Alþýðublaðið - 07.11.1953, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.11.1953, Blaðsíða 5
■jJUaugardagur 7. nóv. 1953. ALÞÝÐUBLAÐSÐ Þ'AÐ ER einn af hyrningar- Bteinum heilbrigðs stjórnar- íars, að festu gæti í stjórnar- tframkvæmdum. Tið stjórnar- tskipti og reikul stjórnarstefna eru ekki giftusamlegir stjórn- arhættir. Sumir hafa viljað aráða bót á þessu með því að skilja að löggjafarvald og frarn kvæmdarvald og hafa hand- 3hafa hvors um sig þjóðkjörna. f>ar eð handhafar framkvæmd arvalds yrðu þá kosnir óhlut- Ibundnum kosningum. yrði það ávallt í höndum eins flokks eða bandalags flokka, sem Siaft hefðu samvinnu í kosning aim. Slík afnám þiugræðis á þó ekki miklu fylgi áð fagna hér- lendis. Virðist það vera vilji rnanna. að ríkisstjórn skuli liafa traust alþihgis og haldi álþingi þannig rétti og skyldu til stjórnarmyndunar. En þá Iber jafnframt að stuðla að því, að samhentur meirihluti mynd ist á alþingi meo heilbrigðum hætti. KJÖRDÆMASKIPUNÍNÍ OG LÝÐRÆÐIÐ. Bent hefur verið á, að eðli- legast væri að haga kjördæma skipun þann veg, að sennileg niðurstaða kosninga yrði meiri Muti eins flokks, en líklegasta leiðin til þess væri að skipta landinu öllu í einmennings- kjördæmi. í landi, þar sem eru sex stjórnmálaflokkar og ekki verulegur stæröarmunur á þrem þeirra, getur slíkt þó ekki talizt samrýmast lýðræð- isreglum. Virðist því, að ó- breyttri flokkaskipan, óhjá- kvæmilegt að viðhafa hlutfalls kosningar að meira eða minna ieyti og uppbótarkerfi til bess að leiðrétta ranglæti óhlut- bundnu kosninganna, en þettá veldur hins vegar því, að hætt er við, að margir fiokkar eigi sæti á löggjafarsamkomunni <og að torvelt sé að mynda þar samhentan meiri hiuta. Einn höfuðgalli þeirrar skip unar, er margir flokkar, sem ihafa ekki skilyrði til þess að ará meirihluta hver um sig, ieppa um fylgi kjósenda, er sá, að það kemur venjulega ekki fram í kosningabaráftu, með hvaða flokki eða flokkum hver flokkur hyggst vinna að kosningum loknum, þótt aug- Ijóst sé, að einhverjir hljóta að vinna saman, ef um meiri- Mutastjórn á að vera að ræða. Kjósandi, sem kýs ákveðinn ilokk, veit því í raun og veru ekki, að hvers konar ríkis- stjórn hann er að stuðla. SAMHENTUR MEÍRIHLUTL Spurningin er, hVernig hægt sé að stuðla að því, að sam- lient.ur meirihluti myndist í löggj af arsamkomunni, þrátt íyrir hlutfallskosningar og upp ifoótarkerfi, jafnframt því, sem gildi kosningaréttarins yrði aukið með því að kjósendur ,gætu gert sér ljóst við kjör;- borðið, hvers konar ríkistjórn þeir væru sennilega að kjóga. IÞess má geta, að þótt kjör- dæm.ækipun yrði breytt þann ig, að núverandi uppbótar- kerf' vrði afnumið, en hlut- ■ Íállfko -ningum komið á í stað irm ’ ríkari mæli en nú á sér stað, t d. þannig, að öllu land /inu ’”:ði skipt í 4—6, m3ima kjördæmi með hlutfallskosning um. bætti það úr hvorugum þe-:'»’'a galla. Eftir sem áður yrðu 4—5 flokkar á alþingi, og íyri - kosningar yrði sjaldan, vitað, hvaða flokkar tækju ?upp samvinnu eftir kosningar. VÆNLEGASTA LEIÐIN. Vænlegasta leiðín til þess að Frumvarp Alþýðuflokksins um. stuðla að myndun samhents meirihluta á löggjafarsam-1 komunni, miðað við hlutfalls- J kosningar að meira eða minna j leyti og uppibótarkerfi,' er að heimila stjórnmálaflokkum kosningabandalög með þeim hætti, að þeir skuli .