Tíminn - 27.08.1964, Qupperneq 2
McCarthy vill Humphrey
sem varaforsetaefni!
MIÐVIKUDAGUR, 26. ágúst.
NTB London. — Mikil hita-
bylgja gengur nú yfir stóran
hluta Vestur- og MiS-Evrópu og
í Lundúnum mældist hitinn í
dag 31 stig í skugga. Sköpuð-
ust mikil umferðarvandræði af
völdum liilans, aðallega vegna
]>ess, að járnbrautarteinar þönd
ust út í hitanum, svo ekki var
hægt að aka eftir þeim. — f
Vestur-Þýzkalandi var hitinn
svipaður, og hefur komið fólki
mjög á óvart.
NTB-Munchen. — Tvö austur
þýzk börn, 12 og 13 ára björg-
uðu í dag föður sínum, sem í
flóttatilraun hafði stigið á jarð
sprengju og lá stórslasaður og
ósjálfbjarga rétt fyrir framan
nefið á austur-þýzkum vörðum.
Börrún voru komin yfir landa-
mærin og tókst að gera vestur-
þýzkum vörðum aðvart, setn
tókst að fá manninn til að
skríða yfir á vestur-þýzkt land-
svæði, þrátt fyrir hótanir aust-
ur-þýzkra varða um að þeir
myndu skjóta hann, ef hann
hreyfði sig.
NTB-Stokkhólmi. — Fjórir
fórust, þar á meðal ung hjón
«g sex mánaða gamalt barn
þeirra, og einn maður slasaðist
lffshættulega í miklum bflaá-
rekstri skammt fyrir utan Mar-
lestad á sunnudag.
NTB-Washington. — Hæsti-
réttur Bandaríkjanna tilkynnti
í dag, að rétturinn muni taka
til meðferðar hinn 5. október
spurninguna um, hvort einstök
atriði -í borgararéttindalögun-
um, sem banna kynþáttamis-
rétti á veitingastöðum og í
verzlunum, brjóti í bága við
stjórnarskrána.
NTB-Róm. — ítalski komm-
únistaflokkurinn valdi í dag
Luigi Longo sem eftirmann
Togliattis í formannsstöðu
flokksins. Sagði Longo eftir
kjörið, að hann myndi stjórna
flokknum í anda hins látna leið
toga, en fréttamenn segja, að
Longo njóti ekki eins mikillar
hylli innan flokksins og fyrir-
rennari hans.
NTB-Miami. — Hvirfilvindur
inn Cleo, sem geisað hefur á
Karabíska hafinu síðustu viku,
nólgaðist Kúbu í dag, með sama
hraða og áður. Samtímis vör-
uðu bandarískar veðurstofur
við því, að fellibylurinn gæti
aukizt enn og þá valdið tjóni á
Florida.
NTB-Jóhannesarborg. Dóm-
stóll einn í Jóhannesarborg
neitaði í dag að Iáta lausar 2
hvítar konur, gegn tryggingu,
en konur þessar hafa byrjað
hungurverkfall til að mótmæla
fangelsisvistinni. — Sömuleið-
is neitaði dómstóllinn að sleppa
lausum ungum blaðamanni,
sem situr inni ásamt sjö öðrum,
sem allir eru sakaðir um kom-
múnistastarfsemi í Suður-Afr-
íku.
NTB-Atlantic City, 26. ágúst.
Hubert Humphrey, sem flestir
telja að hafi mesta möguleika á
að verða varaforsetaefni demo-
krata, fékk I dag óvæntan stuðn-
ing frá aðalkeppinaut sínum,
Eugene McCarthy, aðeins nokkr
um klukkustundum áður en geng
ið verður til kjörs á flokksþing-
inu í Convention Hall. Sendi hann
Johnson, forseta, símskeyti, þar
sem hann segir, að Humphrey eigi
að koma fyrstur til álita sem vara
forsetaefni, þar sem hann uppfylli
allar þær kröfur, sem forsetinn
geri til varaforseta.
í kvöld lauk undirbúningi und-
ir atkvæðagreiðsluna, sem fer
fram um forsetaefní flokksins kl.
um 2 í nótt eftir íslenzkum tíma,
en varaforsetaefnið mun verða val
ið nokkrum klukkustundum
seinna. Johnson, forseti, kemur
ekki til flokksþingsins fyrr en á
morgun, á 56. afmælisdaginn sinn
og mun hann þá flytja lokaræð-
una á þinginu.
Búast má við, að deilumar um
kynþáttastefnu flokksins kunni að
varpa nokkrum skugga á atkvæða
greiðslurnar.
Allir fulltrúar Mississippi yf-
irgáfu fundarsalinn í gær, en önn
ur sendinefnd, eingöngu skipuð
svertingjum gekk þegar í stað í
fundarsalinn og tók sér hin auðu
sæti. Ekki hafði þetta nein áhrif
á samþykkt stefnuskrárinnar, sem
tekið var með almennum fagnaðar
látum.
VERÐUR KHANH
ENDURKJÖRINN?
NTB-Saigon, 26. ágúst.
Herráðið í S-Vietnam hélt í dag
margra klukkustunda fund, án
þess að samkomulag næðist um
nýjan forseta í stað Nguyen
Héraðsmót í
Strandasýslu
Héraðsmót Framsóknarmanna í
Strandasýslu verður haldið að Sæ-
vangi laugardaginn 29. ágúst og
hefst það kl. 8.30 s.d.
f
Ræður og ávörp flytja Sigurvin
Einarsson, alþm. og Snorri Þor-
steinsson, yfirkennari.
