Alþýðublaðið - 12.11.1953, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.11.1953, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 12. nóv. 1953 Moa Martinsson Frú DúriCu íoulliefma: A ANDLEGUM VETTVANGI 1 Nú er sílddn að koma í Hval- fjörð, eins og ég sagði fyrir í síðustu áramótaspá minni. Ég er ekki að taka þettá fram til |>ess að augiýsa sannleiksgildi spásagna mirma, — fvrir nokkr tim árum spáði ég því líka, að síld myndi korna í Hornafjörð inn, og hún kom þangað, og Hornfirðingar, sem eru manna patriotiskastir, enda fæddir og nppaldir í einu fegursta héraði landsins, höfðu viðdrð að reisa mér minnismerki ó einhverj- »m höfða þar við sjóinn. Ég vildi hins vegar iátæ það bíða þangað til ý.msir af okkar vel ínétnu myndlistarmönnum Væru að minnsta kosti komnir S köi', því að satt bezt að segja, þá. stendur manni ekki alveg á sama um, — enda þótt maður sé fyrst og fremst sálræn mann eskja, — hvaða hngmynd Horn firðingar framtfðarinnar fá um ííkamlegt útlit maims. Ekki geri ég ráð fyrir, að þeir í Hvál firðinum fari að reisa mér sninnisvarða fyrir spásögnina, — þar skal að minnsta kosti livalfisk til, svo að þeír telji sig Enáili skipta. Ég hef líka spáð því, að Hermann myndi aftur verða kominn í stjórn, áður en ár væri liðið frá kosningum, — VÍð sjáum nú til.' Annars ætla ég ekki að fara að tala um spádóma, hvorki Snína né annarra, — að þessu sinni. Það er ýmislegt annað, sem meiri þörf er að ræða um. Tíl dæmis leikgagnrýnina okk- Ei’ þessa dagana. Ðómararnir skiptast í tvo algerlega and- síæða flokka, hvað sem veldur. Og nú er spurningin, — hvor- á að trúa? Sennilega er foezt að taka hx'ortíveggja með sæmilegum fyrirvara, enda þótt þetta séu beztu menn, — en það- er eins og ofsóknirnar Betli lengst af að looa við Valtý á sinni grænu treyju: Eina ráð ið er að fara og horfa á þennan blessaðan sjónleik, og lesa síð- an leikdómana á eftir. En ekki þarf höfundurinn að kvarta yf- Sr því, að þetta verk hans hafi ekki hlotið augiýsingu svo um anunar. Sumir halda því meira að segja fram, að þieðleikhúsið jnuni standa að mestu skömm- ■iinum, — í auglýsingaskyni,— Og þess vegna séu þær um, leið liafðar svo öfgakenndar, að fólk. standi og glápi .... í andlegum friði. Dáríðúr Dulheims. iýsið í Aiþýðubfaðinu að mamma fékk vinnu við mjaltirnar. Um kvöldið þennan sama dag, þe^ir Olga kom í heim- sókn, og fékk fötin á barnið sitt, þá kom maðurinn hennar í heimsókn. Hann barði að dýr um og gekk svo inn án þess að nokkur segði: Kom inn. , Hann var lítill og svartur og líktist Olgu mikið. Þau hefðu . vel getað verið systkini. Sér- i staklega voru þau lík til | munnsins, bæði með svo I þykkar varir. Tennurnar í j honum sáust ekki vegna yfir- j skeggsins. Og svo var! hann líka nieð svo mikið tóbak upp í sér. Það voru taumar niður úr munnvikunum. Gerðu svo vel að fá þér sæti, sagði pabbi. Hann var svolítið hissa. Hann sat og var að smyrja ósöltu smjöri á sprungu milli þumalfingurs og vísifingurs. Stjúpi hafði ljótustu hendur, sem ég man eftir að hafa séð. Allar í sprungum og rifum þvers og kruss. Og sprungurnar gátu bókstaflega ekki gróið. Þær gréru ekki einu sinni, þegar hann var atvinnulaus og gerði ekkert annað en að drekka og slæpast. Eg ætla ekki að dvelja lengi,, sagði Karlberg. Það hét hann. ; En hann settist nú samt. jMamma fór að fitla við kaffi- i könnuna. | Þið eruð búin að hreiðra vel jiim ykkur, þykir mér, sagði j hann og litaðist um í herberg- inu. Jú, jú. Það er heldur minni skítur hér inni en þegar við fluttum inn, sagði stjúpi. Það er verst með kakkalakkana. Maður verður að troða upp í stútinn á kaffikönnunni á kvöldin, annars fær maður sterkára kaffr á morgnana heldur en góðu hófi gegnir, sagði hann kímiirn. Maðurinn hennar Olgu var svo kurteis að hlæja að