Tíminn - 10.07.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.07.1964, Blaðsíða 15
RITSTJoRI OLGA 'ÁG’ÚSTSD'ÓTTIR Nauðsynlegt að konur sinni leikfimi meira Rætt við Kristjönu Jónsdóttur, sem sér um húsmæðraleikfimi í útvarpinu Góðan daginn, komið þið sælar. Nu skulum við taka 4 spor á staðnum. Yfir til vinstri og yfir tíl hægri —--------Við heyrum óminn af húsmæðraleikfiminni, sem vekur þær, sem sofa áfram, klukkan hálftíu á morgnana. Sú, sem annast húsmæðraleik- fimina, heitir Kristjana Jónsdóttir og er vestfirzk í húð og hár. Við náum tali af henni sem snöggv- ast meðan hún staldrar við í bæn- um, því að hún á í mörg horn að líta. h$u hjónin eru nýkomin heim frá Laugum í Þingeyjar- sýslu, þar sem þau liafa staðið fyrir íþróttanámskeiði og Krist- jana er senn á förum til Dan- merkur, þar sem hún ætlar að sækja námskeið, sem sérstaklega er ætlað fyrir danska íþróttakenn- ara. — Hvernig stendur á því, að þú ert farin að stjórna morgun- leikfiminni og byrjar ekki fyrr en hálftíu á morgnana? — Það er nú vegna þess, að Valdimar Örnólfsson sér um 'leik- fimina á veturna, en hefur ekki tíma til þess á sumrin, þar sem hann er alltaf uppi í Kerlingar- fjöllum, og því hringdu þeir einn daginn frá útvarpinu og báðu mig að annast um kennsluna. Valdi- mar segist ekki hafa vísað á mig, þeir hafa líklega séð til okkar í leikfimishúsinu hans Jóns Þor- steinssonar á Lindargötunni, en úr gluggunum á nærliggjandi hús um er hægt að sjá inn í leikfim- issalinn. Ég er fastráðinn kennari við Kvennaskólann í Reykjavík, og leikfimin fyrir þann skóla fer fram í Lindargötusalnum. Það er gott að kenna stúlkunum í þeim skóla, skróp eru fátið og stúlkurn- ar duglegar. Ástæðan fyrir þvi, að þessi þátt ur byrjar ekki fyrr en hálftíu á morgnana er sú, að margar kon- ur hringdu til útvarpsins og báðu um að tímanum yrði breytt. Leik- fimin hefur verið rétt fyrir klukk an átta á morgnana, en það er sá tími, sem húsmæðurnar eru önnum kafnar við að koma börn- unum í skólann, og svo fara menn irnir í vinnuna og ekki komin kyrrð á fyrr en klukkan hálftíu, það getur líka verið að einhverjar vakni ekki fyrr, en bágt á ég með að trúa því. Þessi tími er því hent- ugur og konurnar vilja gjarnan vera í friði og helzt ekki láta neinn sjá til sín, þegar þær eru að gera æfingarnar. Þá geta þær fyrst einbeitt sér og reynt eitt- hvað á sig. — Varztu ekkert óstyrk, þegar þú byrjaðir fyrst með þennan þátt? — Jú, ég var það, og er það reyndar alltaf að einhverju leyti. Það er ekki hægt að skrifa allt nákvæmlega niður, sem sagt er við svona kennslu, þá væri allt saman ósköp dauft og líflítið. Það liggur heilmikil vinna á bak við þessar tíu mínútur, sem þáttur- inn er í hvert skipti. Ég þarf fyrst að taka æfingarnar saman og finna æfingu fyrir sem flesta vöðva, svo þarf að raða þeim nið- ur og jafnframt að reyna að hafa æfingarnar sem fjölbreyttastar, og ekki alltaf bær sömu, þó að Framhald á bls. 16 Kristjana Jónsdóttir — Á hinum myndunum á síðunnl sýnir hún æfingar, sem hún leggur fyrir húsmæður í msrgunleikfim- inni. (Ljósmyndir: Timlnn-GE). ÍS er hægt að búa til á marg- an hátt: Kremís er mjólk, egg og rjómi. Það er ódýrasti ísinn. Rjómaís; í rjómann er þá blanúað alls konar bragðefnum, ávöxtum, súkkulaði, nougat og ýmsu öðru. Rjóma-eggjaís; það er þeyttur rjómi, sem þeyttri eggjarauðu og hvítu er blandað í. í þennan ís eru sett alls kon- ar bragðefni, t.d. vín, sykur, súkkulaði, möndlur og margt fleira. Vatnsís; það er ávaxta- safi eða saft, sem þá er oftast borðaður með þeyttum rjóma til bragðbætis. Ávaxtaís. 