Erlingur Vigfússon, óperusöngv-
ari syngur og Valur Gíslason,
leikari, skemmtir. Hljómsveit
Jóhannesar Péturssonar leikur fyr-
ir dansi.
Héraðsmót að Bií-
röst í Borgarfirði
Framsóknarmenn í Mýrasýslu
halda héraðsmót að Bifröst í Borg-
arfirði sunnudaginn 30. ágúst og
hefst það kl. 9. 30 s.d.
I
Khanh hershöfðingja, sem sviptur
var völdum I gær. Khanh sagði
sjálfur eftir fundinn, að ástandið
væri mjög alvarlegt, en herforingj
arnir urðu að ræða vandamálin
mjög gaumgæfilega, áður en
lausn yrði lögð fram fyrir þjóð-
ina.
í millitíðinni hafa þau tíðindi
orðið, að Búddatrúarmenn hafa
lýst yfir stuðningi við Khanh, en
eins og kunnugt er varð hann að
segja af sér, vegna margra daga
mótmælaaðgerða stúdenta og
Búddatrúarmanna, sem þá héldu
því jafnvel fram, að Khanh hefði
hafið ofsókn gegn þeim.
Þessi afstöðubreyting Búdda-
trúarmanna, sem komið hefur á
óvart, er nú talin geta valdið því,
að Khanh verði endurkjörinn for-
seti eða forsætisráðherra.
Þá er og komið á daginn, að
herráðið klofnaði í afstöðunni til
krafna stúdentanna og Búddatrú
Framh á bls ir
'Hljótt hefur verlð um atburð þann, sem myndin hér aS ofan er frá. Þegar
flokksþing demókrata var sett í Gonvention Hall í New Jersey, hugSist
flokkur einkennlsklæddra bandarískra nazista koma af staS uppþoti fyrir
framan bygginguna. Lentu nazistarnir brátt í handaiögmáli viS hóp fólks,
sem safnazt hafSi saman fyrir utan bygginguna til aS fylgjast meS fréttum
af þinginu og varS aS kalla lögregluna á vettvang. Eftir töluverS slagsmál
tókst henni aS stilla tll friSar og á myndinni sést hvar lögreglan hefur
raSaS nazlstunum upp vlS vegg meS hendur á lofti og bökin í skamm-
byssukjaftana. Greinilega má sjá nazistamerkiS á handleggsborSa þess, er
næst er á myndinni.
TILBÚNIÁBURÐURINN
HÆTTULEGUR GRÓÐRI?
Ræður og ávörp flytja alþingis
mennirnir Helgi Bergs og Halldór
E. Sigurðsson.
Erlingur Vigfússon, óperusöngv
ari, syngur og Jón Gunnlaugsson,
gamanleikari skemmtir.
Dúmbósextettinn og Steini leika
ag syngja fyrir dansi.
HF-Reykjavík, 26. ágúst.
Fyrir rúmu ári kom út bók
í Bandarikjunum, sem bar
nafnið „Silent sprkig“. Fjallaði
hún um hættur þær, er stöfuðu
af notkun ýmissa gerviefna,
sem notuð eru til að útrýma
skorkvikindum og ýmsum
jurtasjúkdómum. Eins og nafn
bókarinnar bendir til, fjallar
hún um það vor, þegar mann-
lífið á jörðuinni er dáið út,
vegna ofnotkunar ýmjssa gervi-
efna. Bók þessi vakti marga til
umhugsunar, og nú hefur Nátt-
úrulækningafélag íslands feng-
ið hingað til lands Svíann
Hans Krekel-Christemsen, en
hann er þessum málum mjög
kunnur og mun fræða og leið-
beina íslendingum á þessu
sviði.
Eftir að áðurnefnd bók kom
út í Bandaríkjunum, veitti
Kennedy heitinn forseti styrk
til þess, að þær staðhæfragar,
sem þar komu fram, yrðu
rannsakaðar nánar. Kom þá í
ljós, að sterkar líkur eru til
þess, að stóraukin notkun til-
búins áburðar orsaki sjúkdóma,
bæði í jurtum og búpeningi.
Síðustu áratugina hafa í flest-
um löndum heims verið gerðai
tilraunir með lífrænan áburð,
það er úrgang frá heimilum
görðum og ökrum, ennfremur
illgresi, þang. hálm og fleira,
sem safnað er í hauga og látið
ummyndast fyrir tilstilli gerla
og orma. Þessar aðferðir eru
engin nýjung í veraldarsögunni,
en þær hafa leitt í ljós, að með
þessu tekst að útrýma jurta-
sjúkdómum að mestu leyti og
einnig sjúkdómum í búpeningi.
Hans Krekel-Christensen er
framarlega í flokki þeirra
manna, sem berjast fyrir notk
un lífræns áburðar á Norður-
löndum. Segir hann, að það sé
að vísu nokkuð dýrara að nota
lífrænan áburð en ólífrænan,
en kostirnir við notkun lífræns
áburðar séu m.a.: Jarðvegur-
inn verður auðugri og gróður-
moldin þolir betur langvarandi
þurrka. Menn spara kaup á
varnarlyfjum og vinnu við að
dreifa þeim. Rýrnun á upp-
skeru, vcgna sjúkdóma, verður
lítil eða engin, og uppskeran
þolir betur geymslu. Aðalkost-
urinn er svo sá, að bæði menn
og skepnur fá hollara fæði.
Hér á landi er nýfarið að
bera þó nokkuð á beinaveiki í
kúm og þekkja menn ekki eðli
Framhald á síðu 15
2
T í M I N N, fimmtudaginn 27. ágúst 1964