Tíminn - 08.09.1964, Blaðsíða 7
Utgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri- Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (ábl. Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta
stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Steingrímur Gíslason.
Ritstjórnarskrifstofui I Eddu-húsinu simar 18300—18305 Skrit
stofur Bankastr 7 Afgr.sim) 12323 Augl. simi 19523 Aðrai
skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 90.00 a mán tnnan
lands — t lausasölu kr 5,00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.l
Okurlánin - afleiðing
stjórnarstefnnnnar
A5 undanförnu hafa orðio mikiar umræður i tiiefni
af málaferlum, sem hafa risið út ai hvi, að iögíræðingur
nokkur var ákærður fyrir að hafa keypt vixil með rr.ikl-
um afföllum. Máli þessu virðist nú lokið með nokkuð
sögulegum hætti, og verður ekki lagður dómur á mála-
vexti hér. En hvað, sem þessu máli líður, er það stað-
reynd, sem er opinbert leyndarmál, að sú fjármálastarf-
semi hefur síaukizt hin síðari ár, að fé sé lánað með
okurkjörum. Fleiri og fleiri' af þeim, sem hafa staðið í
íbúðabyggingum eða öðrum aðkallandi framkvæmdum,
hafa hlotið synjanirl í bönkunum og öðrum opinberum
lánastofnunum og hafa því neyðzt til að leita eftir lánsfé
á öðrum vettvangi. Sumir hafa verið svo heppnir, að
ættingjar þeirra eða vinir hafa getað veitt þeim nokkra
úrlausn, en aðrir hafa orðið að leita íyrir sér á enn öðr-
um vettvangi og þá oft lent í klóm þeirra, sem lana með
okurkjörum.
Það liggur í augum uppi hver er meiginorsök þeirrar
fjármálalegu og siðferðilegu meinsemdar, sem hér hef-
ur skapazt. Það hefur verið eitt meginatriðið í stefnu
ríkisstjórnarinnar að skylda viðskiptabanka. sparisjóði
og innlánsdeildir til að frysta verulegan hluta þess spari
fjár, sem þessir aðilar hafa fengið til vöxtunar. Af þess-
um ástæðum hafa viðskiptabankarnir og sparisjóðir v^r-
ið tilneyddir að draga úr útlánum. Fleiri og fleiri hafa
fengið neitun hjá þeim og hefur það ekki sízt gengið yfir
þá, sem eru umkomulausastir. Þannig hefur þessu fólki
eins og verið varpað í hendur okraranna.
Hvarvetna annars staðar í siðuðum þjóðfélögum er
reynt að hamla gegn okurlánastarfsemi á allan liátt.
Fyrst og fremst er það gert með því, sem er áhrifaríkast
í þessum efnum, en það er að veita fólki aðgang að
hæfilegu lánsfé á eðlilegan hátt. Her er farið óðru visi
að. Hér er spariféð fryst í Seðlabankanum og fjölmargir
ofurseldir okrurunum á þennan hátt Það er ekki óeðli-
legt, heldur rökrétt afleiðing, að fjármálaspilling vaxi
undir handleiðslu slíkrar stjórnarstefnu.
Hin hóflausa sparifjárfrysting lamar ekki aðeins fram-
kvæmdastarfið — oft þar, sem sizt skyldi — heldur
leiðir til hinnar alvarlegustu fjármálaspillingar.
Dómsmálin
Sennilega er erfitt að finna vestrænt land, þar sem
meðferð dómsmála gengur öllu hægara en hér á landi
Meðferð tiltölulega einfaldra mála tekur oft mörg ár
hjá dómsstólunum Þetta stafar af því, að stjórn dóms-
málanna hefur ekki verið nógu vakandi fyrir þvi, að
gerðar yrðu endurbætur og breytingar í samræmi við
breyttar aðstæður, Núverandi forsætisráðherra ber þar
rnesta ábyrgð, en hann hefur verið dómsmálaráðherra
síðan síðari heimstvrjöldinni lauk. að undanskildum
fáum árum. Það var því vel, að seinasta Alþingi
féllst á þá tillögu, sem Ólafur Jóhannesson og fleiri
Framsóknarmenn fluttu. að dómsmálalöggjöfin vrði end-
urskoðuð með það fyrir augum, að meðferð dómsmála
gengi stórum rösklegar en nú á sér stað Vonandi veTður
þessari ándurskoðun hraðað og bær brevtingar gerðar
sem tryggja viðunandi umbætur á þessu sviði.
T í M I N N, þriSjudiaginn 8. september 1964
r
Ólafur Jóhanuesson:
Þjóðaratkvæða-
greiðslur
í ALLMÖRGUM löndum hef
ur þjóðaratkvæða nokkuð gætt.
