Tíminn - 27.08.1964, Síða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarmn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Frétta
stjóri: Jónas Krisijánsson Auglýsingastj. Sigurjón Davíðsson
Ritstjórnarskrifstofur l Eddu-húsinu simar 18300—18J05 Skrii
stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl simi 19523 Aðraj
skrifstofur. simi 18300 Áskriftargjald kr 90.00 a > mán innan
lands — f lausasölu kr 5.00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.i
Skattaafsláttur?
Þær fregnir bárust frá ríkisstjórninni í fyrradag. að
hún hefði fallizt á það í viðræðum við fulltrúa Alþýðu-
sambandsins og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja,
að þessir aðilar þrír skipuðu sameiginlega nefnd til
þess að „athuga alla möguleika á því að veita aíslátt og
frekari greiðslufrest á álögðum, opinberum gjöldum“.
eins og segir 1 tilkynningu ríkisstjórnarinnar.
Þetta eru góð tíðindi, að ríkisstjórnin skuli hafa látið
undan síga fyrir sókn launafólksins, sem nú er að sligast
undir skattabyrðunum og vonandi sér ríkisstjórnin enn
betur að sér og fellst á raunhæfar lækkunaraðgerðir.
Hitt ber að víta stjórnina harðlega fyrir, að hún sk.yldi
ekki þegar fallast á tillögur Framsóknarflokksins um
samstarfsnefnd til þess að leita að lausn vandans. Finnst
mönnum sem ríkisstjórnin hefði átt að hugsa sig betur
um áður en hún gaf hið hrokafulla svar við tillögu
Framsóknarmanna.
Tillaga Framsóknarflokksins kom fram þegar eftir
álagninguna, og hefði þá þegar verið brugðizt við mái-
inu á þennan hátt, hefðu meiri vonir verið til þess, að
úrbótaráðstafanir kæmu að haldi. Hins vegar verða allar
slíkar ráðstafanir erfiðari og gagnsminni eftir því sem
l.engra líður á skattárið. Almenningur verður þó að
vænta þess, að nú sé ríkisstjórnin búin að sjá svo að
sér, að hún sé heil í málinu og vilji samþykkja einhverjar
umbætur, þótt seint sé, en sé ekki aðeins að reyna að
tefja tímann og draga málið á langinn, þangað til of
seint sé að kippa nokkru í lag á þessu ári.
Jarðfræðideild
Það er löngu kunugt, að ísland er einstakt land að
náttúrufari, og í fáum löndum heims eru betri skilyrði
til jarðfræðirannsókna vegna nýlegrar myndunar lands-
ins, eldgosa og merkilegra jarðlaga. Siðasta rannsóknar-
efnið er Surtsey.
Vegna sérstöðu landsins ætti að setja hér á stofn
jarðfræðideild við háskólann og spara ekkert til að efla
hana sem bezt. Vegna hinna einstæðu og nærtæku rann-
sóknarefna mundi slík deild, sem vel væri að búið, fljót-
lega verða eitt af höfuðsetrum jarðfræðirannsókna í
heiminum. Þar mundu erlendir vísindamenn fá rann-
sóknaraðstöðu ogíslenzkir jarðfræðingar hafa forvstu um
rannsóknir sem ekki aðeins yrðu íslendingum í hag held-
ur mikilvægt, alþjóðlegt vísindaframlag af Islands hálfu.
Kartöfluræktin
Mikil kartöflurækt er íslendingum nauðsyn. Uppskera
er hins vegar oft tvísýn, og frostnætur í ágúst skerða
hana oft stórlega til tjóns fyrir bændur og þjóðina alla.
Mikil nauðsyn er á vísindarannsóknum og tilraunum til
þess að komast hjá þessum .vanda að einhverju leyti. Á
þeim vegi erum við allt of skammt komnir enn, og ekki
gætir nægilegs skilnings þings og stiórnar á þessu mikil-
væga máli. Hér á landi starfar t. d. ágætur vísindamaður,
sem gerir að mestu á eigin spýtur merkilegar t.ilraunir
með blöndun íslenzkra kartöfluafbrigða við frostþolnRr
kartöflur frá Perú og hefur náð athvglisverðum árangri.
En hann nýtur ekki eðlilegs stuðmngs hins opinbera
vSkaði sá, sem nú á þessu sumri hefur enn einu sinni orðið
á kartöfluuppskeru af einni eða tveimur frostnóttum. g.æti
snúizt í gróða, ef hann vrði til þess, að mál þQssi vrðo
tekin nýjum og fastari tökum.
T i M I N N, fimmtudaginn 27. ágúst 1964 —
“B
SOKA GAKKA! nýtt trúar-
og stjdrnmálaaf! í Japan
Hin furðulega fjöldahreyfing, sem vinnur einn kosningasigurinn af öörum
undir vígorðinu: „Hamingja fyrir alla“
„LÍFIÐ er skipuleg barátta
fyrir aukinni hamingju“.
Þetta er kjörorð Soka Gak-
kaihreyfingarinnar, sem er að
verða einhver mest áberandi
trúarhreyfingin í Japan og jafn
framt í þann veginn að verða
þriðja úrslitaaflið í stjórnmál-
unum, mitt á milli frjálslyndra
demokrata, sem með völdin
fara, og sósíalista, sem eru í
stjórnarandstöðu.
