Tíminn - 22.07.1964, Qupperneq 3
ISPEGLITÍMANS
Þessi mikli sjónvarpsturn
verður hæsta bygging í Bret-
landi, 619 fet að hæð. Smíði
turnsins hefur gengið mjög vel
og verður byggingin tekin í
notkun alveg á næstunni.
Þarna rís fyrsta hreyfanlega
veitingastofan í Bretlandi, efst
í turninum. Má búast við, að
hún verði vel sótt af ferða-
mönnum, sem fá þarna ákjós-
anlega útsýn yfir milljónaborg-
ina Lundúni, og það sem meira
er, með því að fara efst upp í
turninn kemst fólk upp úr
hinni hræðilegu Lundúnaþoku.
Þeir eru vigalegir kafararn-
ir þarna á myndinni, sem hafa
fengið það óskemmtilega verk
til framkvæmdar að kafa til
botns í Mississippif 1 j óti til að
leita að líkum stúdentanna
þriggja, sem hurfu sporlaust á
dögunum í Mississippi.
Eins og áður hefur verið
skýrt frá í fréttum bar þessi
leit árangur, því miður, er
óhætt að segja, því kafararnir
fluttu upp af botni árinnar
sundurtætt lík þremenning-
anna.
Er þá komið á daginn, það
sem flestir höfðu óttazt, að
stúdentarnir hafa verið myrtir
á hinn hroðalegasta hátt. Rann
sókn á morðunum stendur enn
yfir, en eins og kunnugt er
börðust hinir ungu menn
fremstir i flokki fyrir jafnrétti
hvítra manna og svartra í
Bandarríkjunum.
Um þessar mundir starfar
hópur brezkra lækna að und-
irbúningi skurðaðgerðar, sem
ef hún heppnast, mun marka
tímamót í sögu skurðlækning-
anna. Hér er um að ræða að
flytja hjarta úr nýdánum manni
yfir í lifandi mann, sem þjáist
af alvarlegum hjartasjúkdómi.
Læknar um heim allan bíða
spenntir eftir fréttum af þess
ari einstæðu skurðaðgerð, enda
að vonum, því að ef hinum
brezku læknum tekst þetta opn
ast möguleikar fyrir milljón-
ir hjartasjúklinga um að fá bót
á heilsluleysi sínu. Skurðaðgerð
in verður framkvæmd á sjúkra
húsi sem þegar er þekkt fyrir
velheppnaðar aðgerðir við til-
flutning á nýrum manna. Að
undanförnu hafa verið gerðar
umfangsmiklar tilraunir á dýr-
um til undirbúnings hinni ein-
stæðu skurðaðgerð. Þessar til
raunir hafa heppnazt svo vel,
að læknar telja tímabært að
gera slíka hjartaaðgerð á mönn
um.
Hins vegar leyna læknar þvi
ekki, að hér geti brugðizt til
beggja vona með árangur, en
þá er á það að líta, að sjúkling
urinn sem um ræðir þjáist af
ólæknandi hjartasjúkdómi.
Eina von hans er því, að þessi
skurðaðgerð heppnist.
★
Tassfréttastofan sovézka
skýrði frá því nýlega, að mað-
ur einn, Aleksej Medusjenko
hafi leikið á fiðlu sína í 40 ár.
án þess að vita um, að hún
var virði sjálfrar sín í gulli.
Fyrir nokkrum dögum veittu
kunningjar Medusjenko, sem
er úkrainskur bóndi. athygli
ítalskri áletrun á fiðlu hans.
Töldu þeir bónda á að láta
rannsaka þetta nánar og kom
ust sérfræðinear að þeirri nið
urstöðu, að fiðluna hefði Nic-
olo Amati smíðað árið 1945
en hann var heimsfrægur fiðlu
smiður og átti stórt fyrirtæki.
Þessi maður kenndi einmitt
Antonio Stradivari að smíða
fiðlur, en við nafn hans kann
ast flestir fiðluleikarar a. m. k.
Það er ekki undarlegt að
bónda brygði í brún við þessar
upplýsingar og hefur hann nú
látið safni fiðlu sína í té tii
varðveizlu.
★
Ekki er öll vitleysan eins.
„Stríplingasamtök" ein í Lund
únum hafa nú ráðist harkalega
gegn hinni svokölluðu ,,topp-
lausu tízku“ í baðfatnaði og
segja hana tilræði við samtök
sín. Formælendur samtakanna
segja, að betra sé að ganga
hreint til verks og ganga hrein
lega í samtökin. Þeir, sem vilja
njóta náttúrunnar í nekt sinni
séu hvergi betur komnir en í
samtökunum og hér sé því
verið að ,.stela“ hugsjónum
..stríplinga".
Annars hafa mörg skemmti-
leg atvik orðið í sambandi við
hina „topplausu tízku“ Ný-
lega festi grænmetiskaupmað-
ur einn á Wales upp auglýs-
ingu, þar sem hann býður þeim
kvenmanni ókeypis vörur sem
fyrst verði til að koma að
sækja þær i .topplausum bikini'
Ekki stóð á viðskiptavinunum
Snemma næsta dag birtist
stúlka ein klædd samkvæmt
skilyrðum auglýsingarinnar og
bað um ávexti til að hafa í
veizlu í tilefni af þriggja ára
afmæli sínu!
