Alþýðublaðið - 07.11.1953, Blaðsíða 4
4
ALÞÝfHJBLAÐtÐ
' Laugardagur 7. nóv. 1953.
Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Hitstjóri og ábyrgðarmaður:
Hannibal Valdimarssoa Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenm: Loftur Guð-
mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri:
Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga-
sími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðupréntsmiðjan,
Hvg. 8—10. Áskriftarvérð 15,00 á mán. í lausasölu: 1,00.
i
Alþýðuflokkurinn og íhaldið
ÍHALDINU er ekki róit út
af- þeim mörgu og merku mál-
nm, sem Alþýðuflokkurinn hef
Jir lagt fram á þessu þingi, með
an ékkert nýtilegt mál hefur'
séð dagsins ljós hjá stjórnar-
flókkunum — að undanteknum
fríamlengingum á alls konar,
skattalögum.
'Helztu málin, sem Alþýðu-1
flókkurinn hefur þegar lagt.
fr'am, eru þessi:
'Frumvarp til laga uni fjár-
oílun til áð ráða fram úr liús-
náeðisvandamálinu, þingsálykt-
wn um endurskoðun varnar-
sátnningsins, frv. um 12 stunda
hvíld á togurum, frv. um
Þrisrgja vikna orlof og skipu-
lágningu ódýrra orlofsferða,
frv. um félagsheimili, þar með
um að verkalýðsfélögin öðlist
sama rétt að lögum samkvæmt
©rlofslögunum, sem önnur
menningarfélög, frv. um sömu
laun kvenna og karla, frv. um
fullkomnar deildir Landsspít-
ala Islands í öllum landsfjórð-
ungum.
Þá hcfur Alþýðuflokkurinn
flutt tillögu til þingsályktunar
um að undanþiggja hátagjahl-
evrisálagi hráefni til iðnaðar-
Ins, og þingsályktunartillögu
Um gæzluvistarhæli fyrir á-
fengissjúklinga.
Og enn hcfur flokkurinn
flutt (ásamt hm. Vestur-ísfirð-
inga, Eiríki Þorsteinssyni)
frumvarp um togaraútgerð rík
isins til atvinnujöfnunar, frv.
um olíueinkasölu ríkisins og
frumvarp til laga um kosninga \
bandalög.
Er þarna hvert málið öðru
athyglisverðara, end i hafa sum .
þessara raála verið aðalum-
ræðuefni fólks um land allt
seinustu vikurnar. j
Þó reyna íhaldsblöðin að,
hegja um þessi máj, eins og
þau þora og geta. Um að gera
að reyna að afflytja þau og mis
túlka í kyrrþey manna á meðal,
en vekja ekki um þau almenn-
ar umræður.
Nú er t. d. varast að segja
orð um fruinvarpið nm s'ýnu
laun kvenna og karla. En þeg-
ar tekizt hafði að hindra fram
gang frumvarps Hannibals
Valdimarssonar á albingi vet-
urinn 1949, fékk Vísir málið í,
maílókin tim voríð, enda fóru
bá kosningar £ bönd. Þá sagði
bla'ðið m. a. í forustugrein:
..Frumvarp til laga var lagt
fvrir síðasta albingt, sem gekk
í bá átt. að konur og karlar
skyldu fá sömu laungareiðslur
fvrir sömu störf. (Ekkert um
hver flutti hað.) Frumvarpið j
náði ekki fram að ganga að |
þessu sinni. Þrátt fvrir hað má (
telia öruggt. að slíkar kröfur
verði ekki kveðnar niður til
laneframa, og hær eru öllu eðli
málisins sarokvæmt fyllilega
r“ttmæíar. Þrælahald skapar
að sjálfsögðu ódvrasf.a vinnu-
aflið, en þrátt fyrir bað dettur
éugum heilviía manni í hug að
véttlæta hað — nema ef til vill
í einræðisríkjuin. Launamun-
ur kvenna og karla minnir ó-
neitanlega á þrælahald fortíð-
arinnar, enda munu engin
frambærileg rök finnast fyrir
slíku misrétti.“
„Þess er einnig vert að minn
ast, að launakúgun kvenna get-
ur beinlínis reynzt þjóðhættu-
leg. ...“ „Meðan launaníðingar
léku lausum hala óátalið af
samtökum launþega, var ekki
að undra, þótt ekki fengist Ieið
rétting í þessu efni.“
En nú? Fæst Ieiðréttingin
nú? Leika Iaunaníðingar má-
ske ennþá of lausum hala? Nú
er þagað um málið, þyí að nú á
að greiða atkvæði um launa-
jafnrétti kvenna og karla. —
Ef Sjálfstæðisflokkurinn styð-
ur það, þá verður það örugg-
lega að lögum.
