Tíminn - 08.08.1964, Page 15

Tíminn - 08.08.1964, Page 15
TIL NÍGERÍU Framhald af 16. síðu. mikla starfsemi í sambandi við fyrstu hjálp. Þá hafa þeir í Sví- þjóð svokallaða elliþjónustu, þ.e. fólk innan véba;ada Rauða kross- ins, sem heimsækir gamalt fólk er býr eitt sér. Sænski Rauði krossinn telur um 550 þúsund meðlimi. Nú er á leiðinni suður til Ni- geriu í Afríku, norskur maður, major Isaksen,« og mun hann verða þar næstu tvö árin, sem ráðgefandi aðili við Rauða kross starfsemina þar í landi, Isaksen fer þarna suður á kostnað Finn- lands, Svíþjóðar, og Noregs, og einnig styrkir íslénzki Rauði kross- inn för hans nokkuð. ^EITUM HJÁLP Framhald af 6. síðu. ættu íslenzkir viðskipta- menn að sjó sóma sinn í því að eiga engin viðskipti við hatursstjórn fasista í Suður-Afríku, enda fullvíst, að hægt er að reka þau við- skipti við aðrar þjóðir, á jafn hagkvæman hátt. Erfiðle'ikar vanþróaðra ríkja eru ásborun til íslendinga að taka höndum saman og hjálpa öðrum þjóðum til sjálfshjálpar. Þótt við séum fámenn þjóð, getum við komið mörgu í verk. Verkefnin biða! Hefjumst handa sem fyrst! STÓRAUKIN VIÐSKIPTI Framhald af 6. síðu. andstæð stjórn-arskránni. Margt bendir því til þess, að þjóð- félagsfyrirkomulag það, sem Verwoerd og kumpánar hans hafa kom'ið á í Suður-Afríku, sé hugsjónaríki Goldwaters. Þar geta hvítir menn ráðið öllu og verið ríkir og voldugir, horf ið “aftur til hinna „gömlu Qg góðu daga“ þegar blökkumenn voru þrælar. Það er augljóst, að þessi sami andi ríkir meðal þeirra, sem hvað ákafast auka viðskipti sín við Suður-Afríku. Aðdáun þeirra á Goldwater, Verwoerd og öðrum öfgafullum fasistum er öllum augljós. Hún er bæði hættuleg og viðbjóðsleg. Skynsamir og öfgalausir ís- lettd'ingar verða að reyna eftir mætti áð stemma stigu fyrir framgöngu hennar. Það gera þeir m.a. með því að neita að kaupa vörur frá Suður-Afríku. j KÍNVERJAR SVARA Framhald af 16. síðu. . en .hann birti yfirlýsingu sína í| morgun. Báðar deildir Bandaríkjaþings héldu fundi í dag og samþykktuj ályktun , þar sem lýst var yfir i stuðningi við aðgerðir Johnsonsj forseta í Vietnam-málinu. Full-' trúadeildin samþykkti ályktunina' mótatkvæðalaust, en í öldunga-| deildinni greiddu tveir þingmenn| atkvæði gegn henni. Annar þeirra,1 Wayne Morse frá Oregon, sagði að 1 ályktunin gæfi forsetanum vald til! að hefja styrjöld upp á eigin spýt-i ur, en hinn, Ernest Gruening fráj Alaska, sagði að Vietnam væri! ekki þess virði, að einum banda-j rískum hermanni væri fórnað j þess vegna. Leiðtogar beggja þing-j flokka mæltu hins vegar fastlegaj með samþykkt ályktunarinnar, og Johnson forseti sagði að lokinni ^ samþykktinni, að atkvæðagreiðsl j an sýndi, að Bandaríkjaþjóðin væri einhuga í því að verja her-j afla sinn og koma í veg fyrir á- rásir og vinna einarðlega að friði og öryggi í Suðaustur-Asíu. Tilkynnt var í Washington íj dag, að Henry Cabot-Lodge, semj til skamms tíma var sendiherraj Bandaríkjanna í Saigon, muni inn-1 an skamms ferðast til höfuðborga ýmissa bandalagsríkja Bandaríkj- annatil að skýra stefnu Bandaríkj- anna í málefnum Suðaustur-Asíu. Lodge