fyndninni. Já, það er nú svo, sagði hann og varð alvarlegri. Það má nú þykja gott nú á tímum, ef maður getur aflað hins dag lega brauðá, hvað sem svo verður um íínheitin, sagði hann og hafði ekki augun af gipsmyndinni af froskinum og dreugnum. Við eigum engin fínheit, sagði mamma dálítið höst. Néi; það má guð vita að við eigum ekki,. sagði stjúpi. En viltu annars ekki þiggja kaffi- sopa? Kaffið vár sterkt og gott. Mamrna hafði komið með heilt kíló af ,,gufubrenndu“ kaffi úr kaupstaðnum. Það var nokkuð, sem fólkið í sveit inni aldrei sá; það brenndi allt af baunirnar áínar sjálft, og kaffið þótti mikið betra, ef það var brent með nýju að- ferðinni. Og svo var drukkið kaffi úr hverjum bollanum á fætur öðrum, enda þótt komið væri langt fram yfir háttatíma. Svo fengu þeir sér væna tuggu af skroi upp í sig á eftir hverj- um bolla, karlarnir. Eg heyrði að Olga var á kreiki 51. DAGUR frammi í anddyrinu. Þá stóð gesturinn á fætur. Hann gekk til dyranna, nam staðar og sagði: Eg kom annárs til þess að þakka henni Hedvig fyrir það, sem hún gerði fyrir krakkana okkar. Og líka fyrir ráðlegg- ingarnar, sem hún gaf kon-1 unni minni viðvíkjandi hon-* um. Hún er óvön börnum, ! hún, Olga mín. Eg vissi, að , bað var eitthvað að barninu, j ’ bara ekki, hváð það var. Það orgaði bæði dag og nótt, en nú ! sefur það svo vært. Hann gekk til mömmu og tók í höndina á henni og henni og hneigði sig, alveg eins og Olga gerði. Þakka þér líka fyrir, Albert, bætti hann við og snéri sér að stjúpa mínum. Þú átt duglega konu. Hún kemur líka til með tímanum, hún Olga. Hún þarf ennþá eitthvað að læra; og ég þarf að geta veitt okkur það allra nauðsynlegasta. Hann þakkaði ennþá einu sinni fyrir sig. Svo fór hann. Þanna höfðu tvær manneskj- ur, Olga og Karlberg, staðið og hneigt sig og þakkað fyrir sig, af því að litlum anga hafði verið gefin hrein bleija og ný jtreyja. Það var ekkert smá- s ræðis tillit, sem tekið var til lítilla barna nú á tímum. Mig dauðlangaði til þess að vera , orðin lítið barn aftur. 1 En stjúpi minn var eins og! þrumuský það sem eftir var , kvöldsins. Hann sagði ekki j j eitt einasta orð allt kvöldið og j bað mömmu ekki að hjálpa i sér eins og vant var að binda ullarþræði í um sprunguna í i neipinni. Hann glápti bara á inömmu. | Af hverju horfirðu svona á mig, maður? i En hann svaraði engu. Hann háttaði og fór í rúmið og snéri sér til veggjar. Hann lét fara svo mikið fyrir sér í rúminu, að ég fór að brjóta heilann um hvernig mamma kæmist- fyrir hjá honum. Þegar hann fór út morgun- inn eftir, heyrði ég hann segja: Þú gætir kannske fundið þér eitthvað annað til þess að gera en sitja með litla barnið í keltunni/ allan daginn. Hún var heldur ekki myrk eða mjúk í máli, þegar hún hreytti í hann: Það kemur þér ekkert við. Hann skellti hurð- inni á eftir sér og var allur á bak og burt. En óveðrið gekk yfir. Um kvöldið var stjúpi aftur glaður og kátur. i Eftir nokkra daga kom kona bóndans í heimsókn til okkar. Olga kom hlaupandi inn til okkar og henni var mikið niðri fyrir. Hún hvíslaði bara; hún þorði blátt áfram ekki að tala upjýiátt: Sem ég lifandi, Hedvig: — kona bóndans er að koma. Hún ætlár að finna þig, Og óðara var, hún þotin á dyr. Mamma lét sem ekkert væri en ég hljóp til og náði í rak- spegilinn .hans stjúpa míns. Fyrir framan hann reyndi ég að plokka nokkra lokka fram. fyrir ennið, binda slaufuna fastar um fléttuna og þess háttar. Eg hafði smitast af taugaóstyrknum í Olgu. Er hún óðalsbóndadóttir, mamma? spurði ég. Bvað ertu að fikta við hár- ið á þér, kraklji? Svona, farðu nú í hreina svuntu. Nei, ann- ars; það er bezt að þú farir út að leika þér á meðan. Mamma var bá líka dálítið æst; það heyrði ég og fann á öllu. Nei, ég ætti nú ekki ann- að eftir en fara út að leika mér, þegar