Um tvö mál Alþýðuflokksins
hafa íhaldsblöðin þó ekki getað
orða bundizt. Það eru frum-
vörpin um kosningabandalög
og um ríkiseinkasölu á olíu.
Hræ'ðslan við kosningabanda
lögin leynir sér ekki. En hvað
er nú orðið af öllum hinum
mikla áhuga Sjálfstæðisflokks-
ins fyrir tveggja flokka kerfi?
Þetta frumvarp stefnir eimnitt
í þá átt, að kjósendur myndi
tvær samstarfsfvlkingár, sem
berjist hvor um sig fyrir hrein
um og samhentum meirihluta
á þingi. Er það ekki fyllilega í
anda þingræðis og lýðræðis að
sameina öflin svo að starfhæf-
ur meirihluti skapist og unnt
vcrði að komast hjá glundroða
og upplausn með löngum
stjórnarkreppum eða vandræða
sambræ'ðslustjórnum? Er það
ekki einnig í anda iýðrseðisins,
að kjósendurnir fái að vita um
það fyrir kosningar, hvaða
flokkar ætli að vinna saman
eftir kosningar? En einmitt
það er einn af hyrningarstein-
um þessa fruzxivarps.
Hvaða lýðræðisónáttúra hef-
ur annars gripið Sjálfstæðis-
flokkinn, að hann skuli hefja
baráttu móti þesSÚ sjálfsagða
og þýðingarmikla máli?
Og af liva'ða rótum getur
and.taða Sjálfstæðisflokksins
móti ríkiseinkasölu á olíu ver-
ið runnin? Hann er á móíí öll-
um opinberum rekstri, segja í-
haldsmenn. Ekki er hann þó á
móti því að ríkissjóður fái um
40 milljón króna tekjur af tó-
bakseinkasölu ríkisins, og ekki
heldur á móti ca. «50 milljónum
af áfengiseinkasölunni. Og
væntanlega er flokkurinn held
ur ekki á móti Ræjarútgerð
Reykjavíkur. Og hvers vegna
þá á móti því að hægt sé að
flytja allar olíur, sem lands-
menn þurfa að nota, inn í
stærstu tankskipum og dreifa
henni um eitt dreifingaikerfi
£ staðinn fyrir þrjú, og gera
þetta með færra starfsliði og
án nokkurs milliliðagróða til
erlendra auðfélaga.
Já, hvers*vegna er Sjálfstæð
isflokkurinn á móti einkasölu
á olíu? Það er ennþá óráðin
gáta.
Undir Gálgaási — leiksviðsmynd.
Þjóðlei khúsið:
Höfundur: Jón Björns-
son. Leikstjóri: Lárus
Pálsson.
SÚ FRÉTT hlýtur alltaf a<f
vekja talsverða eftirvæntingu
leikunnenda, að Þjóðleikhúsið
hafi í undirbúiningi sýningu á
nýjum sjónleik eftir íslenzkan
höfund. Það var því eðlilegt
þótt spurningarsvip mætti á
mörgum sjá á áhorfendabekkj-
um, þegar þess var biðið, að
ljós yrðu slökkt í saþ og tjald-
ið dregið frá sviðinu, að frum-
sýningunni á hinu tiýja leik-
riti „Valtý á grænni treyju"
eftir Jón rithöfund Björnsson.
Að vísu munu allmargir áhorf-
enda hafa kannazt við efni
sjónleiksins, bæði af þjóðsög-
unni og skáldsögu þeirri, er Jón
hefur samið eftir henni að
efni til, og síðan lagt sjónleikn
Gestur Pálsson í hlutverki Val-
týs bónda, og Þóra Borg Ein-
arsson sem Ingibjörg kona
hans.
um til grundvallar. En hitt var
engu að síður spurning, sem
beið svars, hvernig höfundin-
um hafði tekizt að afklæða það
viðfangsefni búningi skáldsög
unnar og klæða það síðan í leik
sviðsbúnimg.
Þegar að fyrstu atriðunum
loknum mátti heyra það á lófa
taki áhorfenda, að þeir álitu
höfundinum hafa vel tekizt að
leysa þá erfiðu þraut, og fór
sá viðurkenningarvottur_vax-
andi, eftir því, sem á leið. Að
lokinni leiksýningu var leik-
endum, leikstjóra og höfundi á-
kaít fagnað, og þakkað með
dynjandi lófataki. Er því óhætt
að fullyrða, að þessum nýja, ís-
lenzka sjónleik og höfundi
hans, hafi verið tekið með af-
brigðum vel af hálfu frumsýn-
ingargesta, — sem þó eru venju
lega heldur tregir til að láta
fögnuð sinn í ljós, eins og
kunnugt er.
