Alþýðublaðið - 24.07.1953, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 24.07.1953, Blaðsíða 5
JTiistudagorinji 24. júlí 1953. ALÞÝÐUBLAÐIÐ e 7. sd. e. tr. Mark. 8, 1—9. ÞETTA GUÐSPJALL vekur jafnati hjá mér sérstakar minn ingar. Það er texti minn, er ég predikaði á vígsludegi mínum. Ræðuefni mitt var þá. eins og guðspjallið gefur beint tilefni til, Kristur og þeir, sem hungr ar. r. Ég minnist þess enn, sð ég forá upp mynd sem var mér þá fersk í huga frá utaniands- ferð, af fiðluleikara, sem betl- aði á götuhorni og lék á fiðl- 'una sína, svo að slitróttii ómar foennar bárust út í kyrrð kvólds ins, eða dru,kknuðu í vs götunn ar. Þessi maður varð mér í- mynd þeirra, sem hungra — í foókstaflegri merking'i þess öm íirlega orðs. Hann vav einn í mannfx'idanum úti í,-óbyggð- ínni. sem ekkert hafði 111 mat- ar. En mig grunaði ,það sízt af öllu, þegar ég sem ungur prest ur stóð í predikunar.stólíium og j'agði ut af þessari sögu í ffyrsta sinn, hve óendanlega snikill fjöldi ætti eftir að bæt- ast við þennan bóp á næsta aldarfjórðungi, meira að segja í þeim menningarlöndum sem J>á voru talin á framfarabraut. Þegar ég rifja upp sögu þess- ara ára, fellur mér allur ketill í eld. Ég minnist kreppuár- anna. Fjárhagslegir örðugleik ar drógu þá úr mörgum allan ikjark. Og þó finnst mér þegar ég lít til baka, sem þetta sé varla umtalsvert, samanborið við kreppuárin í Kanada, í þessu mikla nægtanna landi. Kreppuárin hér á íslandi höfðu verið barnaleikur einn, hjá þeim bágindum, sem menn foöíðu orðið að líða, þegar harð ast var í ári þar. Þessu' kynnt- ist ég noþkuð, enda þótt það versta væri hjá iiðið, er ég kom þangað. Þeim, sem lifað hafg stríðsár ín hér á íslandi, þes'si mik’u veltiár lands vors, þarf ekki að segja frá því, hve orð eins og hungur, virtist þá vera ffjarri. Og þó hafa alltaf verið foér til heimili, sem áttu bágt, og einstaklingar, sem liðu skort. Og svo framarlega, sem glit hjns erlenda gulls hafði ekki með öllu bllind'að augu vor, hlutum vér að vita, og gjá, hvernig hið þunga ský skortsins lá yfir sumum ná- grannalöndum vorum. Mynd- irnar, se,m birtust, frá fanga- foúðum og flóttamönnum_ töl- uðu sínu máli, og enn þann dag í dag vitum vér, að þúsundir snanna verða að betla sig á- fram, og fjöldi lítilla barna dr,3g ur fram lífið á úrgangi og rusli. Er ekki sem skerandi sargið frá fiðlu einstæðingsins á götuhorninu berist oss enn gegnum síunur hinna þjáðu? í slitróttu laginu er ekki aðeins foæn um brauð eða fisk, heldur krafa um að mega te'ljast mað- ur, — mega viiTria í sveita síns andlitis, mega fullnægja foinum frumstæðustu skilyrð- :um þess; að vera til á þessari jörð. Það eru ekki aðeins þrír dagar, heldur mörg ár, sem þetta fólk hefur beðið eftir því, að úr raknaði. Og þeir geta ekki einu sinni farið fastandi heim til sín, því að þeir eiga fovergi heima. Og ennþá spyrja meirn alveg eins og lærisveinarnir forðum: Hvaðan er hægt að metta þessa menn á brauði? Ekki að- eins í óbyggð, heldur og í foyggð, liggur mönnum sama spurning á huga. Hefur ekki jörðin gefið ávöxt? Hefur » kki moldi'n verið frjó jsem fyrr, svo að hægt yrði að búa til brauð? Er ekki ennþá mergð fiska í hafinu? Nei, — jörðin er Predikun eftir séra Jakob Jónsson: enn hin sama, og aldrei hef- ur mannkynið haft betri