Konan nér á myndinni heit-
ir frú Henry E. Bleasing, 44
ára að aldri og hefur hún nú
gengizt við því að vera laun-
dóttir Warren G. Harding, fyrr
verandi forseta Bandaríkjanna,
sem lézt árið 1923, og Nan
Britton, sem enn er á lífi og
býr í Chicaco Móðirin, Britt
on hefur nú skýrt frá því, að
hún hafi verið ástkona forset
nns allt frá árinu 1906 til
ársins 1922. Mál þetta hefur
vakið mikla athygli, enda þótt
á sínum tíma hafi verið ýmsar
sögur á kreiki um kvenhylli
og kvensemi Harding, forseta.
¥
Enn hljómar rödd hins myrta
forseta, John F. Kennedy á öld
um ljósvakans um allan heim.
Hann er stöðugt hið stóra nafn
austan járntjalds og með vin-
sælustu dagskrárefnum i stutt-
bylgjusendingum bandaríska út
varpsfyrirtækisins Voice of
America eru kaflar úr ræð-
um hans, en stuttbylgjusend
ingar þessar ná til Sovétríkj-
anna. Voice of America hefur
upp á síðkastið leikið af plötu
kafla úr nokkrum ræðum hins
látna forseta og í framhaldi
af því tilkynnt í útvarpsstöðin
að hún sendi Kennedy-frímerki
ókeypis til hlustenda sinna, er
bæðu um slíkt. Það stóð ekki
á bréfunum og þau 100 fyrstu
voru frá sovézkum útvarpshlust
endum.
★
Sá atburður gerðist nýlega í
Lundúnum, að úr sjónvarps-
mynd var klippt atriði þar sem
svartur kvenlæknir kyssti hvít
an starfsbróður Að sjálfsögðu
þarf ekki að spyrja um ástæð
una, atriðið þótti í hæsta máta
ósæmilegt.
Svarta kvenlækninn lék hin
25 ára gacnla leikkona frá
Jamaica, Joan Hooley, en starfs
bróður hennar lék John White.
J
I í M I N N, miðvikudagur 22, júlí 1964. —
Eftirlit með laga-
framkvæmd
Ólafur Jóhainnesson, prófess-
or, ritaði mjög athyiglisverða
grein hér í blaðið í gæir um
það, hvort hér sé nauðsyn á því,
að Alþingi komi á skipulegu
eftirliti með því, hvernig lögum
þeim, sem þ'ingið setur, er fram
fylgt, hvernig þau koma niður
á b'orgurunum og hvernig opin-
berir embættismenn, sem starfa
í krafti laganna, gegina störf-
um sínum — sem sagt að reyna
að auka jafnrétti borgaranna
fyri.r lögunum.
Alþingi hefur þegar allmikið
slíkt eftirlit með nefndum, yfir-
skoðunarmönnum og fyrir-
sipurnum þingmanna, en hér
hlýtur mjög að koma til álita,
hvort rétt sé og nauðsynlegt
að Alþingi geri þetta eft'irlit
eða þætti þess að föstu eftir-
Iitsembætti, og jafnvel að það
nái einnig til bæjarmálefna og
fari þar sv'ipaða Ieið og hin-ar
Norðurlandaþjó'ðirnar.
Réttaröryggi ein-
staklingsins
í grein sinni scgir Ólafur Jð-
haunesson m.a.:
„Opinber sýsla verður æ
umfangsmeiri. Velferðarríkið
krefst auki.nna ríkisafskipta á
ýmsum sviðum. Verkefni al-
mannavaldsins verða alltaf
fleiri og margþættari. Opin-
berum starfsmönnum er stöð-
ugt að fjölga. Við þvílíkar að-
stæður er vaxandi þörf á rau'n-
hæfu eft'irliti með hvers konar
embættisfærslu og annarri op-
inbenri sýslu, þar á meðal sjálf
stæðum ríkisstofnunum, ekki
aðeins á vegum ríkisstjórnar og
stjórnarráðs, heldur og af hálfu
þjóðþingsins. Slíks eftirlits er
e'igí aðeins þörf vegna þjóðfé-
lagshagsmuna, svo sem til þess
að tryggja festu í stjónnar-
framkvæmdum, hagsýni og
spairnað í opinberum rekstri
o.s.frv. heldur einnig — og
jafnvel fyrst og fremst — til
þess að tryggja réttaröryggi
einstaklingsins. En á tímum
mikilla ríkisafskipta þarf að
gæta þess, að hlutur einstakl-
ingsins sé ekki fyrir borð bor-
inn — að réttaröryggi hans sé
ekki fórnað á altari landsföður-
legrar umhyggju“
Góð raun í Danmörku
Síðan lýsir Ólafur nokkuð
störfum og verksviði umboðs-
mannanna svonefndu á Norð-
urlöndum, starfssviði þeirra og
starfsháttum. Um danska „um-
boðsmanninn“ segir hann:
„Folketingets ombudsmand
tók til stairfa í Danmörku 1955.
Umboðsmaðurinn er trúnaðar-
maður þjóðþingsins, er velur
hann á fyrsta þingi eftir hverj-
ar almennar þjóðþingskosning-
ar. Umboðsmaður má ekki vera
þingmaður. Þjóðþlngið getur
vikið umboðsmanm fró. Vald
danska þjóðþingsumboðsmanns-
ins nær til ráðherra og allra
annarra ríkisstarfsmanna nema
dómara. Sveitarstjórnir og
samstarfsmenn þeirra voru i
fyrstu undanþegnir eftirliti um-
boðsmannsins, en með laga-
breytingu 1961 var starfssvið
umboðsmannsins rýmkað og
nær nú með nokkrum takmörk
unum einnig til sveitarstjórn-
armálefna. Umboðsmaðuriun á
cinkum að hafa eftirllt með
því, að opinberir starfsmenn
Framhalc e 15 siðu
3