Alþýðublaðið - 22.05.1953, Side 4

Alþýðublaðið - 22.05.1953, Side 4
4 ALÞYÐUBLACfÐ Föstudaginn 22. maí 1953 Útgefandí. Alþýðuflokkurinn. Eitstjóri og ábyrgöarmaítar: Haimlbai Valdimarsson. Meðritstjóri: Helgi Sæammdssoa. Fréttavtjóri: Sigvaldi Hjáimarsson. Blaðamenn: Loítxir Guð- mundsson og PáE Beck. Auglýsingastjóri: Emma MöEer. Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. A£- gMáSslusimi; 4900. Albýðuprentsmið j an, Hverfisgötu 8. Áskiiftarverð kr. 15,00 á mán. í lausasölu kr. 1,00 Klögumálin ganga á víxl. ÞAÐ hefur verið mikíl olíu- forák á blöðunum undanfarna daga. Mikið ef lesendumir hafa ekki fengið svarta Metti á fing urna af að snerta hau. Stórar fyrirsagnir í Morgunhlaðinu og stórar fyrirsagnir líka í Þjóð- viljanum. í báðuni þessum blöðum er Samband íslenzkra samvinnufélaga sakað um að bafa ÆTI.AD að bafa 700 000 krónur af sjómönmim í sam- bandi við leigu á olíuflutninga- skipi, er flutti 11 500 tonn af brennsluolíu til Olínfélagsins b.f. Það er svo að sjá, að Þjóð- viljinn og Morgunblaðið hafi mjög samæft hemaðaraðgerðir sínar í þessu máli, þvi að í báð- um blöðunum mæta Jesandan- um sömu ásakanirnar og sömu svívirðingarnar í garð Sam- bandsins og Olíufélagsins. Eitt af því, sem Moggi og Þjóðviljinn em sammála og samtaka um að ljúga í kór er það, að Alþýðubfaðið dragi taum Sambandsins og Olíufé- lagsins í þessu máli. ..Alþýðublaðið heldur enn Mífiskildi yfir OJíufélaginu b.f.“ segir Þjóðviljinn. Og Morgunblaðið segir, að Vií- hjálmur Þór hafi keypt krata- flokkinn með húð og hári. Og hvert er nú tilefnið? Hvað befur Alþýðublaðið gert af sér í þessu olíumáli? Það eitt að birta orðrétta fréttatilkynningu frá Sam- bandi íslenzkra samvinnufé- laga, nákvæmlega með sama hæííi og blöðin íaka daglega fréttatilkynningar frá hinum og þessurn fyrirtækjum. í þessu tilfelli lé,t þó Alþýðu- blaðið svohljóðandi athuga- semd fylgja fréttatilkynning- unni: „Ofanritnð fréítatilkynn- ing frá SÍS stendur óefað í sambandi við spurningar þær, sem Morgunbiaðið setti fram í gær um olíumál Er ýmsum spurningam Morgun blaðsins svarað Iiér að fram- an, en áð öðru Teyti er AI- þýðublaðinu ekki kunnugt um þetta mál. Ef það er rétt, að fjárhags- ■ráð hafi málið til rannsókn- ar, aafti fljótlcgaa að me.ga vænta hluílausrar skýrslu um meginatriði múlsins, og mun Alþýðublaðið gera sér far um að flytja lesenduin símim áreiðanlegar urrtlýs- insrar um bað eftir hendiimi.“ Þegar Albýðubíaðið hafði þetta mælt, að það vildi bíða hlutlausrar skýrslu um mál, sem það hafði ekki násiari vit- neskju iim, setti Þjóðviljsrm unn þann þióðfræga afglapa- svín, sem fer honum svo undur vel og snurði: „Er hægt að vera seldari?