tæki til að veita ávexti hennar við- töku. Hafið á enn rfn'n auð, og aldrei hefur verið auðveldara en nú að ná tökum á verðmæt um þess. Það eru ekki gjafir guðs, sem hafa þorrið. né misk unn hans brugðízt. Það eru' mennirnir sjálfir, sem hafa brugðizt guði og sjálfum sér.: Vélarnar hafa gefið tækifæri, i sem margar liðnar kynslóðir . hafa beðið eftir. Sarr^göngutæk in hafa í vissum skilningi færí mennina hvern nær öðrum. i Þeir eiga auðveldara með að vita hver um annan og hjálpa hver öðrum til þess að sækja! brauðið til jarðarinnar og fisk ! i’rin til hajdjúpanna. Aldrei hafa verið betri tök á að metta alla þessa menn á brauði. II í óbyggðinni við Genesaret vatnið var mikill mannfjöldi, sem leið af hungri. Aðeins fá- einir höfðu haft hugsun á að nesta sig. En hvað geta þeir gert, Jesú og lærisveinar hans með sjö brauð og fáeina smá- fiska? Þeir hefðu getað dregið sig út úr og neyít mat^rins ein ir. „Sjái hinir u,m sig. Þeim var nær að sýna meiri fyrir- hyggju11, hefðu þeir getað sagt. Af hverju fer Jesús eklu þessa leið? Er bað ekki harla algengt í mannheimi. að þeir, sem eitthvað hafa, dragi sig út úr og neyti þess, sem þeir eiga, án bess að hafa alltof mikl ar áhyggjur af því. hvermg öðrum líður? Hefur oss ekki meira að segja stundum verið kennt að öll efnahagsleg fram för grundvallaðist á samkeppn inni u,m sérréttindm, — við- leitinni til þess að hafa sjálfur nóg, hvað sem félagsheildúmi líður? Hvað þarf til dæmis að verða mikill hörgull á ein- hverri vörutegund hér í Reykja vík, til þess að mönnum komi til hugar að hamstra, þ. e. a. s. að draga rfg út úr með þær birgðir, sem unnt er að ná tök- um á, til þess að búa að þeim einir fyrir sig og sína? Gæturn vér ekki alveg eins hugsað oss nokkra menn, sem læddust hljóðlega út úr hópnum í gras brekkunni, til þess að hafa sjö brauð og fáeina fiska fyrir sig, meðan mannfjöldinn væri magnþrota á leiðinji heim? Jú, vér gætum sannarlega hugsað oss slíka menn. — en Jesus frá Nazaret yrði aldrei í þeirra hópi. Og af hverju ekki? Af því að hann fann einnig til hugu.rs, sem var annarrar tegundar. ,.Minn matur og drykkur er að gera vilja föð'- urins, sem sendi mig“, sagði ha'nn. Og vilji föðursins var kærleikviljinn, löngunin til að metta hunm\aða, líkna þjáð- um. Jesús hungraði eftir að líkna mönnunum. Vér gætum raunar sagt, að Kristur h staðið öðru vísi að vígi en þeir, sem með honum voru. Ha-nn þekkti þá möguleika, sem hin- ir vissu ekki um. Hann víssi, að til var máttur, sem gat margfaldað skerfinn og gert hann nægilegan fyrir mann- fjöidann. I hans augum var hér ekki um skort að ræða beldur hitt, að brjóta brauðið og deila því út. Eu mér er spurn, hefur það ekki einnig verði en af verstu kynfylgj- hm mannanna að vil ja nota þá UM Þ'ES.SÁR MUNDIR er aldarfjórðungur liSinn síðan séra Jakob Jónsson vígðist, og flutti hann á sunnu- áaginn var ræðu þessa í Hallgrímskirkju, þar sem hann lagði út af sama texta og á vígsludegi sínum. Vakti ræð- an mikla athygli, og iiefur Alþýðublaðið fengið góðfús- legt Ieyfi séra Jakobs til að birta hana lesendum sínum. Séra Jakob vígðist 22. júlí 1928 aðstoðarprestur til föður síns að Hofi í Álftafirði, en honum var veiít Norð- fjarðarpresíakall 1. júní 1929 og starfaði hann þar til haustsins 1935. Þá hvarf séra Jakob