Alþýðublaðið - 04.07.1953, Side 4

Alþýðublaðið - 04.07.1953, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐEÐ Laugardaginri 4. júlí 1ÍÍ53 Ötjpef&ndi. Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgöarmaður; Hannibai Valdimarsson. Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson. ífréttaitjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Loftur Guð- mutidsson og Páll Beck. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Bi-tsíjórnaríímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Af- grtiCsiostnú: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8. Áskíiftarverð kr. 15,00 á mán. 1 lausasölu kr. 1,00 Endurfánar fyrirspurnir ISLENZKUM bíöðum þýðir yfirleitt ekki að spyrja opin- bera aðila um eití eða neitt, sem þeir vilja dyJja. Slíkum spurningum er alir; eklíi svar- að. Þetta orkar miklu í þá átt að gera opinbera aðila óvin- sæla með þjóðinni. Fólkið finn wr, að þeir vilja dyljast í stað þcss að koma til dyranna eins og þeir eru klæddir. Þetta verð ur svo iðulega vafn á myllu ó- fyrirleitinna ævintýramanna, sem skáka £ hróksvaldi þagnar innar. Alþýðublaðið beindi í kosn- Ingabaráttunni á dögunum spurningum til /járhagsráðs varðandi fjárfestingarleyfi. — Það tilgreindi nöfn nokkurra kunnra borgara, sem almanna- rómur staðhæfir, að fundið hafi náð fyrir augum fjárhags ráðs samtímis því sem allur almenningur á fárra eða engra kosta völ um húsbyggingar. AI þýðublaðið Iét sér aldrei til hugar koma að gera þetta mál að árásarefni á Iilutaðeigandi menn. Ábyrgð þessi er hjá fjár hagsráði, og lofið eða lastið ber að færa á reikning þess. En fjárhagsráð hefur ekki látið svo lítið að svara þessum spurningum. Það virðist líta svo á, að þjóðiimi komi ekki við, hvemig fjárfesíngarleyf- um sé úthlutað, hennar Wut- verk sé aðeins að borga brús- ann. 'i i ■*! Þessi framkoma opinberrar stofnunar væri óhugsandi nema á fslandi. Fjárhagsráð hefur hlaðið kringum sig þagn armúr og útilokað sig frá sam félaginu. Auðvitað ætti það að Mrta hverjii sinni opinbera skýrslu hm úthlutun fjárfest- ingarleyfa. En það kýs þögn- ina og ímyndar sér, að þannig verði komizt hjá dómi þjóðar- innar. Sííkt er þó mikill mis- skilningur. Þagnarmúmn pr fyrst og fremst sjálfblekking. Furðulegast er samt, að rík- isstjórnm skuíi láta henda sig að virða fyrirspurnir blaðanna að vettugi. Alþýðubfaðið spurði hana á dögunum um tiltekið aíriði í samhandi við dvöl er- lenda herliðisins í Iandimi og samskipti þess víð þjöðina, Rík isstjórnin hefur ekki svarað einu orði. Fyrirspurn þessi var itm það, hvort rétt sé, að ráðgef- andi nefnd, sem ríkisstjórnin skipaði á sínum tí:na, hafi lagt til, að heimsóknir hermann- anna ti! Reykjavíkur væru tak markaðar að miklum mun og jafnvel komið í veg íyrir þær. Það fylgir sögunni, að ráða- menn varnarliðsins hafi lagzt á móti þessari tillögu nefndar- innar. Þess var auðvitað að vænta. Hitt er hneykslanlegt, ef satt reynist, að ríkisstjórnin hafi lagzt á tillögu nefndarinn ar og faílizt á sjónarmið varn- arliðsins. Ríkisstjórninni ber skylda til að upplýsa þetta mál í áheyrn þjóðarinnar. Þögn hennar er vægast sagt tor- tryggileg. íslendingar hljóta að Ieggja áherzlu á nauðsyn þess, að samskipti hersins og lands- manna séu sem minnst. Sú krafa, að herinn sitji tim kyrrt í stöðvum sínum, er sjálfsögð og tímabær. En ríkisstjórnin hefur sofið á verðinum. Hén mnn hafa ákveðið á sínum tíma, að hermennirnir skyldu á brott úr Reykjavík klukkan tíu á hverju kvöldi. Um það atriði var gefin út tiíkynning, sem þjóðin fagnaði. En hún hefur aðeins reyn/.í orðin ein. Foringjar varnariiðsins virðast hafa láíið sér fyrirmæli ríkis- stjómarinnar í léttu rúmi Iiggja. Hermennirnir koma til Reykjavíkur og fara þaðan, þegar þeim sýnist. Og ríkis- stjórnin læíur þetía gott heita. Hér er um að ræða eitt dæmi af mörgum um vanrækstusynd ir ríkisstjórnarinnar í sam- bandi við framkvæmd varnar- samningsins. Síeifarlag eins og þetta er óþolandi, og á því ber ríkisstjómin alla sök, meðan hún færír ekki rök að því, að him sé ofríki foeitt. Varnarsamn íngurinn er ótvíræður um þetta efni. En ríkisstjórnin stendur ekki á réíti sínum og þjóðarínnar. Framkvæmd varn arsamningsms er af hennar háífu með endemum. A.Iþýðublaðið leyfir sér að endurtaka fyrirspumir