fer í þessa för að tilmælum Johnsons forseta, en hann átti tveggja tíma samtal við forsetann í dag. Hann mun leggja af stað í förina eftir viku, en enn hefur ekki verið tilkynnt til hvaða landa hann muni fara. Þó er talið víst að hann komi til Parísar og ein- hverra fleiri höfuðborga í Vestur- Evrópu. Hin opinbera fréttastofa í Norð- ur-Vietnam tilkynnti í dag, að bandarískar flugvélar hefðu hvað eftir annað farið inn í lofthelgi landsins í dag, en verið reknar á braut með loftvarnaskothríð. Yfir- herstjórn landsins hefur sent al- þjóðlegu eftirlitsnefndinni mót- mæli gegn þessum skýlausu brot- um á Genfarsáttmálanum um mál- efni landsins, sem herstjórnin kallar svo. Frá Formósu berast þær fregnir, að miklir liðsflutn- irigar eigi sér nú stað frá Kína til Norður-Vietnam, þar á meðal hafi fast að því hundrað orrustuþotur af MlG-gerð verið fluttar til Hanoi frá Kína. í Peking fór fram í dag fjölda ganga til að mótmæla aðgerðum Badaríkjanna í Norður--Vietnam. Gangan sem var fimm kílómetra löng og milljónir tóku þátt í, gekk fram hjá sendiráði Norður-Viet- nam í Peking og þáru göngumenn fána og spjöld, þar sem aðgerðirn ar gegn Norður-Vietnam voru for- dæmdar Um svipað leyti tilkynnL kínverska fréttastofan Nýja Kína, að ríkisstjórn Norður-Vietnam hefði birt boðskap til þjóðarinn- ar, þar sem henni væri þakkað hugrekki sitt og varnarvilji. Viðbrögð við atburðunum í Viet- nam skiptast í tvö horn. Rauði kross Sovétríkjanna fordæmdi í dag, það sem hann kallaði ,þær miskunnarlausu árásir á Norður- Vietnam, sem bandarískar flugvél ar hefðu gert“. Frá Kaíró er til- kynnt að egypzk stjórnarvöld lít’ svo á, að allir aðilar að dcilunum í Suðaustur-Asíu verði nú a& láta af öllum hernaðaraðgerðum til að varðveita heimsfriðinn. Heimspek ingurinn aldni Bertrand Russel, hefur skorað á Sameinuðu þjóðirn ar að fá Bandaríkin til að sækja 14 velda ráðstefnu um Vietnam- málin. Hann segir í tiímælum sín um, að aðgerðir Bandaríkianna hafi ekki verið réttlætaanlegar og þær hafi verið alvarleg ógn við heimsfriðinn. Bandaríska blaðið Washington Post segir í leiðara í dag að Kína og Norður-Vietnam hafi nú að velja milli varfærni og stolts er þessi lönd ákvarði, hvern ig aðgerðum Bandaríkjanna skuli svarað. Blaðið kveður Bandaríkja- menn verða að vona að deilumar verði leiddar til lykta með við- ræðum en um leið þurfi þó að vera vel á verði gagnvart nýjum yfirgagi í Indókína. New York Herald Tribune segir. að það væri óskynsamlegt að taka ekki hótanir Kínverja alvarlega og þýzka blaðið Die Welt í Hamborg skrifar. að aðgerðir Bandarfkjanna hafi sýnt, að það traust sem þau Asíeríki. er ekki fylgi kommúnistum, hafi j borið til Bandaríkjanna sé verð j skuldað og aðgerðirnar hafi valdið , efasemdum og óöryggi i herbúðurn j kommúnista Óryggisráðið hélt fund um Viet j nam-málið í kvöld. í fundarbyrjun j tilkynnti formaður ráðsins, Norð' maðurinn Sivert Nielsen, að með-! limir ráðsim hefðu orðið sammáH j um að bjóða bæði Norður- og Suð- j ur-Vietnam að gefa upplýsingár í sambandi við kæru Bandarík;anna . á hendur Norður-Viet.nam. Nielsen | sagði. að Norður-Viptnam gæ‘: skýrt málstað sinn með þvi . sækja fund ráðsins eða á annan i hátt, hann sagði eðlileel að Suður- j Vietnam fengi sama rétt Siðan i hófust umræður um málið og tók' fulltrúi Tékkóslóvakíu fyrstur til máls og sakaði Bandaríkin um að hafa farið í heimildarleysi inn í landhelgi Norður-Vietnam. Hann kvað Bandaríkjamenn styðja sið- spillta og ruddalega stjórn í Suður Vietnam sern þjóðin myndi steypa af stóli samstundis og Bandaríkja menn slepptu af henni hendinni, og hann hvatti ráðið til að fordæma aðgerðir Bandaríkjanna í Vietnam 'Adlai Stevenson fulltiúi Banda- ríkjanna vísaði»þessum ásökunum tékkneska fulltrúans á bug. Hann kvað tundurskeytabáta frá Norð- ur-Vietnam hafa gert fyrirvará lausa árás á bandarísk herskip og mótaðgerðir Bandaríkjanna hafi verið réttmætar. Fulltrúi Frakk- lands í ráðinu sagði atburði síð- ustu daga í Suðaustur-Asíu vera uggvekjandi. Hann kvað Frakka leggja áherzlu á að samkomulagið frá 1954 um framtíð Indókína verði virt og komið verði á varan- legum friði í því landi setn áður laut franskri stjórn. Hann lagði ti1 að samningaviðræðurnar yrðu þeg ar látnar fara fram um málið. Til sölu Henti hnullungum inn um gluggana KJ-Reykjavík, 7. ágúst. í nótt fór maður nokur um göt- ur Reykjavíkur og kastaði grjóti og öskutunnuloki inn um glugga á íbúðarhúsum. Lögreglan skipu lagði leit að manninum, og fannst hann að lokum inni í Laugardal, en var þá ekki á því að láta lög- regluna handtaka sig. Lögreglunni barst tilkynning um að tvær rúður hefðu verið brotnar í Höfðaborginni, með grjótkasti, um tvöleytið. Skömmu síðar barst lögreglunni tilkynn- ing um rúðubrot með grjótkasti innan af Sundlaugavegi, og þótti sýnt að hér væri að verki einn og sami maðurinn. Þessi sami maður henti líka öskutunnuloki inn um glugga hjá bróður sínum. Lög- reglan gerði út mikinn leitarleið- angur aö manninum, og var leitin hafin inni í Laugardal, þar sem síðast sást til hans. Eftir nokkurn tíma fannst svo maðurinn, og í Laugardalnum, liggjandi á milli tveggja skúra. Hann var ekki á því að láta handtaka sig, en lögregl- unni tókst þó að koma á hann handjárnum og flytja hann í Síðu- múlann. Lítil 2ja herbergja ibúð f ágætu standi við miðbæinn Einbýlishús á góðum stað í í Kópavogi útborgur. 180 þús. 2ja herbeigja iarðh eð við Blönduhuð 4ra herbergja íbúðarhæð með þvottahúsi á hæðinni. 2ja herbergja kiallaraíbúð Vesturbænum * 3ja hcrbergja hæð við Grett isgötu 2ja herbergja íbúð með stóruir svölum Hæð og ris í Túnunúm alls t herbergi 5 herbergia 1. hæð í^miðbæn um. 3ja herbergja íbúð góðu stand í Skerjafirði séi hiti oe séi inngangur Fokhelt 2ja hæða hús á falleg um stað í Kópavogi 3ja herbergia iarðhæð á Sel tjarnarnesi. 