Tíminn - 08.08.1964, Blaðsíða 13
75 ára í dag:
Brandur Einarsson
! 75 ÁRA er í dag Brandur Ein-
arsson frá Reyni í Mýrdal nú til
fieisnilis að Álfhólsvegi 62 í Kópa-
vogi. — Hann er fæddur að Reyn-
ísdal í sömu sveit hinn 8. ágúst
1889, sonur hinna nafnkunnu hjóna
Einars Brandssonar og Sigríðar
terynjólíadóttur, frá Litlu-Heiði.
*Þau hófu bttsKap í Reynisdal, en
fluttu eftir fá ár að Reyni, eða ár-
5ð 1892. Bjuggu þau þar miklu
rausnarbúi meðan líf entist. Þau
eignuðust átta börn, fjórar.dætur
og fjóra syni, og er Brandur elztur
þeirra.
Brandur ólst upp i foreldrahús-
um i glöðum og tápmiklum syst-
kinahópi, við mika önn. og umsvif
ihins fjölmenna heimilis. — Árið
1919 kvæntist hann Guðbjörgu
•Árnadóttur ættaðri úr Mýrdál. —
Hófu þau búskap í Vestmanna-
,'eyjucn en fluttust á fyrstu búskap-
arári að Reyni, en árið 1924 flutt-
•ust þau að Suður-Götum í Mýrdal
•og bjuggu þar til ársins 1946, en
þá fluttu þau til Víkur í Mýrdal.
•Konu sína missti Brandur 1956.
•Árið 1957 flytur hann frá Vík til
dóttur sinnar, þar sem hann á nú
heúmili.
Þau Brandur og Guðbjörg eign
uðust þrjú börn, Hálfdán, nú
gjaldkeri hjá Vélasjóði, Ólöf hús-
freyja að Álfhólsvegi 62 og Einar
að Marbakka á Sveinseyri. Eru
þau systkinin öll mesta ágætis-
fólk.
Brandur Einarsson er einn af
mörgum ágætismönnum aldamóta
f
Ein fiskmáltíð
Framhald af 9. síðu
auðsótt tnál, að þeir yrðu ráðn
ir á togarana okkar. — Er
skemmst af að segja, að héðan
af íslandi höfúm við fengið þá
beztu sjómenn, sem hjá okkur
hafa starfað. Það er sama, hvort
þeir hafa verið óbreyttir eða
skipstjórnarmenn, alls staðar
hafa þeir skarað fram úr. All-
margir hafa verið stýrimenn
og skipstjórar á togurum okk-
ar, og þeir hafa getið sér mik-
ið orð sem afburða samvizku-
samir dugnaðarmenn og f^rsæl
ir sjómenn. Ég gæti nefnt þá
marga, en þið kannizt. þó víst
flestir við Magnús Magnússon,
sem hóf hina frægu sjómennsku
sína í Boston hjá okkur. Sumir
þessara ágætu manna eru látn
ir, aðrir hættir vegna aldurs
eftir fórnfúst starf. Nýlega fór
í land fyrir fullt og allt Árni
Ásgeirsson, bróðir forsetans
ykkar, og hafði hann þá starfað
hjá okkur í meira en aldarfjórð
ung. — Árni á glæsilegt heim-
ili í Boston, kona hans er líka
íslenzk, og þau eiga mannvæn-
leg börn. sem nú eru uppkom-
in
( — Hafið þið haft aðra út-
lenda sjómenn á skipum ykkar
en íslendinga?
— Já, langflestir eru frá
Portúgal og Nýfundnalandi,
auk íslendinganna.
— En nú, þegar hinir gömlu
íslenzku sjómenn hjá ykkur
týna tölunni, hafið þið þá feng-
ið aðra héðan í þeirra stað?
— Nei, það er nú heldur lít-
ið um það. Nú eru breyttir tíni-
ar, og ungir fslendingar þurfa
ekki í þeim mæli, sem þá var,
að halda út í heim til að leita
sér gæfu og gengis. Yfirleitt
fækkar þeirn ungu mönnum,
sem vilja ráða sig á togara. En
við munum alltaf sakna hinna
n frábæru íslenzku s.iómanna á
B skipum okkar.
« — Þér segir, að frystur, ís-
K lenzkur fiskur falli amerískum
g neytendum vel í geð. Þykir þá
fi ekkert út á hann að setja, eða
teljið þér, að vinnsla hans
þurfi eitthvað að breytast til
batnaðar til að seljast enn bet-
ur?
