Alþýðublaðið - 28.10.1953, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.10.1953, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ IVIiðvikudagur 28. okí. 1953 Moa Martinsson A M M A , Bessason [ Filipus ; hreppsíjóri: AÐSENT BRÉF Ritstjóri sæll! Nú þykir mer farið að kólna í veðrinu og þó ekki vonum íyrr. Það er ekki nema hress- andi, að fá svalann á sig öðru hverju, svona rétt til þess að xnaður muni hvar maður er staddur á hnettinum. En hræddur er ég um að einhverj- um þyki heízt.til hryssingsleg- ur næðingurinn, einhvern tíma í vetur, einhverjum gabardine- gumanum og nælondrósinni. En hvað gerir það til, þó maður skjálfi og nötri, þegar það er vegna tízkunnar og tildursins. ■Allt er þolandi íyrir það, líka alls kyns innanmein og ó- hreysti. Þegar fólk er hætt að 3íða fyrir trú sína, verður það að líða fyrir eitthvað annað; kannske er þetta líka öfugmæh hjá mér, — kannske er það einmitt fyrir trú sína, sem þetta aumingja fólk líður. En það voru væntanleg harð jndi, sem ég ætiaði að ræða um. Ég held, að þetta verði harðindavetur. Mig hefur dreymt fyrir því. Það er gott. að flestir bændur munu vet undir þau búnir, hvað hey snertir, eftir slíkt heyskapar- sumar. En það er ekki nóg, þótt það sé að vísu aðalatriðið. Men.n þurfa að ferðast að vetr- arlagi. Sumt fólk ferðast líka að óþörfu. Þá eru skíðin, snjó- bílarnir og flugvélarnar, segir fólk. Jú, skíðin éíii ’góð, eii fáa veit ég nú kun-na á þeim að fara, því að öll þessi skíðaíþrótt okkar er helber hégómi. Flug- vélarnar geta heldur ekki nei':t þegar alit er á kafi í fönn. Það r eru þá helzt snjóbíiarnir. Þeir virðast duga sæmilega undir stjórn hraustra og gætinna manna. Því að þegar a.lt kemur til alls, þá verður það maðurinn, sem allt veltur á, þegar í harð- bakkann slær. En sá maður, sem vill leggja í svarra vetrar- ins, verður að kunna að búa sig, og það er þetta, sem fólk virðist ekki átta sig á. Það heldur, að það geti klætt sig eftir einhverri baðstrandar- tízku Uppi á heiðum í fimmtán stiga frosti. Nei, — veturinn hérna tekur ekkert mark á tízkublöðum. Virðingarfýllst. FiÍipus Bessason hreppstjóri. Féiagsiíf Glímufélagið Ármann. Aðaifundur félagsins verð- úr í kvöld í samkomusalnum Eaugaveg 162 (Mjólkurstöð- inni) kl. 8,30, Dagskrá skv. félagslögúm. Mætið stundvís- lega. - Stjórnin. dæmi þessarar ljósmóður, en hún hafði samt lofað henni að vitja sín. Nú myndi Ijósmóðirm ekki fá neitt kaffi heima hjá mér; nú var engin fín stofa með fal, legum, hvítum gluggatjöldum; 1 engin amma, sem kunni réttu' handtökin við nýfædda, litla j krakka. En ljósmóðurfrmi varj víst farið að þýkja vænt um' mömmu mína. 'Hún átti eftir j að koma til hennar seinna, þeg > ar við enn vorum flutt í annað '■ umhverfi. Mamma hafði ekki sagt mér j að fara til ömmu. Það var bara Valdimar, sem tók það upp! hjá sjálfum sér. En hann hafði i rétt fyrir sér. Eg myndi ekki geta farið heim til mín með ljósmóðurinni, þótt ég ætti að gera það og mamma hefði sagt mér það. Það var allt á tjá og lundri, þegar ljósmóðirin kom, og enginn tók allra minnsta til lit til mín eða lét sem haTin sæi mig. Sumt fullorðna fólkið hélt því fram, að það væri ljós móðirin, sem kæmi með litlu börnin. Eg lagði nú ekki mik- inn trúnað á það. Eg braut aldrei heilann um það, hvaðan litlu börnin kæmu. Það var svo ósköp eðlilegt að þau kæmu — sama hvernig það gerðist. Maður varð að taka því eins og hverjum öðrum erfiðleikum, sem á vegi manns urðu; leiðin legum liennslukonum, illsku- fullum körlum, sem börðu með hnefunum og digrum konum, sem kveinkuðu sér og jörmuðu. Lengi fram eftir árum hélt ég að allar feitar konur, án tillits til þess, hve gamlar þær voru, væru í þann veginn að eignast börn. Eg var hrædd við allar konur, sem voru með stóra maga. Eg var öldungis hams- laus af hræðslu við lögreglu- þjón, sem. alltaf stóð. á götu- horni í úthverfi. nokkru, þar sem við áttum heima mokkrum árum