Alþýðublaðið - 24.10.1953, Blaðsíða 4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Laugardagur 24. október 1953.
Útgefandi: Alþýðuflokkurin'n. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Haimibal Valdimarsson Meðritstjóri: Helgi Sæniundsson.
Fréttasíióri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenu: Loft.ur Guð-
mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri:
Emma Möller. Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga-
sími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan,
Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. í lausasölu: 1,00.
Samtal við Guðmund Gíslason Hagalín:
Sömu Iðun kvenna og karla
FYRIR nokkrum dögum
fluttu Alþýðuflokksmenn í
neðri deild alþingis frumvarp
til laga um sömu laun kvenna
og karla. I vær var írumvarpið
íil fyrstu umræðu, og var því
vísað til nefndar.
í fyrstu grein frumvarpsins
er ákvæði um, að vi'ð öll störf,
embætti og sýslanir bjá ríki og
sveitafélögum skuli koniun
greidd sömu laun <>g körlum.
Það eru ekki nema fáir ára-
tugir síðan konur fengu rétt að
lögum til embætta hjá ís-
Ienzka ríkinu. Konur áttu sem
sé engan rétt til embætta fram
til ársins 1911. En síðan þær
öðluðust þennan rétt hefur sú
venja skapazt góðu heilli, að
embættislaun værn hin sömu,
hvort sem embæftismaðurinn
væri karl eða kona. Ef til vill
hefur gleymzt að setja lagaá-
kvæði um lægri embættislaun
kvenna, þegar fyrstu konurnar
urðu embættismenn. Nú mundi
enginn láta sér detta þa'ð í hug,
að ríkið gæti sparað sér útgjöld
með bví að ætla kvenembættis-
mönnum lægri embættislaun
en körlum.
Hver sá, sem fram kæmi
með tillögu um i slíkt, yrði
naumast talinn nieð öllum
mjalla.
En sama er ekki hægt að
segja um margvísleg störf og
sýslanir hjá ríki og sveitafélög
um. Þar cr bað meginreglan,
að konur búi við miklu lægri
laun en starfsbræður þeirra.
Þetta er auðvitað algert rang-
læti. í þessu er æpandi ósam-
ræmi, sem skylt er að Iaga lii'ð
bráðasta.
I annari grein frumvarpsins
er tekið fram, að við færslu
milli launaflokka skuli sömu
reglur gilda fyrir konur sem
karla.
Ymsir gætu ætlað, að þetta!
væri óþarft ákvæði. Og það
skal játað, að það ÆTTI að
vera óþarft. En því miður er
það ekki svo. Það er einmitt
mjög þý'ðingarmikið ákvæði,
því að þrátt fyrir ótvíræðan
anda gildandi launalaga í þá
átt að draga úr launamismunj
kvenna og karla, hefur launa-'
mismuninum einmitt hvað,
helzt verið haldið við með því
að færa konur ekki milli launa
flokka eftir sömu reglum og
starfsbræður þeirra. Á þetta
handahóf og ranglæti verður
þannig að binda endi með ótví-
ræðum lagaákvæðum.
I þri'ðju grein frumvarpsins
er lagt til, að við öll skrifstofu-
störf og afgreiðslustörf í verzl-
unum skuli konum greitt sama
kaup og körlum.
Þá eru að lokmn í f jórðu
greininni ákvæði um fullkom-j
inn launajöfnuð kvenna og
karla í iðju og iðnaði, í hrað-
frystihúsum og öll daglauna-
störf, sem falla undir launa-
samninga stéttafélaga. Er gert
ráð fyrir, að öll sérákvæði í
kaupgjaldssamningum stéttar-
félaga um lægri laun kvenna
skuli falla úr gildi við gildis-
töku frumvarpsins.
Ekki er því að neita, a'ð mikil
breyting yrði á þjóðfélaginu, ef
ákvæði þessa frumvarps fengj-
ust lögfest. Og fari svo, að and-
mælum verði hreyft gegn
þessu frumvarpi, mun það óef-
að verða á þeini grundvelli, að
þjóðfélagið hafi ekki efni á svo
stórfelldum og almennum
launahækkunum, sem hér yrði
um að ræða.