vestur um haf ásamt fjölskyiðu sinni osr var prestur meðal Véstur-fslendmga til ársins 1940. er hann. kom aftur heim. Séra Jakob heí- i:r þjónað Hallgrímssöfnuði hér í Reykjavík síðan í ársbyrjun 1941. Hann er Iöngu þjoðkunnur sem kenni- maður og rithöfundur. möguleika fyrir sig eina, sem þeir höíðu fram yfir aðra? Hví fékk hann ekki einkaleyfi á því að breyta steinum í brauð eða margfalda magn nauðsyn- legra matvæla iil þess að geta rfðan notað sér neyð þúsund- anna? Hví svalt hann sjálfur á eyðimörkinni forðum, fremur en að nota sinn himneska mátt? Var það ekki af því, að það ls í eðli þess máttar, sern í hon- um o^inberaðist., að hann skyldi notaður í amiarra þágu, til þess að gera rniskunnarverK: og kæleiksverk? Það, sem gerfr allt líf Jesú að einu kraftaverki í. vorujn augum, er það ekki einmitt þetta, að hann er fær um að verja hverri stundu lífs síns, hverri hugsun, hverju handtaki öðrum til heilla, hvað sem það kann að kosta hann sjálfan? Kraftaverk Jesú eru ekki fyrst og fremst dásam Leg vegna þess, að þau eru það sem vér nefnum yfirnáttúrleg verk, heldur af því að hann not, ar rfnn yfirnáttúrlega mátt, og sína guðdómlegu þekkingu ein göngu öðrum til heilla, — og • aldrei í eigin þágu. Þess vegna ber hér allt að sama brunnj. Hann mettar hina hungruði: veg'aa þess, að hann hungrar sjálfan eftir því að líkna mönn um. Hans matur og drykkur er að gera vilja föðurins. Jafn- heitt og örmagna maður í ó- hyggðinni þráir matinn, þráir hann að metta þá á brauði, sem líða vegna skorts. III. En — hvað fær Kristur þá gert. fyrir alla þá, sem líða á vorri öld? Mun hann láta sér á sama standa urn þá, sem leika sitt þjáningalag á götu hornum stórborganna, í ör- eigahverfum auðí’andanna, í fangabúðum ofbeldisstjórn- anna, í flóttamannahópnum, í afkimum einstæðingaana? A hvern hátt vill hann hjálpa þeim? Það lætur ef 'til vilí undar lega í eyrum, en sannleikur- inn er samt sá. að Jesús hjálp ar ekki fyrst og fremst með því áð veita mönnunum mat, heldur með því að veita.hung ur. Hvers virði voru. sjö brauð og fáeinir smáfiskar, ef ekki var til hungur eftir kæríeik- anum. Flestir, sem lesa guð- spjall dagsins, festa athygli sína við það, að Jesús fékk læri sveinum sínum1 í faendur mát til þess að fbera fram fyrir mannfjöldann. En vill hitt ekki gleymast, að hann hafði kveikt hjá þeim hungrið eftir því að Hna þjáningar many- anna, — vakið löngun þeirra til þess að útdeila brauðinu og fiskinum, svo að allir íengju nóg, og enginn yrði út undan. Og þó er þetta kjarni frásög- unnar. Heimurinn yrði allur annar, ef allt mannkynið ætti þetta hungur eftir því að gera vilja guðs. Gerið yður í hug- arlund, að vér liðum sjálfir hungurkvalir og sáran borsta — ekki á líkamanum — held ur sálinni, veana þess að aðr- ir menn hefðu ekki fengið fulia hlutdeild í gæðum jarð- ar (Og hafs? Væru þá jafni- margir líkamlega hungraðir og nú eru. Hagfræðingar og stjórnmála menn korna íram með ýmsar kenningar um það, hvernig eigi að brej’ta þjóðskipulag'j, og hagkerfum landanna til þess að sporna við hungrinu. Bændur og útgerðarmenn vinna sleitulaust að því að uppskera ávöxt jarðar og hafs. M. a. vegna þess, hve mannlíf ið er orðið flókið, eru gáturn- ar svo erfiðar, að jafnvel mestu vitmenn greinir á um úrræðin. Og þó er mála