3ja herbeigja risíbút, við Á‘>- vallagötu. Einbýlishus á einni hæð f Kóp? vogi Risíbúð vii) Lindargötu sér hiti og sér inngangui Stór íbúðarhæð rið Kambsveg íbúðir við Skipasuno og Suður landsbraut Rannveig Þorsteinsdóftir, hæstaréttarlögmaður, Laufásvegi 2. Sími 19960 og 13243. EIMREIÐIM Askr trtarsimi 1-61-51 Pósthólt 1127 Reykjavk. ' SKIPAtlTGCRÐ RÍKISINS Ms. Esja fer vestur um land í hringferð 13. ágúst. Vörumóttaka árdegis á laugardag og mánudag til Patreksfjarðar, Sveinseyrar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Suðureyrar, ísafjarðar, Siglu- fjarðar, Akureyrar, Húsavíkur og Raufarhafnar. . Farseðlar seldir á þriðjudag. Skjaldbreið fer austur um land í hringferð 12. ágúst. Vörumóttaka árdegis á laugardag og mánudag til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breið dalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Fá- skrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyð isfjarðar, Borgarfjarðar, Vopna fjarðar, Bakkafjarðar, Þórs- hafnar og Kópaskers. Farseðlar seldir á þriðjudag. íhúðir í smíðum 2ja—3ja og ira herb ibúðir við Meistaravelli (vestur- bær) íbúðirnar eru seldar tilbúnar undir tréverk og málningu. sameign f húsi fullfrágengin Vélar i þvotta húsi Enn fremui íbúðir af ýmsum stærðum1 Húsa & íbúðasalan Laugavegi 18, IH, hæð Sími 18429 og eftix kL 7 10634 Innilegar þakkir sendi ég öllum þeim sem glöddu mig með heimsóknum og hlýjum kveðjum á 95 ára afmælinu. Guð blessi ykkur öll. Sigvaldi Guðmundsson frá Sandnesi. Fél! afpokasiæSu KJ-Refkjavík, 7. ágúst. UM miðjan dag í dag féll pilt- ur ofan af pokastæði í vöru- j geymslu Jökla h.f. við Klepps-1 veg. Pilturinn Sigurjón Helgason | Efstasundi 90 hlauc nokkur ; meiðsli en ekki alvarieg. Hjartans þakkir til barna minna, tengdabarna, barna- barna og allra ættingja og vina, sem heiðruðu mig á 70 ára afmælisdegi mínum 25. júlí s.l. með heimsóknum, heillaóskum, skeytum og gjöfum. Guð blessi ykkur öll. Jakob Einarsson, Hátúni 8. Reykjavík Hlaut verðlaun fyrir málverk Nýlega hélt Baltimore Museum of Art 32. málverkasýningu sína, en þar eru tekin til sýningar mál-| verk frá listamönnum, sem eru fæddir eða búsettir í Maryland- ríki. Alls bárust til sýningar 1400 málverk, en af þeim voru aðeins 100 tekin á sýninguna. Frú Ragnheiður Jónsdóttir, sem búsett hefur verið vestra um all- langt skeið, sendi tvö málverk á sýninguna, og voru þau bæði tek- in til sýningar. Frú Ragnheiður hlaut ein af þremur hæstu verð- laununum, sem safnið hefur veitt, en verðlaun þessi voru öll jafnhá. Frú Ragnheiður hefur stundað málaralist nokkur undanfarin ár, og haldið einkasýningar og tekið þátt í málverkasýningum í Was- hington Menntamálaráðuneytið, 6. ágúst 1964. JarSarför Sigríðar Gísladóttur frá Hafranesi er andaðist 27.7., fer fram miðvikudaginn 12.8. kl. 2. Athöfnin fer fram frá Kolfreyjustaðarkirkju. — Jarðsett verður að Hafranesi. Börn, tengdabörn og barnabörn. Jarðarför konu minnar, Guðnýjar Þorleifsdóttur fer fram frá Norðtungukirkju mánudaginn '‘'óst kl. 2 síð- degis. Jón Þorstein:-'i Hsm.'i. Þökkum innilega öllum þeim, sem auðsýndu okkur samúð cg v'máttu við andlát og jarðarför mannslns míns, föður okkar, íenncbföðlli' og afa, Jóns Gíslasonar útgerðarmanns í Hafnarfirði, og heiðruðu minningu hans á margan hátt. / Anna Jónsdóttir, Hallgerður Jónsdóttlr, Jón Jónsson, Örn Ingólfsson og barnabörn. T í M I N N, laugardaglnn 8. ágúst 1964 — 15

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.