Sama röksemd var jafnan á
takteinum hjá atvinnurekend-
um fyrir nokkrum árum, þegar
launakjörum var þannig hagað
vi'ð daglaunastörfiu, að hæsta
kaupið var í Reykjavík,
nokkru lægra í stærstu kaup-
stöðunum út um lánd og miklu
lægra í kauptúnum og sveit-
um. Atvinnureksturinn mundi
ekki þola það, ef kaupið yrði
alls staðar jafnt, hann mundi
fara í rúst á smærri stöðunum,
ef kaupið yrði hækkað. En nú
er þessi launamismunur að
mestu leyti horfinn. Og það
undarlega hefur gerzt, að nú
telja allir sjálfsagt, að kaupið
sé hi'ð sama í smáþorpi úti á
landi og í stærri kaupstöðun-
um. Og þá fyrst fór atvinnulíf
cmáþorpanna að ná sér úr kútn
um, er þessi kaupgjaldsbreyt
ing hafði átt sér stað. Er nú
augljóst mál, að af þessari
kaupgjaldsbreytingu hefur
leitt mikla blessun. *
Jafn fráleitur og launamis-
munurinn milli staða var áður,
er launamismunur kvenna og
karla nú, ef ekki enn fráleitari.
Enda er það víst, að Iagfæring
á því ranglæti muu í framtíð-
inni verða talin jafn sjálfsögð
og í hinu fyrra tilfclli.
I þessu sambandi er ástæða
til að minna á, að í sambandi
vi'ð setningu gengislækkunar-
laganna féllst alþingi á að ó-
tækt væri að skella afleiðing-
um gengisfallsins á verkafólk
með jafn Iiróplega mismunandi
kaupi og þá gilti á ýmsum stöð
um á landinu. Fékk Alþýðu-
flokkurinn b'á á seinustu
stundu samþykkta breytingar-;
tillögu, sem ákvað hækkun á_
grunnkaupi allt frá 6 krónum
og 40 aurum á klst. upp í 9
krónur. Kostaði það að vísu
nokkurt hik og þinghlé, cn/
þetia gerði alþingi samt og hef
ur aldrei he; vzt. að þar haii
víxlspor verið stigið. ,
Það er eklci langt sí’ðan kon-
ur höfðu ekki rétt til náms í
æðri skólum ríkisins, ekki rétt
til þess að ganga undir próf,'
er réttindi veittu, höfðu ekkt,
rétt til embætta hjá íslenzka
ríkinu og höfðu heldur ekki
kosningarétt né kjörgengi.
Af öllu þessu réttleysi og mis
rétti hefur verið gengið dauðu
með lagasetningu. Og allir við-
urkenna, að allar þessar réttar-
bætur hafi í rauninni verið
sjálfsagðar. Eins verður þa'ð
með launamisrétti kvenna. Þeg
ar það hefur fengizt afnumið,
munu allir telja það sjálfsagð-
an hlut. Og reynir nú á, hvort
alþingi skilur þá skyldu sína
að koma til liðs við réttan mál
stað, og" eyða miklu misrétti
með lagasetningu, sem aðeins
getur orði'ð Islandi til sóma.
NÚ í HAUST kcir.ur út hjá
Bókfellsútgáfunni þriðja bind-
ið af sjálfsævisögu Guðmund-
ar Gíslasonar Hagaiíns. en hún
verour bersýnilega öndvegis-
rit sinnar tegundar í nútíma-
bókmenntum okkar íslendinga.
Ritdómarar hafa svo til Iokið
upp einum munni um gildi
tveggja fyrstu bindanna og al-
menningur tekið þeim tveim
höndum. Munu því margir
bíöa framhaldsins með ó-
þreyju. Alþýðublaðið hefur átt
stutt samtal við Hagalín um
meginefni þriðja bindisins, og
fer það hér á eftir:
— Hvað heitir bókin?
„Ilmur liðinna daga“.
— Er hún svipuð á stærð og
hinar, sem út eru komnar?
„Já, svipuð og Ég veit ekki
betur“.
— Hvar gerist hún?
„Vestur í fjörðum, en sein-
asti kaflinn heitir Reykjavík
fyrir stafni. í lengsta kaflan-
um segir frá vist minni á segl
skipinu Dýra, og er þar meðal
annars lýst þeim mesta háska,
sem mér bar að höndum á sjó.