“ Og ætli cngum detti eínmitt það í hug, hegar lesnir eru dag- legir kínaþætfir og lússapistlar Þjóðviljans. — Jú, það er áreiS anlegt, að þeir þrautpíndu Þjóðviljalesendur vita fjarska vel að það er hægí að vera MIKLU SELDARI. Alþýðublaðið skal fúslega játa, að það veit ennþá fjarska lííið um þetta mál út yfir það, sem segir í skýrslu sambands- ins og komið hefur fram í skrif um blaðanna. En það skal játað, að sá æðis gengni ofsi, sem eínkennir skrif Þjóðviljans og Morgunblaðsins um þetta mál, ber vissulega ekki á sér aðalsmerki sannleik ans. Auk þess er hlutvendni og heiðarleiki MorgunMaðsms ekki hafið yfir alla tortryggni, og sízí af öllu, þegar um er að ræða ádeilur á samvinnusani- tökin í landinu. Menn verða því að afsaka þótt Alþýðublaðið vilji heldur doka við eftir hlutlausri skýrslu heldur en að slást í förina með Þjóðviljanum og Morgunblað- inu, sem sjaldan eru á sama máli, nema þegar sizt skyldi. Samband íslenzkra samvinnu félaga segist hafa náð samning um um að flytja þessar ran- ræddu 11 560 smálestir af olíu tií landsins fyrir 694 425 krón- um lægra flutningsgjald en hin olíufélögin. Enn fremur segir sambandið, að undir eins og endanlegt uppgjör hafi legið fyrir, hafi þessi upphæð verið færð til Olíufélagsins. Þriðja meginatriðið í upplýs- ingum SÍS er það, að OHufélag- | ið hafi þcgar gefið 52 viðskípía mönnum sínum, aðallega tog- urum og verksmiðjum og öðr- um iðnfyrirtækjum, sem keypt hafi brennsluolíu af umrædd- um farmi, 60 króna afsláfct á tonn, og nemi sá afslátur sam- íals, þearar öll olian sé seltl, 694 425 ltrónum. Þessu neita Þjóðviljínn og Morgunblaðið að vísu ekki, en halda því hins vegar fram, að 1 endurgreiðslan hafi ekki farið ' frarn fvrr en fjárhagsráð hafi i verið bvrjað að rannsaka mál- ið. — Enn mólmælir sainhand- ið o«r setiir: SÍS fékk skilagreín um vipp- gjör flutnimranna á olfufarmin um 4. maí. Sama dag greiddi framkvæmdastióri samhanás- ins í New York áróðan allan inn a reíkning hiá Naíional Ciýy Bank. Þrcm dögum síðar, 7. maí, færði samhandið imo- hæðina til Olíufélaa'sins. Ut- reikninvum á afslættinum ti? kaupenda olíunnar var lokið 15. maí o"’ hófust þá þegar ffreiðshir afsláttarins. Þannig seeir Samband ís- lenzkra samvinmifélaira þessa o1íusön'u. Og geta nú ekki heir. sem <eliafsig hafá sannleíkann sín meo'in. haft þá þolirsma:ði að b»ða eftir skýrslu fiárhasrs- ráðs? Sannlelkurinn ætti þó ekki að hlauna á fjöll á meðan. Kostirnir voru fáir og smáir: FRAMBOÐSLISTI komm- únista hefur verið lengi að fæðast. Loksins í fyrradag leit hann dagsins Ijós. Þá sást á hverju hefur staðið. Kommúnistar hafa verið í stökustu vandræðum að finna mann í sæ.ti Sigfúsar heitins Sigurhjartarsonar. Þó er bei’sýnilegt, að þeír hafa leítað dyggilega. En kostirnir hafa verið fáir og smáir. Sá, sem fyrir vaiinu varð, er Gunnar M. Magnúss, sem virðist hafa ært sjálfart sig með slcrifum í Þjóðvilj- ann undanfarnar vikur. HEFÐI VARLA KOMIZT I HREPPSNEFND. Gunnar M. Magnúss hafði áður verið ákveðinn fram- bjóðandi kommúnista í Vest ur-ísafjarðarsýslu, en þar leitaði hann eftir kjörfylgi