins. Á sunnudagskvöldið hélt Adelmann fyrirlestur um Atlantshafsbandalagið i Hótel Sögu og er myndin tekin að honum loknum. Á henni sjást talið frá vlnstri Hörður Helgason, Björgvin Vilmundarson, Pétur Benediktsson, (baksvipur) Adelmann og Pétur Thorsteinsson. Féll úr Hallgrímskirkju og slasaðist EJ-Reykjavík, 8. júlí. Það slys vildi til um hádegi í gær, að maður, sem var að störf- um við Hallgrímskirkju, féll nið ur og slasaðist illa á höfði. Var talið, áð hann hefði höfuðkúpu- brotnað. Maðurinn, Kristján Arason, Suð urlandsbraut 82, var þegar flutt ur í Landakotsspítala. Varð undir heyvagni EJ-Reykjavík, 8. júlí. Um klukkan þrjú í gær varð það slys á bænum Skálakoti, Vest ur-Eyjafjöllum, að 16 ára gömul stúlka, Rúna Bjarnadóttir varð undir heyvagni. Lögreglan á Selfossi flutti Rúnu á sjúkrahúsið á Selfossi í kvöld. Mun heyvagninn hafa lent á mjöðm hennar, en ekki er enn vitað hvort hún hefur mjaðma- brotnað. Héraðsmót í Atlavík Framsóknarmenn á Austurlandi halda héraðsmót sitt í Atlavík um næstu helgi. Eins og venjulega, verður dansað laugardagskvöldið. Sunnudaginn kl. 2 e.h. hefst svo aðalhátíðin. Þar flytja ræður Ey- steinn Jónsson, formaður Fram- sóknarflokksins, og Ágúst Þor- valdsson allþingismaður. Meðal skemintiatriða eru: Ein- söngur Jóns Sigurbjörnssonar óperusöngvara. Ilaukur Morthens og hljómsveit skemmta og Jón Gunnlaugsson gamanleikari fer með skemmtiþátt og Hjálmar Gíslason gamanleikari skemmtir. — Að lokum verður dansað. Hauk ur Morthens og hljómsveit leika fyrir dansinum bæði kvöldin. ÁSGEIR STEINGRÍMUR Héraðsmót í Dalasýslu Héraðsmót Framsóknarmanna í Dalasýslu verður haldið laugar- i daginn 11. júlí n.k., o,g hefst ki. | 9 s.d. í félagsheimilinu Tjarnar- lundi í Saurbæ. Ræður flytja Ás-' gcir Bjarnason, alþingismaður, og Steingrímur Hermannsson fram, kvæmdastjóri. — Árni Jónsson: tenórsöngvari syngur og Emilía Jónasdóttir leikkona, skemmtir.' Góð hljómsveit leikur fyrir dansi. 200 hestar keppa á Þingvallamótinu KH-Reykjavík, 8. júlí. Verði veðurguðirniir í góðu skapi á sunnudaginn kemur, má búast við miklum fjölda manna og hesta á Þ'ingvöllum , því að þar ætla yfir 200 hestar að fara á kostum, "keppa í stökki, skeiði, brokki og jafnvel tölti. Hafa marg 'ir þekktir garpair verið skráðir til leiks, en að mótinu stainda 6 fé- lög í landnámi Ingólfs, o'g er til- gangurinn með mótinu einkum sá að nýta þennan ágæta mótsstað, sem Landssamband hestamanna á í Skógarhólum, og ennfremur að afla fjár t'il viðhalds staðarins. Hestamannamótið hefst í Skóg- arhólum kl. 1 á sunnudaginn kem- ur með hópreið félaganna inn á svæðið. Hvert félag sendir í hóp- reiðina 21 mann og hest undir hann, og hvert félag verður með sinn búning. Formaður fram- kvæmdanefndar mótsins, Pétur Hólmsson, sagði á blaðamanna- fundi í dag, að lögð yrði áherzla á, að knaparnir yrðu ekki hestum sínum til skammar. Einar Sæmundsen, form. Lands- sambandsins, setur mótið, og síð- an hefur sr. Eiríkur J. Eiríksson stutta hclgistund Þá dæmir dóm- nefnd hópreiðina og veitir bezta flokknum viðurkenningu. 16 hest- ar eru skráðið til keppni í skeiði, sem verður með nýju sniði, þann- ig að hestarnir eiga að skeiða 150 m og frjáls aðferð er 100 metra. Fyrstu verðlaun eru 5 þús. kr. og áletraður silfurpeningur. 