Tíminn - 10.07.1964, Síða 19
IAð þessu sinni birtir þáttur-
inn „Hestar og menn“ aðeins
ávarp það, sem formaður L. H.,
Einar G. E. Sæmundsen, flutti
við setningu Fjórðungsmóls
hestamannafélaganna á Norður
landi, sem haldið var við Húna-
ver 28. f. m.
Ætti lesendum þáttarins að
þykja það meiri fengur en
upptalning ýmissa atriða, sem
búið er að segja frá. — Hefst
hér ávarp Einars:
Góðir hestamenn, konur og
kariar!
Á þessu ári eru liðin 15 ár
frá stofnun Landssambands
hestamannafélaga. Á þessu
tímabili hafa verið haldin fjög-
nr landsmót og níu fjórðungs-
mót á vegum sambandsins með
góðri samvinnu og stuðningi
Búnaðarfélags fslands. Þessi
mót hafa notið vaxandi vin-
sælda og hafa ásamt öðrum
störfum L. H. og hestamanna-
félaganna orðið til þess að
glæða áhuga landsmanna á
hestamennsku, hestaíþróttum
og hrossakynbótum.
Þótt mikið hafi áunnizt í
þessum málum síðan L. H. var
stofnað og mörg verkefni hafi
verið leyst, er engum betur
ljóst en okkur hestamönnum
sjálfum, að margt stendur þar
enn til bóta. Hér skal aðeins
drepið á fáein atriði.
Vegna breyttra þjóðfélags-
hátta verður að efla kennslu i
hestamennsku og þá einkum í
þéttbýlinu. Reiðskólar þeir og
námskeið, sem haldin hafa
verið á vegum L.H. undanfarin
ár, eru aðeins upphaf þess,
sem koma skal.
Allir þekkjum við þá miklu
raun, sem það gr hestum og
hestamönnum, að þurfa að
deila vegum með hinum vél-
knúðu og hraðaóðu farartækj-
um nútímans. Þessari raun
fylgir einnig sívaxandi slysa-
hætta. Vá þessari verður að
bægja frá dyrum. Við megum
ekki láta loka þeim reiðvegum,
sem enn eru færir og sem ís-
lenzki hesturinn einn hefur
rutt og haldið við líði með
hófum sínum frá upphafi ís-
landsbyggðar fram á okkar
i daga. Og það verður að ryðja
ú nýja reiðvegi í stað þeirra, sem
horfið hafa. Nýju vegalögin
viðurkenna þessar óskir hesta-
manna og fjárveiting til reið-
vega nú í ár er upphafið að
lausn þessa vanda.
Vinna þarf að því að greiða
fyrir sumarferðalögum hesta-
manna um byggðir landsins og
öræfi. Hvergi njótum við betur
hestsins og landsins okkar
fagra en einmitt í sumarferð-
um. Með sameiginlegu átaki
hestamannafélaga um land allt
er unnt að gera slíkar ferðir
auðveldar hverjum hesteig-
anda.
Við verðum að efla hrossa-
kynbæturnar. Við ættum ef til
vill að fara meira inn á þá
braut að sérrækta hin einstöku
reiðhestakyn og stilla_ í hóf
blöndun ólíkra ætta. Á þessu
sviði verðum við að beita vís-
indum og þekkingu. Kynbóta
starfsemin má alls ekki vera
hornreka, því að á góðum ár-
angri hennar byggist framtíð
ísl. hestsins. En í þessum efn-
um er margt ókannað. Mér býð
ur t. d. í grun, að séreinkenni
ýmissa hrossakynja hér á landi
eigi að einhverju leyti rætur
sínar að rekja til gróðurfars
átthaganna og landslags þeirra,
ásamt einangrun og lítilli
blöndun fyrr á tíð.
Hestamennskan er þjóðleg
og holl íþrótt og hún er ná-
tengd islenzkri menningu og
erfðum. Þess vegna eigum við
að efla hana og bæta. Við get-
um að sjálfsögðu lært ýmislegt
af erlendum þjóðum í þessum
efnum, og þann lærdóm ber
okkur að samhæfa íslenzkum
staðháttum og venjum.