í samein-' ingu fá sem næst þá tölu þing- fulltrúa, sem sameiginleg at- kvæðátala veitti þeim rétt til,- ef þéir væru einn ílokkur. Gæti þá farið svo, að stiórn- málafiokkarnir skipuðu sér í' tvær meginfylkingar, sem kjós endur geti valið á mrlli og hvor um sig hefði skilyrði til þess að öðlast hreinan meiri hluta. Jafnframt vissu þá kjósendur fyrir kosningar, hvers konar ríkisstjórn kemur til greina að mynda eftir kosningar, og gætu væntanlega gert sér ljóst, hvaða ríkisstjórn þeir væru að kjósa með því að greiða ákveðn nm flokki afkvæð?. Með þessu móti væri stigið spor í áttina til hins svo nefnda „tveggja flokka kerfis“, án þess þó að riðla með stjórnskipulegum að- gerðum þeirri flokkaskipun, sem myndazt hefur í Iandinu samkvæmt lýðræðisréglum. En reynsla hef.ir sýnt, að lýðræði stendur föstúm fótum, þ?r sem tveggja flokka karfi á langa sögu að baki. FLOKKAR OG BANDALÖG. Ef afstaða núverandi stjórn- málaflokka hvers til annars reynist þannig, að skki komist á kosningabandalag milli neinna, sem tök hefðu á að öðlast meirihluta í kosningum, er engu spillt með því að setja ákvæði, er heimili slíkt. Að- ’ stæður yrðu þá áfram eins og þær eru nú. En ef tveir eða fleiri flokkar gætu komið sér saman um stefnuskrá, sem þeir vildu gefa þjóðinni kost á að fá framkvæmda, er óeðlilegt, að þeir verði að mynda einn nýjan stjórnmálaflokk til þess að berjast fyrir henni og hafa möguleika á því að öðlast meiri hluta. Ef þjóðin reynist vilja fá þessa stefnuskrá fram- kvæmda og atkvæðin hefðu nægt til þess að veita einum flokki meirihluta, eiga þau á sama hátt að nægja til þess að veita slíku bandalagi, sem hef ur eina og sömu stefnuskrá, meirihluta. En.það yrði, ef at- kvæði bandalagsflokkanna vrðu ætíð lögð saman, þar sem það er -nægilegt til þess að tryggja frambjóðanda bandalagsins og þar með stefnuskrá þess sigur. Ef frambjóðendur tveggja flokka lýsa yfir því, að þeir vilji 'vinna að framkvæmd ákveðinnar stefnu á næsta kjör tímabili, þeir fá hvor um sig færri atkvæði en andstæðingur þessarar stefnu, en hins vegar fleiri samanlagt, þá er í fyllsta máta eðlilegt, að bað sé heim- ilað í kosningalögum, að at- kvæði þess bandalagsframbjóð andans, sem færri atkvæði fékk, teljist . hinum, svo að hann nái kosningu, þar eð stefnuskrá sú, sem báðir lýstu fylgi við, hafði i'ylgi meiri- hluta kjósenda. Ef andstæðing ur bandalagsframbjóðendanna hefði hins vegar hvort eð er haft meirihluta, er annað á- stæðúlaust en að telja hvorum bandalagsflokknum sín at- kvæði. Kjósandi minní foanda- FRUMVARP Alþýðu- flokksins um kosníngabanda lög stjórmnálaflokka vekur mikla áthygli, en meginíil- gangur þess er sá, að tvær megjnfy 1 kingar eigist við í kosningum og að stjórn- málaflokkar, sem hug hafa á . stjórnarsamvinnu komi sér saman um málefnasamn ing fj'rir kosningar og beri hann undir kjósendur í stað þess að fresta samningum um stjórnarstefnu og fram- kvæmdir fram yfir