Alþýðublaðið - 11.11.1953, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.11.1953, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐURLAÐIÐ Miðvikudagur 11. nóv. 1953 Útgefandi: Alþýðuflokkuriim. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Haniiibal Valdimarssoa Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamemn: Loftur Guð- mundsson og Björgvin Guðmundsson. Auglýsingastjóri: F.tdtw^ MöHer. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsinga- sími; 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hvg. 3—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. í lausasölu: 1,00. Tillögur, sem vája vonir ÞAÐ ináttu lieita allmerkar fréttir, sem Tíminn, bla'ð ut- anríkisráðherrans, flutti í gær af vamarmálunum. Var þar frá því skýrt, að Utanrikismálaráðherra hefði nú lun skeið unnið að því, að hafn ir yrðu samningar við Banda- ríkin á grundvelli tillagna sem miðstjóm Framsóknarflokks- ins hefði nýlega samþykkt ein róma. Gerði Tíminn grein fyrir wiiðstjórnarsamþykktinni í við rhafnarmikilli jforsíðufrétt og Skýrði auk þess frá því, að milli .ríkjaorðsending, er utanríkis- málaráðherrann hefði undirbú- ið, hef’ði-nú .verið til umræðu í ríkisstjóminni undanfarna daga. Kjarni tillagnanna, sem Tím inn þirti er þessi: ’ Sérstök stjómardeild taki við forustu vamarrnálanna undir yfirstjóm iitanríkismálaráð- Jherra. Broítflutningur erlends verka fóiks ver'ði hafinn sem fyrst. Islenzka ríkið annist gerð og viðhald mannvirkja, er varn- irnar, krefjast. Erlendir verktakar verði láínir fara úr landi. Reglur verði settar um ein- öngrun herstöðvanna og að- greiningu erlendra og inn- lendra manna á varnarsvæðun nm. Unnið verði að því, að ís- Jendingar taki að sér starf- rækslu hinna fyrirhugu'ðu rad- arstöðva. Þá verði og hafinn undirbún ingur að sérmenntun íslenzkra manna í hví skyni, að Islend- inerar einir geti tekið að sér alla gæzlustarfsemi og taekni- vörzlu í þágu varnanna. Eins og menn sjá af þessu, mundu breytingar á gildandi vamarsamningi i þessal átt verða mjög'til bóta, einkanlega ef röggsamleg framkvæmd fylgdi. En auk þess yrði öll framkvæmdin auðveldari, ef samningnum fengizt breytt í þetta horf. Sannast að segja voru menn farnir að óttast, að fram- kvæmdin ætlaði að versna en ekki batnaj enda er gnokkuð langt orðfð um liðið, síðan varnarmálanefnd lét af störf- um, og hefði * því verið full þörf á því, að hin nýja stjórn- ardeild, sem við áíti að taka, hefði verið skipulögð með meiri röskleika, en raun hef- ur á orðið. En nú ætti hið nýja skipulag á framkvæmd varnarmálanna að fara að sýna sig, og ótrúlegt er, að ríkisstjómin tefji lengi að orðsending ráðherrans um endurskoðun varnarsamnings- ins verði send Bandarikja- stjórn. Væri það að minnsta kosti stórvítavert, ef svo reynd ist. Verður að vænta þess, að ut- ánríkismálanefnd gefist kóst- ur á að fjálla ujn orðsending- una, áður en hiin vcrður send, ög jafnvel ætti alþingi að eiga þess kost að ræða málið, þar sem verið er að leggja grund- völl að svo þýðingarmiklu og vandasömu máli sem endur- skoðun varnarsamningsins. Er þetta því sjálfsagðara sem til- laga til þingsálj’ktunar .um endurskoðun samningsins er nú til umræðu á nlþingi. Alþýðublaðið telur fulla ástæðu til að fagna. miðstjórn- arsamþykkt Framsóknarflokks- ins í