Alþýðublaðið - 18.10.1953, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.10.1953, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Sunnudagur 19. okíóber 1953 ÞAÐ voru merkilegar upp- lýsingar, sem fram komu á alþingi á miðvikudag í tilefni af fyrirspum Gylfa Þ. Gíslason ar um stóreignaskattinn. Gylfi minnti á, að 1947 hefðu verið sett lög um dýrtíðarráðstafan- ir, enda steðjaði þá mikill vandi að íslenzku atvinnulífi. í þeim var vísitöluuppbót á laun launþega takmörkuð við 300, eins og allir muna. Þar voru ákveðnar uppbætur á út- fluttan fisk, og lagður á sölu- skattur til þess að afla fjár, en nokkrar ráðstafanir gerðar til Iækkunar vísitölu. Almenn- ingur varð því að taka á sig þungar byrðar, bæði í fornji lækkaðrar vísitöluuppbótar og söluskattsins. Löggjafanum fannst því sjálfsagt, a'ð hinir 1 ríku Iétu Iíka nokkuð af hendi rakna. Þess vegna vom ákvæði í lögunum um eignaaukaskatt. Atti hann að leggjast á eigna- aulca síðan 1940. Þeir, sem hlotið höfðu stríðsgróða, skyldu því taka á sín íbreiðu bök tals- verðan hluta af þeim byrðum, sem þjóðin varð að bera vegna erfiðs árfei’ðis að stríði loknu. Þessi stríðsgróði hafði verið mikill. Hlutur stríðsgróða- mannanna lilaut því að verða stór.! Vísitöluuppbótin var lækkuð samkvæmt lögunum. Söluskatt urinn var innheimtur. Nokkr- ar ráðstafanir vora gerðar til verðlækkunar, og fiskuppbæt- ur voru greiddar. Almenning- ur var látinn bera þann hluta, sem honum var ætlaður. En stórgróðamennirnir? Var eigna aukaskatturinn ekki innheimt ur með oddi og egg? Ónei! Eitt ári'ð leið af öðru, og aldrei var eignaaukaskatturinn innheimt- ur. Stríðsgróðamennirnir voru ekki látnir greiða sinn hlut. Svo kom gengislækkunin 1950. Þá var enn stórkostleg- am byrðum velt yfir á herðar almennings. Enn var talið rétt að hafa í Iagasetningunni á- kvæði um. að stóreignamenn- irnir skyldu gfreiða stórar fúlgur. Stórdignaskattur var lögtekinn og ákveðið að eigna aukaskatturinn, sem aldrei var innheimtur, skyldi renna sam an við hann. Og nú skvldi stór eignamönnunum fá að blæða! Þeir höí'ðu fengið að vera £. friði síðan 1940 með allan sinnj stríðsgróða. Nú væri komið að skuldadögunum! Svo var sagt, meðan verið var að sannfæra aflmenning úm nauðsyn þess, að hann tæki á sig byrðarnar af fféngislækkuninni. Þetta var árið 1950. Og nú er komið haust á árinu. 1953. Þá er snurt um það á albingi. hva'ð stóreignamönnunum hafi verið gert að ereiða mikið af gróða sínmn síðan 1940, hversu mikið hafí verið la^t á hin breiðu bökin í samanburði við Ö1I milliónahundniðin, sem bxí- ?ð pr a'ð leggja á almenning í Iandinu. TJnn stmdur þá á alþingi l'?á ‘-málará’ðhcrra þjóðarinnar, maður, sem er kunnur að dugn aðí við skattheimtu og víðfræg ur fyrir mikla umhyggju fyrir hag ríkissjóðs, og skýrir frá því, að stóreignaskattur sá, sem lagður hafi verið á sam- kvæmt gengislækkunarlögum Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokksins, muni nema 49 millj- ónum króna, en stóreignamenn irnir séu þó ekki búnir að borga nema 42 milljónir, þeir skuldi 7 milljónir!! Þetta var þá það, sem breiðu bökunum er ætlað að bera. Þetta er það, sem stórgró’ðta- og stríðsgróðamönnunum. er ætlað að skila aftur af því, sem þcir hafa grætt síðan 1940. Það er liðlega helmingur þess, sem almenningi er ætlað að greiða í söluskatt á næsta ári. Til þess að sýna, livílíkur smápeningur þetta væri fyrir stóreignamennina, minnti Gylfi Þ. Gíslason á það í umræðun- um, að á síðasta ári hefðu eign ir 20 ríkustu eiustaklinga og 20 ríkustu félaga í Reykjavík numið 556 milljónum króna. Það, sem öllum stóreignamönn um í landinu er því gert að greiða, á móti öllum þeim byrðum, sem Iagðar hafa verið á