Tíminn - 08.09.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 08.09.1964, Blaðsíða 8
bréf til Hannesar á horninu frá jafnaðarmanni -iverjir leika i óperettunni? HeiSraði blaðamaður, Hannes á Horninv TTm það bil tvisva' : viku bersv ->ér Alþýðubláðið í Aendur, ásamt öðrum pósti Meðal efnis þess, sem blaðið fiytur nokkurn veginn reglulega eru þættir þínir og les ég þá næstum alltaf áður en ég legg blaðið frá mér. Ekki af því að þeir séu oet- ur skrifaðir en annað léttmeti ís lenzkra dagblaða, heldur af því að þar bregður stundum fvrir ýms um broslegum atvikum og leik brögðum, sem kemur lesendum gamals jafnaðarmannablaðs nokk- uð á óvart. Einstöku sinnum og þó frem- ur sjaldan minnist þú á íslenzka bændur og málefni þeirra. En þá sjaldan að þeirra er gotiS í pistl um þínum, virðist vera stolið úr minni þínu að bændur eru drjúg- ur hluti þess fólks, sem Kallað er alþýða hér á landi og flokkur þinn, Alþýðuflokkurinn læTur sér ennþá sæma að kenna sig við í 188 tölublaði Alþýðublaðsins laugárdaginn 22 ágúst síðastlið inn, sendir þú íslenzkum bændum tóninn á miður vinsamlegan hátt undir fyrirsögninni: „Bændur borga gott kaup“ Þar gerir þú verðlagsmál landbúnaðarins, :æðu viðskiptamáiaráðherra ríkisút- varpinu og tildrið á Hótel Sögu að umtalsefni og virðist að lokum komast að þeirri niðurstöðu að bændur séu þar æðstu húsbæncl ur og gjaldmiðlar. Þú segir þar meðal annars: „Það þarf að vanda vel til starfsmanna á Hótel Sögu og við eigum ágætum mönnum á að skipa. Forstöðumaðurinn. hinn rnesti myndarmaður, hefir 40 þús krónur í kaup á mánuði hve”jum og 10 þúsund krónur ’nílakostn að: Bændur eru höfðingjar í raun Það getur vel verið að í gamla daga hafi þeir skorið laun vinnu manna og vinnukvenna við oögl sér. En nú er> af sú öld, sem bet ur fer.“ Framar i greininni er minnzt á -rðlagsmál landbúnaðarins og bann þátt, sem þau eigi i að skapa 'lýrtíð í landinu Tilvitnuð klausa er svo sett eins og rúsínr í pilsu endann, til þess að læða því mn hjá lesandanum. hvíiikur óhófs- lýður íslenzkir bændur séu og ekki sé von að vel gangi að ráða við árans verðbólguna meðan slíkur lýður vaði uppi samk^æm is og viðskiptalífi bjóðarinnar Nú verður efnalitlum bónda á að spyrja. T hvaða tilgangi skrifar þú Hannes á Horninu bessar lín- ur? Ertu aðeins að fylia dálak A1 þýðublaðsins með prentsvartu eða á þetta nið um íslenzka bænd ur að þjóna einhverjum tilgangi? Ekki er méi kunnugt un,, nvor' þú hefir nokkru sinni gengið und ir neitt gáfnapróf. Þó dettur mér ’kki í hug að halda þig svo vit lausan, að þú vitir ekki, að íslenzk ir bændur eru lægst launaða stétt þessa þjóðfélags í dag. Eg trúi því vart að maður, sem gert hefir blaðamennsku að lífsstarfi og unnið við dagblað um langt skeið hafi ekki fylgzt með oeirri stað- reynd að Hagstofa íslands xét á síðastliðnum vetri gera útreikning á launum hinna ýmsu stétta þjóð félagsins og sá útreikningur á að vera byggður á rökum. sem við eigum að geta treyst. En sam- kvæmt þeim útreikningi eru oænd ur langt fyrir neðan það að vera lægst launaða stétt Jiessa lands Á síðasta ári vantaði okKur rúm ar 50 þúsundir króna til jafns við meðaltekjur Dagsbrúnai-verka- manns í Reykjavík og mu.o þó hvorugur okkar halda því tram í fullri alvöru, að Dagsbrúnar- verkamenn lifi í neinum allsnægf um eða óhófslífi um þessar mund ir. Ekki dettur mér heldur í hug að halda þig svo vitlausan að þú vitir ekki jafnvel og ég að megin þorri íslenzkra bænda heíir ekki efni á að koma á gangstéttina fyrir framan Hótel Sögu. auk r.eld ur að koma þar