Tíminn - 08.09.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.09.1964, Blaðsíða 3
 HEIMA OG HEIMAN Sophia Loren svarar hinni brennandi spurningu varðandi Carlo Ponti: ,HVAB SÉR SfGNORINA VIDSICNOR? JiHBnHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHflHHHHHHinHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHD Fólk þreytist aldrei á að tala um samband Sophiu Loren leikkonu og kvikmyndastjórans Carlo Ponti. Margir eru hneykslaðir, en aðrir fultir samúðar yfir því ranglæti, að þau geti ekki gengið í löglegan hjúskap. Þau virðast nú vera búin að gefa upp vonina um að slíkt takist, og telja það raunar aðeins formsatriði, því þeirra „hjóna- band7* er ekki frábrugðið öðrum, sem eru í bækur skráð, nema þá, að það sé enn hamingjusamara. Hér fer á eftir viðtal Sophiu og brezks blaðamanns, sem hún talaði v'ið af mikilli hreinskilni eða eins og hún sjálf sagði: „Eg hefi aldrei talað svona áður við nokkurn mann um einka- mál mín". Hann kom inn í dagstofuna þegar ég var aS tala við Soph íu, og þau brostu svo innilega hvort til annars og horfðust svo lengi í augu, að maður fór hálfpartinn hjá sér. Þau lifa saman eins og í hjónabandi og njóta sælu þess, og kæra sig kollótt um kreddur kirkj unnar og skriffinnskuna. Þeg ar Ponti fékk skilnað í Mexícó vonaðist hann til að geta kvænzt Sophiu og lifað með henni í löglegum hjúskap. En kaþólska kirkjan tekur ekki tillit til svo fánýtra óska og nú varð Ponti að hætta á að verða dæmdur fyrir tvíkvæni. Og þarna stóð hann sem sagt, mið aldra, feitur, stuttur og sköll óttur, en hún há, dökk, ung og glæsileg, með flesta kosti fagurrar konu. Og getur þá nokkur láð mér, þótt ég spyrði þeirrar spurningar, sem flest um brennur á vörum: Hvað sér signorina við signor? Soph ía brosir og það er meðaumk- un í svipnum yfir þessari heimskulegu spurningu. En hlustið nú á hana: Ef þú gætir séð Carlo í gegnum augu mín myndir þú sjá myndarlegasta og elskuleg asta mann í heimi. En hvað er það, sem gerir mann mynd arlegan og eftirsóknarverðan í augum konunnar? Að því er varðar Carlo, er það fyrst og fremst góðsemin, sem skín út úr augum hans, blíðan í brosi hans, feimni hans, jafnvel enn, eftir öll þau ár, sem ég hefi þekkt hann. Þessi maður, sem ég bý með — hann er eigin- maður minn samkvæmt hjóna- bandi okkar — er blíðlyndur og nærgætinn, svo þægilegur í allri umgengni. Hann hefur öll einkenni Mílanóbúans, reið ist sjaldan, andstæða við okk- ur í Napolí, sem getum fuðrað upp á augabragði, sem skap- ferli eins og eldfjöll. Hann er aldrei afbrýðisamur, enda gef ég honum aldrei tilefni tíl þess. Ef eitthvað er, þá er það ég sem á það til að vera af- brýðisöm. Eg þekki marga aðra laglegri menn, en samt eru þeir ekkert miðað við Carlo eninn. Við erum svo samrýnd að án hans væri ég glötuð. Hann veit allar innstu hugsan- ir mínar og hans skoðanir eru mínar skoðanir. Mér finnst hann vera hjá mér alla tíð, enda þótt hann sé i raun fjarri. Eg er aldrei örugg, nema með honum. Ég elska fólk og ef ég dái eitthvað sérstaklega þá gef ég því nafn eftir ein- hverri fæðutegund. Ég hugsa að það séu leifar þess tíma, er maður þráði að geta borðað fylli sína af hinum góðu ítölsku réttum, en gat ekki. Þess vegna kalla ég Carlo stundum „Polpettone“ (eins konar kjöthleifur) eða „peper cone“, eða sem er blanda af steiktum hrísgrjónum og mozz- arella-osti. Og hafir þú ein- hvern tíma smakkað „suppli“ getur þú gert þér í hugarlund, hve mikið ég elska Carlo, og hve dásamlegur hann er. Sumir halda, að ást mín á Carlo sé eins konar endurgj'''d fyrir allt það, sem hann hefur gert mér til hjálpar. Auðvit að er ég þakklát, en ást mín á þó miklu dýpri rætur. Hann veitir mér sjálfstraust og styrk og dásamlega tilfinningu þess að vera hin fullkomna kona. Því er ekki að neita að við njótum þess á sérstakan hátt, að við erum ekki opinberlega í hjúskap. Það gerir samband okkar dálítið æsandi. En fólk, sem dæmir okkur eftir siðferði legum og trúarlegum sjónar- miðum getur auðvitað ekki fyr irgefið okkur. En ef fólk vildi dæma okkur eftir mannlegum sjónarmiðum, gerum við okk ur vonir til að við fáum sam- úð þess. „Manstu þá stund, er þú sást hann fyrst?