Tíminn - 08.08.1964, Page 9

Tíminn - 08.08.1964, Page 9
að elta þennan gamla mann — | mann á níræðisaldri — sem er orðinn svo slitinn að hann er upp á vinsemd verkstjóranna á eyrinni kominn um vinnu? Nei, það er ekki venð að hafa hugsun á því að hlífa gömlum mönnum, sem hafa fyrir löngu lokið miklum starfsdegi í þjóðfélaginu. Þeir eru líka teknir og reyrðir i skattráns- viðjarnar, og alls ekki hugsað um, að þeir eru komnir að fótum fram fyrir aldurs sakir. Einn af mörgum. Lán eða styrk frá bænum til að lifa Vlð hjónin lögðum hart að okk-. ur með vinnu á s. 1. ári til að reyna að leysa okkar húsnæðis- vandamál. Ég er verkstjóri hjá iðnfyrirtæki. Laun mín frá 1. ágúst til loka þessa árs eru kr. 53.005,26. Skattskuld mín við Gjaldheimtuna er nú kr. 45.167,00, og ber að halda þeirri upphæð eft j ir af launum minum í 5 mánuði. Laun mín umfram skatta á þess ! um 5 mánuðum eru því kr. 7.838, j 26, eða kr. 356,28 á viku. Fyrir utan skattana ber að halda eftir af launum mínum vegna íbúðar lána margfaldri þeirri fjárhæð sem ég hefi í laun umfram nefnda skatta. Fjölskylda mín hefir því mikið minna en ekkert af tekjum mínum til að lifa af til ársloka. Ég hefi nú litla von um auka- vinnu á næstunni. Er því ekki annað sjáanlegt en að ég verði annaðhvort að fá lán eða styrk frá bænum til að lifa af á næstu manuðum. 5.8. 1964. Leigiendurnir borga hærri giöld en húseigandinn Herra ritstjóri. Þegar Framsóknarflokkurinn hefur verið við völd í landinu hefur hann alltaf reynt að hafa hemil á öllu okri, og þar með húsaleiguokri. Var húsaleigunni þá haldið nokkurn veginn í skefj um og það þótti húsabröskurum og húsaleiguokrurum hart . . . Síðan íhald og kratar hafa farið einir með völdin, hefur öllum þess háttar hömlum verið sleppt laus- um, enda blómstrar nú húsaleigu okrið bókstaflega. Með því er sýnilega ekkert eftirlit, hvorki af hálfu skattayfirvalda né ann arra opinberra aðila. Er okur þetta víða gegndarlaust. Ýmsir gæðingar fá lóðir eins og þeim sýriist svo byggja þeir stórhýsi sem þeir ýmist selja með geipi- gróða eða leigja með okurleigu. Allt er leyfilegt í þeim sökum undir stjórn íhaldsins í Reykja- vík. Sumir þessara okrara eíga margar ibúðir sem þeir leigja og græða óhemju á. Önnur hlið er á þessu máli, en það er skattahliðin. Húsaleigu okrararnir pína leigjendur sína, sem neyðast til að leigja hjá þeim með afarkostum, tii þess að svindla á skattframtölum. Þeir eru kúgaðir tii að telja aðeins lít- inn hluta leigunnar fram. Undir ritaður neyddist t. d. til að taka á leigu þriggja herbergja íbúð í fjölbýlishúsi fyrir nokkrum ár- um. Leigan var þá kr. 2.800 og 25.000 fyrirfram. Nú er leigan komin upp í kr. 4.000, pr. mánuð og 30.000 borgaðar fyrírfram á hverju hausti. En ekki má telja fram á framtali meva en kr. 1.500 pr. mán. Hitt hefur húseigandinn skattfrjálst og hann á a. m. k. j 10 íbúðir. Hvar er nú hið stranga j skattaeftirlit fjármálaráðherrans'’ | A meðan verðum við sumir leigj i endurnir að ‘elja fram hvern eyri sem okkur tekst að strit.a fyrir. og höfum surhir mun hæri; útsvar en húseigandinn sem ei stóreignamaður og hefur mörg fleiri járn í eldinum, m. a. húsa byggingar og sölu . . . Mér e’ kunnugt um að margt fólk verð ur að búa við þetta húsaleiguok ur og er pínt til svindls á fram tölum sínum. Ef skattayfirvöldin gera ekkert tii að leiðrétta þessa spillingu, sem þeim er auðvitað vel kunnugt um þá ættu leigj- endur að taka sig saman um að rísa gegn þessari okurstarfsemi og skattsvikum með því að gefa okrarana og skattsvikarana upp miskunnarlaust. Skattayfirvöld Reykjavíkur gætu þá varia setið öllu lengur aðgerðalaus. Um leið og ég kem þessari uppá stungu á framfæri