Tíminn - 10.07.1964, Page 8
ÓLAFUR JÓHANNESSON FRÁ SVÍNHÓLI:
Vinnuhagræðing
og starfsgleði
IIPPHAF OG ÁHRIF T.W.I.-KERFISINS
Strax á fyrstu árum síðustu
heimstyrjaldar urðu til margvís-
leg vandamál á sviði iðnaðar-
framleiðslunnar, ekki sízt 1 her-
gagnaframleiðslunni, sem þá
þurfti allt í einu að auka, þjálfa
þurfti mikinn fjölda fólks, á
stutlum tíma, til nýrra starfa, á
ýmsum sviðum atvinnulífsins.
Á þessum árum varð til í
Bandaríkjunum hið svo kallaða,
T.W.I. kerfi (Training Within
Industry): er hófst með því, að
yfirmönnum og verkstjórum,
hinna ýmsu verkstofnana (aðal-
lega verksm.) var gefinn kostur
á, að sækja stutt námskeið (lOst.)
og njóta þar tilsagnar á verk-
stjóm (forsögn verka), og nokk-
urrar persónulegrar verkþjálfun-
ar. Þessi stuttu verkþjálfunar-
námskeið þóttu ná tilætluðum
árangri, og um 1945 höfðu t.d.
1. millj. verkstjóra í Bandaríkj-
unum notið þeirra. Með tilkomu
þessa „T.W.I. kerfis“ hefst hin
mikla áhugaalda fyrir vinnuhag-
ræðingu, er síðan opnaði augu
manna fyrir vaxandi möguleikum
aukinnar framleiðslu og fram-
lciðni.
Hinir jákvæðu, fljótvirku ár-
angrar þessa nýja verkþjálfunar-
kerfis, verða þegar kunnir, og
áhríf þeirra berast vítt um lönd.
íslendingar smitast.
Til íslands mun vitneskja —
og áhugi — á þessum málum
(hagræðingar) sérstaklega hafa
borizt frá Noregi (einnig
'Bandar.)
Norðmenn eru miklir áhuga-
menn á þessu sviði, og halda uppi
miklurn áróðri, um vinnurann
sóknir og önnur hagræðingarmál,
er snerta helztu atvinnugreinar
þjóðarinnar.
Árið 1949, kom til fslands —
og dvaldi um nokkurt skeið —
norskur maður Rolf Waatne.
Hann kynntist aðstæðum á ýms-
um vinnustöðum, smitaði áhuga
og fræddi um verkstjórnar og-
og hagræðingarmál.
í framhaldi af dvöl Rolfs hér og
þess áhuga, er hann hafði vakið
þáðu íslendingar boð Norðmanna
um að senda mann til Noregs, er
kynnast skyldi því helzta, er að
þessum málum laut. Til þessarar
kynnis- og fræðsluferðar, valdist
Sigurðuí1 Ingimundarson, verkfr.
og núverandi alþingismaður.
Norðmenn eru taldir standa
framarlega og lýðræðislega hvað
snertir verkstjórnarfræðslu og
margvísleg hagræðingarmál.
Þeir aðilar, er helzt standa að
og hafa forgöngu um slík mál þar
í landi eru: Ríkið, atvinnurekend-
ur, alþýðusambönd og bréfaskóli.
Bréfaskólinn einn, tekur t.d. til
meðferðar 23 námsgreinar í verk-
stjórnarfræðum.
Hvað er framleiðni?
Með tilkomu hinnar öru tækni-
þróunar verða til ýms nýyrði í
ísl. máli, er stundum valda mis-
skilningi, hvað merkingu þeirra
snertir. Sumir halda jafnvel, að
hér séu á ferðinni „fín orð“, sem
stjómmálamenn temji sér öðr-
um fremur og hafi yndi af að
leggja sér í munn, t.d. orðin hag-
ræðing, framleiðni, (og skynvæð-
ing!) o.fl. Enn hættir mörgum til
þess að rugla saman orðunum:
framleiðsla og framleiðni og
halda jafnvel, að þau merki það
sama. Allir vita hvað framleiðsla
þýðir. Framleiðni er hins vegar
hlutfall milli framleiðsumagns
og tilkostnaðar (á framl. ein.).
Dæmi: a. Framleiðslumagn eykst,
en framleiðslutilk. stendur í stað,
er framleiðní, eða b. Fram-
leiðslumagn er hið sama, en til-
kostnaður minnkar er: fram-
leiðni.
Ef við getum framleitt t.d. 100
stóla fyrir 50 þús. kr. og 200
stóla fyrir 100 þús. kr., þá er það
aukin framleiðsla, en ekki fram-
leiðni.