Snernma í aprílmánuði lentum
við í iþví, að stórseglið bilaði
og rak skipið síðan fyrir sjó og
veðri í kolsvarta myrkri, blind
byl, hörkustormi og reginfrosti.
Við 'hírðumst í ísköldum háseta
klefa, og annað veifið gekk
sjórinn niður um klefagatið.
Skipið hékk ofansjávar, og við
björguðum'st í höfn, en einn
af skipverjum fékk lungna-
bólgu, sem dró hann til dauða.
Eg frétti það seinna, að skip-
stiórinn hefði gert ráð fyrir,
að við mundum farast, enda
munum við allir hafa búizt við
bví, að skipið færi niður þá og
begar“.
— Varstu hræddui ?
„Nei, en ég var mjög for-
vitinn — um það, sem var að
gerast, og hvað við kynni að
taka“.
— Geturðu ekki sagt mér
eitthvað meira?
„Víst gæti ég það, en þú lest
nú bókina. Ég segi þarna frá
nárhi mínu og skáldskaparór-
um, fyrstu ástum og þeim ó-
mildu tökum, sem veruleikinn
tók á fiðrildisvængjum barns-
legra hughrifa, rómantískra
drauma og hrífandi gyllinga
. . . Þarna er líka drepið á
viðihorfin við ýmsu því, sem
gcrul.-t ocf við alla kom. Ég
lýsi heimainingslegri afstöðu
til heimsstyrjaldarinnar fyrri,
gef hugmynd um þann fögnuð,
sem það vakti í brjóstum
manna að sjá gamla Gullfoss,
sem sigldi 'á hverja höfn Wað-
inn nauðsynjum, en fyrst og
fremst þó þjóðarmetnaði og
Iangþráðri fyllingu fagurra
vona og drauma. Enn fremur
vík ég að þeirri diúpu og ein-
Iægu hrifni, sem bað vakti í
brjóstum okkar, íslenzkra sjó-
manna, þegar íslenzki fáninn
var í fvrsta sinn dreginn að
hún á fleytunum okkar. Með
öðrum orðum: És lýsi ekki að-
eins mínu eigin lífi og mínum
eigin viðhrögðnm við því, sem
gerist, heldur líka þeirra, sem
ég vinn með og kvnnist".
— Persónur í bókinni?
..Þær eru marsar. og fæstar
þeirra hafa komið til sögunnar
Guðmundur Gíslason Hagalín.
áður. Þarna er sagt frá hin-
um sérstæða og merkilega
kennara og persónuleika, Ól-
afi Ólafssyni, sem lengi hefur
verið skólastjóri á Þingeyri,
hinum duglega og merka fræð
ara og klerki, séra Böðvari á
Hrafnseyri, stúlkum, sem
hrifu mig, skipstjórum og sjó-
mönnum, sem ég var samtíða,
riámsfélögum mínum og sér-
kennilegum mönnum, sem ég
hitti, svo sem Ástar-Brandi,
sem stundaði sjó vestra á þsss
um árum, og hinum nú þjóð-
fræga ritsnillingi, Þórbergi
Þórðarsyni".
—- Koma ekki þarna fram
menn, sem þú 'hefur áður lýst
i skáldsögum þínum?
„Jú. margir, einkum þeir,
sem frá er sagt í Við Maríu-
menn“.
— Hyggur þú, að bókin sé .
eins skemmtileg og hinaí
fyrri?
„Auðvitáð. Svojia bók á að
vera eins og líf lieilbrigðs og
fjörmikiis æskumanns, sem
vill gerai sér eins mikið úr
hverju einu og unnt er, marg-
breytileg, þrungin órum og
ástarþrá, áhuga á að kynnast
sem flestu og lifa ei'tthvað stór
brotið —- og ofin öðrum þræði
glettni og gamansemi. Ef hún
væri ekki þannig, þá væri húh
lygi, tilbúningur fullorðinS
manns um æsku sína. Og að
minni hyggju fer ævisaga
aldrei nærri því raunverulega,
ef höfundurinn ’heldur sér aðé
eins við höfuðdrætti hinna
stærstu atvika og atburða —
enginn veruleikablær yfir sög
unni, ef sögumaðurinn greinir
ekki tilsvör, naismunandi að
orðalagi og innihaldi eftir
þeirri manngerð, sem þau eru
lögð í munn. Smáatriðin, sem
kölluð eru, og tilsvör, sem
bregða upp mynd þeirra, sem
tala, gefa ævisögu eins og
skáldsögu lit og ilm lífsins, og
j það miklu fremur en allar spek
[ ingslegar vangaveliur".