við aukakosningarnar í fyrra sumar með ósköp litlum árangri. Þó leit hann á sjálf- an sig sem fulltrúa þjóðar- innar og siðmenningarinnar, og Þjóðviljinn kunni sér efcki læti af hrifningu. En kjósendurnir í hinu gamla kjördæmi Jóns Sigurðssonar voru ekki eins hrifnir. \t- kvæðin, sem Gunnar fékk i allri sýslunni, hefðu varia nægt honum til aö komast í hreppsnefnd fámennasta sveitarfélagsins þar vestra. MÁ VERA SAMA, IJVAK HANN FELLUR. Þennan mann hafa komm únistar nú flutt pólitískum sveitaflutningi úr Vestur- ísafjarðarsýslu hingað til Reykj avákur. Þjóðviljinn skýrir frá því með yfirlæti, að Gamnar M. Magnúss hafi gefið ko-st á þessari tilfærslu sinni. Þó væri. Honum . má víst vera sama, hvar hann fellur. Vinsælasti maður kommúnista, Sigfús heitinn Sigurhjartarson, komst ekki á þing við síðustu kosningar úr fjórða sæti framboðslist- ans í Reykjavík. Síðan hef- ur fylgið hrunið af flokkn- um. Honum helzt ekki á frambjóðendunum, hvað þá kjósendunum. Gunnar M. Magnúss hefði því alveg eins getað verið kyrr í 'Vestur- ísafjarðarsýslu eins og að setjast í fjórða sætið á frarn boöslistanum hér í höfuS- staðnum. ÆTTI AÐ ÆFA IIAND- VÖRNINA. . Gunnar M. Magnúss þótti á sínum tíma lipur glímu- maður. Iðkun þeirrar þjóð- legu íþróttar kemur honum vaí'alaust að gagni, þegar hann gengur á glímupall kosningabaráttunnar. En hann ,ætti að leggja alla á- herzlu á að æfa handvörn- ina. Fyrir hann skiptir sem sé öllu máli að meiðast ekki í byltunni. Það er alltjent skemrptilegra að geta gengið keikur burt að lokinni við- ureign, þó að bakiö hafi kom ið við gólfið. AÐKOMUFOLK. Mikið ber á því nú eins og áður, að Reykvikíngar leiti kjörfylgis úti á landi. Komm únistar eru síður en svo und antekning í því efni. Eigi að síður bregður svo við, að þeir velja briá kjósendur ut- an Reykjavíkur á framboðs- 'Tista sinn í höfuðstaðnum. Osköp hefur mönnunum gengið erfiðlega að bræða saman listann. Heijólfur. S s S s s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Hver er maðurinn? Ándrés Björnsson Útbreiðið Alþýðublaðið ANDRÉS BJÖRNSSON hef ur lasið skáldsögu Guðmundar Gíslasonar Hagalíns „Sturlu í Vogum“ í útvarpið undanfama mánuði. Sagan hefur hlotið al- mennar vinsældir hlustenda, enda stórbrotið og skemmtilegt Skáldrit. Flutningur Andrésar á og drjúgan þátt í vinsældum hennar œm útvarpssögu. And- rós Björnsison er löngu lands fcunnur sem útvarpsmaður, og mun mörgum leika hugur á að vúta á 'honum nánari deili. SKAGFIRZKRAR ÆTTAR. Andrós fæddist að Krossa- nesi í Seylúhreppi í Skagafirði 16. marz 1917, sorair Bjöms Bjarnasonar bóndia þar og síð ari fconu ihans, Stefamu Ólafs- dóttur. Er Andrés hálfbróðir Andrésar heitins Björnssonar sfcóOdis, er lézt 1916, og Iheitinn eftir honuan. Fimim ára gamall fluttist Andrós ásamt foreldr um. sínum að Hofi á Höfða- strönd, en þar býr Sigurlína systir hans, fcona Jóns bónda Jónssonar, og