kosning ar. Hér birtist greinargerð frumvarpsins, sem útskýrir ýtarlega efni þess og tilgang. lagsflokksins vill auðvitað fyrst og fremst efla sinn flokk, en vill þó fremur stuðla að kosn- ingu þess frambjóðanda, sem aðhyllist sömu stsfnuskrá og hann sjálfur, en sætta sig við, að andstæðingur hennar nái kosningu, og þess vegna ætti hann að eiga kost á að láta reikna honum atkvæði sitt, ef það reyndist honum nægilegt til þess að ná kosningu. Þetta er kjarni þeirra á~ kvæða, sem lagt er til í frum- varpi þessu, að tekin verði í kosningalögin. Skal þeim nú íýst í fáum orðum og miðað við bandalag tveggja flokka, til þess að málið verði einfald ara, en bandalagsflokkarnir gætu auðvitað verið fleiri. KJARNI ÁKVÆÐANNA. 1) Flokkar geta gert með sér kosningabandalag, og skulu þeir þá í hverju kjör- dæmi um sig fá jafnmarga þingmenn kjörna og heild- aratkvíéðatala þeirra í kjör dæminu veitir þeim rétt til. 2) I einmenningskjördæm um verður þetta á þann hátt, að atkvæði bandalags- flokkanna eru lögð sanian, ef framhjóðandi hvorugs þeirra nær kosningu. Nægi það til þess, að sá frambjóð andi þeirra, sem hærri at- kvæðatölu hlaut, sé kosirin, reiknast öll atkvæðin hon- um, og nær hann þá kosn- ingu. Ef samlagning atkvæð , anna nægir hins vegar ekki, reiknast atkvæðin þeim fram ' bjóðanda, sem þau eru greidd. 3) Ef annar bandalags- flokka fengi tvo menn kjörna í tvimenningskjör- dæmi e'ða hvor bandalags- flokkurinn sinn manninn k jörinn, reiltnuðust atkvæð . in hvorum flokknum um1 sig. Ef annar þeirra fær hins veg-| • einn mann kjöriun, en atkvæði beggja banda- lagsflokkanna mundu næsrja til þess, að hann fengi báða kjörna, skulu bau reiknuð þeim framboðslista, sem fleiri atjkvæði, fékk. Sama gildir. ef hvorugur banda- lagsflokkanna fengi mann kjörinn. en bandalagsflokk- arnir báðir eiga rétt á einum manni. Atkvæðin skulu þá talin þeim framboðslista bandalagsflokkanna, sem fleiri atkvæði hlaut. 4) í Reykjavík skulu handa lagsflokkarnir fá jafnmarga þingfulltrna o<r samanlöo-ð | atkvæðatala heirra veitir i þeim rétt til. Ef háðir bandalagsflokkarnír fengjaj, menn kjörna án bandalags ®g ættu eltki rétt á fíeiruia samkvæmt heildaratkvæða- tölu sinni, væru atkvæðfisa reiknuð hvorum flokkmtroi um sig. Ef þeir ættu rétt á viðbótarþingfulltrúa, teldBst sá kjörinn, sem næst stócS kosningu, og lista hans væria, þá reiknuð þau atkvæSi handalagsflokksins, se«m n.-uiðsynleg hefðu verið tíl þess að tryggja kosningm hans. Ef aðeins unnar banóla lagsflokka fengi mann e©a menn kjörna án bandalaga og þeir ættu ekki rétt á fleir um, væru atkvæðin -og reiknuð livorum flokkmúnv' um sig. En ættu þeir rétt á fleiri mönnum kjörnuii:, teldust öll atkvæðin þei-r-, sem, fékk mann kjörinn (eða menn kjörna), þannig, rið hann fengi einum fleiri bfta- : inn. 5) Til þess áð1 sporna gegia því, að hægt yrði að nota reglur þessar til þess tifS. tvýggja smáflokkum eSa flokksbrotum þingsæti og hagnýta þær þannig geg.