Soka Gakkai heitir áhang-
endum sínum vernd gegn
mænusótt og krabbameini, lof-
ar þeim bættu starfi og hækk-
uðu kaupi, góðum árangri í
viðskiptum og ástum og loks
pólitískum áhrifum. Það þarf
því engan að undra, þó að
hreyfingin nái nú orðið til 10—
15 milljóna manna. Meðal
þeirra eru ótrúlega margir af
bandarísku hermönunum, sem
starfa í herstöðvunum í Japan.
Og forustumenn hreyfingarinn
ar halda því fram, að fjölgun-
in í hreyfingunni sé um 100
þúsund á mánuði.
EFTIR kjarnorkusprenging-
una í Hiroshima risu upp mörg
hundruð hreyfingar í Japan og
glæddu nýjar vonir meðal þess
arar örvilnuðu 95 milljón
manna þjóðar. Ein hreyfingin
boðaði eins konar rafmagnstrú
og tignaði Thomas Edison sem
hálfgerðan guð. Samkvæmt
kenningu annarrar hreyfingar
átti kynlífið að vera eina
heilsulindin, bæði fyrir líkama
og sál.
Soka Gakkai er búddisk
hreyfing og sagt er, að munk-
ur að nafni Nichiren hafi stofn-
að hana á þrettándu öld. Tönn
úr honum er geymd í feikna
stóru, steinsteyptu musteri við
rætur fjallsins Fusijama og
þar er hún tilbeðin sým helgur
dómur. Þetta er þó aðeins eitt
þeirra mustera, er Soka Gakkai-
hreyfingin hefir látið byggja
víðs vegar um Japan, en þau
eru talin um hálft annað hundr
að að tölu.
ÁRSTILLÖG áhangendanna,
hreyfingunni til framdráttar,
svara til 370 milljóna íslenzkra
króna. Hreyfingin gefur út
blað, sem prentað er þrisvar í
viku og eintakatalan er 2,6
milljónir. Stjórn hreyflngar-
innar hefir aðsetur í nýjum
skýjakljúf í Tokio.
Soka Gakkai-hreyfingm er
að því leyti sérstaks eðlis og
annan veg farið en öðrum trú-
arhreyfingum, að hún lýtur að
ýmsu leyti hernaðarlegu skipu
lagi. Útbreiðsluhættir hreyf-
ingarinnar eru ákaflega að-
gangsharðir og pólitísk áhrif
hennaur aukast stöðugt.
Hreyfingin er byggð á sellu-
kerfinu. í hverri sellu eru 15
Soka Gakkai-fjölskyldur, í
hverri fylkingu eru sex sellur,
fimmtán fylkingar í hverri
hverfisdeild og 30 hverfisdeild-
ir í héraðssamtökunum. Efst er
svo leiðtogi hreyfingarinnar og
nefnist hann „fræðarinn“,
blaðaútgefandi að nafni Dai-
saki Ikeda, 35 ára að aldri.
INNAN hreyfingarinnar eru
starfandi æskulýðssamtök, sem
ná til rúmlega milljón pilta og
um 7750 þúsund stúlkna. Ungl-
ingarnir klæðast ,mjög skraut-
legum búningum og setja mik-
inn svip á útisamkomur hreyf-
ingarinnar og annast þar hljóð-
færaleik og trumbuslátt. Fjölda
samkomurnar eru oft haldnar
á íþróttavöllum, enda eru
íþróttaiðkanir eitt af því, sem
hreyfingin leggur áherzlu á í
æskulýðsstarfinu.
Útbreiðslustarfsemi hreyfing
arinnar er mjög öflug og áleit-
in í starfsháttum. Oft kemur
fyrir að „innrásarsveitir'
hreyfingarinnar ráðast inn á
einkaheimili og eyðileggja
shinto-ölturu og buddhamyndir
trúarhreyfinga, sem barizt er
gegn. Hreyfingin berst ákaft
gegn kristninni, sem telst
„trúarbrögð snobbara, karl-
manna í tweed-fötum, franskra
kvikmynda og bandarísks
whiskys".
SOKA GAKKAI hefir reynzt
sigursæl pólitík, og það veldur
mestum áhyggjum meðal jap-
anskra stjórnmálamanna, og
meðal fylgjenda gömlu stjórn-
málaflokkanna í Japan yfir-
leitt.
Árið 1950 hóf hreyfingin
fyrst afskipti af stjórnmálum
og bauð fram við sveitar-
stjórnarkosningar. Kosningu
hlutu 377 fulltrúar af þeim 363,
sem boðnir voru fram alls. í
þingkosningunum 1962 voru 15
fulltrúar Soka Gakkai-hreyf-
ingarinnar kjörnir til efri
deildar japanska þingsins.
í sveitarstjórnarkosningun-
um 1963 átti hreyfingin 1008
frambjóðendur og 1004 af
þeim hlutu kosningu. Nú hefir
hreyfingin tilkynnt að hún
muni bjóða fram 30 manns við
væntanlegar kosningar til full-
trúadeildar þingsins. Heita má
fullvíst fyrir fram, að þeir nái
allir kosningu.
ERFITT er að koma auga
á, hvað það eiginlega er, sem
hreyfingin berst fyrir í stjórn-
málunum. Hún boðar frið, er
andstæð kjarnorkuhervæðingu,
sem efalaust táknar eins konar
hlutleysi. Jafnframt boðar hún
vinsamlega sambúð bæði við
Bandaríkin og Kína kommún-
istanna.
Þá krefst hreyfingin í senn
þingræðis og lýðræðis og
sterkrar stjórnar. Hún krefst
Framnala a síðu 13
Einn af fjöldafundum SOKA GAKKAI á olympíska leikvanginum I Tokio.
7