inn og islenzkir bændur hafa engin afskifti af rekstri húss þess, sem stendur á Melunum í Reykjav. og stundum er við þá kennt ■' háði, einkum begar þarf að slæva stéttarvitund þeirra eða ata þá einhverri sárb'turri svívirðingu... yíst mun þér fál!4 kunnugt um. það eins og mér, að megin hluti hússins er leigður út til ýmiskonar starfsemi og nokkur hluti þess til reksturs gistihúss sem mikið mun notað af erlendum ferðamönnum. Gistihúsið er leigt manni, sem hefir getið sér gott orð fyrir sér, þekkingu rekstri gistihúsa og mun rækja sitt starf án alls tilefnis til áreitni. Um kaup starfsfólks ó gistihúsinu er þv< ekki við neinn að sal ast, nema leigjandannn einan. Nokkur hluti hússins er svo ætlaður Bændasam tökunum, sem eru vaxandi •'tofn- anir og munu þurfa á allmiklu húsrými að halda í framtíðinni. Búnaðarfélag íslands, Stéttarsam band bænda og Framieiðsluráð- Iandbúnaðarins njóta mikils ug almenns trausts og virðingai ís- lenzkra bænda. Þau inna af nendi mikil og margþætt störf ug leið beiningarstarfsemi í þágu land búnaðarins og ekki aðeins bændur heldur öll íslenzka þjóðin nýtur góðs af þeirri starfsemi. Það er því stolt íslenzkra bænda að vita þessi samtök sín eygja þann mögi’ leika að komast hið fyrsta í rúm- góð og mannsæmandi húsakynni Um leiðir þær, sem farnar voru til fjáröflunai nefndri byggingu hafa stundum verið nokkuð -ieila ar meiningar. Meginhluta byggingarfjárins Trygglngar í vörum í flulnlngi Trygglngar á elgum skipverja Ahafnaslysatrygglngar ^ AhyrgSartrygglngar SKIPATRYGGINGAR tfeiðafæratrygglngar Aflatrygglngar hentar yður Helmlstrygglng TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR” tlNDA(GA'« ? ÍÍYKIAVIK SIMI 21260 SlMNEFNl:SURETY var aflað með erlendum lántöKum sem víst urðu állmikið hyngri ' vöfum en ætlað var 1 fyrstu, vegna þess að viðreisnarstjórnin steypti yfir tveim gengisfellingum meðan á byggingunni sloð En nokkurs hluta byggingarxjárins var aflað með sérstökum skaiti á allar seldar landbúnaðarafurðir. Þú segist ekki viss um, hvort sá skattur sé greiddur af framleið endum eða neytendum, og trúi ég því vel að slíkt dæmi veltist tyrir mönum eins og þér, sem virðast hafa valið sér asklok fyrir himinn. Eg er hins vegar ekki í nelnum' vafa um að skattur þessi er um- búðalaust frádráttur á kaupi bónd ans. En undarlegt er að reykvísk ur blaðamaður, sem stundum ger- ir sér að atvinnu, að ata íslenzka bændur blekskarni, skuli vera ð gráta Krókódílstárum útaf bessum skatti. En það virðist vefjast iyrir ýms um og einnig þér að skilja þá augljósu staðreynd, að bændui' eru í öllu falli neytendur, engu síður en bæjarbúar. Meir að segja j allflestir bændur, sem frafn- j leiða mjólk til vinnslu í mjólk- | urbúunum, kaupa þaðan smjörið, i skyrið, ostana, rjómann og undan i rennuna fyrir nákvæmlega sama ! verð og það er selt Hannesi á Horn inu. En ýmsar aðrar landbúnaðar vörur eins og t.d. kartöflurnar og Jíjötið urðu bændum mun dýrari en neytendum í bæjunum, meðan rík ið greiddi þessar vörur mður Ef það skildi vefjast fyrir þér að skilja orsakii þess, að mjoJkur framleiðendur skuli selja alla mjólk sína og kaupa mjólkurvör urnar aftur frá mjólkurbúi’.num þá liggja til þess ýmsar ástæður. en ein sú veigamesta, að iærri hendur vinna nú að framleiðslú landbúnaðarvara, heldur en með an 75% af þjóðinni bjó i sveitum og húsmæður hafa nóg með naum an tíma að gera þótt þær standi ekki daglangt við skilvindu, strokk og skyrgerð. Framarlega í pistli pinum minn ist þú á erindi, sem viðskiptamála ráðherra hafi nýlega flutt í