Þannig mun þjóðaratkvæði t.d.
talsvert hafa verið notað í Sviss,
Kanada og sumum öðrum
brezku samveldislöndunum og
jafnvel einnig í einstökum
fylkjum Bandaríkjanna. Heim-
ild til þjóðaratkvæðis er í
stjórnarskrám margra ríkja,
svo sem Austurríkis, Tékkósló-
vakíu, Danmerkur o. fl. f sum-
um löndum er beinlínis lög-
boðið í stjórnarskrá, að almenn
atkvæðagreiðsla kjósenda skuli
fara fram um tiltckin lög eða
lagafruinvörp. Annars staðar
veita stjórnlög skilorðsbundna
heimild til þjóðaratkvæðis, þ.
e.a.s. veita tilteknum aðilum,
svo sem ákveðinni tölu þing-
manna eða tilteknum fjölda
kjósenda rétt til að krcfjast
þjóðaratkvæðagreiðslu um nán
ar tilgreind lög eða lagafrum-
vörp. Úrslit atkvæðagreiðslunn
ar geta vmist verið ákvarðandi
um gildi þeirra laga eða laga-
frumvarpa, sem atkvæði eru
greidd um, eða aðeins til lcið-
beiningar fyrir löggjafann.
f þessum tilvikum byggist
bein þátttaka kjósenda í lög-
gjafarstarfi — hvernig svo sem
henni er nánar fyrir komið —
á stjórnarskrárákvæðum. En
auk þess mun sums staðar nokk
uð tíðkast, að svo sé mælt fyr-
ir í einstökum lögum, að þau
skuli ekki koma til fram-
kvæmda eða jafnvel ekki öðl-
ast gildi. fyrr en þau hafa ver-
ið samþykkt við þjóðaratkvæða
greiðslu. Þá bvggist atkvæða-
greiðslan eigi á almennum
fyrir fram gefnum fyrirmælum
heldur á einstakri ákvörðuu
hverju sinni.
Hér á landi hefur kveðið lítið
að þjóðaratkvæðagreiðslum. —
Samkvæmt stjórnarskránni er
þó skylt að efna til almennrar
atkvæðagreiðslu um löggiafar-
mál í tveimur tilvikum. i öðru
tilvikinu er um að ræða þjóð
aratkvæðagreiðslu um laga-
frumvarp, sem horfir til breyt
inga á kirkjuskipuninni, sbr. 2.
mgr. 79. gr. og 62 gr. stjórnar-
skrárinnar. í hinu tilvikinu er
um að tefla lög, sem forseti hef
ur synjað staðfestingar sam-
kvæmt 26. gr. stjórnarskrárinn-
ar. Á hvorugt þessara tilvika
hefur reynt í framkvæmd og
hefur þjóðaratkvæðagreiðsla
því aldrei farið fram sam-
kvæmt þeiin. Engin ákvæði ern
til f stjórnarskránni um skil-
orðsbundna heimild til þjóðarat
kvæðis. Hafa slík heimildará-
kvæði aldrei verið í íslenzku
stjórnarskránni. Hins vegar eru
bess dæmi, að Alþingi hafi með
þingsályktun samþykkt að
kanna hug kjósenda til ákveð-
inna löggjafarmálefna. shr.
þjóðaratkvæðagreiðsluna um
bannlögin 1908 og 1933 og um
þegnskylduvinnu 1916. Hefur
löggjafinn síðan tekið fullt til-
lit til úrslita slíkrar þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
Þjóðaratkvæðagreiðslan 1908
fór fram samkvæmt þingsálvkt.
ÓLAFUR JÓHANNESSON
un frá neðri deild. Um 3/5 kjós
enda greiddu atkvæði með
banni en 2/5 gegn. Bannlögin
voru síðan sett 1909. Þjóðarat-
kvæðagreiðslan 1916 um þegn-
skylduvinnu fór fram sam-
kvæmt þingsályktun beggja
deilda 1915. Niðurstaðan varð
sú, að rúm 80% kjósenda
greiddu atkvæði gegn þegn-
skylduvinnu. Engin lög voru
því samþykkt um það efni. At-
kvæðagreiðslan iím afnám inn-
flutningsbanns á áfengi 1933
átti sér stað sámkvæmt þings-
ályktun frá samcinuðu þingi. —
Úrslit þeirrar atkvæðagreiðslu
urðu á þá lund, að 57,7% kjós-
enda vildu afnema bannið, en
42,3% voru með banni. Aðflutn
ingsbannið var svo endanlega
afnumið með áfengislögunum
33/1935. Þjóðaratkvæðagreiðsla
fór fram um lýðveldisstjórnar-
skrána -,g niðurfelling sam-
bandslagasamningsins. Hins
vegar gerir stjórnarskráin ekki
ráð fyrir því, að stjórnlaga-
breytingum verði framvegis
skotið til beins þjóðaratkvæðis,
þvi að þingrofi og almennum
kosningum vegna stjórnarskrár
hreytingar verður ekki jafnað
ti! þjóðaratkvæðagreiðslu.