sann,- ast, að einnig í þessum efnum hafa orðið til ný úrræði, sem eldri kynslóðir gátu tæplega trúað á. Tuyggingakerfi hai'a verið fundin upp, samvinna tekin upp, félagsleg samhjálp skipulögð, í stærri stíl en nokkurn gat órað fyrir í bernsku vorri. En af hverju eru þessar framfárir sþrottnar? nema af því, að einhverjir hafa fund- ið til hungurs, sem var sama eðlis oe hungur Krists. Ég minnist bess. hve biart var yf- ir hugsjónum verkalýðshreyf- ingárinnar og samvinnuhreyf- ingarinnar, begar þær voru að ryðiá sér til rúms, og hversu ég á bernskn'árum mín um fékk tækifæri til að hlusta á tal manna. sem fylgdu um- bótunum af því að þeir brunnu af löncun til að rétta þeim bróðuriiöndina. er voru magnþrota af skorti eða ör- birgð. Oft varð ég þess var, að áhugi þeirra var af því sprottinn, að þeir höfðu verið fræddir. í kristinni trú og fengið trú á vald kærleikans, sern birtist í Kristi. Og friðar hreyfingin breiddist út um heiminn, án þess að vera dreg in inn í áróður fyrir eða áróð- ur gegn sérstökum þjóðum. Menn vonuðu, að allar menn- ingarþjóðir heims mundu taka sig saman u.m að heyja aldrei stríð. því að styrjöldin væri móðir hungursins. Hvílík gleði hlaut það að' vera að mega fara út í heim- inn til þess að gerast mál- færslumaður bróðurkærleik- ans, — predikari Krists, sera. kveikti ljós slíkri hugsjón sera jafnréttinu, bróðurkærleika og friði. En þessi ár fólu einnig í sér önnur frækorn og annan gróð ur, eins og illgresið sprettur í Fram'hald » 7. srfSu. UM , FJOGUR ÞUSUND knattspymiíáhorfendur urSu fyrir sánim vonbrigðum s. 1. þriðjudagskvöM er B-1903 ekki aSeins sigraði heldur „burst- aði“ lið Akurnesinga, svo vart verður til jafnað hin síðari ár, með 10 mörkum gegn engu. A1 mennt misn knattspymuunn- cndur, og ekki hvað sízt aðdá- endur Akurnesinga, hafa gert sér vonir um að Ðanir fengju í viðureigninni við þá kúluna kembda. Engan inirn hafa ór- að fyrir {ívs'_ að leiknum imundi Ijúka með ■ slíkum ósköpum, sem raun varð á, þó áð Þórð og Ríkharð vantaði. Dómarí var Haukur Oskarsson. Akurnesingar áttu vöi á marki og kusu að leika undan hægri golu. Fyrri hálfleikurran var ekki ójafn. Marktækifæri allmörg á báða bóga. Á 10. mínútu skall knötturinn á öðrum markstaux Dananna eft [r snögga sókn Akurnesinga. Stuttu Síðar fá Akurnesingar dæmda vitaspyrnu' á Da'ni, Sveinn Teitsson framkvæmdi hana, en markmaðurinn ver skotið, en missir knöttinn frá sér, S'V>rinn nær ho'num aftur, en aftux tekst markmanninum. að verja mark sitt og verður hornspyrna úr. Skot Sveins var að vísu fast, en nær beint á markvörðinn. Við þetta vex Dö'num ásmegin. Þeir sækja fast á,. í 20 mínútur er sótt og varist og mörk beggja oft í. nokkurrí hættu. Danir leika betur og af meira fjöri. En skot fimi þeirra hefur enn farið lít. ið fram. Akurnesingar glata einnig sínum tækifærum, Loks á 35. mínútu skora Danir sitt fyrra mark í þessum hálfleik. Knettinum er skotið hátt að marki, þvaga myndast fyrir framan það, Magnús hleypur út, en h.innh. skallar yfir hann og í markið mannlaust. Þegar er leikur er hafin að nýju sækja Akurnesingar þegar fram knettinum er se'nt fyyír mark Dananna, h.úth. fylgist ekki nægilega vel með sókn- inni, og glatar við það tæki Framhald á 7. siou.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.