I Svo er Hagalín farinn og
þykist ekki mega vera að því
að svara þeirri spurningu,
hvor.t von sé á íieiri bókum
eftir hann í haust. Hann segir,
að um það sé kannski hægt að
spjalla síðar. Svarið bendir til
þess, að hann' hafi í ár tekið
hendinni til fleira en skrifa
þetta þriðja bindi sjálfsævi-
sögu sinnar. H. S.
Árbók ferðafélagsins 1953:
Héraðið i fangið
ÞORSTEINI SÝSLUMANNI
tekst að skrifa héraðalýsingar
þannig, að þær verða ekki að-
eins landfræðilega saga, held-
ur og saga atvinnuvega og þjóð
lífs. Hann skrifaði um Dala-
sýslu í árbók Ferðafélags ís-
lands 1947, og minntist ég þá
á þá bók og þótti flest vel um
hana. Nú hefur hann skrifað
um Mýrasýslu, ættarhérað sitt
og æskustöðvar, og ekki hefur
honum tekizt það miður. Hef-
ur rúm hans þó nú verið tak-
markað, þar eð stjórn ferðafé-
lagsins bað hann í upphafi að
koma efninu fyrir á átta örk-
um, en sú takmörkun stafar af
því, hve allur útgáfukostnaður
hefur aukizt mjög hin síðari
ár.
Bókin um Mýrasýslu er að
mínu áliti afburða vel gerð.
Það er verra fyrir höfund að
gefa lýsingu á ættarhéraði sínu
í takmörkuðu rúmi heldur en
skrifa um eitthvert annað hér-
að, og veldur þar um, að
fleira fyllir hugann, en, þó að
ég sé ekki vel kunnugur á Mýr
um, þá finnst mér, við lestur
bókarkmar, að ég fái héraðið í
fangið, sjái það og skilji það
svo vel, að varla takist betur.
Þetta hlýtur að stafa af því,
hve vel höfundi hafi tekizt að
velja og hafna.
Bókinni er skipt í tólf aðal-
kafla og hverjum aðalkafla
skipt í fjöldamarga undirkafla.
Hér er enginn kostur að rekja
efni bókarinnar, svo víðfeðmt
er það, en með fyrirsögnum að
alkaflanna er hægt að gefa hug
mynd um gerð bókarinnar og
efni. Fyrsti kafli fjallar um hér
að og heiðalönd, annar um sam
göngur og aðdrætti, þriðji um
hlunnindi, og er þar, til dæm-
is, gerð glögg grein fyrir lax-
veiðiám og laxveiði, fjórði iim
Hvítársíðu, fimmti um Þverár
hlíð, sjötti um Norðurárdal, sjö
undi um Stafholtstungur, átt-
undi um Borgarhrepp, níundi
um Borgarnes, tíundi um_Álfta
neshrepp, ellefti um líraun-
hrepp ,gg tólfji um hella í Hall-
mundarhrauni, en auk þessa að
alefnis eru formáli stjórnar-
manna ferðafélagsins og eftir-
máli höfundar, en að auki ýmis
gögn og skýrslur félagsins.
Mýrasýsla er söguríkt hérað,
en höfundur hefur lagt megin
áherzlu á það að lýsa héraðinu,
'atvinnuvegum þess og lifnaðar
háttum íbúanna, en láta held-
ur, vegna takmarkana rúmsins,
sagnfræðina sitja á hakanum.
Ferðafélagsbækur Þorsteins
Þorsteinssonar eru mikill feng
ur, enda er auðfundið hve
vandvirkur hann er og hve
rík sú alúð, sem hann leggur í
starfið. Lýsing Mýrasýslu er.
enn drjúg viðbót við þann ómet
anlega sjóð, sem íslenzka þjóð
in hefur eignazt með árbókum,
ferðafélagsins. VSV _