þessar íií fjárhagsráðs og ríkisstjórn- arinnar. Þeíta á þjóðin heimt- ingu á að vita. En hvers vegna begír fjárhagsráð og rikis- stjórnin? Það hcndír sar.nar- lega ekki til þess, að samvizk- an sé góð. Fæst á flestum veitingastöðum bæjarins. — Kaupið blaðið um leið og þér fáið yður kaffi. Alpýðublaðið Knöffiirinn í mark. Fyrir skömmu, var háður í Kaupmannahöfn knattspyrnukappleikur, þar sem við áttust annars vegar snjöllustu knattspyrnumenn höfuð- borgarinnar og hins vegar úryalslið utanbæjarmar.Ma. Knattspyrnukappieikur þessi þótti mik- ill líjþrófctaviðburður, enda eiga Danir marga framúrskarandi knattspyrnumenn. — Hér á myndinni sést Poul Erik Petersen skora fyrsta rnark utanbæjarmanna, ' &n utanbæjarmenn- irnir sigruðu með þremur mörkum gegn einu. ÞING Alþjóðasambands frjálsra verkalýðsfélaga hefst í dag í Stokkhólmi og fjallar greiu sú, er hér birtist, um hin ýmsu verkefni þess. Af íslands hálfu sitja þingið Jón- Sigurðsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Islands, og Magnús Ástmarsson, meðstjómandi sambandsins. Von- ast AlþýSublaðið til þess að geta síðar frætt lesendur sína imt síörf og ákvarðanir þingsins. UNDIRBÚNINGI er nú að mestu lokið undir þing Alþjóða sambands frjálsra verkalýðsfé- iaga og hefur dagskrá þingsins verið ákeðin í öllum aðalatrið- um. Þingið mun verða sett í Hljómleikahöllínni í Stokk- hólmi laugardaginn_4. júlí kl. 11 f. h. Að aflokinni stuttri söng- og hljómlistardagskrá mun Axel Strand, forseti sænska alþýðusambandsins (LO) bjóða fulltrúa og gesti vel komna. Þá mun forsætisráð- herra Svíþjóðar, Tage Erland- er, emnig taka til máls, svo og C. A. Andersson,- borgarstjóri StokMióImsborgar. Þessum ræð um mun verða svarað af fimm eða sex erlendum fulltrúum. Þá mun Sir Vincent Tewson, forseti aljþjóðasambandsins, lýsa yíir þingsetningu og flytja skýrslu sína. Eftir að lokið er að kjósa tvær fastanefudir mun aftur hefjast kórsöngur og fundi síðan slitið þann dag. FUNDARHÖLD OG SKÝRSLA. gongu. J. H. Oldenbroek, frara- kvæmdastjóri alþýousamband- ins, mun flytja þinginu ýtar- lega skýrslu um störf sambands ins á s. 1. tveímur árum. Mu’n þá gefast tækifæri til þess að ræða og skiptast á skoðunum varðandi hin umfangsmiklu og fjölþættu störf sambandslns síð an þingið í Mílanó var haldið. VERKEFNI ÞINGSINS. Þá mun þingið ákveða stefnu sambandsins í öllum helztu málum, sem varða hin frjálsu verkalýðssamtök heimsins, og i gera áætlanir og ályktanir u,m 1511 baráttumál samtakanna fyr dráttum sem hér segir og skipt ist í þrjá meginliði: 1) Mann- réttindi, réttindi verkalýðsíns og baráttan gegn einræðisvald- inu. Framsögumaður um þessi mál verður Hariharnath Shastri, fulltrúi frá Indlandi. 2) Hlutver-k verkalýðssamtak- anna í baráttunni fyrir friði og sjálfstæði undirokaðra þjóða, þar með talið ástandið í lönd- unum bak við járntjaldið og barátta'n gegn heimsvalda- stefnu Sovét-E,úss'lands. Fram- söguhaður Louis Mapor frá Belgíuj. fyrsti forseti alþjóða- sambandsins. 3) Efnahags- og þjóðfél.agsvandamálin í dag, þar rneð talið frelsi frá skorti, efnahagsleg þróun þeirra landa, sem skammt eru á veg komin, áætlun og skipulagni'ng í efna- hagsmálum meðan á vígbún- aði hinna frjálsu þjóða stend- ur, flutningur fólks landa á milli, hvar sem er í heiminum, og vandamál, sem það varða, og loks samstarf hinna frjálstt verkalýðssamtaka og skipu- lagning þess. Framsögurnenn þessara dagskrárliða verða tveir, þeir George Meany, for seti AFL-sambandsins í Banda ríkjunum. og Wálter Rauther, forseti ClO-sambandsins í ba'ndaríska. f ..> 0 Magnús Ástmarsson. UM 300 FULLTRÚAR. Búizt er við, að þingið muni sitja um 300 fulltrúar alls, auk áheyrnarfulltrúa og annarra gesta frá ýmsum alþjóða- og stjór-narstofnunum. Sænsku verkalýðssamtökin I hafa ýmsar heimsóknir og stutt Framhald á 7, sícu. Þingfundir munu síðan haldnir í sænska þinghúsinu ■ Jón Sigurðsson. síðdegis alla næstu viku þar á) eftir eða mánudag. þi’iðjudag, ir það tímabil, sem framundan finiraíudag, föstudag og fram er. Da-gskrá þingsins, eins og, að hádegi á laugardag. Mið- Lindirbúningsnefndi'n hefur vikudagurkm allur og fyrri gengið frá henni, er í stórum hluti fimmtudagsins mun not- ... a . y aður til nefndastarfa ein-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.