við leigjendur vil ég skora á Framsóknarflokk-• inn að halda áfram skeleggri bar áttu gegn spillingunni í húsaleigu málunum. Honum er bezt treyst- andi til þess eins og í öðrum um bótamálum almennings. J. Sigurðsson. * Þetta er nú „lækkun” ser segir sex!!! Ég er starfsmaður við ríkis- stofnun. Við hjónin erum aðeins tvö í heimili. Skattskyldar tekj- ur mínar árið 1962 námu kr. 117.800.00. Skattar af þeim álagð ir 1963 námu 22.317.00, sem sundurliðast þannig: Tekjuskattur kr. 5.220.00 Kírkju- og kirkju- garðsgjald kr. 392.00 Sjúkrasamlagsgj. kr. 1.500.00 Tekjuútsvar kr. 15.205.00 Samt. kr. 22.317.00 Skattskyldar tekjur mínar árið 1963 námu kr. 173.300.00. Var hækkunin aðallega vegna launa- hækkana opinberra starfsmanna, sem gekk í gildi í júlí 1963. Skatt ar álagðir nú nema kr. 49.821.00, sem sundurliðast þannig: Tekjuskattur kr. 16.956,00 Kirkju- og kirkju- garðsgjald kr. 881.00 Sjúkrasamlagsgj. kr. 2.040.00 Tekjuútsvar kr. 29.944.00 Samtals. kr. 49.821.00 Af hækkun skattskyldra tekna á árinu 1963 frá árinu áður, kr. 55. 500.00, eru nú teknar kr. 27.504 tíl baka með auknum skattaálög um. Eftir verður þá af kauphækk uninni kr. 27.996.00. Þótt heimili mitt sé fámennt, nægir sú upp hæð varla til að mæta hækkunum á ófrádráttarbærum útgjaldalið- um þess frá því að kauphækkunin gekk i gildí á miðju ári 1963. Má þar helzt til nefna hækkun á húsa leigu kr. 1000.00, á mánuði, hækk un á hita og rafmagni, viðhaldi og rekstri einkabifreiðar, viðtækja- gjöldum, síma og yfirleitt hækkun á allri neyzluvöru á þessu tíma- bili. Hefir þannig í þessu tilfelli öll kauphækkunin verið tekin til baka með hækkuðurp sköttum og verðlagi. En laun, sem staðið höfðu óbreytt um tveggja ára skeið, þrátt fyrir miklar verðhækk anir, að engu bætt. Líkar þessu munu yfirleitt kjarabætur til launafólks hafa orðið í raun. Má segja. að stjórn arliðinu hafi farit líkt og óþokk- anum, sem rétti kjötbein að hund inum sínum. en kippti hendinni til baka, er hvutti ætlaði að glepsa beinið, og gaf honum um leið vel úti látið kjaftshögg. Ég er hræddur um að blekk ingameistaranum i fjármálaráðu neytinu takist illa að láta blað sitt sannfæra okkur meðaltekju menn um skattalækkunarsW-' Framhald á 13: síðu Irving og Edith Usen og Barney Finn. (Tímamynd, KJ). EIN HSKHÁlTiÐ A DAE GERIR HJARTANU GOTT BOSTON í svokölluðu „Nýja Englandi“ í Bandaríkjunum er i seinni tíð frægari borg en sú í gamla Englandi, sem hún var heitin eftir Margt hefur stuðl að að því að gera orðstír Bost- on í Massachusetts mikinn á þessari öld, þar eru margar merkar menntastofnanir og sin 'föníuhljómsveit þeirra er ein hinna beztu í heimi. Og sjávarútvegur í Boston er meiri en annars staðar þar í landi. Þetta þekkjum við nokkuð í sambandi við það, að fyrir nokkrum áratugum héldu all- margir íslenzkir sjómenn til Boston og réðust þar á togara og unnu sér mjög mikið orð sem slíkir. Margir hér kannast við ís- lenzku togaraskipstjórana í Boston og hafa fyrir satt, að þeir háfi átt drjúgan þátt í miklum aflabrögðum á fiski- miðum á ,,bönkunum“ þar úti fyrir landi. Þetta staðfestir sá. sem gerst til þekkir, sem sé sjálfur útgerðarmaðurinn. sem flestir þessara manna réðust til og hafa unnið hjá í aldarfjórð- ung eða lengur, Irving Usen. fiskkaupmaður og útgerðarmað ur, sem nú er hér staddur i fvrsta sinn i íslandsheimsókn. í fylgd rneð konu sinni, Edith cg aðstoðarforstjóra fyrirtækis ins. Barnie Finn. Þau þrjú komu hinaað s ]. þriðjudag og dveljast að Hótel Sögu til more uns. en þá halda þau vestur um haf. Áður en ég rek samtal það sem ég átti við Irving Usen ætla ég a§ drepa á nokkra fróðleiksmola sem ég gróf upp um manninn áður en ég fór að spjalla