Tíminn - 27.08.1964, Qupperneq 9

Tíminn - 27.08.1964, Qupperneq 9
Jónas Jónsson frá Hriflu flytur ræðu sína. nefnd, Kaupfélagi Þingeyinga og Búnaðarsambandi Þingeyinga. Sambandið rekur nú mjög um- fangsmikla íþróttastarfsemi og íþróttakennslu. Félagsmenn ungmennasam- bandsins hafa í seinni tíð náð mjög góðum árangri í íþróttakeppni við nágrannasamböndin, í Reykjavík og jafnvel fyrir utan landstein- ana, en á þessa hlið málsins lagði Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, mesta áherzlu í ræðu sinni. Hann iminnti á, að Þingeyir.gar hefðu átt forgöngu að unglingamótunum, sem síðan hafa stuðlað mjög að heilbrigðu félagslífi unga fólksins í byggðum landsins. Hann talaði um hinn glæsilega íþróttavöll, sem gerður hefur verið á Laugum, og Landsmótið 1961, sem er í fersku Framnald á síðu 13 Óskar Ágústsson, formaður sambandsins, les Ijóðakveðju sína tii .Cío- bandsins. Til hliðar við hann er Þráinn Þórisson veizlustjóri. Skáldið Thomas Chatterton og tvíþætt lífemi hans RITFÖLSUN er jafngömul og hið ritaða orð, og jafnvel Biblian hefur ek'ki farið var- bluta af því. Það kemst maður að raun um, begar farið er að rannsaka hvort Móse hafi skrif að Mósebækurnar fimm, og hvort spámaðurinn Jesaja hafi skrifað alla þá bók, sem við hann er kennd Það er í fyrsta lagi heldur ósennilegt, að Móse hafi sjálfur ritað um dauða sinn. samanber fimmtu Móse- bók, og á síðari tíimum hafa menn komizt að raun um, að ‘íðustu tuttugu og sex kapítul- arnir í Jesajabók eru ekki skrifaðir af hinum þekkta spá- manni, iieldur næsta merkileg- um rithöfundi, sem hefur vérið kallaður ..annar Jesaja“. Það er langt frá Móse og Jrsaja til Oscar Wilde, en skömmu eftir j910 var frum- fiutt í Drury Lane Theatre í London leikrit, sem fullyrt var að Oscar Wilde hefði ritað. C. Millard, sérfræðingur í skáld- skap Wildes, sýndi þegar fram á, að hér var um fölsun að ræða. Það koim á daginn, að kona nokkur, Mrs. Chan Toon, hafði skrifað leikritið, en hún hélt því fram, að Oscar Wilde hefði gefið sér handritið árið 1894. Af þessu spratt mikið hneyksli. Forleggjarinn sem gaf út leikritið fór í mál við Millard og fékk hann dæmdan, en fröken Chan Toon lét kyrrt liggja, þar sem hún var um sama leyti dæmd fýrir þjófnað. En hvað Mósebækurnar, Jes- aja og Wilde snertir er tilgang- urinn sá sami. Falsarinn tekur nafn þekkts rithöfundar til að lyfta undir það, sem hann hef- ur skrifað sjálfur Mrs. Chan Toon hefur eflaust gert þetta til að krækja ( peninga í mannkynssögunni og bók- menntasögunni er fjöldi dæma utn þvílíka skelma og falsara Eitt hið eftirtektarverðasta er sagan um hinn unga Thomas Chatterton Til eru þeir, sem líta á hann sem hið mesta skáldaséní eftir daga Shake- spi-ares, en þar er að líkindum full djúpt tekið í árinni. Hins vegar er furðulegt, hverju þessi ungi maður gat komið til eiðar á þeim átján árum. sem hann lifði. Hann fæddist i Bristol 20. návember 1752 og dó 24. ágúst 1770. Á þeim árum var kveð- skapur Macphersons í miklu af- haldi í Skotlandi, Englandi og á meginlandinu. Þetta var und anfari rómantíska tímabilsins, og þá litu menn til fortíðarinn- ar og tilbáðu göígi og hugrekki og konur, sem voru svo dyggð umprýddar, að þær sprungu af harmi þegar unnustinn féli í valinn Hinn ungi Chatterton sótti vrkisefni í aðrar uppsprettur Faðii hans hatðí verið djákn við St Þary Reuciiffe kirkjuna í Brinc! og þar lifði