Tíminn - 27.08.1964, Side 13
KÁUPFELAG EYFIRÐINGA
FERÐAMENN
Ef þér komið til Akureyrar, þá athugið, að í miðbæn-
um rekum vér: Hótel, Cafeteriu, iyfjabúð, kjötbúð, ný-
lenduvörubúð, járn & gjafabúð, búsáhaldabúð og skóbúð
Aðeins fá fótmál milli þessara staóa.
VeriS velkomin til Akureyrar.
Kaupfélag Eyfiróinga, sími 1700.
Símnefni KEA, Akureyri.
Hringið í dag - á morgun
getup það veriö of seint.
Það er eitt,
sem eldur faer ekkí grandað:
Trygging frá „Almennum”.
Simlnn er 17700
ALMENNAR
TRYGGINGARf
PÓSTHÚSSTRÆTI 9
SlMI 17700
Góð jörð óskast
Höfum kaupanda að góðri bújörð á suðurlandsund
irlendi, þarf að vera vel hýst og með mikla rækt-
unarmöguleika.
Eignaskipti á nýlegri 4 herb. íbúð í Kópavogi
koma til greina.
Allár upplýsingar á skrifstofunni.
Jón Ingimarsson lögm., Hafnarstr. 4.
Sími 20555.
FRAMTÍÐARSTARF
SÖLUMANNSSTARF
Vegna sívaxandi og fjölþættari fram-
leiðslu í iðnaði vorum, þurfum vér að
ráða nýjan sölumann strax.
Nánari upplýsingar gefur
Starfsmannahald S.Í.S.,
Sambandshúsinu.
STARFSMANNAHALD
— FLÍSALÍM er ódýrí ss auðvelt í itotkun.
Fæst í flestum byggingavös’uvertai^m
BÓKMENNTALEGUR dr. J.
— hr. H.
Framhald af 9. síðu.
Ohatterton var höfundur aS.
Um síðir varð spennan í
þessu tvöfalda lífemi óbærileg
fyrir hinn unga mann, og hann
sneri sér til Horace Walpole
með bæn um hjálp og stuðning,
og sendi honum meðal annars
ritverk eftir Thomas Rowley
utn uppruna málaralistar í Eng-
landi, þar sem hann vissi, að
Walpole hafði áhuga á málara-
list og ritaði sjálfur bók um
það efni.
Walpole, sem bæði var rit-
höfundur og áhugasamur list-
safnari, svaraði með bréfi, sem
ber honum glöggt vitni. Hann
þakkaði innvirðulega fyrir hið
dýrmæta handrit, sem Chatter-
ton hefði sent. Walpole átti
sæti í neðri málstofu brezka
þingsins frá 1741 og bjó í
Strawberry Hall, þar sem hann
geymdi listimuni sína og rak
prentsmiðju, srm hann notaði
til útgáfu eipin rita og ann-
arra. Þeir Walpole og Chatter-
ton h^ljlu áfri'.n: að skrifa hvor
öðrum og Chatterton sendi ný
Ijóð eftir Rowley. Walpole
sýndi vinum sínum þetta, en
þeir fullyrtu, að ljóðin væru
fölsuð. Chatterton hafði þá
beðið Walpole að hjálpa sér
að ná i stöðu, sem væri hæfi-
leikum sínum samboðin, en nú
fékk hann bréf frá Walpole,
sem sagði, að hann væri bezt
kominn á sínum stað, á skrif-
stofu lögittianns.
Þetta bréf vakti Chatterton
af dagdraumum sínum. Hann
hafði vonað, að Walpole mundi
hjálpa sér, en nú var sú von
brostin. Hann fékk sig lausan
af skrifstofunni og hélt til Lond
on að freista gæfunnar með tvö
pund í vasanum.