seinna, bæði vegna þess að hann var í einkennisbún- ingi, með stórt sverð sér við hlið, en þó allra mest vegna þess að hanu var með svo stór an maga. Það gerði hann tvö- falt hættulegri í mínum aug- um. Eg var dauðhrædd við alla gamla, digra og feita menn. Mín reynsla var sú, að þar væri fólk með fyrirferðarmikla maga, þar væru líka alltaf sjúk dómar, eymd og volæði. Eg hafði líka oft séð nýfædd börn í leiguhjöllunum; þau voru hræðileg, fannst mér. Áður en mamma giftí sig og meðan við ennþá áttum heima hjá móðursystur minni, þá bar það við eitt sinn, að nágranna- kona okkar eignaðist tvíbura. Þeir eru líkastir öpum, sagði móðursystir við aðra konu. Sú kinkaði kolli til samþykk- is; þeim var nefnilega báðum eitthvað í nöp við konuna, sem eignaðist tvíburana. Hún deyr áreiðanlega, sagði móðursystir. Hún er með óráði, manneskjan. Hún er sífellt að fjasa um að það séu rottur að skríða yfir sængina hennar. Yoðalegt væri nú það, ef kon- an dæi frá vesalings litlu öng- unum. Það var ásökun í rödd móðursystur, rétt eins og 38. DAGUR það væri illgirnislegur grikk- ur tvíburamömmunnar að deyja frá apaeítirlíkingun- um sínum. En hún aó ekki, og einn góðan veðurdag^fékk ég að sjá tvíburana. Eg var þá eitthvað sex ára. Þeir lágu hjá mömmu sinni í rúminu. Fjöl- skyldan bjó bara í einu her- bergi. Mér fundust þeir alveg hræðilegir. Eg setti þá strax í samband við rotturnar, sem komu með þessa tvíbura. Einn góðan veðurdag voru tvíburarn- ir bornir út í einni lítilli kistu. Mér stórlétti og ég fann til djúprar gleði, því ég var alltaf eins og á nálum af hræðslu, meðan þeir voru undir sama þaki. Nei, ég gæti ekki með nokkru móii farið með konu, sem ætlaði að fara og hjálpa til þar sem var að fæðast barn. Nú skaltu ekki fylgja mér lengra, sagði ljósmóðirin. Það er svo langt til hennar ömmu þinnar. Eg kiukaði kolli og hélt á- leiðis til ömmu minnar. Það var orðin talsverð um- ferð á veginum. Það voru mjólkurvagnar í löngum röðum — slátrarar og grænmetissalar; og svo alls konar flutningavagn ar, fjölskyldur með búslóðir sínar og svo framvegis. Eg stalst tvívegis til þess að sitja á, en það komst upp um mig lí bæði skiptin og ég fékk löðr- ung. Svo var það, að hjartagóð eldri kona með mjólkurvagn leyfði mér að sitja í hjá sér alla leið inn í bæ. Hún spurði hvort ég vildi ekki hjálpa henni. Já, hvort ég vildi. Eg átti frí og hafði ekkert að gera. Eg vildi svo ósköp gjarn- an hjálpa henni. Gengur þú ekki í skóla, —< spurði hún og augnaráð henn ar var óþarflega rannsakandi, fannst mér. Nei, ekki núna. Mamma er að eignast barn. Eg hef ekki tíma til þess. Hvar áttu eiginlega heima? Og hvert ætlarðu núna? Út á Valberg til ömmu minn- ar. Fyrri spunningunni lét ég ósvarað. En þá áttu ekki að fara í þessa átt. Eg veit það. En mér liggur ekkert á. Amma veit ekkert um það, að ég sé á leiðinni. Eg fer bara með þér aftur til baka seinna í dag. Eg var að sækja Ijósmóðurina handa mömmu. En hvar er hann pabbi þinn þá? Hann, hann er heima. Hann gat ekki farið, af því að hann Valdimar barði hann. Ja, þessir karlmenn, taut- aði mjólkurpósturinn. Valdimar er góður, sagði ég. Hann Alb........hann pabbi minn var vondur og það var bara gott að Valdimar lúskr- aði honum. Mér er sama hvað þeir heita, sagði sú ráðsétta. Þeir eru allir þorparar, þessir_karl- menn. í hjarta mínu var ég henni sammála og ég hafði samúð með afstöðu hennar til karl- mannanna. Eg var búin að steingleyma því, að heima hjá okkur var einhvers staðar efni í nýjan kjól og nýir skór, sem stjúpi minn kom með handa mér úr kaupstaðnum, eða var mér kannske ljóst, að í raun! og veru voru þetta ekki gjafir til mín, heldur mútur til1 mömmu, tilraun til þess að vinna hylli hennar, sem hann svo sannarlega ekki átti skilið að njóta. Þess konar gjafir, ] sem svo að segja eru stílaðar . á tvo aðila og þó hvorugum ætlaður, eru , sjaldan mikils metnar. Og vafasamt, hvor; aumkunarverðari