3—4 appelsínur 2 sykurmolar V\ 1. vatn ca. 20. gr. sykur 1 dl. rjómi. Sykur og vatn er soðið sam- i Appelsínumar eru þvegnar og sykurmolunum nuddað við börkinn og síðan látnir í sykur- lögin. Safinn er pressaður úr appelsínunum og blandað í syk urlögin. Síðan er Iögurinn kældur, og frystur eins og van- illuís. Appelsínubörkurinn er hreinsaður og gerður úr hon- um fallegar körfur, sem fylltar eru með ísnum, sem tekinn er upp úr með skeið. Skreyttur með þeyttum, grænum rjóma. Borðaður með smákökum. Á þennan hátt er búinn til alls konar ávaxtaís. Séu notaðir niðursoðnir ávextir, er safinn settur saman við sykurlögin og ávöxtunum nuddað gegnum sigti. Einnig er hægt að setia smábita af ávöxtum út í. Oft er vín sett í þessa ísa og einnig er fallegt að lita þá mismun andi litum. Borinn inn í gler skálum. ísinn ber nafn þeirra ávaxta, sem í hann eru notað ir. T. d. má hafa sítrónusafa. Vanilluís. V2 1. mjólk eða rjómabland V2 stöng vanilla 3 eggjarauður 1 egg 100 gr. sykur borðvín 6 kg. ís og 2 kg. salt Vanilluísinn er tvímælalaust vinsælastur. Hann er búinn tii MRnBBBMs&ansauflsunjuti. is RÉTTIR pannig: Mjólkin er iátin í pott inn. Kornin eru skafinn úr van illustönginni og látin í mjólkina og vanillustöngin líka Hitað 3 eggjarauður og 1 egg er hrært með sykrinum, þar til það er ljóst og létt. Þegar mjólkin sýður, er henni- smátt og smátt hrært í,en má ekki sjóða. Hellt í skál og kælt Hrært í því annað slagið. ís- inn er smámulinn. Blandaður saltinu og látinn í óþéttan kassa og emeleruð fata í miðj una. Þar í er kremið látið. Nú er hrært í fötunni og henni snúið, þar til innihaldið byrj ar að þykkna. Þá er þeytti rjóminn látinn í og borðvínið. sem bezt er að sé líkjör, sherry eða madeira. Nú er hrært á fram, þar til þetta er enn þykk ara. Þá er það látið í ísmót sem skolað er innan úr köldu vatni og stráð sykri. Prent pappír er vafið utan um mótið * og látið niður í salt og ís f 4 —5 klukkutíma. Það fer eftir stærð mótsins. Tekið upp og mótinu haldið undir köldu vatni augnablik Hvolft á kring lótt fat með krotuðum bréfpentu dúk. Skreytt með þeyttum rjóma, sem fallegt er að hafa mislitann. fskökum raðað utan um ís- inn og flagg sett í miðjuna. Súkkulaðiís. Vá 1. rjómabland 3 egg 2 eggjarauður V2 stöng vanilla 125 gr. súkkulaði 25 gr. sykur V\ 1 rjómi Hitað er súkkulaði, vanilla ag rjómab]and. Eggin aðskilin og rauðuirnar hrærðar með sykrin um. Þegar rjómablandið sýður, er því hrært út i eggjarauðurn- ar, hitað aftur, en má ekki sjóða. Kælt, og þegar það er alveg kalt, er stífþeyttu eggja hvítunum og rjóma blandað saman við. Fryst, Skreytt með þeyttum rjóma, og eggjahvítu- kökur bornar með, en þær eru búnar til úr hvítunum, sem gengu af. T í M I N N, föstudagur 10. júlí 1964. — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.