við hann Það er ekki ofsagt að Trvine Usen hafi haf izt af siálfum sér úr fátækt til auðlegðar Hann var ekki nema sex ára þegar hanr missti föður sinn. og var því ekki fyrr kominn á legg en hann varð að fara að hjálpa til sem fyrirvinna heim- ilisins Hann hyr.iaði sem titt er um stráka sem blaðasali á göt- unuim, hann seldi líka blóm og yfirleitt allt það, sem hann réð við að selja manna milli. — Fyrsta tegund fiskverzlunar, sem hann stundaði, var að ganga um í drykkjustöðum í borginni og selja sardínur og síld. Þetta var á árunum fyrir áfengisbannið vestra, og þá tíðk aðíst það, að drykkjustofueig endur buðu viðskiptavinunum ókeypis hádegissnarl. svo þeir þyrftú ekki að hafa fyrir því að fara út úr stofunni til að nærast. Næst tók Irving sér það fyr- ir hendur að selja og dreifa saltfiski í matvöruverzlanir. Og þetta varð upphafið að fram- gangi hans til að gerast stærð- ar fiskkaupmaður. Árið 1919 stofnaði hann fyrirtækið 0‘ Donnel-Usen Fischeries, sem fyrir löngu er orðið stærsta óháða fisksölufyrirtækið í Bandaríkjunum. Nokkru fyrir 1930 hófu þeir félagar togara- útgerð, og þá gerðist það, að ' íslenzkir sjómenn, sem héldu vestur um haf til að freista gæfunnar, réðust á togarana hjá 0‘Donnel-Usen. Þetta fyrirtæki hefur alla tíð lagt áherzlu á geymslu og varð veizlu fiskmatvæla, og þeii Us- en og félagar hans urðu líka brautryðjendur á sínum slóðum í hraðfrystingu á fiski þegar þar að kom. En þótt þeir sjálf ir séu miklir útgerðarmenn. verzla þeir með margfalt meiri fisk en skip þeirra draga á land. kaupa fisk hvaðanæva að, og einnig hafa þeir keypt fisk héð an af íslandi í stórum stíl um mörg ár. í Danmörku hafa þeir lyft mikið undir silungsrækt og keypt mikið þá vöru af Dön- um og var Usen nýlega heiðr- aður með konungsorðu fyrir það starf. Það gefur nokkra hugmynd um það, hve verzlun þeirra hlýtur að vera umfangs- mikil, að skip þeirra leggja á land fjórðung alls þess fisks. sem fiskiskipin í Boston og grennd koma með í höfn, en samt leggja þeir allt kapp á að kaupa sem mest af fiski frá öðrum löndum Irving. Usen hefur ekki látið =ér nægja a? safna miklum auði Hann er kunnur fyrir ör- læti sitt Einkum hefur hann gefið firn fjár til sjúkrahúsa og tilraunastarfsemi í læknis- fræði. — Maður honum ná- kunnugur frá unga aldri full- yrðir, að Irving Usen hafi ung- ur látið sig dreyma um að læra læknisfræði, þótt ekki hafi orð- ið af því. En síðan hafi hann alla tíð sýnt mikinn áhuga á starfi lækna. Þegar ég fór að hitta hann að máli í Hótel Sögu í gær- kvöldi, spurði ég hann fyrst, hverra erinda hann væri hing- að kominn. — Það er sannarlega tími 3 kominn til að heimsækja ís- land og hefði fyrr mátt vera, svo mi'kil samskipti sem ég hef haft við íslendinga. Fyrst og fiemst er ég hingað kominn til að kynna mér fiskiðnaðinn með eigin augum, ræða við framleiðendur og athuga mögu leika á auknum viðskiptum við íslendinga. Ég kem til að treysta sambandið. skoða verk- smiðjur og vinnustöðvar og vinnuaðferðir Við höfum lengi keypt héðan fiskafurðir, eink- um hraðfrysta fiskinn, sem nýt ur vaxandi vinsælda á markað- inum vestan hafs. — Þér þekkið víst allvel til íslenzkra fiskimanna? — Já. við erum orðnir nokk- uð gamlir í hettunni hvað sjáv- arútveg snertir. stofnuðum fyr irtæki okkar fyrir 45 árum með því að kaupa aflann af fiski- bátum í Boston Við höfðum heppnina með okkur, og áður en áratugur var liðinn, hófum við sjálfir togaraútgerð. Það var árið 1928 Um þær mund ir komu nokkrir islenzkir sjó- menn til Boston, og þeir komu að máli við okkur og var það Framhald á 13 síðu T í M I N N, laugardaginn 8. ágúst 1964 — 9

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.