20 hestar munu taka þátt í 300 m tölti, sem verður nú í annað sinni keppnisgrein á hestamannamóti hér. 20 hestar eru skráðir í 300 metra stökk, og í 800 m stökk eru skráð- ir 16 hestar, m.a. Gulur á Laug- (Framhald á 12. siðu). Árs fangelsi fyrir nauðgunartilraun EJ-Reykjavík, 8. júlí. í fyrradag var kveðinn í Saka dómi Reykjavíkur upp dómur í máli tveggja manna, sem ákærðir höfðu verið fyrir að ráðast á mann á Hverfisgötu aðfaranótt 31. ágúst 1963 og ræna hann úri og 400 krónum í peningum. Annar þeirra var auk þess dæmdur fyr ir innbrot, og hlutu þeir saman- lagt 11 mánaða fangelsi og urðu að greiða 5000 krónur í skaðabæt ur. Annar hinna ákærðu, Sigurþór Heimir Sigurðsson, var sakfelld- ur fyrir innbrot og fyrir að hafa ráðizt á vegfaranda á Hverfisgötu og slegið hann hvað eftir annað, en slitið síðan armbandsúr af handlegg mannsins og horfið á brott með það. Hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm fyrir rán og þjófnað. Hinn sakborningurinn, Pétur DÆMDIR FYRIR LIKAMSARAS EJ-Reykjavík, 8. júlí. 1. júlí var kveðinn upp dómur í máli þriggja pilta, sem ákærðir voru fyrir að hafa sameiginlega ráðizt á 15 ára gamla stúlku í Hljómskáiagarðinum aðfaranótt 30. ágúst 1963 og reynt að, nauðga ! henni. Þyngsta refsing var eins* 1 árs fangelsi, en sú vægasta eins árs skilorðsbundið fangelsi. Tveir aðrir piltar sem einnig tóku þátt í árásinni, voru innan sakhæfis- aldurs og mál því elcki höfðað gegn þeim. Málsvextir voru þeir, að umrætt kvöld um miðnætti hitti stúlkan piltana fimm í miðbænum og gekk með þeim um stund, enda þekkti hún tvo þeirra vel. Gengu þeir upp Tjarnargötu og síðan gegn- um Hljómskálagarðinn undir því yfirskini, að einn piltanna þyrfti að ná í strætisvagn á Fríkirkju- veginum. Á horni Bjarkargötu og Skothúsvegar réðust piltarnir all ir á hana og lögðu hana inn á milli trjánna. Hélt einn um munn hennar, annar fótunum en hinir rifu af henni fötin. Tókst henni að bíta í höndina, sem hélt um munn inn, og sleppti pilturinn takinu, en stúlkan tók að veina. Héldu þeir henni þó enn um stund og lagðist einn þeirra ofan á hana. í sömu andrá flúðu tveir piltanna og hinir fylgdu brátt á eftir. En stúlkan hélt áfram að veina og fjórir menn, sem voru að tína maðka í garðinum, runnu á hljóð ið og fundu stúlkuna. Voru pilt- arnir handteknir og játuðu þeir afbrot sitt. Þórðarson, var sakfelldur fyrir að hafa ráðizt á þennan sama mann, sem hinn hafði rænt, og slegið hann að tilefnislausu tvö högg í andlitið með hnefa sínum. Ekki var sannað að* hann hefði slegið manninn í auðgunarskyni né tek ið neitt verðmætt af honum. Var hann því aðeins dæmdur fyrir líkamsárás og hlaut þriggja mán- aða fangelsi. Báðum sakborningum var gert skylt að greiða þeim, sem fyrir afbrotum þeirra urðu, 5000 kr. i skaðabætur. Miðvikudaginn 8. júlí. Upp úr hádegi í gær fór að hvessa á sfldariniðunum fyrir Austurlandi og leituðu skipin f var. f morgun var enn óhagstætt veður á miðunum um 7 vindstig af norðaustri. Síldarleitinni var kunnugt um afla 13 skipa samtals 7.400 mál og tunnur. Dalatangi. Guðmundur Þórðarson RE 450, Sæfaxi AK 450, Vigri GK 350, Smári ÞH 200, Steingrimur trölli SU 500, Hannes Hafstein EA 500, Grótta RE 600, Straumnes ÍS 350 Anna SI 150, Náttfari ÞH 400. Raufarhöfn. Engey RE 1150, Þórður Jónasson RE 1200, Sigurður Bjarnason EA 1100. T í M I N N, fimmtudagur 9. júlí 1964. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.