En hann var ekki gerður úr
því efni, sem þolir ritstjóra og
forleggjara. Ekki gekk honum
þó allt ii'.a því einu og öðru
kom hann á prykk, og þá sendi
hann mófur s nni og systur fal
iegar gjafir Sumir halda, að
það hafi verið iéleysi og eymd,
seni kom honrm til að svipta
sig lífinu Hann tók inn arsen-
ik og fannst dauður í þakher-
bergi sínu, og þá héldu nmnn
að vonbrigðun 'm hefði einkum
verið til að dreifa.
Walpole hefði getað hjálpað
honum, og hann tók þetta svo
nærri sér, að hann fann sig
knúinn til að gefa út varnar-
rit fyrir sjáJfan sig nokkrum ár
um sfðar.
En hið grátbroslegasta af
öllu var, að dr. Fry, forseti
St. Johns College í Oxford,
reyndi að ná sambandi við
Chatterton tveimur dögum eft-
ir dauða hans, svo hugfanginn
var dr. Fry af Rowley-ljóðum.
Englendingar rifust um það
' heila öld, hvort ljóðin væru
"kJa. og úr því var ekki skor-
ið fyrr en W. W. Skeats gaf
út ritgerð um Ijóðin og höfund
þeirra. Hann sannaði með ná-
kvæmum aðferðum, að ekkert
ljóðanna væri ort á miðöld-
um, og að Chatterton hlyti að
hafa ort þau sjálfur. Þessi rit-
gerð kom út 1871.
En ekta eða óekta kvæði
og leikrit eftir Chatterton eru
ekta skáldverk. Þau eru hvað
eftir annað gefiu út í Englandi,
og hver veit, nvað Chatterton
hefði orðið, ef hann hefði feng
ið þá aðstoð, sem hann vænti.
(Lauslega þýtt úr Politiken).
VÍÐAV4NGUR -
hluta verðmætisins, sem bætt
hefur verið við í versmiðju
okkar.“ V
Vandamálið
„Að lokum vildi ég láta það
koma fram, að vandamál fs-
lendimga í sambandi við lýsis-
herzlu er eklfi það, að okkur
vanti tækin og kunnáttuna til
að herða lýsi. Vandamálið er
að finna markaði fyrir fram-
lciðsluna, og skilyrði þess er,
að framlciðslukostnaður sé’ ■''f'’
algjöru lágmarki, svo og að
þessum iðnaði sé ekki gert ó-
kleift að keppa vegma skatta
eða tolla hér innanlands.“
SOKA GAKKAI
Framhaid ai 7 síðu
ókeypis námsbóka, færri og
lægri skatta en nú eru á lagðir,
heiðarlegrar stjórnmálastarf-
semi og aukinnar félagslegrar
aðstoðar. Sem sagt „hamingju
til handa eins mörgum og
mögulegt er.“
HREYFINGIN býður þannig
upp á allt, sem hugurinn girn-
ist, og safnar því um sig millj-
ónum fylgismanna meðal mið-
stéttafólks, sem ekki virðist
hafa notið ávaxanna af efna-
hagsframförunum í Japan að
undanförnu. Sama er að segja
um kvíðafulla smáatviTinurek-
endur, fjölda bænda, sem eru
nýfluttir til borganna og ófag-
lærða verkamenn Yfirleitt
nýtur hreyfingin fylgis meðal
allra „smælingja" í Japan.
„Lífið er skipuleg barátta
fyrir aukinni hamingju-1, segir
Soka Gakkai. Þessi trúarhreyf-
ing virðist þó hin síðari ár
leggja síaukna áherzlu á skipu-
lagða baráttu fyrir pólitísku
valdi.
HÉRAÐSSAMBAND
Framhald af 9. síðu
minni þeim mörgu, er það sóttu.
Gísli færði héraðssambandinu að
gjöf veggskjöld ÍSÍ og afhenti íor
manni þess, Óskari Ágústssyni,
gullmerki ÍSÍ í þakklætisskyni fyr
ir mjög vel unnin störf í þágu í
þróttamála.