= 100 stólar fyrir 50 þús. kr.,
200 stólar fyrir 100 þús. kr.
= Framleiðsla.
= 200 stólar = framleiðslumagn
75. þús. kr., = tilkostnaður
= Framleiðni.
(Ath. 25. þús. kr., minna en áður)
Ef fjármagn, efni, vinnuafl og
markaður eru fyrir hendi, er
framleiðsluaukningu lítil takmörk
sett: hinsvegar þarf margs að
gæta og vandinn vex, ef auka
skal framleiðnina.
Nú er mikið um það rætt, og
að því stefnt, að auka bæði, fram-
leiðslu og framleiðni.
Aukin framleiðni ýtir undir
aukna framleiðslu, og gerir hana
mögulega. Vaxandi framleiðsla
eykur neyzlu og atvinnu, og á
þess vegna að bæta afkomu, og
menningu, ef rétt er á haldið.
Vinnuhagræðing eða Bakka-
bræðraskipulag?
Vinnuhagræðing (vinnueinföld
un) er m.a. fólgin í því, að beita
sem mest þeim aðferðum í starfi,
sem bezt hafa reynzt, samkvæmt
vísindalegum prófunum, raða rétt
og skipulega verkefnum (einnig
hlutum, vélum, vörumagni, o.s.
frv.) og koma þannig í veg fyrir
handahófsvinnubrögð. Margs kon-
ar verkkannanir og tímamæling-
ar stuðla að hagkvæmari vínnu-
brögðum, draga úr — eða fyrir-
byggja- óþarfa tímasóun, sem allt
of víða á sér stað, en margir gera
sér tæpast grein fyrir, þótt aðrir
myndu telja svo langt gengið, að
um nokkurskonar „verk-leysis-
starblindu" væri að ræða eða
„Bakkabræðraskipulag“!.
Verkstjórar hafa afskipti af
stórum hluta þjóðarinnar. En
verkstjóri er reyndar hver sá,
sem yfir starfsfólki ræður, enda
þótt hann sé í sumum tilfellum
kallaður: deildarstjóri, sölustjóri,
framkvæmdarstjóri o.s.frv. Hann
þyrfti helzt að vera nokkur skipu-
lagsstjóri, og mannþekkjari. Skort
ur á reglu, og góðu skipulagi get-
ur orðið svo mikill vani, að verk-
menu þjálfi sig loks upp í því,
að gera sig ánægða með skipu-
lagsleysið!
Eða: Þeir verða að sætta sig
við það. ( = Örþrifasátt")
Nauðsyn vinnuhagræðingar er
hægt að sanna með tölum (tíma-
mælingar o. fl.) Þannig að aug-
ljóst verður, að það er betra, að
vinna verkið, svona en ekki ein-
hvern vegin öðruvísí! og að nauð-
synlegt er, að vita hina auðförn-
ustu rás þeirra.
Einnig, að verk séu ekki, að
þarflausu, slitin úr tengslum við
þá heild, sem þau tilheyra, o.s.frv.
Starfsleiði eða „starfsgleði“.
Erindislaust erfiði skapar starfs
leiða og þreytu, en hugkvæmnin,
hagræðingin og áhuginn eykur
ánægjuna, og styrkir aflgjafa
nýrra framfara. Gott skipulag ger-
ir kröfu til þess, að tekið sé til-
lit til heildaraðstæðna sömu verk-
stofnunnar. Sé ekki liöfð í huga
heildarmynd þess starfs, sem
vinna á, eða þess kerfis, sem öll
störfin þarfnast, hættir mörgum
til þess, að framkvæma í snatri,
hverja þá hugmynd, sem þeím
finnst í augnablikinu vera mjög
snjöll, en síðar kemur e.t.v. í
ljós, að hugmyndin, og fram-
kvæmdin er mjög neikvæð, gagn-
vart öðrum atriðum, er snerta
heildarskipulagið.
Allt of víða gætir þess, að
störf eru illa eða ekki undirbúin,
og verða af þeim sökum handa-
hófskennd, og í flestum tilfellum
erfiðari og verr unnin, en vera
þurfti. — Þeir sem hafa horft á
skurðaðgerð, fá Ijósa mynd af
því, hversu nauðsynlegt er, að
undirbúá verk. Fyrirfram er ætl-
azt til þess, að verkið taki sem
stytztan tíma, og heppnist sem
bezt. Allt, sem nota þarf, er haft
við höndina, og á réttum stað.