er: sá, sem telur sig neyddan til þess að gefa gjafir, eða hinn, sem er of bágstaddur til þess ,að hafa efni á að meita að taka við þeim. Eg hjálpaði mjólkurpóstin- ' um fram eftir öllum degi og að launum fékk . ég vænan ’ mjólkursopa. Það var greini- legt rjómabragð af mjólkinni. Hvilík dýrð. Svo ók hún mér dálítinn spöl í áttina að Val- bergi, enda þótt það væri krók ] ur fyrir hana. Og til þess að ' kóróna allt saman, gaf hún mér tíu aura. Nú átti ég tutt- ugu aura. Eg beið þess að mjólkurvagn inn kæmist úr augsýn. Eg f var nefnilega búin að ákveða' með sjálfri mér að fara ekki heim til ömmu fyrr en undir kvöid. Með tuttugu aura í vas anum eru man'ni svo sem flestir vegir færir. Heima hjá ömmu fengi ég ekkert að fara út. Hún var alltaf að vefa og ég yrði að hjálpa henni við spólurokkinn, ef ég þekkti þá "gömlu rétt. Og svo allar spurn mgarnar, eins og þær/ ’voru i líka skemmtilegar. Eg vissi að ; hún myndi spyrja mig og, spyrja í þaula, og það var ekki ‘hlaupið að því að draga neitt undan eða leyna neinu fyrir henni. Hún myndi skilja fyrr en skylli í tönnunum, sú j gamla. Fullorðna íólkið var j alltaf að spyrja og spyrja, jafn ] Úra-viðgerSir. í Fljót og góð afgreiðsip.S GUÐI GÍSLASON, s, Luugavegi 63, s sínn 81218. S Samúðarkorl vel hún amma, sem þó var ; S Smurt brauð og snittur. Nestispakkar. ódýrast og bezt. VinA samlegasr pantið með^ fyrirvara. ^ MATBARINN S Lækjargotu 6. S Sími 801-10. b ^ S V s s Slysavannafp.'ags íslar.dsS kaupa flestir. Fást hjáS slysavarnadeildum urnS land alit. í Rvík í hannó yrðaverzluninni, Banka-^ stræti 6, Verzl. Gunnþór-- unnar Halldórsd. og skrif-- stofu íélagsins, Grófin. l.r Afgreidd í síma 4897. — ^ Heitið á slysavarnafélagið Það bregst ekki. ^ s s s s s s 16. Opið 7.50—22. a\ sunnudögum 10—18. — Sími 1395. s s s s s s s s s $ Minningarsp'iöbi s B arnaspítal asj óðs Hringslns^ eru afgreidd í Hannyrða-- verzl. Refill, Aðalstræfi 12^ (áður verzl. Aug. SvenJ-; sen), í Verzluninni Victoryv Laugavegi 33, Holts-Apó-;^ teld, Langholtsvegi 34, VerzL Álfabrekku vio Suð urlandsbraut, og Þorsteíns-jS búð, Snorrabraut 61. S S Nýja sendi- bííastöðin h.f. hefur afgreiðslu í Bæjax % c-;köp góð. Það var annars , Ijóti gallinn ,á fólki. Það hélt að maður vissi allt; hvað mamma segði og hvað stjúpi sagði og hvað honum fyndist og henni fyndist um þetta og hitt og svo framvegis. Og segði maður svo, það sem manni bjó í brjósti og það sem manni bara datt í hug að væri hið rétta, þá var manni ekki trúað. Nei, nú átti ég með mig sjálf. Enginn vissi hvar ég var óg enginn bjóst við mér. En .... já, það var ennþá eitt „e'n“: Hvað átti ég svo sem af mér að gera? Eg var stödd við stóra, breiða götu í útjaðri borgarinn ar. Það var hætt að rigna og komið gláða sólskin. Á stöku stað voru bekkir við veginn. Þéir voru orðnir þurrir. Eg ;ettist á einn þeirra og húgs- aði málið. Það sást varla nokkur sál á véginum. Jú, þarna kom maður. Hann slangraði til og frá og var óstyrkur á fótun- um. Eg þekkti hann, þegar j þegar 'hann kom nær. Það var Stóri-Björn, alþekktur drykkju rútur. og upþivöðsluseggur. Hann hafði hattinn aftur á hnakka og flautaði lag. Hann 'S Hús og íbúðir af ýmsum stærðum íS bænum, útverfum !-æjó arins og fyrir utan bæ-1 ínn til sölu. — Höfum^ einnig til sölu jarðir, * vélbáta, bifrsiðir og^ verðbréf. Nýja fasteignasalan. Bankastræti 7. Sími 1518. Mirmingarspiöld S dvalarheimilis aldraðra sjó-^ manna fást á eftirtöldums stöðum í Reykjavík: Skrif-S stofu sjómannadagsráðs, S Grófin 1 (gengið inn fráS Tryggvagötii) sími 80275,S skrifstofu Sjómannaíéiags^ Reykjavíkur, Hverfisgötu „S 8—10, Veiðarfæraverzlunin* Verðandi, Mjólkurfélagshús-^ inu, Guðmundur Andrésson ^ gúllsmiðúr, Laugavegi 50,^ Verzluninni Laugateigur,^ Laugateigi 24, tóbaksverzlun^ inni Boston, Laugaveg 8,S og Nesbúðinni, Nesvegi 39. S í Hafnarfirði njá V. Long.S S

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.