Tíminn - 08.09.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.09.1964, Blaðsíða 14
EG VAR CICERO EFTIR ELYESA BAZNA þeím af Bretum sjálfum og hvort ég væri áreiðanlegur njósnari eða ekki. En í Ankara var ég ekki eins þekktur sem njósnarinn Cic- ero eins og Elyesa, forvitni kavass inn, og hvernig áttí ég að geta vitað, hve mikið fólkið braut heil- ann um mig? Hvernig átti ég að vita, að á þessari stundu var Bandaríkjamað ur sem hét Allen W. Dulles, stadd ur í Bern í Sviss, og hafði í lang- an tíma haft fjölda af njósnurum í Berlín? Hvernig átti ég að vita, að einn af þessum njósnurum var þýzkur stjórnarerindreki í fylgd- arliði Ribbentrops, en Þjóðverjar höfðu barið bróðir hans tíl dáuða? Það var ekki fyrr en eftir styrjöld ina, að ég komst að því, að þessi maður sagði hr. Dulles í Bern frá tilveru nýs njósnara sem kallaður var Cicero og hlaut að starfa í Brezka sendiráðinu í Ankara. Ameríkanarnir voru hrifnir af tækifærinu, sem Cicero bauð upp á. Væri það ekki sérlega ánægju- legt, að geta leyst Cicerogátuna og borið hana fram fyrir Bretana á gulldíski og láta í það skína, að þeir síðarnefndu hefðu verið sofandi á verðinum? Þannig varð Cicero að leiksoppi leyniþjónustu, sem kepptust hvorar við aðra, og sjálfsvirðing þeirra var lögð að veði fyrir lausn málsins. Ameríkanarnir kölluðu til Balk- an-sérfræðing sinn, George H Earle. Ég gat verið stoltur af því, að valda Earle höfuðverk, þar sem hann var persónulegur vinur Roosevelt forseta. Ég, kavassinn, var byrjaður að hafa eitthvað að segja í heimsmálunum. Hr. Earle, fyrrverandi fylkis- stjóri í Pennsylvania, fyrrverandi sendifulltrui Bandaríkjanna í Vín- arborg og Sofíu og að lokum her- málafulltrúi í Istanbul, kom allt i einu til hugar kona, sem var meðlimur bandarísku leyniðjón- ustunnar í Sofiu. Væri ekki hægt að smygla henni inn i þýzka sendi ráðið í Ankara? Þessi unga kona var Cornelia Kapp. Dulnefnið Cicero hafði ferðazt um Berlín, Bern, Washing ton, Istanbul og Sofíu og aftur til Ankara og komið af stað áköf- um umræðum og æsingi, aðdáun, efasemdum og vantrausti, með þeim afleiðingum, að það endaði í neðanjarðarbaráttu í hinni hlut lausu borg Ankara, þar sem sendi menn óvinalandanna heilsuðust með ískulda. Ég vissi auðvitað ekkert um þetta, og sízt af öllu vissi ég, að tuttugu og þriggja ára gömul stúlka var á hælunum á mér, og hætti með því sínu eigin höfði. Ég hataði Corneliu Kapp, en hatur mitt er nú næstum tuttugu ára gamalt, og það er ekki sér- lega ferskt né lifandi lengur. Stundum velti ég því fyrir mér, hvað myndi gerast, ef við hitt- umst. — Guð mínn góður, ert þú Cicero? Ég get mjög greinilega séð vonbrigðin í svip hennar. — Við yngjumst vist ekki, ma- dame. Ég hef oft ímyndað mér sam- ræður þessu líkar milli tveggja manneskja, sem einu sinni tóku þátt í spennandi ævintýri, hvort með sínum aðilanum. Er mögulegt að endurvekja hat ur, sem er orðið gamalt og staðn- að. Myndi ég í raun og veru segja við hana: „Madame, þér voruð mjög ótrúar landi yðar, ég lít á yður með fyrirlitningu? Og myndi hún svara um hæl: — Vitleysa Cicero, ég njósnaði fyrir málstað- ínn, en þér gerðuð það fyrir pen- inga„ og það er aðeins nú, þeg- ar þér lítið til baka, að þér látið sem þér hafið haft