Tíminn - 10.07.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.07.1964, Blaðsíða 5
I .. .1 I ■ ■■ ■ .1.^.. I ■ . I I. III ÍÞRDTTIR l l-i "• .. . iiiii.ii ii RITSTJÓR; HALLUR SIMONARSON Skíða- kappi fórst Hinn þekkti franski skíðainað- ur, Charles BOZON, heims- meistari í sVigi 1962, beið bana ásamt 13 öðrum, er snjó- skiriða féll í Mont Blanc á þriðjudaginn. Bozon var ásamt þremur öðrum skíðakennurum á ferð með 10 nemendum, þeg- ar óhappið skeði nálægt Aigu- ille Vertes Sjónarvottar segja að hápurinn hafi verið naarri fjallstindi, þejjar sknöan fór af stað og bar hún skíðamemi- ina með sér um 600 metra nið- ur fjallshlíðina. Þegar að var komið voru þeir alliir látn'ir. BOZON var heimsmeistari í svigi 1962 — og vann titiilinn einmitt á sama stað og hann beið bana nú. Nýir menn vatdir í B-landsliðið A og B landslið leika í kvölcð Alf-REYKJAVÍK. SVO SEM skýrt var frá í blaðinu í gær, urðu nokkur forföll í B-landsliðinu. Nú hefur landsliðsnefnd KSÍ valið nýja menn í þær stöður, þar sem forföll urðu. Gísli Þorkelsson, KR, kemur inn í stöðu markvarðar fyrir Helga Daníelsson, en Geir Kristjánsson, Fram, verður varamað- ur. I bakvarðastöðurnar koma inn fyrir Árna Njálsson og Hreiðar Ársælsson þeir Sigurður Einarsson, Fram, og Þorsteinn Frið- þjófsson, Val. Fyrir Gunnar Felixson kemur inn í liðið Skúli Há- konarson, Akranesi. Guðni Jónsson, Akureyri, verður varamaður í liðinu fyrir Svein Jónsson. f kvöld leikur B-Iandsliðið gegn tilraunaliði landsliðsnefndar og hefst leikurinn klukkan 20,30 á Laugardalsvellinum. Verður efluast gaman að fylgjast með viðureigninni — og ekki gott að spá fyrir fram um úrslit. í félaga- gærkv. KR sigraði 1 • • / keppnmni 1 Alf-REYKJAVÍK. KR SIGRAÐI með nokkrum yfirburðum í þriggja félaga keppninni í frjálsum íþróttum á Melavellinum í gærkvöldi. KR hlaut saman- lagt 88 stig, en í öðru sæti varð sænska félagið Ymer með 57% stig og ÍR rak lestina með 40V2 stig. Sæmilegur árangur náðist í sumum greinum, t. d. í 110 m. grindahlaupi og í þrístökki. í 100 m. hlaupi sigraði Ólafur Guðmundsson KR á 11,0 sek., en í öðru og þriðja sæti urðu Einar Gíslason KR og Sture Anderson Ymer, á 11,1 sek. — í 400 m. hiaupi í.igraði Ólafur Guðmundss. á 51,4 sek., en annar varð Þórarinn Ragnarsson KR á 51,7 sek. — í 1500 m. hlaupi sigraði Agnar Leví á 4:03,0 mín. en Kristleifur varð annar á 4:03,9. Má geta þess, að þetta er i fyrsta sinn, sem Agnar sigrar Kristleif í þessari vegalengd — í 110 m. grindahlaupi sigraði Valbjörn Þorláksson, KR á 15,1 sek. — I þrístökki sigraði Þor- valdur Benediktsson KR, stökk 14,36 metra, sem er bezti árangur fslendings í ár. — í spjótkasti sigr aði Björgvin Hóltn, kastaði 60,73 m., en Kjartan Guðjónsson KR, varð annar, kastaði 60,61. — í sleggjukasti sigraði Svíinn Axel Ivar Classen, Ymer, kastaði 50,39 m. Annar varð Þórður B. Sig- urðsson KR, 49,08 m. — í langst. sigraði Úlfar Teitsson stökk 6,78 m. — í 4x100 m. boðhlaupi sigr- aði sveit KR. — f aukagreinum sigraði, Jón Þ. Ólafsson í hástökki, 1,98 m. Sigríður