Hestamennskan á miklu
fylgi að 'fagna meðal þjóðar-
innar í dag og ekki sízt æsku
landsins. Þetta er okkur gleði-
efni, en um leið leggur það
okkur mikla ábyrgð á herðar.
Við megum aldrei gleyma því,
að hvar sem leið okkar liggur
um á hestbaki, þá erum við
hver og einn fulltrúi þessarar
íþróttar. Ást okkar á hestum
og virðing fyrir hestamennsk-
unni á að vera einlæg og sönn.
Framkoma okkar öll verður að
vera í samræmi við þetta.
Þessa verðum við jafnt að
gæta, hvort sem við erum á
albúnir þess að leggja fram alla |
okkar krafta þjóðinni til efna-
legra og andlegra framfara.
En munið þið, kæru áheyrend-
ur, hvernig umhorfs var í heim-
inum 17. júní 1944?
Þá hafði staðið í meira en 4
ár samfleytt ægilegri styrjöld en
sagan kann frá að greina. Heim-
urinn var allur eitt ófriðarbál. Heil
ar heimsálfur, heimshöfin og loft-
ið sjálft var óslitinn vígvöllur, og
ekkert land var með öllu ósnort-
ið af ógnum styrjaldarinnar. Ein-
mitt um þetta leyti var að hefj-
ast lokaþátturinn i heimsstyrjöld-
inni með innrásinni i Normandí.
Aldrei hafði styrjaldarharkan og
manndrápstæknin verið meiri en
um þessar mundir. ísland var her-
setið land og framandi áhrif
flæddu yfir landið með sígandi
þunga, sem menn þá gerðu sér
ekki fulla grein fyrir, en auðséð
er nú, að fest hafa varanlegar
rætur með ýmsum hætti, og ekki
öll til góðsr
En þrátt fyrir ógnir styrjaldar-
innar, þá ríkti mikil bjartsýni um
heim framtíðarinnar í brjóstum
ungra íslendinga vorið 1944. All-
ir virtust sannfærðir um, að styrj-
öldinni lyki með frambúðarsigri
lýðræðíslégra afla «m allan heim. i
Við trúðum í eins konar blindni
I á þá hugmynd, að réttlætiskennd
myndi þaðan í frá ríkja í öllum
samskiptum þjóða og að yfir-
drottnunarstefnur væru dæmdar úr
leik um langa framtíð. En fyrst
og fremst trúðum við á friðsam-
lega sambúð stórveldanna, sem i
sameiningu voru að leggja að
velli villimennsku nazismanns.
Því fer þó fjarri að heimur
eftirstríðsáranna hafi í raun svar-
að til þeirra hugmynda, sem ung-
ir menn á íslandi væntu sér vor-
ið 1944. Við höfum orðið fyrir
miklum vonbrigðum og sjá-
um margt í öðru ljósi en þá. Við
höfum ekki orðið vitni að nein-
um varanlegum sigri lýðræðisafl-
anna í heiminum. Við höfum ekki
séð réttlætiskennd vaxa að neinu
ráði í samskiptum þjóða milli, og
við höfum eklci orðið varir telj-
andi minni yfirdrottnunarhneigð-
ar en áður f stað friðsamlegrar
sambúðar stórveldanna höfum við
æ ofan í æ séð heimian dansa
á heljarþröm, og sjálfir höfum við
Islendingar dregizt nauðugir vilj-
ugir inn í átök hins kalda stríðs.
sem öðru fremur hefur sett mark
sitt á eftirstríðsárin. þó að nú hin
síðari misseri örli á bættri sam-
búð milli stórvel'l»nr,a "s vmsum
breytingum í viðhorfum í heims-
málunum.
K M I N N, föstudagur 10. júli 1964.
hestaþingum í hópreiðum eða
aðeins einir á ferð.
f dag halda Norðlendingar
fjórðungsmót sitt hér í Húna-
veri. Til þessa móts koma
hestar af öllu Norðurlandi, úr
Þingeyjarþingi, Eyjafirði,
Skagafirði og Húnavatnssýsl-
unum báðum. Hér gefur að
líta norðlenzka hestamennsku
eins og hún er í dag.