eitthvert vit á heimsstjórnmálunum og hafið viljað rétta stefnu sögunnar? Myndu viðræður okkar verða eitthvað á þessa leið? Það er ekkí að efa, að í reynd- inni myndi ég spyrja um börn hennar tvö, og hún spyrði kurteis lega og kaldhæðnislega um min börn. — Ég hef heyrt, að þér eigið sex börn, Cicero. Er það rétt? — Nei, madam, ég á átta. Ég verð að viðurkenna, madam, að það virðist hlægilegt að hugsa sér, að njósnarí skuli eiga átta börn. En ég fullvissa yður um það, að ég hef tekið yngstu dóttur mína á hnéð og sagt við hana: Og svo náði pabbi í lykilinn að skápnum hans Sir Hughe Knatchbull-Huges sen, og..... En hefði ég í þá daga vitað, að hún var óvinurinn, hefði ég ekki hikað við að segja við Moyz- isch: — Það er óvinur í fylkingu yðar. Nafn hennar er Cornelia Kapp, og hún er einkaritari yðar. Og það hefði verið sama og dauðadómur yfir Cornelíu Kapp. En allt, sem ég vissi um hana þá, var röddin í símanum. Og það var ekki fyrr en mörgum árum seinna, að ég komst að einhverju meirá. Sagt var að hún byggi í Banda- ríkjunum. Ég skrifaði kunningja mínum þar, en það bar engan ár- angur. Þeir sögðu, að í jafnstóru landi og Bandaríkin væru, væri enginn möguleiki á því að finna konu, sem án efa hefði gifzt og búið þar í mörg ar undir nafni eiginmanns síns. Ég skrifaði til innflytjendaskrifstofunnar, en þar var ekki svo mikið haft við að svara mér. Þegar við vorum svo að undir- búa þessa bók, báðum við blaða- manninn G. Thomas Beyl að að- stoða okkur í leitinni, og hann komst á spor Cornelíu, og það byrjaði með því, að hann komst að því, að hún hafði eítt sinn dvalizt í Chicago hjá hr. og frú Hugo Countandin. Bréfaskriftir við Countandin- hjónin fylgdu á eftir, og þau hjálp uðu mér að gera mér í hugarlund, hvernig Cornelia hafði verið. Ég fékk annað heimilisfang á veiting arhúsi í Chicago, þar sem Corne- lia hafði að því er mér var sagt, unnið sem framreiðslustúlka. Mér 29 var tjáð, að bezta vinkona henn- ar þar væri stúlka, sem hét Violet Kyle, kölluð Pinky. Pinky sagði: — Ég vinn enn í þessu veitingahúsi, en Cornelía er löngu hætt. Yfirmaðurinn réð Cornelíu vegna þess, að hún var þýzk. Hann er Þjóðverji, sem strauk úr hernum í fyrri heims- styrjöldinni og bjó hér undir fölsku nafni. n það komst ekki upp, fyrr en hann framdi sjálfs- morð nú fyrir stuttu .... Hvað sem því viðvíkur, þá hjálpaðl hann Cornelíu til þess að koma undir sig fótunum. Cornelia er — eða var gift fyrverandi F.B.I.- manni. Hún hitti hann hjá Count- andins-hjónunum. Þau dvöldust þar bæði. Ég get gefið yður upp nafnið á borginni, þar sem þau búa í Kaliforníu. Beyl fór til Kaliforníu, hitti Corneliu, og fékk hennar lýsingu á hlutunum. Ég las allar upplýsingarnar, sem ég hafði safnað saman. Ég las það, sem Countandin hafði skrif að, ég las bréf Pinky, og ég las, það sem Cornelía hafði sjálf að segja um „Cicero-málið.