En meðal áhorfenda sitja
nokkrir menn, svipþungir og
þungt hugsi, þar má kenna
hina svonefndu gagnrýnendur,
sem hafa tekizt þá þungu skyldu
á herðar, að dæma höfund og
leikendur og birta almenningi
’dómsúrskurð sinn í dagblöð-
'unum. Þeir verða að forðast að
hrífast með fögnuði annarra á-
horfenda, þar eð dómurin'n á
að vera kveðinn upp sam-
kvæmt þeirra eigin sannfær-
ingu, eins og allir dómar. Þeir
verða að leggja sér á minni
allar misfellur og bresti, bæði
í leikriti og leikmeðferð um leið
og þeir verða að hafa augun
opin fyrir öllu því, sem vel er
gert, af hálfu höfundarins og
þeirra, er flutninginn annast.
Og þeir verða að gera sér ljóst,
að því hlutverki fylgir nukil
ábyrgð, enda þótt þeim sé
ekki gefið neitt framkvæmda-
vald. Með einni, ógætilega orð
aðri setningu í dómum sínum
geta þeir sært byrjendur, bæði
í hópi höfunda og leikara, svo
að ómaklega sárt svíði, — jafn
vel svipt þá kjarki og trú á
hæfileikum sínum, og um leið
komið í veg fyrir, að þeir fái
nokkru sinni notið sm til
fulls, eða unnið þau afrek,
sem þeir hefðu verið færir um
að vinna. En hins vegarber
gagnrýandanum skylda til
þess, ekki aðeins gagnvart höf
undi og leikendum persónu-
lega, heldur og gagnvart sjálf
um sér og listinni, að "araga
ekki svo fjöður yfir neitt, er
hann álítur miður fara, að
hann halli dómi þeim aðilum
í vil. Gerði hann það. brvgðist
hann því hlutverki sínu, að
vinna að því að hefja listfna
sjálfa á hærra svið og auka öðr
, um skilning á gildi hennar cg
fegurð.
Það er því engan veginn
vandalaust, að sitja í sæti
; gagnrýnanda, ekki hvað sízt,
þegar um íslenzk leiksviðs-
1 verk- er að ræða. Á hann að
leggja á þau sama mælikvarða,
i og leiksviðsverk erlendra höf-
j unda, þeirra, sem liafa margra
! alda, þjóðlega og alþjóðlega
| leiklistarmenningu að þak-
’ hjarli, og njóta. svo ríflegra
launa fyrir list sína að þeir
geti helgað henni krafta sína
óskipta? Eða ber honum að
taka tillit til þess, að þeir ís-
lenzkir höfundar, sem nú fást
við leikritagerð, eru í rauni
réttri brautryðjendur í list
sinni, arflausir með öllu, — og
geta aðeins lagt stund á hana
í hjáverkum? Er slík linkind
líkleg til þess að efla þroska
þeirra fyrir miskunnarlausar
kröfur til sjáifs sín, eða
getur hún orðið til þess
að þeir stilli þeim kröfum
Haraldur Björnsson, sem Guð-
mundur gamli umrenningur.
í hóf um of, og nái því
aldrei þeim árangri, sem þeir
myndu annars ná? Ef svo
rýnendurnir og þeir hyggjast
afbrot gagnvart sjálfum þeim,
og list þeirri, sem bæði gagn-
rýnendurnir þeir hyggjast
þjóna af trúmennsku. Engu að
síður verður ekki hjá því kom
izt, að taka tillit til þeirra að
stæðna, sem íslenzk leikrita-
skáld eiga við að búa, þegar
lagður er dómur á verk
þeirra.
Með þessu leikriti sínu
sannar Jón Björnsson að |iín
um dómi svo að ekki verður
um villzt, að hann er gæddur
svo miklum hæfileikum sem
dramatískur rithöfundur, að
mikils má af hónum vænta á
því sviði, enda þótt þetta fyrsta
leikrit hans sé með nokkrum
smíðagöllum. Það er fyrst og
fremst augljóst, að skáldsagan
hefur orðið honum fjötur um
fót. Sá fjötur gorir sjónleikmn
þungkmalegan um of, auk þess
sem lað er fyiii áhrif skáld-
sögubyggingarinnar, acj sjón-
leikurinn skiptist í nokkra
kafla, sem hvor um sig hafa
eina stígandi og lausn, og rjúfa
(Frh. á 7. síðu.)