varnarmálunum, og telur hana ágætt spor í rétta átt. I ýmsum mjög veigamiklum atriðum fer ályktun Framsókn ar í sömu átt og þingsályktun- artillaga Alþýðuflokksins, en þó vántar þar t. d. eitt þýðing armesta atriði hennar. Það, að alþingi fái heimild til að á- kveða með þriggja mánaða fyr irvara hvort herinii skuli hverfa á brott úr landinu, |cftir að Islendingar hefðu verið tækni menntaðir til allra gæzlustarfa við varnirnar. Ætti að mega koma því at- riði, og ef til vill einhverjum fleirum, er samkomulag kynni að nást um — inn £ or'ðsending una, áður en hún yrði send og frá Jienni gengið. E" hvað sem öðru líður, lít- ur i't fýrir, að hinn nýi utar<- ríkismálaráðherra Jiafi með samþykktum floltks síns feng ið aðstöðu til að beita sér fyrir ýmsum umbótum í varnarmál unum. Og því ber að fagna. Utan úr lieimi: Utanríkismá MIKLAR umræöur hafa átt sér stað um utanríkismála- stefnu Bandaríkjanna ;iðah Eisenhower komst til vaida. Forustumenn Bandáríkjanna hafa verið ásakaðir um stirfni og einstrengingshátt, og sú gagnrýni hefur ekki aðeins heyrzt í Evrópu. heldur einnig í Bandaríkjunum. Adlai Stev- enson, forsetaefni demókrata í síðustu kosningum. vék að þess um airiðum í ráeðu, sem hann flutti eigi alls fyrir löngu ný- kominn heim úr miklu ferða- l-agi erlendis, en þetta var fyrsta stórræða Stevensons eft ir • ósigurinn í fórsetakosning- unum. Þar lét hann í ljós þá von, að teknir yrðu upp samn- ingar vi.ð Sovétríkin. svo að hægt væri að ganga úr skugga um, hvað vekti fyrir Rússúm. GREÐASÁTTIVIÁLI VIÐ RÚSSA? Stevenson lét svo um mælt í þessari sömu ræðu, að það væri ekki nema eðlilegt, að Rússar gerðu raðstáfánir gegn 'yfirvof andi árásarhættu, ef þeir teldú sig eiga á henni von,' og því riði lífið á að sarinfsera þá-um, að þeir hefðu ekkert að óttast af hálfu Vesturvéldanna, ■ Þess vegna bæri að taka til athugun ar, hvort ekki væri rétt; að Vest urveldin og Sovétríkiri gérðu með sér einhvers konar griða- sáttmála. Bean Acheson hefur lítið lát ið á sér bera siðan hann vék sem utanríkisráðherra fyrir John Foster Dulles í janúar. Hann kvaddi sér hins vegar hljóðs skömmu eftir að Steven son flutti áminnzta ræðu og lét svo um mælt, að Bandaríkin verði umfram allt að varðveita og efla samvinnu þá við aðrar þjóðir. sem stofnað hefur verið til síðan seinni heimsstyrjöld- inni lauk. GAGNRÝNI Á REPÚBLÍKANA Hér er um að ræða óbeina gagnrýni á John Foster Dulles, sem hefur með at'stöðu sinni haft óheppileg áhrif á sam- herja Bandaríkjanna og þann- ig veikt þá samvinnu, sem Stevenson og Acheson hafa í huga. Undanfarið hafa samherj ar Bandaríkjanna í Evrópu not ið lítillar velþóknunar blaða og forustumanna repúblíkana. Þvert á móti hefur því heyrzt haldið fram, að hik þeirra og undánlátssemi komi í veg fyrir saelegga "" ruir^s-'fa stefnu af lialfu Bandaríkjanna og þess vegna pe.: sjó. .ita fcá sigia sinn NYR TONN HJA DULLES Enn er of snemmt að spá nokkru um það,. hvort. leiðtog- ar repúblíkana lát.a þessa gagn rýni sér að kenningu verða. •— Sumir þeirra virðast hafa tekið, hana tii alvarlegrar athugunar, en aSrir . , forstokkazt. John Foster Dulles. flutti ræðu á alls. herjarþingi .bandalags. hinna' sameinuðu þjóða tveim dögum eftir að Stevenson bar fram til. lögu sína, og. þóttist utanríkis- málaráðherrann vera mjög á sama máli