“ Og þann ig var það, að ég komst að raun um, að hún hafði ekki verið brezk ur njósnari eins og ég hafði allt- af haldið, heldur bandarískur, eins og ég hef áður sagt. SJÖTTI KAFLI. Koma brezku leyniþjónustu- mannanna hafði sínar afleiðingar. Komið var fyrir viðvörunarkerfi í skáp Sir Hughe. Sérfræðingar komu á staðinn, hurfu inn í skrif- stofurnar og unnu þar svo tím- unum saman bak við læstar dyr, og ég gat látið mér detta í hug, hvað þeir voru að gera. Ég komst að þeirri niðurstöðu, að ekki yrði lengur hægt að nota lykilinn, sem ég hafði látið gera að skáp Sir Hughe. Ég leit á þetta sem ábendingu 30 berir jafn mikla umhyggju fyrir öryggi bróður okkar og við hin. Ég talaði við Madame Chong í morgun — hún er náinn vinur bróður míns og hún hafði hug- mynd sem hún vildi leggja fyrir þig. Hún stakk upp á, að bróðir minn kvæntist þér. Meðan hann fer huldu höfði, mundi það auð- velda honum eftirleikinn, ef hann yrði tekinn höndum á nýjan leik. Yfirvöldín myndu ef til vill sýna honum einhverja miskunn, ef þeir vissu, að hann væri löglega kvænt ur enskri konu. Stjórnin í Kóreu vill mikið til vinna að fá ekki stjórnir Bretlands og Bandaríkj- anna upp á mótí sér. Og mætti þá hugsanlega fá því til leiðar komið, að dauðadómnum yrði breytt í nokkra fangelsisvist. Nú spyrjum við þig vegna öryggis bróður míns — ert þú reiðubúin að giftast John núna, ungfrú Hastings? 14. KAFLLl Rakel starði sem þrumu lostin á þau. Skyndigifting hafði aldrei hvarflað að henni. Hún var bund- in við störf sín í sjúkrahúsinu í minnsta kosti ár, og hún vildi ekki rjúfa orð sín. Hún sagði það upphátt. — En það var ekkert i samn- Ingnum, sem bannaði þér að gift- ast þann tíma, benti Don henni á. — Þú getur haldið áfram starfi þínu við sjúkrahúsið. Við vitum ekki, hvaða atburðir gerast á næst unni. En það gæti orðið til ómet- anlegrar hjálpar, ef þú samþykkt- ir að giftast John, Mér skildist á Madame Chong, að þú værir fús að gera það sem í þínu valdi stæði til að hjálpa honum. — Já — já, tautaði hún og leit níður fyrir sig. — Já, auðvitað EFTIR MAYSIE GREIG vil ég hjálpa John. Ef þið eruð á þeirri skoðun, að gifting okkar geti orðið honum nokkur styrkur, þá . . . en hvaða prestur mundi gifta okkur? Fæst nokkur til að vígja flóttamann í hjónaband? — Shaministaprestur mun gefa ykkur saman, sagði Don. — Það er trú flestra Kóreubúa. Síðan getíð þið látið kristinn prest gefa ykkur saman Shaministaprestur- inn bíður svars yðar. Hann getur undirritað nauðsynleg skjöl. Kannske fullnægir það ekki ætt- ingjum yðar í Englandi, en það mundi fullnægja kóreönsku stjórninni. Rakel barðist við að hafa hemil á tílfinningum sínum og hugsun- um, sem virtust á einni ringulreið. Hún neri hendur sínar og stam- aði loks: — Ef ég hefði aðeins fengið tíma til að hugsa mig um. Þetta kemur svo skyndilega. — En þú hafði gefið John jáyrði þitt bréf- lega, sagði Don. — Og nú þarfn ast hann meira en nokkru sinni áður hjálpar þinnar. — Ég skil, hvíslaði Rakel. — Og ef þið haldið í raun og veru, að það mundi hjálpa hon- um . . . — Við madame Chong erum bæði sannfærð um það, sagði Don. — Ert þú reiðubúin, ungfrú Hastings? Hún dró djúpt að sér andann. Henni var Ijóst, að henni gæfist ekki umhugsunarfrestur. Hún sagði: — Gott og vel. Ég er reiðu- búin að giftast John. Allir virtust varpa öndinni létt- ar, og Don þakkaði henni hrærð- ur. Hann spurði, hversu fljótt hún gæti verið tilbúin og benti á, að yfirvöldunum gætu á hverri stundu borizt njósn um dvalár- stað Johns og því mættu þau eng- an tíma missa. í • bréfunum hafði hún heitið John ást sinni og tryggð. Nú fékk hún tækifæri til að