ég í fyrsta skipti ætti að verða þess heiðurs að- njótandi. Er hún alvöru-óðalsbónda- dóttir? spurði ég óþolinmóð. Hún er búfræðingsdóttir. Hagaðu þér nú skikkanlega, krakki. Búfræðingsdóttir? Hvað var nú það? Það hafði ég aldrei heyrt fyrr. Aldrei hafði ég kynnzt svoleiðis fólki. Bóndakonan reyndist vera lítil vexti, svolítið feitlagin, snoturlega klædd. Andlitið var næstum kri'nglótt og hún var rjóð í kinnum. Hún var ekk- ert lík „sykurrófunni", kon- unni hans stóra-Valdimars, og þó var hún líka bóndakona. Hún var ekkert freknótt og ekki með slembivör. Og hú<n var vel klædd og ekki með neina svuntu. Hún var líka bú fræðingsdóttir; þar lá hundur. inn grafinn. Hún var ekki bóndadóttir, ekki einu sinni óðalsbóndadóttir. Eg hélt nefnilega í þá daga, að allar bóndakonur líktust hver ann- arri, á sama hátt og verk- smiðjustúlkurnar voru næst- um þv£ allar eins. Þær voruj allar svo fölar og gengu með sjöl á öxlunum. Það var ógern ingur að láta sér skjátlast um það, hver væri verksmiðju- stúlka og hver ekki. Eg gerði mér bara ferð til þess að bjóða ykkur velkomin, sagði konan. Gerðu svo vel að koma inn, sagði mamma. Bjóddu koriunni góðan daginn, Mía mín. Eg hneigði mig fyrir kon- unni. Svo kom ég mér fyrir frammi við dyrnar, reiðubúin til þess að stinga af, ef mér fyndist leiðinlegt að Musta á þær. En hvað þáð er orðið mynd- arlegt hjá ykkur, sagði bú- fræðingsdóttirin. Svo hreint og þokkalegt. Ó, jæja. Jú, það er kannske skárra heldur en þegar við komum, sagði mamma hæ- versklega. En það var augljóst að hún var hreykin yfir um- mælum gestsins. Eg ætti ekki að gleyma að þakka þér fyrir, að þú varst svo vingjarnleg að senda fjaðravagninn eftir okkur ofan eftir, hélt mamma áfram. Eg var búin að kvíða fyrir því í marga daga, að sitja ofan á hlassinu á flutningavagninum. Hún vissi vel, hún mamma, hvernig hún átti að koma orð- urn að því, þegar höfðingjar áttu í hlut. Ora-viðgerSir. s Fljót og góð afgreiðsla. ^ GUÐI. GÍSLASON; ^ S! ; i'i S; Samúðarkor! * Luugavegi 63, sími 81218. Slysavaraafé' ags s; íslands) kaupa flestir. Fást hjá slysavarnadeildum um; S ^ land allt. í Rvík í hann-; S s s. yrðaverzluninni, Banka- ^ stræti 6, Verzl. Gunnþór-ý ( unnar Halldórsd. og skrif-s V stofu félagsins, Grófim l.S S Afgreidd í síma 4897. — S S Heitið á slysavarnafélagið S. S Það bregst ekki. S ■S_____________________ V Nýja sendi- bíiastöðin h.f. s s s ........ $ hefur afgreiðslu í Bæjar-S bílastöðinni í AðálstrætiS 16. Opið 7.50—22. ÁS sunnudogum 10—18. —S Sími 1395. S S s. s s s s s s s s V y S Barnaspítalasjóðs IlringslnsS S eru afgreidd í Hannyrða-ý b verzl. Kefili, Aðalstræti 12$ !> (áður verzl. Aug. Sventl-V sen), í Verzluninni Víetor, J Laugavegi 33, Holts-Apó-) teki, Langholtsvegi 84, )• Verzl. Álfabrekku við Suð-ý vj urlandsbraut,- og Þorsteins- ^ ^búð, Snorrabraut 61. s úý 's s s s is s s s s s s s V s Á s s' s s s is s s s s s s Minningarspjöid Húsog íbúðir af ýmsum stærðum bænum, útver'um ;æj-S arins og fyrir utan bæ-S inn til sölu. — Hoíum S einnig til sölu jarðir,) vélbáta, verðbréf. bifreiðir og Nýjá fasteignasalau. Bankastræli 7. Sími 1518. 'r= Smurt brau'ð og snittur, Nestispakkar. ódýrasf og bezt. Vin-^ samlegast pantið fyrírvara. MATBARINN Lælcjargötu Sími 80140. DVALARIIEIMILI ALDRAÐRA SJÓÓMANNA. Minningarspjöld fást hjá: ) Veiðarfæraverzl. VerSandi, '■ •sími 3786; Sjómannafélagi) / u v uu j jv/íiiuniicii v.icij. r ■ Reykjavíkur, súni 1915; Tó- ) íbaksverzl Boston, Laugav. 8, ^ ; sími 3383; Bókaverzl. Fróði, s, (Leifsg. 4, sími 2037; Verzl. ^ \ Laugateigur, Laugateig 24, S (sími 81666; Ólafur Jóhanns- S S son, Sogabletti 15, sími S S3Ö96; Nesbúð, Nesveg 39.$ Sí HAFNARFIRÐI: Bóka-S ) verzl. V. Long, sími 9288.)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.