Stefnt er að sem mestu öryggi,
og samverkandi aðgerðum. Þegar
þannig er unnið, verður oftast
komið í veg fyrir mistök, og slys,
og gildir hér hið sama, þótt ekki
sé um svo vandgerð verk að ræða,
sem hér var nefnt.
Störf eiga að vera vel undir-
búin, og vel unnin, og góður
verkstjóri styður þá nauðsyn.
Hann vinnur einnig að því að, að
einstaklingar innan sömu verk-
stofnunar njóti ekki sérréttinda,
né hæipri launa, vegna kunnings-
skapar, né annarlegra sjónarmiða,
en tekur tillit til hæfni og starfs-
afkasta, eftir því sem aðstæður
leyfa.
Þar sem ekki er um vinnu-
rannsóknir, starfsmat né ákvæðis-
vínnufyrirkomulag að ræða, verð-
ur vandi yfirmanna þeim mun
meiri, að sjá um að verkefni
dreyfist sem réttlátast á starfs-
fólk.
Samkennd starfsfólks í verk-
stofnun, og andinn á vinnustaðn-
um þarf að vera traustvekjandi,
og skapa eitt jákvæðasta aflið til
starfsgleðinnar, og hollustu til
verkstofnunarinnar. Ef slíkur hug
blær er ríkjandi meðal starfs-
fólksins, eru einnig miklar líkur
til þess, að það skili miklum og
góðum störfum.
Margir eyða nú miklum hluta
æfi sinnar á vinnustað, utan heim-
ilis síns. Það er þVí mikils um
vert, að þeir njóti þar sem mestra
hollustuhátta, í bezta skilningi
þess orðs, en bíði ekki tjón á
heilsu sinni, né fargi starfsorku á
skömmum tíma, vegna vanhugs-
aðra vinnubragða. Enda er það
trú mín, að bið verði á framleiðn-
inni, ef vinnan verður einstak-
lingnum böl.
ólafur Jóhannesson
Þess vegna þarf með skynsam-
legri vinnuhagræðingu, og öðr-
um ráðum, að treysta þann heil-
brigða hugsanarhátt, að ekkert
starf sé svo einfalt, að það borgi
sig ekki að leggja sig allan í það.
Hitt er svo aftur mikill skaðvald-
ur, ef fyrirhyggjuleysi og fjar-
stæðukennd vinnubrögð trufla
skaphætti tilfinníngamannsins, og
verður þrándur í götu hins hug-
myndaríka athafnamanns. Vinnu-
sálarfræðin minnir á þessar stað-
reyndir. Ég vil í þessu sambandi
skírskota til hinnar ágætu bókar
„Hugur og hönd“ eftir danska
sálfræðinginn Poul Bahnsen, sem
Broddi Jóhannesson skólastjóri
kennaraskólans hefur þýtt af mik-
illi snilld. Bók þessi er notuð
sem kennslubók í vinnusálarfræði,
og á erindi til allra þeirra, er
láta sig varða vinnuvísindi, , í
tengslum við félagsleg og heilsu-
fræðisleg samskipti manna.
Tortryggni til vinnurannsókna.
Nokkurrar andúðar verður
stundum vart til þeirra nýjunga,
sem á dagskrá eru, ekki sízt, ef
þær eru tengdar vísindalegum
rannsóknum, snerta e.t.v. einstak-
linginn, og knýja á um breyting-
ar er ná til venjulegra auðveldra
starfa, eins og það er orðað. Þeg-
ar þess er gætt, að skammt er
liðið frá því að hin svokölluðu
hagræðingarmál voru fyrst á dag-
skrá, hér á landi, er skiljanlegt,
að enn sé ekki fyrir hendi al-
mennur áhugi, en vænta má mik-
ils í þessu sambandi, þar sem ís-
lendingar eru fljótir að tileinka
sér nútímatækni, og góð vinnu-
brögð, þegar áhuginn er vakinn.
Það mætti ætla, að löng leið
væri frá „vanþróuðu kotríki'1, til
„Velferðarríkis". En í skjóli þekk-
ingar, með aðstoð raunvísinda, á
skipulögðum grunni, verður að
leita öruggra leiða, þjóðinni til
velfarnaðar.
rðnaðarmálastofnun íslands.
Ilefur hafið baráttu fyrir auk-
inni skipulagshæfni, og verkmenn
ingu, m.a. með kvikmyndastarf-
sem erindaflutningi, bókasafni
(Tæknibókasafni I.M.S.Í.) og
margs konar stuðningi við ein-
staklinga og stofnanir, sem áhuga
hafa á tæknilegum hagræðingar-
málum. Stofnunin hefir haldið
mörg almenn verkstjórnarnám-
skeið, sem vænta má að þróist i
fastan verkstjórnarskóla.