Chatter- ton stg ínn í miöaldastemmn- mgu, sem ríkti f þessari göndu og fögru sirkju. Hann lifði par sem eins konar dr. Jekyll — Mr. Hyde. Frá slukkan átta á morgnana til átta á kvöldin vann hann á óþrifalegri lögfræðiskrifstofu, en á kvöldin hélt hann sig í St. Mary Redcliffe kirkjunni, þar setn forfeður hans höfðu verið djáknar mann fram af manni. Faðir hans dó skömmu áður en hann var í heiminn borinn, og fyrstu ár drengsins voru ekki sérlega hamingjurík Móðir hans vann fyrir þeim með saumaskap og kennslu, og um síðir var honum komið fyrir til starfa á lögfræðiskrifstofu upp á mat og húsaskjól. Skáld- æðin kotn snemma í ljós — Fyrsta kvæðið eftir hann var birt, þegar hann var 10 ára gamall, og nafn hans verður ekki skafið út úr enskri bók- menntasögu. Chatterton hafði heyrt frænda sinn og þáverandi djákn tala um William Cannynges. frægan kaupmann í Bristol. — Þessi kaupmaðui hafði verið borgarstjóri og safnað gífur- legum auði, en ekki nóg með það. Hann sneri baki við heim- inum og hans lystisemdum og gekk í klaustur á síðari hluta fimmtándu aldar og dó setn ábóti 1474. Þessi litríka persóna hafði djúp áhrif á hinn unga mann, sem tók til við að skapa per- sónu, sem hann nefndi Thomas Rowley og átti að hafa verið skáld og vinur og ráðgjafi hins mikla kaupmanns og ábóta. -- Uppi á kirkjuloftinu var göm- ul kista með gulnuðum bók- fellum. Chatterton fór að stúd- era þessi rit og notaði við það fornenska orðabók, og svo byrj aði hann að lifa sig inn í hlut verkið Thomas Rowley Hann orti hinar fegurstu miðaldaball öður á fornensku, og þegar málafærslumaðurinn var í rétt inum og Chattertón átti að af- rita dómskjöl, notaði hann tím- ann til að yrkja ljóðaleik, sem var fluttur á óðali hins dáða kaupmanns, borgarstjóra og á- bóta. Lengst náði hann í sorgar leiknum „Aella'1, sem er meist- arastykki í tilfinningalegum hreinleika og styrk Hann var 16 ára, þegar hann skrifaði þennan leik, sem hefur komið bókmenntamönnum til að á- lykta, að hann tnundi hafa skap að léikbókmenntir á borð í Shakespeare, ef hann hefði náð að þroskast. En örlög hans urðu önnur en Shakespeares og langtum ömurlegri. Ógæfan byrjaði með því, að hann fór að reyna að hafa fé upp úr miðaldaþekk- ingu sinni, en hagurinn var ærið bágur. Þá var í Bristol maður, sem héð Burgum, og hafði hvað eft- ir annað látið í það skína, að hann væri kominn af virðulegri riddaraætt. Það var hægðarleik ur fyrir Thomas Chatterton að búa til ættartölu upp úr gömlu kirkjubókunum og sýna fram á, að Mr. Burgum væri koen- jnn af riddurum Vilhjálms sigursæla i beinann karllegg. En þessi aðalsnafnbót og skjald armerki Burgums fékk enga viðurkenningu i London. Burg- um lét kyrrt liggja, en sagði sem svo, að þeir háu herrar í London hefðu engan skilning á því sem væri að gerast í Bristol. Chatterton fékk fimm shill- inga fyrir þetta patent og hélt áfram að lifa sínu tvíþætta lifi og þræla hjá málafærslumann- inum frá átta að tnorgni til átta að kvöldi og vera Thomas Row- ley, vinur og ráðgjafi hins eðla borgarstjóra á kvöldin.1 En hann lék fleiri hlutverk. Við brúarvígslu í Bristol kom Brist- ol Journal út með kvæði á fom ensku. Höfundurinn átti að vera munkur, Dunelmus Brist- oliensis að nafni. Og víðar birt- ust kvæði og greinar, sem Framhald á síðu 13 T Í M I N N , fimmtudaginn 27. ágúst 1964 — 9

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.