og leiðtogi demó- krataflokksins. Og dáginn áður en Acheson flutti ræðu sína, lét Eiserthower svo um mælt á blaðamannafundi, sð Banda- ríkin ættu niarga og góða sam- herja erlendis og ýrðu að gæta ( þess, að þeim skildist jafnan, að takmark Bandaríkjanna og ; tilgangur væri að vernda frið- • inn í 'heiminum. Fórsetinn ■ Alþýðufolaðið Fæst á flestum veitingastöðum bæjarins. — Kaupið blaðið um leið og þér fáið yður kaffi. Alþýðuhlaðið Dwight D. Eisenhower. Adlai Stevenson. bætti því við, að Bandaríkin hefðu síður en svo misst trúna á samningaleiðina. ER TIL ATHUGUNAR ! Skömmu síðar gekk Steven- son á fund Eiser.howers í Hvíta húsinu og tilkynnti svo blaða- mönnum, að forsetinn væri sammála honum um nauðsyn þess- að. reyna samninga við Sovétríkin og kvað tillögu sína til nákvæmrar athugunar í ut- anríkismálaráðuney.tinu. Eisen- hower staðfesti því næst á blaðamannafundi þessi ummæli Stevensons. Þar með hefur for setinn tekið afstöðu gegn flokksbróður sínum, öldunga- deildarþingmanninum Homer Ferguson, sem hafði stimplað tillögu Stevensons sem undan- látssemi. EKKI í SÁTTAHITG Annar öldungadeildarþing- maður repúblíkana, William Knowland, sem nú skipar sess Roberts heitins Tafts og er ný- kominn úr langri utanlandsför John Foster Dulles. eins og Stevenson, er hins veg- ar innilega sammála Ferguson og þar með á öndverðum meið við Eisenhower. Ilann sagði við heimkomu sína, að griða- sáttmáli við Sovéíríkin yrði : nýtt Miindhen, ef Rússar féll- ust ekki áður á þá kröfu að láta fram * fará frjálsar kosningar í öllum léppríkjum , sírium, þar á : meðal Eystr.asaltslöndun.um. v Svipáða sögú er að segja af Hériry Cabot Lodge. sem er að- alfulltrúi Bandankjanna hjá iameinuðu þjóðunum. . Harin virðist síður en, svo í sáttahug; Og þess ber aö hiinnast, að Lodge er á engan hátt undir ut anríkismálaráðherrann settui- í starfi sínu, heldur þvert á móti jafnoki hans um áhrif og af- stöðu. : Á ÖNDVERÐUM MEIÐ Z Eisenhower og Dulles hafa augsýnilega orðið þess varir; að utánríkismálastefna Banda- ríkjanna í dag sætir ærinni gagnrýni. Ummæli þeirra benda til þess, að þeir vilji Iáta hana sér að kenningu verðai En það er öðru nær en þeim hafi tekizt að sannfæra áhrifa- mikla flokksbræður sína um nauðsyn þess að breyta um baráttuaðferð. Óttinn við und- anlátssemina stendur djúpum rótum í repúblíkanaflokknum eftir sem áður. Hitt liggur í augnm uppi, aS samherjar Bandaríkjanna í Ev I rópu vilja umfram allt freista þess að brúa bilið milli austurg og vesturs og styrkja þá trú, að samningaleiðin sé fær að því takmarki að varðveita og efla friðinn í heiminum og samstaáf og samskipti þjóðanna austan járntjaldsins og vestan. Ný olympíukvik- mynd sýnd á r ~ Armannsfundi GLÍMUFÉLAGIÐ ÁRMANN hefur skemmti- og spilakvöld ’í samkomusal M j ólkurstöð var- innar, Laugavegi 162 næstkoiri andi föstudagskvöld kl. 9 s. d. Fundurinn hefst með því, að spiluð verður félagsvist, síðan verður sýnd mjög góð kvik- mynd frá olympíuleikunum í Helsingfors, sem hefur ekki verið sýnd hér áður, sumt af myndinni er sýnt mjög hægt, svo að stíll og t.ækni hinna mestu afreksmanna heimsins í íþróttum sjáist sem be.zt. Þor- steinn Einarsson íþróttafulltrúi mun útskýra myndina. Að Jok um. verður dansað til kl. 1.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.