Einnig risu úr sætum formenn
ur félaga sinna og afhentu gjafir.
Hjónin og íþróttakennaramir.
Kristjana Jónsdóttir og Stefán
Kristjái.sson, sem æft hafa félags-
menn unu^ \rin ár, afhentu bik-
ar, sem keppa skal um í unglinga-
mótum.
í ársskýrslu héraðssambands-
ins kemur fram, að það hefur lagt
alhliða áherzlu á íþróttir, haft
kennara í frjálsum íþróttum, sundi
knattspyrnu, handknattleik og
starfsíþróttum, og staðið fyrir eða
tekið þátt í fjölda íþróttamóta. Þá
hefur sambandið staðið fyrir
bridge-mótum. Skúli Þorsteinsson,
framkvæmdastjóri UMFÍ, flutti
kveðjur þess og lauk lofsorði á
hina miklu starfserni sambandsins
í íþróttum. Sagði hann sambandið
vera fremst í hópi þeirra, sem
hefðu aldrei starfað meira en ein-
mitt nú.
Skúli færði sambandinu að gjöf
bláhvíta fánann á stöng frá UMFÍ.
Skömmu síðar urðu þáttaskil í
veizlunni, nýi tíminn og íþróttirn-
ar hurfu í skuggann, en meira var
rætt um söguna, tengslin við
Laugaskóla og hina andlegu hlið
ungmennafélaganna. Þá töluðu m.
a.",Þórir Steinþórsson og Jón Sig-
urðsson, tveir af stofnendunum,
Arnór Sigurjónsson, fyrsti skóla-
stjóri Laugaskóla og ein helzta
driffjöðrin að byggingu hans, og
Jónas Jónsson frá Hriflu. Jónas
ræddi um ungmennafélagshreyf-
inguna sem grein á meiði þing-
eyskrar samhjálpar og sagði ýms-
ar sögur frá fyrstu tíð ungmenna-
félagsskaparins i Þingeyjarsýslu
og Laugaskóla.
Jónas nefndi ýmsa einstaklinga,
sem höfðu átt þátt í menningar
legum og efnahagslegum fratnför-
um í héraði og utan þess og lagði
til, að gefinn yrði út pési með
æviágriputn þessara manna til
notkunar í skólum sýslunnar.
Hér er ekki rúm til að drepa
á neitt í viðburðarikri sögu þing-
eysku ungmennafélaganna. Fyrir
jól mun koma út afmælisrit sam-
bandsins og verður þar skráð saga
þess, prýdd fjölda mynda. Rit-
nefnd bókarinnar hafa skipað Pét-
ur Jónsson i Reynihlíð, Þórður
Jónsson í Laufahlíð og Gunnlaug-
ur Gunnarsson í Kasthvammi. —
Bókin er nú í prentun á Akur-
eyri.
Sumir ræðumenn fluttu ræður
sinar í ljóðum að góðum þingeysk-
um sið og mátti þar kenna hvatn-
ingarljóð, kveðjuljóð, ádeilukvæði
og jafnvel heimsádeilukvæði. —
Mikilvirkastir voru þeir Þórólfur
Jónsson frá Hraunkoti, Ketill
Indriðason á Fjalli, Páll H. Jóns-
son frá Laugum og Steingrímur
Baldvinsson í Nesi
Þegar líða tók að miðnætti og
veizlan hafði staðið yfir frá kl. 4
um daginn, var farið i íþróttahús-
ið, þar sem flutt voru skemmtiatr-
iði og dansað fraim eftir nóttu. Þar
stjórnaði Þóroddur „ónasson hér
aðslæknir karlakór Reykdæla. en
þessi eini hreppur hefur , getað
Ungmennasamhands Eyjafjarðar
Norður-Þingeyjarsýslu og íþrótta ! myndað 30 manna afbragðs karla
bandalags Akureyrar, fluttu kveðj I kór. J.K.
¥1 M I N N , fi!
13