almenning á undanförnum árum, er innan við 10% af því, sem 40 einstaklingar og fé'Iög í Reykjavík eiga! Þannig eru hugmyndir ríkisstjórnarinnar um það, hvernig eigi að dreifa byrðunum á rílca og fátæka. Það er svo kapítuli út af fyrir sig, að gengislækkunar- Iögin voru svo vitlaus, að inn- heimta stóreignaskattsins hef- ur teki'ð á sig kostulegustu myndir. Það hefur nefnilega komið í ljós, að sumum gjald- endum hefur tekizt að græða á því, að lagður var á þá stór- eignaskattur. Einn þeirra láns- sömu manna hefur reynzt Björn Ólafsson, fyrrverandi viðskiptamálaráðherra. Hann var svo heppinn, að á hann var lagður 126.000 kr. stóreigna'-j skattur vegna verksmiðju þeirr( ar, sem framleiðir Kóka-kóla. Upp úr þessu hafði hann það,j að Iiann losna'ði við skúr, sem átt; að rífa. Hann borgaði skr ttinn með skúrnum, o" k«m þannig skvIcT'>nní t.íl að rífa skúrinn yfir á ríkið. Ríkissjóð-. ur varð að greiða 22.000 kr. fvrir að rífa skúrinn, en hafði, áður haft af honum 17.000 kr. Ieigutekjur. Ríkissjóður fékk hví en«an stóreignaskn.tt hjá( Birni Ólafssyni eða Kóka-kóla, verksmiðjunni. Ríkið varð hvert á móti að borga 5000 kr. fyrir há ósvinnu að hafa ætlað sér að Ip.srsrja stóreignaskatt á Björn. Ólafsson og Kóka-kóla- fyrirtækið! Það. sem Biörn Ólafsson og Kóka-kóla-verksmiðjan skiliiði af gróða sínum síðan 1940, var m. ö. o. 5000 kr. reikningur á ríkissjóð fvrir að rífa skúr, sem var orðinn fyrir hæjaryf- irvöldunum! Það virðist vera allt annað en árennilegt að ætla sér að skattleggja stóreignamenn á íslandi. Ráðuneyti Hans Hedtofts, sem tók við völdum í Danmörku um síðustu mánaðamot. Utan úr heimi: j Jafnaðarmannastjórnin i ALÞÝÐUFLOKKURINN er aftur við völd. í Danmörlku. Kosningarnar 22. september höfðu ekki miklar breytingar í för með sér, en þó nóg til þess, að aðstaðan varð Alþýðuflokkn um í hag. Hann á nú 74 full- trúa ií danska þinginu, en það er tveimur fleira en flokkarnir, sem stóðu að fráfarandi stjórn Eriks Eriksens. Vinstri flokkur inn á 42 fulltrúa í þinginu, en íhaldsfilokkurinn 30. Er því á- stæða til að ætla, að minni- hlutastjórn Hedtofts reynist Efseig eins og umhorfs er í dönskum stjórnmálum í dag. ÓÐFÚSIR AÐ SITJA íhaldsflokkarnir tveir voru óðfúsir að sitja áfrom við völd, og gerði Erik Eriksen hverja tilraunina af annarri með það fyrir augum. Hann neitaði að segja af ,sér þangað ti! á síð- ustu stundu, og var þóf hans orðið ærið spaugilegt. þar eð augljóst var, að úrslit kosning- anna hlutu að hafa í för með sér, að jafnaðarmenn hefðu for ustu um myndun nýrrar rikis- stjórnar, annaðhvort upp á sitt eindæmi eða í samvinnu við róttæka flokkmn. Kjósend urnir höfðu talað. En íhalds- flokkarnir héldu lengi vel, að þeir gætu lafað áfram við völd, þilátt fyrir þau dómsorð. Þófi þessu lauk um mánaðamótin. Þ'á fól Friðrik Danakonungur Ilar.c Hsdtóft.. formanm Alþvðn íl&Aiksins, stjórnarmyndun eít- ir að Erik Eriksen. hafði loks- ins gefizt upp ásami kumpán- um sínum. RÓTTÆKIR NEITUÐU Hans Hedtoft reyndi í fyrstu að mynda stjórn Alþýðufiokks ins og róttæka flokksins, en forustumenn hins síðarnefnda hafnuðu samvinnunlboði jafn- aðarmanna, svo að Hedtoft myndaði flokksstjórn, þó að hún styðjist við minnihluta í danska þinginu. Miíkil blaða- skriif hafa orðið um afstöðu rót tæka flokksins. Neitun hans við samvinnutilboði jaifnaðar- manna kom mörgum á óvart, enda vitað, að deilur urðu um hana meðal forustumannanna. Virðist það helzt hafa ráðið úr- slitum, að róttæki flokkurinn beið tilfinnanlegan ósígur í kosningunum. Hins vegar ligg- ur í augum uppi ,að hann stend ur nær Alþýðuflokknum en íhaldsflokkunum, sem studdu fráfarandi ríkisstjórn. Hann léði þó aðeins máls á samvinnu um