Sigurðardóttir sigraði í 100 m. hlaupi á 13,1 —og NTB-Stokkhólmi, 9. júlí. ÞRIGGJA landa keppninni í frjálsum íþróttum lauk á Stokk- hólms Stadion í kvöld með glæsi- legum sígri Norðmanna, einum stærsta, sem norskir frjálsíþrótta- menn hafa unnið til þessa. Hlaut Noregur 154 stig, Finnar urðu næstir með 136 stig, en Sví- ar lentu í þriðja sæti með 132 stig. Þetta er í fyrsta sinn, scm Norð menn sigra Finna í landskeppni í frjálsum íþróttum, en annar sigur þeirra yfir Svíum. Sigruðu þeir Svía síðast árið 1932. hún sigraði einnig í langstökki, stökk 4,86 m. FLEMMING NIELSEN FLEMMING SELDUR! Hinn þekkti danski knattspyrnu maður, Flemming Nielsen, sem undanfarin ár hefur Ieikið með ítalska liðinu Atlanta, hcfur nú (Framhald á 11 síðuj Nokkur orð / fullri uhöru Hin miklu forföll í B- landsliði íslands, sem leika á gegn Færeyjum síðar í þessum rnánuði, hafa vakið athygli. í þessu sambandi hefur fréttaritari okkar í Keflavík, Páll Jónsson, sent nokkrar línur: Er ég las þá frétt á íþrótta-j síðu Tímans á fimmtudag, að nær helmingur B-Iandsliðs- marnia, sem valdir voru til að leika gegn Færeyingum eft'ir nokkra daga, hefðu forfallazt, eða í öllu fal|i teldu sig ekki geta farið til Færeyja, fór’ fyrir mér, eins og sjálfsagt fleiri, að ég fór að hugleiða hvað væri á seyði — og hveir yrðu viðbrögð knattspyrnu- forustunnar og þá sér í Iagi landsliðsnefndar KSf við hátt erni sjálfra „sportmannanna“ 1 (ef ske kynni, að eðlilegum for föllum væri ekki til að dreifa).| Undirritaður er á því, að for- föllin séu óeðl'ileg — gamanj hefði t.d. verið að vita hvorl þessir sömu menn liefðu boðað forföll hefðu þeir verið valdir í a-landsliðið, sem væri að fara í keppnisför til meginlandsins- Það er álit mitt, að ef menn gefa sig á annað borð að íþrótt um, þá beri þeim skylda til að hlýða kalli, ef þeir skara fram- úr að dómi þeirra, sem með þessi mál hafa að gera. Að sjálfsögðu geri ég ráð fyrir, að gengið hafi verið úr skugga um það áður, en valið var að viðkomandi væru heilir heilsu. Ef Viðkomandi leikmenn telja sig of góða til að leika með B-Iandsliði, þá finnst mér sjálfs-agt, að landsliösnefnd úti- loki þessa sömu menn frá a- Iandsl'iði, sem verður valið á næstunni. Eða eiga leikmennirn ir ef til Vilí að ráða þessu sjálf ir í náinni framtíð? Undirritað- ur er á því, að svona háttalag eigi að uppræta strax áður en í óefni er komið með róttæk- um ráðstöfuinum. Það er bezt fyrir alla aðila — og ekki þá sízt fyrir agalitla*' knattspyrnu menn með stóira drauma. Páll Jónsson. Liverpool- stjörnur í blaðinu í gær var sagt frá helztu leikmönnum enska meist- araliðsins Liverpool, sem mætir KR í fyrstu umferð Evrópubikar- keppninnar í knattspyrnu. Hér til hliðar sjást fjórir hinna kunnu (eikmanna: Roger Hunt, mark- "ia:sti leikmaður Liverpool mörg undanfarin ár, Gordon Milne, framvörður, cn þeir hafa báðir leikið í enska landsliðinu. Mark- kramhald á 11. síðu. IAN CALLAGHAN TOMMY LAWRENCE T f M I N N, föstudagur 10. júlí 1964. 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.