Tíminn - 22.07.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.07.1964, Blaðsíða 1
Túnín spretta úr sér en ekkert heyhægtaðþurrka — SYÐRA OG VESTRA EN UM LEIÐ ER BRAKANDI ÞERRIR NYRÐRA OG EYSTRA KH-Reykjavík, 21. júlí. Nú horfir mjög illa með hey- skap sunnan- og suðvestan lands. Austan fjalls eru tún oröin svo úr sér sprottin, að liggur við skemmdum, og þar leyfir tíðin ( og austan lands kveður alveg við ekki einu sinni, að liirt sé í vot-! annan tón. Þar hafa menn rifið hey. Vestan- og suðvestan lands upp vel verkuð hey undanfarna er mjög mikið óslegið, og þurrk- daga i sunnanþurrki og hita, til leysi hindrar heyverkun. Norðan dæmis komst hitinn upp í 26 stig í forsælu einn daginn á Héraði. Margir bændur norðan og austan lands eru langt til búnir með fyrri slátt. Veðurstofan spáir engri hreytingu veðurs á næst- unni. Tíminn talaði við bændur víðs vegar uni landið í dag og skiptist algerlega á ánægju- og áhyggju- tónn í símanum. í Hornafirði er mikið óslegið enn þá, tún spruttu seint, en eru allsæmilega sprottin núna. Veðrið hangir þurrt, en þurrkur hefur ekki verið lengi. Á Kirkjubæjarklaustri var rosi í dag og undanfarna daga hefur suddi tafið heyskap þar um slóð ir. Annars hélt fréttaritari, að út litið væri þar betra en víða ann ars staðar sunnan lands og bænd ur ókvíðnir, ef þessi óþurrkatíð stendur ekki lengi. Bændur á Suðurlandsundirlendi eru annars mjög uggandi. Þar hefur verið stöðugur óþurrkur að undanförnu og lítil von á breyt- ingu í bráð. í stuttum þurrkakafla um daginn náðu nokkrir bændur saman dálitlu af heyi, en sumir eiga mikið flatt og flestir mikið óslegið. Tún eru nú orðin svo úr sér sprottin, að til vandræða horf l'ramh a bls is Þessi mynd, sem KJ tók við skólagarðana sunnan Miklubrautar í gær, gefur góða hugmynd um heyskapinn sunnan- og vestanlands. Túnsprett- an er svo geysileg, að múgarnir eru þykkir garðar — og svo rignir ofan í allt saman. SKORDYRI BRUARFOSSI K.l-Reykjavík 21. júlí. M.s. Brúarfoss kom írá Banda- ríkjunum 15 júlí s. 1. til Reykja- víkur. og var með nokkurt magn af kornvörum, bæði til tnanneldis og skepnufóðurs. Er verið var að skipa upp úr skipinu í dag fóður komi kom í ljós að í korninu voru skordýr. Þegar vart varð við skor- dýrin var búið að flytja nokkurt magn af korninu í geymslu og var ákveðið að flytja það aftur um borð í skipið, þar sem eyðing verð ur framkvæmd á skordýrunum. Ekki tókst að fá uppgefið í kvöld : hvers kyns skordýr væri hér um j að ræða. en aftur á mó.ti að þau Framh. á bls 15 Þfíili ¥®riur síioardæðuskip OLÍUSKIPIÐ FER SENN TIL AUSTFJARÐA BÚIÐ DÆLUM OG SNIGLI TIL SÍLDARLÖNDUNAR KJ-Rcykjavík 21. júlí. Síldarflutningarnir frá Ausi [jarðahöfnum til Norðurlands hafna standa nú sem hæst, og hafa síldarflutningaskipin ærið að starfa þegar mikið berzt að landi. Landað er í síldarflutn ingaskipin inni á höfnum, eða lygnum fjörðum, og fer lönd- unin fram með „kröbbum“ eða háfum. Getur vcrið seinlegt að landa á þennan hátt á milli skipa, svo menn hafa velt þvi fyrir sér hvort þetta mætti ekki framkvæma á hagkvæmari og fijótlegri hátt. í þessu sam- bandi hefur ríkisstjórnin gefið leyfi sitt til þess að nota olíu fiutningaskipið Þyril við til- raunir með löndun síldar úr síldarbátum með dæluútbún- aði. Síldar- og fiskimóölsverk- smiðja Einars Guðfinnssonar h. f. í Bolungavík stendur fyrir tilraun þessari, sem mun vara í um það bil einn mánuð. Dæla er á leið frá Bandaríkj- unutn, ti) notkunar við til- raunina, og önnur er íyrir hendi hér á landi. Eru dælur þessar svokallaðar loftþrýsti- dælur (Vacumdælur) Lands- smiðjan hefur með höndum breytingar á skipinu, og mun einnig sjá um að koma dælun um fyrir í því. Þá hefur Lands smiðjan einnig smíðað snigil sem verður um borð í Þyrli og mun taka við síldinni úr dælun um og flytja hana í geytna skipsins. Hér verður að sjálf- sögðu eingöngu um flutninga á bræðslusíld að ræða. Framh. á bls lf>

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.