ólst hann þar upp. Andrés settist í Mennta- gfcólann á Akureyri 1932 og lauk þaðan stúdentsprófi 1937, en hóf sama haust nám í norrænudeild Eöáskóla íslands með bófcmenntir sem aðalnámsgrein. Vorið 1943 varð hann cand. m,ag. í íslenzfcum, fræðum, en barfði unnið ýmis störf á hásfcólaárunum jafn- framt náminu. Hann var kienn- ari á Selfossi veturinn 1939, starfaði við vikúblaðið Fálk- ann 1940, kenndi við mennta- skólann 1942 og vir aðstoðar- maður við hásfcólabókasafn- ið 1940—1941. Flest surnur dvaldist Andrés heima á Hofi og vann þar sem kaupamaður. Sumarið 1943 sigldi hann til Bretlands og starfaði í upplýsingamálaráðuneytimi brezfca við útvarp til íslands til haustsims 1944. Þá fcom hann aftur hingað (heim og réðist í þjónustu riíkisútvarpsinis, en starfsmaður þess heíur hann verið síðan. Hann kenndi við menntasfcólann 1944—1945 og verzlunarskólann á skóláárinu, sem nú er að líða. SKÁLDSKAPUR OG ÝMIS RITSTÖRF. Andrési Björnsisyni kippir í kynið um áhuga á sfcáldskap og bókmenntum. Hann er víðles- inn og fjölfróður, en hefur sér í laigi yndi af Ijóðum. Sjálfur hefur hann lagt nokkra stund á Ijóðaigarð með ágætum ánangri. Hafa birzt eftir hann allmörg ikvæði í tímaritum allt frá því að Andrés var í skóla. Andrés hefur lagt mikla stund á önnur ritstörf. Hann hefur séð um útgáfn menning- arsjóðs af úrvaMjóðuni Gríms Thomsens og Stefáns Ólafsson- ar og ritað ýtarlega formála um ævi þeirra og skáldskap. Enn fremur hefur hann þýtt trú- íræðiritin „Rétt og rangt“ og ,,Guð og menn“ eftir brezka rithöfundinn C. S. Lewis og ‘sikáldsöguna „Heimur í hnot- sfcurn“ eftir ítalann Gíovanni Guareschi. Loks hefur Andrés þýtt leikritin „Refirnir“, eftir amerísfcu sfcáldkonuna Lillian Hellman, en Reumerthjónin léfcu það hér fyrir nokfcrum' ár um á vegum norræna félagsins, og „Konu ofaiajkið“ eítir dansfcaj rithöfundmn Itnud Sönderby, en það var sýnt í þjóðleikhús- inu, isvo og fjölmörg útvarps- lelkrí t. VINSÆLL UTVARPSMAÐUR Andrés hefur getið sér ágæt- an orðstír sem útvarpslesari. Hann þýddi og las í útvarpdð skáldsögurnar „Catalina“ eftir brezfca rithöfundinn W. Som- erset Maugham og „Stygge Krumpen“ eftir dönsku skáld- konuna Thit Jensen. Kunnast- ur mun hann ’bó fyrir Ijóðalest ur isinn. Fer löngura saman hjá Andrési smekklegt val Ijóða og ágæt túlkun þeirra. Hann er frjiálslyndur í sfcoöunum um bófcmienntir, en þó vandlátur og kröfuharður. Andrés hefur frá æsfcuiárum lesið og dáð kvæði göimlu meistaranna, en I fylgist einnig vel með ungu | skáldunum og tilraunum þeirra. Andrés er fcvæntur Margréiti i Vilhjálmsdóttur frá Kirkju- vogi í Höfmma. Þau eiga tvö börn, dreng og stúiku. vlnnulampar ' Nýkomnir vandaðir $ S s s s s S ‘ s s s $ hentugir fyrir teikni-L stofur. lækna, skólaC o. fl. { .í)ja t:\ Lækjargötu 10. — V Laugaveg 63 § Símar 6441 og 81066. V

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.