ER þess að vænta, að hér 4
landi hefjist lýðræðislegt sam-.
starf, um þessi þýðingarmiklu
mál, sem velferðarhugsjónir heild-
arinnar mótist af.
Lítum í kring um okkur.
í borg og bæ, og víðs vegar
ucn landið, á sér stað óhugnan-
legt skipulagsleysi, úti og inni,
sem orsakar það, að fjöldi fólks
vinnur að stöðugum óþarfa flutn-
ingi, fram og aftur með sjálft sig, .
og þá hluti sem það handleikur..
Geysilegum tíma- og orku —
er hér sóað, og gerir störfin oft
erfið og leiðigjörn, sem annars
gætu verið lífræn og skemmtileg.
Þótt ekki sé beitt hagfræðileg-
um aðferðum, né tímabundnum
útreikningum, má oft gera vinn-
una auðveldari, og skemmtilegrl
og færa margt til betri vegar,
jafnvel án teljandi tilkostnaðar,
sé hugkvæmni og eftirtekt beitt.
Það er t.d. eftirtektar vert, hér
í R-vík, þar sem tekið hefur ver-
ið upp „kjörbúðarfyrirkomulag",
hversu takmarkað rými, er til
fullnustu nýtt, og oft skemmti-
lega.
Aftur á móti eru ýmsir vöru-
lagerar og efnisgeymslur, full-
komin andstæða þess, sem vera
þyrfti, og sumstaðar allt að því
hryggðarmynd. Verðmæti glatast,
og skaðleg huglæg áhrif verða
jafnvel varanleg. Á ýmsum slík-
um stöðum, er það venjulegur
atburður að leita þurfi að hlut-
unum. Hins vegar er það mörgum
ráðgáta, hve sumir eru fundvís-
ir í slikum leitarferðum.
Þið, sem áhuga hafið á góðum
vinnubrögðum, hagfelldu skipu-
Iagi, og umgengismenningu, ger-
ið ykkur ferðir þangað, sem þess-
um málum er sýndur sómi og
réttlátt hugarfar.
Hafið samband við lækna, trún-
aðarmenn og aðra ráðgefendur,
hvað snertir vinnuheilsufræði,
vinnusálarfræði o.s.frv. Gerið ykk
ur grein fyrir beztri staðsetningu
vinnuljósa, gerð vinnustóla, hæð
vinnuborða og hvers konar stað-
setningu manna gagnvart hinum
ýmsu mismunandi störfum. Mér
er kunnugt um að Iðnaðarmála-
stofnun íslands er Ijúft að veita
milligöngu, og stuðning í þessum
efnum eftir því sem aðstæður
leyfa.
Þegar rætt er um reglusemi ’og
góða umgengni, er þess oft get-
ið, að nauðsynlegt sé, að hver
hlutur eigi sinn ákveðna stað
og sé á sínum stað.
Víða vantar mikið á, að þann-
ig sé þetta í reynd. Enda þótt
svo væri, er ekki þar með sagt,
að um gott skipulag væri að ræða.
Gott skipulag er það, að hlut-
unum sé valin réttur staður, með
tilliti til þeirrar leiðar sem þeim
er ætlað að fara, og með hlið-
sjón af þeirrí heild, sem þeir eru
settir í, og tengdir.
Þetta er þeim mun mikilvæg
ara ef húsrýmið er stórt, og þess
vegna tiltölulega langt til enda-
stöðva þeirrar leiðar (rásar) sem
hluturinn (t.d. í verksm.?), eða
vörumagnið (t.d. í sölufyrirtæki?)
verður að fara.
Gott skipulag er það, að verk
stjóri hafi jafnan í hug sér ljósa
mynd þess starfs, sem framund-
an er, og hagfeldustu og helzt
stytztu leið, að hverju marki, svo
komizt verði hjá óþarfa hreyfi-
orku (og kostnaöi). Hér er um
það að ræða, að nýta sem bezt
tíma, rúm, orku og fjármagn'
= vinnuhagræðing.
Vinnuhagræðingu verður ekki
viðkomið, fyrr en húsrými og lög-
un þess fullnægir þeirn kröfum
sem gera þarf. Það er t.d. lítill
vandi að dreyfa ákveðnu (eða
óákveðnu) vörumagni, í nógu
miklu rými, einhvernveginn! (Get
ur jafnvel litið sæmilega út)
Það á ekkert skylt við skipu
lag né vinnuhagræðingu.
Framhald á 11. síðu.
8
T í M I N N, föstudaeur 10. IÚM 1964.