útvarp ið í tilefni af útkomu skattskrár- innar. Þar segir þú nefndan ráð- herra hafa upplýst að ríkið hafi á síðast liðnu ári greitt í útflutn- ingsbætur á islenzkar landbúnað- arvörur 160 milljónir króna eða álíka upphæð og ríkið fær í tekju- skatt af öllum skattþegnum höfuð- staðarins. Ég heyrði ekki þetta erindi viðskiptamálaráðherra, en skal taka þig trúanlegan. En nú langar mig að spyrja: Hvers vegna fór viðskiptamálaráðherra að blanda útflutningsbótum íslenzkra landbúnaðarvara inn í þetta er- indi? Þetta minnir mig dálítið ó- notalega á söguna um afbrota- manninn, sem hrópaði; „Grípið þjófinn"!, til að villa á sér heim- ildir og koma afbroti sjálfs sín yfir á saklausan vegfaranda Með útkomu skattskrárinnar varð ríkisstjórnin með eindæmum óvinsæl meðal reykvískra skatt- þegna og var þó vart á það bæt- andi. Ég var staddur í Reykjavík um þessar mundir og átti lítils- háttar erindi inn í Alþýðuhúsið við Hverfisgötu. hvar Hannes á Horninu dvélur a einni skrifstof unni, og kynntist af eigin raun nokkuð viðhorfi reykvískra skatt- þegna Og af þeim viðhorfum veit ég að ríkisstjórnin hefði ekki orð- ið langlíf, ef hún hefði átt að ganga kjörborðinu næsta dag án þess að hafa nokkur umsvif til að blekkja fólkið. En hæstvirtur viðskiptamála- ráðherra veit að það er um að gera að blekja fólkið með því að kenna einhverjum saklausum um ófarirnar. Og það er gömul aðferð, sem nefndum ráðherra hefir oft gefizt vel, þegar hann þarf að bjarga sér og sínum úr einhverri klípu, að koma af stað rógburði milli vinnandi stétta í bæjum og sveitum. Hvað skyldi annars þessi virðulegi ráðherra þurfa að ganga í gegnum marga háskóla til að öðlast þau einföldu sannindi, að vinnandi alþýða í sveitum og kaup- stöðum eru tvær greinar á einum stofni og í hvert sinn, sem þessar stéttir hafa staðið að hagsmuna- málum sínum hlið við hlið. hefir þeim vel farnazt? Fyrst ég er farinn að minnast á verðlagsmál landbúnaðarins, skal ég taka það skýrt fram, að ég og margir fleiri bændur líta á út- flutningsbætur íslenzkra landbún- aðarvara sem illa nauðsyn og vart nema stundar fyrirbæri. Hins veg- ar ber á það að líta að þjóðin er í örum vexti og bæirnir taka við allri fólksfjölguninni, en þeim 'höndum, sem framieiða landbún- aðarvörum fer ört fækkandi. Það gæti því svo farið að vöntun yrði innan fárra ára á þeirri vöru,- sem nú er flutt út og ekki nema örfá ár síðan inn voru fluttar nokkrar tegundir landbúnaðarvara. Allar menningarþjóðir leggja kapp á að vera sjálfum sér nógar um fram- leiðslu matvæla og hví skyldu ekki íslendingar gera hið sama, vilji þeir varðveita menningu sína og fullveldi. Þú segir, Hannes á Horninu, landbúnaðarvörur alls staðar ódýv ari en hér og ýmsa vera farna að fylla ferðaskrínur sínar með er- lendum landbúnaðarvörum. Hver trúir þessari dellu? Ekki einu sinni Hannes á Horninu, sem þó virðist óvenju trúgjarn. Hefir ekki núver- andi ríkisstjóm komið á slíku við- skiptafrelsi í utanríkisverzlun okk- ar að heimilt er að flytja inn vör- ur án allra hafta? Og ekki mun skorta gjaldeyri til að greiða með eftir allt gjaldeyrisjafnvægið, sem viðreisnin hefir skapað. Víst er það satt og rétt hjá þér, Hannes á Horninu, að íslenzkar landbúnaðarvörur eru óhóflega dýrar og finna sjálfsagt fáir sárar til þess en þeir, sem hörðum hönd- um vinna að framleiðslu þeirra. En vel á minnzt. Hvernig hafa núverandi stjórnarvöld búið að íslenzkum landbúnaði í dag og hvaða þátt á flokkur Hannesar á Horninu og viðskiptamálaráðherra í þeim málum? Hvað hefir bú- rekstrar-vísitala