Það er spurning, hvort nér
ætti ekki að nota þjóðarat-
kvæði meir en gert hefur verið.
Þióðaratkvæði er lýðræðisleg
leið til að kanna hug kjósenda
til mikilvægra þjóðmála. Skil-
orðsbundin heimild til þjóðar-
atkvæðagreiðslu gæti veitt
þingmönnum þýðingarmikið að
hald. Óbilgjarn þingmeirihluti
hefði gott af þvílíku aðhaldi. —
Snm mikilvæg skref í milliríkja
skiptum, t. d. varðandi aðild að
valdamiklum bandalögum, ætti
alls ekkí ■ að stíga, nema vilji
landsmanna þar uin hefði áður
verið rækilega kannaður. En i
sambandi við spurningu um
aukna notkun þjóðaratkvæða-
greiðslu þarf rnargs að gæta.
Það þarf m. a. að kynna
•ér löggjöf og reynslu annarra
þ.jóða í þessu efni. Það þarf að
átta sig á, hvort heppilegra sér,
i’ð þjóðaratkvæði sé bindandi
eða ráðgefandi. Enn fremur
er spurningin, hvaða aðildar
ættu að eiga rétt á að krefjast
þjóðaratkvæðagreiðslu. Vita-
skuld þarf einnig að hafa í huga
þá ágalla, sem þjóðaratkvæði
fylgja, svo sem fyrirhöfn, kostn
að, dreifing ábyrgðar o. fl. Áð-
ur en horfið væri að aukinni
notkun þjóðaratkvæðagreiðslu
þyrfti því rækileg rannsókn að
fara fram. En sú rannsókn á
fitllan rétt á sér.
Á Alþingi 1962 fluttu þrír
þingmenn, þeir Ólafur Jóhann-
esson, Páll Þorsteinsson og
Ingvar Gíslason tillögu til þings
ályktunar um undirbúning lög-
gjafar um þjóðaratkvæði. Sú
lillaga var svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að kjósa 5
manna nefnd til að rannsaka
hvort ekki sé rétt að setja lög-
gjöf uin þjóðaratkvæði í mikil
vægum löggjafarmálefnum, svo
og hvort ekki sé rétt að setja
grundvallarreglur þar um í
stjórnarskrána. Skal nefndin.
ef hún telur ástæðu til, semja
lagafrumvarp um það efni. —
Nefndin skal kynna sér sem
rækilegast öll atriði varðandi
þjóðaratkvæðagreiðslu. þar á
meðal reynslu annarra þjóða í
þeim efnum, en einkum ber
nefndinni að kynna sér eftir-
farandi atriði:
I
a. hvort í ákveðnum tilvikum
eigi að vera skylda eða að-
eins heimild til þjóðarat-
kvæðagreiðslu:
b. hvaða aðilar eigi að fá rétt
til að krefjast þjóðaratkvæða
greiðslu, t. d. hvort þann
rétt eigi að veita tiltekinni
tölu þingmanna eða ákveðn-
um fjölda kjósenda; og
c. hvort úrslit þjóðaratkvæða-
greiðslu eigi að vera bind-
andi eða aðeins til ráðgjaf-
Tillaga þessi náði eigi fram
að ganga, varð ekki útrædd. —
Þetta mál er þó þannig vaxið,
að það má ekki niður falla. Það
verðskuldar það fyllilega, að
því sé gaumur gefinn. Lýðræð-
islegir stjórnarhættir krefjast
áhuga og sjálfstæðrar hugsunar
af hálfu kjósenda. Að slíku
væri stuðlað ineð beinni þátt-
töku kjósenda í löggjafarstarfi,
enda þótt slíkt kæmi aðeins til
greina í undantekningartilfell-
um eða þegar sérstaklega stæði
S. Tómlæti borgaranna er
versti óvinur lýðræðisins. Og
hvað sem öðru líður, þá er al-
menn löggjöf um þjóðarat-
kvæði nauðsynleg vegna þeirra
tilvika, þar sem stjórnarskráin
býður þjóðaratkvæðagrciðslu.
Hún yrði þar vart framkvæmd
nema að undangenginni laca-
setningu. Þá löggjöf er rétt að
setja, áður en einstakt tilfelli
krefst úrlausnar.
7