Tíminn - 27.08.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 27.08.1964, Blaðsíða 6
- : Framhald af 1. síðu. leikið um þá. Fyrir sunnan mjölskemmuna voru tveir geym ar, sem ætlaðir eru fyrir hrá- efni, og þegar eldurinn færð- ist í þann enda skemmunnar, sem nær þeim var, urðu slökkviliðsmennirnir að leggja sig alla fram við að kæla þá, til i þess að verja þá skemmdum. Bak við geymana tvo og niður við höfnina, var benzíngeymir, sem einhver slatti af benzíni mun hafa verið í, og lengi ótt- uðust menn, að þessi geymir kynni að springa, en hægt var að koma í veg fyrir það. Magnús Eggertsson rannsóknar lögreglumaður hafði með höndum rannsókn á brunanum í Faxa-hús inu og tjá(K hann okkur, að tveir menn hefðu verið þar inni, er eldsins varð vart. Þessir tveir menn unnu við að afgreiða vörur úr lager Eimskips og færa þær tíl. Voru þeir einmitt að færa vörusendingu til í skemmunni með lyftara, þegar þeir sáu skyndilega reyk leggja úr einum tjöruhams- baila. Hampiðjan átti þarna 200 balla af hampi, sem er um 1— 1.5 millj. króna virði. Mönnunum tveim virtlst sem eldurinn kæmi upp einu og hálfu til tveím fetum frá útblástursröri lyftar- ans, og bendir það til þess að neisti úr útblástursrörinu hafi kveikt í hampinum. Reynt var að skvetta vatní úr vatnsfötu á eld- inn, en hann fór á svipstundu um alla stæðuna, og dugði því vatns- fatan skammt. Annar mannanna hljóp til, og gerði slökkviliðinu aðvart, sem innan stundar var komið með 50—60 menn á stað inn, fjóra dælubíla og tvær dælur. Dælt var bæði sjó og vatni á eld inn, og um 800 metrar af bruna islöbgum. notaðar víð islökkvilítarf íð. Auk hampsins var í •.skéfnm- unni margs konar annar vaming ur, svo sem mikið af bíldekkjum, svampdýnum, tjörueinangrunar- plötum og harðviðarspónplötum, pappírsrúllum o. fl. Er því ekki að furða þótt reykurinn hafi verið svartur. Fréttamaður blaðsins fór í flugvél yfir brunastaðinn, rétt eftir að, eldurinn kom upp, og lagði reykinn þá 1500 fet upp í loftið, yfir Reykjavík, Kópavog og allt suður undir Hafnarfjörð. Er við flugum yfir brunastaðinn, var þakið að falla saman og eld tungurnar sleiktu húsið allt að innan, úr loftinu að sjá. Jónas Jónsson, forstjóri Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar, sagði við fréttamann blaðsins í kvöld á brunastaðnum, að Eim- skip hefði haft þessa stóru stál- grindaskemmu á leigu, og hefði engin starfsemí á vegum verk- smiðjunnar verið þar. Þar hefðu aftur á móti verið ýmis tæki til- heyrandi verksmiðjunni, svo sem tveir stórir eimingarkatlar og fleiri tæki. Öll þessi tæki skemmd ust meira og minna í eldinum, eft Framh á 15 síðu MYNDIN að ofan sýnlr, hvernig svartan reykjarmökklnn lagði út yfír höfnina. Olíubryggjan sést á myndinni, hún lá stöðugt undir reyk og gnelstaflugi, en sem betur fór varS ekkert tjón af því. Að neðan sjást nokkrir af þeim þúsundum áhorfenda, sem dreif að brunanum, horfa á slökkviliðsmennlna berjast við eldinn. — Allar myndirnar af brunanum tók Kári Jónasson. MYNDIN til hliðar er tekin við dyrnar á norðurgaflinum, og eru slökkvi- liðsmenn þarna að ráðast til inngöngu í húsið með slöngur sínar. Járn- plötur og brak féll þarna allt í kringum mennina. Myndin að neðan er tekin þegar tekizt hafði að mestu að slökkva eldinn. Greinilega má sjá hvernig þakið hefur falllð inn í húsið, og lengst til hægri sést orðlð út. 6 T f M I N N, flmmtudaginn 27. ágúst 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.