— Ég tel ekki ástæðu til að
gagnrýna vinnslu fisksins. En
það segir sig sjálft, að aldrei
verður það of vel brýntvfyrirí!:
okkur, sem framleiðum fisk og
verkum hann fyrir neyzlumark
að, að höfuðatriðið er að verka
fiskinn sem bezt og hitt er líka
höfuðatriði að ganga svo vel frá
pökkun og umbúðum, að ekki
verði að fundið.
— Fer fiskneyzla vaxandi
vestra?
— Því má hiklaust svara ját-
andi. Við gerum allt i okkar
valdi til að halda uppi áróðri
fyrir fiskinn. Ekki eingöngu
vegna þess að við verzlum með
hann, heldur brýnum við það
fyrir fólki, að það sé heilsu-
farslegt atriði að borða fisk.
Okkar kjörorð er: „Fiskmáltíð
á hverjum degi“. Og við erum
svo heppnir, að læknavísindin
hafa sánnað, að þetta er rétt.
— Hvað segja þá eplafram-
leiðendur við þessu kjörorði
ykkar, eða er það ekki epli á
dag, sem nægja á til að varð-
Meita heilsuna og þurfa ekki á
Iækni að halda, eins og mál-
tækið segir: ,,An apple a day
keeps the doctor away“. Eða
hafið þér læknisvottorð upp á
það, að fiskur sé svona býsna
heilsusamleg fæða?
— Þetta með epli á dag o. s.
frv. hefur vafalaust mikið sann
leiksgildi. En við viljum þá
gjarna fallast á það og segja
Epli og fisk á dag, það gerir
öllum gott. Og. hvort ég geti
lagt fram læknisvottorð? Já.
ég get það. Einn frægasti
h jartasj úkdómasérf ræðingur
vestan hafs, Dr. Samuel A Lev
ine, læknir í Boston, hefur lát
ið það boð út ganga, að fisk
ne.vzlu megi ráðleggja öllum
þeim, sem þjást af hjartasjúk
dómum. Sem sagt, það er hollt
fyrir hjartað ,að allir eti a m
k. eina fiskmáltíð á dag
kynslóðarinnar, þó ekki hafi hann !
haft hátt við sig. Hljóðlátur, en j
íhugull, glaður og hýr hefur hann'
háð lífsbarái.’ una Það varð aldr-!
ei hans hlutskipti að eigna=t mikil i
veraldarverðmæti. Hms vegar hef
ur hann aflað sér vináttu og virð-
ingar samsveitunga sinna í Mýr-
dal fyrir margra áratuga íarsæl
dýralækningastörf.
Ungur að árum var hann ó-
venjulega nærfærinn og glöggur
við að hjálpa skepnum í margs kon
ar veikindatilfellum. Þroskaðist
hann með árunum í þessum störf-
um. Varð það til þess að hann sótti \
námskeið í dýralækningum, sem 1
vitanlega gerði honum auðveldara
að hjálpa v'eikum húsdýrum og
kynnast lyfjum er nauðsynleg voru j
í ýmsum tilvikum. í 48 ár annað-
ist Brandur dýralækningar í Mýr-
dal og víðar, með ótrúlega góðuib
árangri.
Þetta mun þó hafa komið hart
niður á heimili hans, einkum fram
an af, því að hræddur er ég um
að ekki hafi alltaf komið mikil
greiðsla fyrir þann mikla tíma,
sem þetta starf tók frá einyrkja
manni, oft um hásláttinn, þegar
enga stund mátti missa. Opinberir
aðilar voru einnig lengi vel skiln
ingslitlir á að launa þessi þýðing-
armiklu störf, snillings manna á
þessu sviði. Sem betur fer, hefur
nú hin síðari ár, allverulega ver-
ið úr þessu bætt.
Brandur hefur alla tíð verið fé-
lagshyggjumaður, tekið þátt í
öllum þeim samtökucn er til heilla
hafa horft. Greiðvikinn með af-
brigðum og lítt hugsað um sjálfs
síns hag. —■ Hófsemdarcnaður en
glaður og reifur 'í vina hópi, auð
fúsu gestur á hverju heimili, enda
áttu honum margir gott upp að
unna.
Brandur er listhneigður að eölis
fari og góður söngmaður, eru það
hans yndisstundir að koma saman
í góðra vina hóp og taka lagið.