-a því, sem vera á aðaltilgang- ur þeírra, þ. e. að stuðla á<3 myndun samhents méiíi hluta, er kveðið svo á, áí! fiokkur, sem hefði ekki ná<5 þingsæti áu kosningabanöa lags, geti ekki hlotið þiríg- sæti vegna þess. Felst í þestva sama hugsunin og í núgiíd- andi reglum um úthlutna uppbótarþingsæta. Af svíjm uðum ástæ'ðum eru í björ- dæmum með blutfallskosn- ingum, þar sem aðeins i"ir listinn fær mann kjörinru atkvæðin ávallt reikntvfS stærri flokknum o<r harm lát inn hljóta viðbótarþing- mannínn. ef svo bæ.ri imdir, en ekki sá frambjóðandí. sem næst stæði kosnjingu. t Reykjavfk er sú revla hirií) vegar látin gilda. ef báðit* FVri. 6 7 sífsti. Sjötugur í dag: mur Finsen s FJÓRUM ÁRUM áður en bylting bolsevíka í Rússlandi lagi undir sig veldi zarrins, hafði ungur maður, ásamt Öðr- um félaga sínum, stofnað dag- blað í Rvík. Þessi maður var Vilhjálmur Finsen, sem mi gegnir sendiherrastörfum fyrir ísland í vestur-þýzka lýðveld- inu. Þó að hann sé fæddur á þeim degi, sem síðar varð þekktasti byltingadagur í sögu þessarar aldar, hefur hann samt aldrei verið sérstakur byltingamaður. Nær væri að segja, að hann haíi alla sína ævi verið ritsþur ævintýranna, svo mjög sem líf hans hefur mótazt af margháttuðum æv- intýrum, svo að segja um heim allan. Vilhjálmur Finsen er Reyk- víþingur í húð og hár, sonur póstmeistarans í höfuðstaðn- um, kominn af hinni þekktu Finsensætt, þar sem nafn Níels Finsen er frægast, og er það kunnugt um. heim sfllan. og tengt minningum um einn hinn mesta velgerðarmann hinna sjúku og hrjáðu. Það er ekki ætlunin með þessum línum að rekja viðburð arríkan og ævintýralegan. lífs- feril Vilhjálms Finsen, þótt hann nú í dag sé siötugur. Það gera aðrir, sem. eru kunnugri I * og vita á honum hetri skil og skýringar. j En þegar Finsen er sjötugur, vildi ég gjarna drepa með ör- fáum orðum á þá þætti í lífi hans, sem mér virðast mest ein kennandi og varpa yfir það ævintýranna Ijóma. J Utþráin er einkenni margra I Islendinga. Svo er ekki sízt um Vilhjálm Pinsen. Þó að hann l sé hinn ágætasti íslendingur og | unrii landS sínu og Iþjóð af heilum huga, hafa örlögin hag- að því á þann veg, að hann hefur mestan hiuta ævi sínnar dvalið erleridis. C)g þar fékk hann einmitt útrás hugðarefna sinna, sem eru ritstörfin eoa blaðamennskan. Kornungur bj'rjaði hann blaðamannsferil sinn. Hann varð loftskeyta- maður óg sigldi svo að segja um heim allan. En samtímia fær hann útrás fyrir blaða- mennskuhneigð sína. Hanú' stofnaði sambönd við blöð o-e; fréttastofur, fékk viðtöl. vi8 heimsfræga menn og kom þeíroJ á framfæri. Hann vakti þá þeg ar athygli fyrir þessi störf, og þá kom í Ijós neistinn, seirii einn er þess me.gnugur aS skapa þlaðamanninn, sem nokki urt lið er í. .Eins og alkunnugt er, og yafe in hefur verið sérstök athyghl á í sambandi við fjörutíu ára aímæli Morgunblaðsins, var Vilhjálmur Finsen annar ai fyrstu ritstjórum og stofnend- um þess. Hann hugsaði um það eitt, eins og hann sagði í inn- gangsorðum sínum, að blaðið yrði ..áreiðanlegt, skemmíi- legt og lipurt ritað íréttablaðA Áhugaefni Finsens voru stjórnmál, heldur blaðar. mennska. Ekki ílengdist Finsen þó feéa á landi. Útþráin varð aftm* sterk. Hann fluttist til Norega Franaih-ald á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.