ríkisstjórn, sem Alþýðu- flokkurinn og vinstri flokkur- inn stæðu að ásarnt róttæka flökknuiti, en slíkt kom ekki HANS HEDTOFT, for maður danska Alþýðuflokks ? ins, myndaði minnihluta- • stjórn um síðustu mánaða- ^ mót eftir að samstjórn^ vinstri flokksins og íhalds-^ flokksins baðst Iausnar\ vegna þeirrar breytingar, erS varð í dönskum stjórnmál-S um vi'ð kosningarnar 22. S september, en hún reyndistS Alþýðuflokknum í vil. í S grein þessari er rakinn að-^ dragandi stjórnarmyndunar > Hedtofts og gerð grein fyrir^ ráðuneyti hans. ^ * til greina, hvorki af hálíu Al- þýðuflokksins né vinstri flokks ins. Sannleikurinn er liíka sá, að vinstri flokkurinn dans;ki er ' orðinn hryggilega íhaldssam- ur, enda fulltrúi af rurhaldssam | asta hluta bændástéttarinnar. j Sambúð hans og Alþýðuflokks Íins heifur því ekki verið með neinum vináttublæ, en tengsli vinstri flokksins við íhaldið ná in og bróðurleg, svo að erfitt er að greina þar á miili. SAMVINNA I FRAMTÍÐINNI? Foringjar Alþýðuflokksins lögðu mikla áherzlu á nauðsyn þess, að róttæki flokkurinn (fengist til samstarfs á liíkum grundvelli og átti sér stað á , tímum Staunings og Munchs. , Þeir eiga saman 83 fulltrúa í ' danska þinginu, og samvinna þeirra myndi tryggja skipu- lagða framkvæmd á mólefna- j samningi, sem samikomulag ' næðist um. Bendir margt til . þess, að sú stefna sigri í Dan- miörku á næstu árum, þegar rót tæki flokkurinn hefur nóð sér | eftir kosningaósigurinn í ór og gert sér ljóst, að hann verður að Ieggja lóð sitt á vogarskál- ina til þess að geta ráðið ein- hverjum úrslitum. RÁÐHERRARNIR FJÓRTÁN Minnihlutastjórn Hedtofts er skipuð fjórtán ráðherrum, en það er einum fleiri en stjórn Eriksens. Róðherrarnir eru þessir: Hans Hedtoft fcrsætisráð- herra, H. C. Hansen utanríkis- málaráðherra, Vjggo Kamp- niann fjármálaráðherra. Hans Hækkerup dómsmálaráðherra, Jens Smörum landbúnaðarráð- herra, Chr. Christiansen sjáv- arútvegsmiálaráðherra, Johs. Kjærböl innanríkis- og hús- næðismálaráðherra, Jens Otto Krag ráðherra án sérstakrar stjórnardeildar, en hefur á hendi yfirstjórn utanrikisverzl unarinnar og samræmingu efna hagsmálanna, Johan Ström vinnu-i og félagsmálaráðherra, Cnrl Petersien samgöngumála- ráðherra, Bodil Koch kirkju- [ málaráðherra, Julii.is Bomholt i menntamálaráðherra, Rasmus Hansen landvarnamálaráðherra og Lis Groes viðskiptamiálaráð herra. i EINS OG VIÐ VAR BÚIZT Engum, sem fylgzt hefur með diönskum sr.jórnmálum undanífarið, kemur á óvart val ráðherranna í meginatriðum. H. C. Hansen hefur verið fjár- ! mála- og viðskiptamálarað- herra í undanförnum jafnaðar- j mannastjórnum í Danmörku, en vitað mál, að hann hef.ur síðustu árin búið sig undir að verða utanríkismálaráðherra, enda sætir skipun hans í það ráðuneyti engri gagnrýni. Viggo Kampmann varð fjár- málaráðherra í síðustu stjórn Hedtofts eftir að H. C. Hansen varð viðskiptamálaráðiherra, og hefur Kampmann síðan manna mest mótað steifnu Albýðu- flokksins í fjármálum. Smör- um h.efur verið m.álsvari flokks ins í landhúnaðarmálum. og Ohristiansen, Kjærbö], Ström, Carí Peters.en. Bodil Koch, Bomholt og Rasmus Hansen skioa öll ráðunevti. sem þau hafa áður veitt fo>-stöðu. JULIUS BOMIIOLT OG HANDRlTAMAI.il) Afstáða Hedtofts í handrita málinu leiðir til þess, að íslend ingar munu tfagna stjórnarfor- Framhald á 6. siðu. Fórn hinna ríku Útgefandi: Alþýðuflokkurisn. Ritstjóri og áþyrgðarmaður: Hannibal Valdimarsson Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Loftur Guð- mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Aug.ýsinga- sími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. í lausasölu: 1,00.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.