“ Eins og það hefði verið í gær. Er þér sama þótt ég setji fótinn upp á borð. Það g veldur þér engum óþægindum || er það. Eg held ég hafi verið 15 ára, þegar ég fór í fegurðarsam keppni í Napoli. Það átti að velja Drottningu hafsins. Ég varð önnur og fékk 15 pund að launum. Ég 'var yfir mig ánægð og mamma líka. Til þess að sjá fyrir mér og Maríu og heimilinu hafði hún haft með höndum píanókennslu og lék auk þess í næturklúbb. Og nú sagði mamma: Nú fei ég með þið til Rómar, kannski kemst þú í kvikmyndahlutverk. Og ég man ferðina og dvöl ina í Róm í öllum smáatriðum. Ég komst í kvikmyndaverið og fyrir 15 ára stúlku var það líkast ævintýri að vinna þar með frægum kvikmyndastjörn um. En þetta voru erfiðir dag ar. Við mamma fórum á fætur kl. 5 til kvikmyndaversins. Við unnum dag og nótt og okkur fannst við aldrei á ævinni hafa verið svo ríkar. Og þegar lífið brosti við okkur veiktist María skyndilega og við héldum að hún væri að deyja. Mamma fór strax til Napoli og nú varð ég ein eftir í Róm. Svo var það eitt kvöld, að ég fór með nokkrum kunningjum á Collo Oppio, sem er nætur- klúbbur undir beru lofti, rétt hjá Colosseum. Þar var að fara fram fegurðarsamkeppni og Carlo var einn dómenda. Ég sá strax, að hann hafði ein hvern áhuga á mér, á því hverníg hann leit til mín yf- ir borðið. Ilann sendi einhvern yfir að borðinu til mín til að spyrja, hvort ég vildi taka þátt í keppninni. Ég var fljót að hugsa og sagði við sjálfa mig: Ef dómarí biður þig að taka þátt í keppninni, hlýtur þú að vinna. Ég varð önnur og þegar ég var að fara, ávarpaði Carlo mig og bað mig að koma á skrif- stofu sína næsta dag. Ég vildi ekki fara og hugs- aði það sama og allar konur hefðu hugsað í mínum spor- um. En hann brosti svo fallega og vingjarnlega, var svo ólík- ur öllum öðrum. Ég gat ekki lesíð neitt ljótt úr augum hans og ég fór. Hann lét mynda mig til reynslu og myndatökumað- urinn sagði að ég myndaðist illa. Hann hefur nú skipt um skoðun. „Þú gerir þér auðvitað grein Framhald á síðu 13 „Carlo er aldrei afbrýSisamur". Sophia og Carlo. Víxillinn og Mbl. Úrlausn sú, sem Ágúst fékk hjiá Jóhannesi Lárussyni, og Morgunblaðið birti með slíkum kærleikum á dögunum, segir kannski meira í þessu affalla- máli en nokkuð annað, sem komið hefur í dagsljósið fram að þessu. Jóhavincs Lárusson er að krefja Ágúst úm greiðslu á víxli. Og eins og dæmin hafa sannað, hafa gengið heil ósköp á út af þessari innheimtu. Það er farið hvað eftir annað af stað til að freista að bjóða upp íbúð Ágústs, og það er staðið fast á réttinum með að þessi víxill verði - að greiðast. Frá helzta innheimtumanninum heyrist aldrei orð þess efnis, að affallavíxillinn kunwi að vera slæmur pappír. Þar á allt að vera á hreinu, og Morgun- blaðið tekur sýnilega þannig undir við málið, að úrlausnin, sem Ágústi var veitt, er talið hreint drengskaparbragð. Eftir því, sem á undan er gengið, er látið í það skína að um lireina gjöf sé að ræða, enda löigð áherzla á það sem gagn- stæðu, að sóknarmenn Ágústs í málinu hafi aldrei viljað gefa honum neitt. Nú er það þannig með víxilskuldir, að þær eru mjög réttháar í inn- lieimtu, og þarf ekkert að gefa, sé allt með felldu. Það vekur því athygli, þegar inn- heimtumaðurinn hættir við að Ijúka verkinu, og fær um sig siðferðisvottorð í Morgunblað- inu, frá þeim, sem taldi sJig kraminn undir hæl ha>ns. New York Times og Moggi Það hefur nú verið lands- frægt í heila öld, hvernig Sölvi Helgason „heimspeking- urinn vísi“ jafnaði sér til stór- menna og kvaðst vera guði sjálfum líkur. Hliðstæður at- burður hefur mú gerzt og þessi Otg verður að geymast jafnlengi í minni. Þetta gerðist s.I. föstudag þegar slúðurkerlingin, sem kallar sig Morgunblað, hljóp á bak við New York Times og líkti sjálfri sér Við það lieimsfræga dagblað. Og líkingin kom fram í því að birta hina einstæðu yfirlýs- ingu með nafni Ágústs Sigurðs- sonar undir!! Segir Moigga- kerlingin blákalt, að þetta sama mundi New York Times ei'nmitt hafa birt!! Mogga-kerl- ingin var stöð allan tímann, sem mál þetta var opinbert fréttamál fyrir dómstólum og í uppboðsrétti: Þá sagði hún ekki orð. En þegar hún er beðin að hlaupa með furðu- plagg einkavinum sínum til þægðar og ákveðnu siðgæði til framdráttar, þá stendur ekki á henni. þá gerist hún blátt á- fram lítilþægur sendill annars málsaðilans, og segir svo að þetta sé í anda New York Times. Er furða, þó að menn tali um, að íslenzkri blaða- mennsku hafi verið reist níð- stöng? Sálufélagi Mogga Aðeins eitt blað hefur gerzt sálufélagi Morgunblaðsins í því áð gera víxilmál Jóhannesar Lárussonar að sínn. Það blað lieitir Mánudagsblaðið. Það sálufélag er auðvitað við hæfi, enda löngu opinbert leyndar- mál, að þessi tvö blöð e'iga margt fleira sameiginlegt. J í M I N íl, þriðjudaginn 8. september 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.