sýna í verki, að þetta voru ekki aðeins innantóm orð. Hvað mundi Davíð segja, ef hann vissi þetta? — Ég er mjög þreytt, sagði hún við Don. — Gætí ég fengið að hvílast smástund, þangað til presturinn kemur? — En viltu ekki fara til Johns aftur? sagði hann undrandi. — Ekki alveg strax, sagði hún, —mig langar til þess eins að hvílast nokkra stund. Hann talaði kóreönsku víð madame Yung Chee Ho og hún kinkaði skilningsrík kolli og leiddi hana á efri hæðina og inn í íburðarmikið svefnherbergi með stóru rúmí. Á rúminu lá töfrandi fagur kóreanskur þjóðbúningur, blómum skreyttur. Madame benti á fatnaðinn og síðan Rakel og sagði með erfiðismunum: Til brúð kaups. Rakel ieit á kjólinn. Hann var útsaumaður og einkar fallegur. Þau höfðu þá búizt við, að hún imundi samþykkja ráðagerð þeirra. Hún, Rakel Hastíngs, átti nú innan stundar að verða kór- eönsk brúður. Og athöfnin skyldi framkvæmd af shaministapresti. Hun leit á hvítt andlit sitt í speglinum. Hún reyndi að hugsa um, hvað hún væri glöð að vera í þann veginn að gifta sig. En allt kom fyrir ekki. Og loks færði hún gætilega kjólinn og kastaði sér á rúmið. Hún vissi ekki, hvort hún hafði blundað, þegar hún heyrði barið að dyrum og madame kom inn og benti henni glaðlega að klæðast búningnum. Hún aðstoðaði Rakel við það og kallaði síðan á mann sinn til að láta hann dást að ungu stúlkunni. — Þér eruð mjög töfrandi, ung frú Hastings, sagði hann. — Fað- ir Kuik-Cho er komínn. Nú er tími til kominn að fara inn í hlöðuna og byrja athöfnina. Hún fann til ofsalegrar skelf- ingar við það, sem í vændum var. Hún beitti sig hörðu til að dylja ótta sinn og reyndi að brosa og vera glaðleg Hún snyrti andlit sitt og setti upp hárið. Síðan fylgdist hún á eftir kóreönsku hjónunum niður og yfir garðinn í áttina að hlöðunni. Hún klifraði upp stígann og átti erfitt með að fóta sig í öllum skrúðanum. Þegar upp kom, sá hún, að hlöðuloftið hafði verið skreytt og lagfært eftir föngum. O-man-ee leit Ijómandi augum á hana og brosti við henni, tók um hönd hennar og kyssti hana hlýlega. Don sagði: Velkomin sé brúð- urin. Hann hneigði sig fyrir henni. Kóreanski presturinn var stutt- ur og digur maður og klæddur að siði Shaminista presta. Hún hafði ekkí litið í áttina til Johns, þótt hún fyndi augnaráð hans hvíla á sér. Nú leit hún til hans og neyddi sig til að brosa. Hann var fölur eftir fangelsisvistina, en svipur hans lýsti fölskvalausri ást og gleði. Hann kom til hennar — Rakel, þráir þú þetta eins mjög og ég? spurði ham» blátt áfram. Hún horfðist í augu við hann og svaraði aðeins einu orði: — Já. — Þú gerir þetta ekki aðeins til að hjálpa mér, ef ég verð hand- tekínn aftur? Hún hristi höfuðið og á því andartaki var hún viss um sjálfa sig. — Nei, John. Ég vil þetta líka. Þetta var mjög ólíkt giftingar- athöfn kristinna manna. Þau krupu fyrir framan heldur frum- stætt altari, sem búíð hafði verið til í skyndi og presturinn söngl- aði eitthvað á kóreönsku. Þau réttu hvort öðru höndina og John hneigði sig. Síðan renndi hann hring á fingur henni og þá var athöfnínni lokið og John tók utan um hana og kyssti blíðlega. — Elsku konan mín, kannske 14 T í M I N N, þrlðjudaginn 8. september 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.