Hvergi á landi hér hefur ís-
lenzki hesturinn verið jafn dáð
ur í sögu og ljóði sem einmitt
í þessum héruðum. Öll munum
við frásögn Landnámu um
Flugu, komu hennar í Kolbeins
árós, kappreiðarnar á Kili og
vorleikinn þar á milli jökla,
sem varð upphaf hrossakyn-
bóta á íslandi. Að Hólum sat
Jón Ögmundsson fyrstur bisk-
upa og þótti hrossin góð, svo
sem verið hefur háttur Skag-
firðinga æ síðan. Jón biskup
Arason var fæddur Eyfirðing-
ur og hann orti um Móaling.
Þannig mætti lengi telja.
Frá seinni tímum minnumst
við hestavísna séra Jóns á
Bægisá og okkur kemur í huga
saga Þorgils Gjallanda um
hana Stjörnu. Heimþrá hét
hún og við grétum öll yfir
henni í æsku. Eða þá Vegtams-
kviða, hinn mikli saknaðaróð-
ur Stefáns G. og Fákar Einars
Benediktssonar. Og enn er
norðlenzka gæðingnum sunginn
dýrðaróður í ljóðum Guðfinnu
frá Hömrum og Sigurðar frá
Brún.
Og enginn þarf að fara í
grafgötur um uppruna og átt-
haga Hvítings, gæðingsins í
nýju bókinni hans Indriða G.
Þorsteinssonar.
Hérna hafa einnig orðíð til
sumar merkustu bækurnar sem
ritaðar hafa verið um hestinn
okkar, eins og Faxi doktors
Brodda og Horfnir góðhestar
Ásgeirs frá Gottorp.
í bókum Ásgeirs kynnumst
við hestum og hestamönnum
liðinnar aldar og fram á okkar
daga. Þeir koma þar ljóslifandi
fram á skeiðvöllinn, hver á fæt
ur öðrum og fylgja okkur í hug
anum sem góðkunningjar að
lestri loknum. Hvílíkur fengur
er ekki að slíkum kynnum, —
á Gili.
og þó er hann mestur fyrir
ykkur norðlenzkir hestamenn.
Þið • sem eruð arftakar hinna
snjöllustu hestamanna gengins
tíma, eins og Jóns á Þingeyr-
um, Hesta-Bjarna og Jóns á
Mýrarlóni. Arfur ykkar er
stór og hlutskipti mikið á kom
andi árum: Að láta ekki merki
hestamennskunnar niður falla,
heldur befja. það til vaxandi
ij^fa^^-i.virðingar með þjóð
okkar,
Hér í Húnaveri hefir verið
unnið mikið og fórnfúst starf
að undirbúningi þessa móts.
Veðurguðirnir hafa ekki verið
okkur hliðhollir, svo sem við
Fjöll og heiðar falda hvítu sem
á haustdegi. Það er hráslagi í
tjöldum og hestarnir standa í
höm og súpa hregg. En við lát
um þetta ekki á okkur fá. Megi
þetta mót verða hestamanna
félögunum sem að þvi standa
til ánægju og sóma. Að því ber
hverjum og einum okkar að
stuðla.
Að svo mæltu segi ég þetta
Fjórðungsmót á Norðurlandi
sett.
Kappreiðarnar í Skógarhólum
næstkomandi sunnudag verða
vafalaust fjölsóttar. Er mikill
hugur í sunnlenzkum hesta-
mönnum að gera þær sem veg
legastar og hafa mgrgir hestar
verið skrásettir, m. a. í 800
metra hlaupinu.
kvöldi og koma aftur að
morgni. Undirbúningi fyrir
mótið er að mestu lokið, og
verði veður hagstætt má bú-
ast við góðum mannfagnaði
þarna og mörgum snjöllum til-
þrifum þeirra hesta sem þar
verður teflt fram.
Flestir þeir er fara ríðandi
munu fara til Þingvalla á laug-
ardag; ýmist vera þar um nótt
töldum okkur þó eiga skilið. ina eða fara heim með bílum að
En ekkert af þessu hefur þó
orðið til þess að minnka trúna á
hið sjálfstæða fslenzka lýðveldi.