Á ég, sem þessar línur skrif.a marg
ar góðar ^minningar .pip ^líkar
Btundir, þjpeði í kirkjukórum og við
önnur tækifaéri. En'riú þegár léi$
ir hafa skilið fækkar þeim fund-
um. Því er það nú á þessu merkis
afmæli þinu.að ég vil nota tækifær
ið og þakka þér fyrir liðnar stund
ir, vináttuna, tryggðina og einlæg-
an og heilshugar stuðning við þörf
og góð málefni, eigi sízt við þá er
lítils máttu sín, hvort heldur voru
menn eða málleysingjar.
Eg hygg þegar á allt er litið,
hafir þú verið auðnumaður. Enn
í dag sér ekki á þér ellimörkin,
gengur sem yngri værir að fullri
vinnu dag hvern með fullum á-
huga og trúskap. Þjóð vor þarf
að eiga sem flesta þér líka Brand-
ur minn. Mannvináttan er það
sem gerir gæfumuninn, hvort held
ur þeir eru hærra eða lægra settir
í mannfélagsstiganum.
Mínar innilegustu árnaðaróskir á
afmælisdaginn og blessi Guð þér
og þínum ókomna daga.
Óskar Jónsson.
ÞEIR ERU REIÐIR
Framhald af 9. síðu.
sína, eftir að við höfum kynnzt-
henni í raun.
Skattgreiðandi
Vinnur ekki fyrir
giöldum til ársloka
Ég er íðnaðarmaður. Lauk iðn-
námi 1962. Fyrsta árið, árið 1963,
sem ég vann sem sveinn, vann ég
þá aukavinnu sem ég átti kost á,
meðal annars til að geta stofnað
heimili. Tekjur mínar vegna auka
vinnu hækkuðu því þetta ár um
30—40%.
Ég giftí mig í ársbyrjun 1964
og festi kaup á lítilli bráðab. íbúð.
Til íbúðarkaupanna fékk ég meðal
annars lán úr lífeyrissjóði og var
Heima og heiman
FramhaiO ai 3 siðu. Hann sagði, að sig vantaði pen
þybbinn eldri maður á móti
mér með eftirvæntingarfullt
augnaráð. Eftirvæntingin var
mér þó óviðkomandi, heldur
hafði hann verið að horfa á
eftir snoturri stúlkú, er rétt
í þessu hafði verið að ganga
út.
Það fyrsta, sem hann sagði
við mig — og í þetta sinn á
frönsku — var: Þið hafið mik-
ið af fallegum stúlkum hér í
Munchen.
Við áttum spjall saman, áð
ur en við snerum okkur að
efninu. Hann gat þess, að hon
um þætti gaman að sitja á
hótelum og horfa á fólk. Síðan
spurði ég hann, hvort hann
væri raunverulega Cicero.
Hann hafði setið letilega í
stól, en þegar ég sagði þetta,
reisti hann sig. Dökk augu hans
skutu gneistum og hann horfði
hvasst á mig. Hann var’hneyksl
áður yfir, að orð hans skyldu
dregin í efa. Augu hans, þá og
síðar, voru hið eina sem gáfu
til kynna, að hann gæti verið
hættulegur, slægur og léti sér
lítt bregða.
Hann lagði græna stilabók á
borðið, venjulega stílabók eins
og þær, sem notaðar eru í
barnaskólum. Hún var þéttskrif
uð. „Þetta er ævisaga mín“, til
kynniji hann bjóðandi og ákveð
ið, eins og hann víldi með því
kveða niður allar efasemdir.
Ég gat þess, að það væri
vel þekkt fyrirbæri, að menn
lygju aldrei eins mikið og þeg
ar þeir væru að festa ævisög
ur sínar á pappír. Hann sendi
mér heiftarlegt augnaráð. Svo
breyttist svipurinn allt í einu
og hann brosti breiU. Og nú
sneri hann sén að víðskiptahlið
málsins. Síðan sagði hann, að
auðvitað hefði ég á réttu að
standa. í þessari stílabók hefði
hann gert sig að mikilli hetju
og miklum föðurlandsvini. Allir
hefðu mikið sjálfsálit og hann
líka. Hann lagði spilin á borðið
og gerði ekki tilraun til að
dylja mig neins. Það kom í
ljós, að hann var fullur hé-
góma, ‘dulins ótta og löngun-
ar í hið glaða og fína líf. Ég
spurði hann, hvers vegna hann
væri nú reiðubúinn að segja
ævisögu sína eftir langa þögn.
inga. Einníg sagðist hann vilja
hefja lögsókn á hendur vestur-
þýzku stjórninni. Þýzkaland
skuldaði honum peninga og
Þriðja ríkið hefði svikið hann
hroðalega. Ég vil fá bætur fyr-
ir það fé, sem Þjóðverjar svik
ust um að greiða mér, þegar ég
njósnaði fyrir þá, sagði hann.