íslenzks landbún- aðar hækkað í tíð núverandi ríkis- stjórnar? Veit Hannes á Horninu t.d. nokkuð um áburðarverksmiðjuæv- intýrið í Gufunesi, þar sem hluta- bréfin hafa verið lögð í ránsklær íslenzkra auðmanna og einkasala á tilbúnum áburði, sem eitt sinn var eitt af óskabörnum jafnaðarmanna í samstjórn við Tryggva Þórhalls- son, hefir verið lögð niður og af- hent Gufuneshlutafélaginu með beinum stuðningi núverandi þing- flokks Alþýðuflokksins? Veit Hannes á Horninu nokkuð um ok- urvextiná, sem Búnaðarbankinn tekur af lánum til ræktunar og bygginga í sveitum Veit hann nokkuð um skattinn til Stofnlána- deildar Búnaðarbankans, sem lög- festur hefur verið með góðu sam- þykki Alþýðuflokksins þrátt fyrir mótmæli og málssókn frá hendi ís- lenzkra bænda? Veit hann annars nokkuð að ein dráttarvél, sem um 1950 kostaði 10—15 þúsund krón- ur, kostar nú kringum 100 þús- und krónur, snauð og slipp án allra verkfæra? Veit hann að eng- um óvitlausum manni dettur í hug að hefja búskap í dag með minna en 1—iy2 millj. króná á milli handanna? Ég held þú sért varla svo skyni skroppinn, Hannes á Horninu, að þú hljótir ekki að skilja að þessi og ótal fleiri atriði eiga sinn þátt í að skapa þá dýrtíð og verðbólgu, sem þú ert að fjargviðrast út af. Viltu ekki biðja virðulegan við- skiptamálaráðherra, næst þegar hann ræðir skattamálin í útvarp- inu að upplýsa fyrir háttvirtum hlustendum, hvað afskipti hans og flokksbræðra hans af málefnum landbúnaðarins hafi lagt háan skatt á þá, sem kaupa íslenzkar landbúnaðarafurðir? Það væri drengilegra af honum að játa hreinskilnislega fyrir al- þjóð að öll pólitísk afglöp síðustu ára hafa verið gerð með góðu sam- þykki hans og ekkert af þeim hefði verið framkvæmanlegt ef Al- þýðuflokksins hefði ekki notið við. Og svo að lokum þet.ta, Hannes á Horninu: Tekur þú ekki kaup fyrir þína. vinnu?, og fyrir hvað er þér borgað kaup? Ef til vill er svar við þeirri spurningu að finna í áður nefndum pistli þínum. Þar segir þú meðal annars: „Þetta er eins og einhvers konar óperettu- þjóðfélag. Það er kátt á senunni, en í viðbrögðum leikendanna bregður sannarlega fyrir kátbros- legum atvikum.” Hér er ég þér sammála, Hannes á Horninu. Við lifum sannarlega í óperettuþjóðfélagi, sem íslenzkir auðmenn hafa komið sér upp og sett hér á svið og notið til þess fyllsta stuðnings íslenzka Alþýðu- flokksins. En ef til vill hefðir þú ekki sleppt þessum setningum úr penna þínum, ef þú hefðir gert þér þess fulla grein, að þú sjálfur hefur verið einn af leikendunum og stundum hefur þú og meðrit- stjórar þínir við Alþýðublaðið leikið ykkar rullu af slíkri list, að blaðamennirnir við Moggann og Vísi hafa mátt líta ykkur öfundar- augum. Eitt munum við, Hannes hafa átt sameiginlegt í öndverðu. Við vorum ungir gefnir hugsjón jafn- aðarmannastefnunnar eins og Bergþóra Njáli. Mun okkur ekki báðum einnig hafa verið sameigin- legt að hafa nokkurt dálæti á „Þyrnurn" Þorsteins Erlingssonar. Viltu nú ekki, Hannes á Horninu, taka þér þessa bók í hönd og lesa með athygli „Ljónið gamla“. Það er alltaf sígilt, en einkum þó þess- ar ljóðlínur: „Eins veiztu hái herra minn öll hrædýr elska kónginn sinn því það er mesti fjandafans, sem fær að naga leifar hans.-‘ Með alúðarkveðju frá jafnaðar- manni, sem deilt hefir kjörum við íslenzka bændur og eyrar- vinnuverkamenn í stað þess að dansa með á sviði íslenzkrar við- reisnar óperettu. Haga í Hornafirði 30. ágúst 1964. Torfi Þorsteinsson. b T í M I N N, þriðjudaginn 8. september 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.