Hitt er sönnu nær, að því .neira
sem látið er í útlöndum því fast-
ara verðum við að standa saman
innbyrðis um grundvallaratriði
sjálfstæðis og fullveldis. Þó
að saga hins endurreista lýðveld-
is sé enn stutt og nái aðeins yfir
20 ár, þá ber hún sjálf í sér
sönnunina fyrir gildi lýðveldis-
hugsjónarinnar og nauðsyn óskor
aðs sjálfstæðis fyrir þjóðina.
Kjarni sjálfstæðisbaráttunar var
frá upphafi að ná fullum yfirráð-
um yfir íslenzkum málum og eiga
sem allra fæst stjórnarmálefni
með annarri þjóð. Lokasigur f
þeirri baráttu náðist ekki fyrr en
með stofnun lýðveldisins 1944, og
það yrði óafmáanlegur blettur og
þjóðinni eilífðarógæfa, ef hún af-
salaði í nokkru þeim fullveldis-
réttindum. sem hún hefur áunnið
sér með meira en 100 ára baráttu.
Um þetta atriði vil ég sérstak-
lega snúa máli mínu til
unga fólksins sem nú er á þeim
aldri sem ég var og jafnaldrar
mínir árið 1944: Látið aldrei
blekkjast tiÞ fylgis við hugmynd-
ir sem á engan hátt eiga við
islenzkar aðstæður og eru í fullri
andstöðu við hugsjón sjálfstæðis-
baráttunar fyrr og síðar og þó i
mestri andstöðu við hugsjón lýð-
vcldisins, sem við minnumst i dag.
Enginn skyldi vera svo barna-
legur að gera ráð fyrir fullkom-
inni eindrægni og algerri sam-
stöðu um hvað eina milli flokka
og hagsmunahópa í þjóðfélaginu.
Slikt er nálega óhugsandi i lýð-
ræðisþjóðfélagi og alls ekki eins
eftirsóknarvert og margir vilja
vera láta. Enda skaðar málefna-
barátta og skoðanamunur »kki
hætishót meðan deilt er af dreng-
skap og virðingu fyrir lögum og
réttt.
En þó er ó þessu sú undantekn-
ing, að um sjálfstæðismálin ber
okkur að hafa fulla sams*öðu.
hvar i flokki sem við stöndum.
og þar verður hver og einn þjóð-
félagsborgari og einkum þeir.
sem til forustu veljast, að Kunna
að grefea kjarnann frá hisminu
Það er i raun og veru höfuð
atriði þess. sem ég vildi segja við
þjóðhátíðargesti og áheyrend-
ur mína á 20 ára afmæli lýðveld-
isins.
Við megum aldrei gleyma til
hvers lýðveldið var stofnað og
hvert sé hið eiginlega giltíi ðg
markmið þess.
Við megum heldur ekki gleyma
hugsjón Jóns Sigurðssonar um
frjálst tslenzkt þjóðríki, sem
skapaði þegnum sínum og þeim,
sem vilja Islendingar heita, skil-
yrði til andlegs þroska og efna
legrar velgengni í frjálsu landi
Tímabili sjálfstæðisbaráttunnar
við Dani lauk 17. júni 1944, en
samtímis hófst tímabil skyldunn-
ar um varðveizlu þeirra verðmæta.
sem þá voru unnin fyrir baráttu
og fórnir margra kynslóða. Gildi
þessara verðmæta minnkar ekki
fyrir það. að þau eru að fullu
komin í okkar forsjá. Þvert á
móti eru þau þeim mun verð-
meiri að þau eru okkar eign. Og
ef við einhvern tíma glötum þess-
um verðmætum eða látum þau af
hendi i skiptum við eitthvað ann-
að þá erum við ekki sama ojóð-
in eftir sem áður. ekki þeir fs-
lendingar. sem reistu sér og niðj-
um sinum fr.iálst lýðveldi á Mng-
völlum við Öxará hinn 17. júni
1944.
Ingvar Gíslason
19