Þegar fundum þeirra Nogly
og Cicero bar saman í Munch
en árið 1962, voru seytján ár
liðin frá því að Cicero stund-
aði njósnirnar. Og þótt hann
myndi ekki allt, gat hann alltaf
bent Nogly á, hvar frekari heim
ilda var að leita. Þótt vel gengi
með ritun sögunnnar, var Nogly
alltaf í vafa um, að maðurinn
vajri hinn raunverulegí Cicero.
En leyst var úr -þeim vanda á
eftirfarandi hátt. í Innsbruck
bjó maður að nafni L. C. Moyz
isch, er hafði á sínum tíma ver
ið milligöngumaður millí Cic-
ero og Þjóðverja. Nogly kom á
fundi með þeim. Hann segir
að endurfundir þeirra hafi ver
ið kuldalegir. Fyrri félagar í
hinum sérstæðu viðskiptum
höfðu sáralítið til að talk um,
en maðurinn frá Innsbruck
staðfesti, að Elyesa Bazna hefði
í raun og sannleika verið hinn
frægi Cicero.
Það fer því ekki á milll mála,
að hér er enginn reyfari á
ferðinni. En saga Cicero er
samt meira spennandi en
nokkur reyfari. Hann slapp
mörgum sinnum naumlega í
starfi sínu fyrír Þjóðverja. En
hann vann jafnframt mikil
stórvirki, eins og þau að ráða
dulmálslykil Breta, koma Yalta
samkomulaginu í hendur Þjóð
verja, og gefa þeim upp að dul
nefnið yfir innrás.Bandamanna
á meginland Evrópu væri
„Operation Overlord".
Ótal sögusagnir og raunveru
legar staðreyndir hafa gert Cic
ero heimsfrægan fyrir löngu.
Og þar sem frægðin gerir,
menn oft höfðinu hærri en þeir
eru, var ekki nema von, að
Nogly brygði í brún, að sjá
aðeins lítinn, feitan verzlunar-
mann frá Istanbul í hóteland-
dyrinu. Og það var raunar ekk
ert annað en augnaráðið, sem
sýndi, hvaða mann hann hafði
að geyma. En það var líka nóg.
það bundið skilyrði um að haldið
yrði eftír af launum mínum fyrir
afborgun og vöxtum. Auk þessa
láns tók ég önnur lán til kaup-
anna og hvíla þau þungt á.
Frá útgáfudegi skattskrár
Reykjavíkur til ársloka 1964 ber
mér að greiða til Gjaldheimtunnar
kr. 37.740,00 og til stéttarfélags og
lífeyrissjóðs vegna íbúðarlánsins,
kr. 14.058,00, eða samtals kr.
51.789,00.
Sé þessari upphreð skipt á 22
vikur, ber atvinnurekanda þeim
er ég vinn hjá að halda eftir af
launum mírium á viku hverri kr.
1.715,40 til Gjaldheimtunnar og
kr. 639,00 til stéttarfélags og líf-
eyrissjóðs. Samtals á að halda
eftir af launum mínum kr. 2.354,
40 á viku. Nú eru vikulaun.mín
kr. 1.927,40 og engin aukavinna
fáanleg í bili þar sem -ég vinn.
Vantar því kr. 427,00 á viku eða
kr. 9.394,00 til áramóta til að
Iaun mín hrökkvi fyrir þeim gjöld
um er halda ber eftir af launum
mínum.
Ég er eignalaus með konu og
barn og lauk námi fyrir rúmlega
einu ári. Samkvæmt framan-
greindu er ekki annað sjáanlegt
en að ég og mín fjölskylda eigi að
svelta til ársloka. og þess utan
safna skuldum í vangreiddum
sköttum og vöxtum af einu láni í
lífeyrissjóði. Önnur íbúðarlán
verða og máske cil þess að ég
missi eignarhald á húsaskjólinu.
5.8. 1964.
KENNARI
Kennari óskast til lestrarkennslu að dagheimilinu
Lyngási, Reykjavík. Æskilegt væri, að hann gæti
einnig kennt teikningu og föndur. Umsóknir send-
ist til skrifstofu Styrktarfélags vangefinna, Skóla-
vörðustíg 18, fyrir 25. ágúst.
Stjórnarnefnd Lyngáss.
T í M I N N, laugardaginn 8. ágúst 1964
13