Tíminn - 15.09.1964, Blaðsíða 1
ELEKTROIAJX UMBOÐIÐ
IAUOAVEO* €9 »Tnil 21800
209. tbl. — Þriðjudagur 15. september — 48. árg.
1400 konur skoðaðar í krahbameinsleitarstöðinni
ÞRJÚ TILFELLI
EINN DAGINN
Frá setningu 10. þlngs SUF
ræðustól.
Örlygur Hálfdanarson form. SUF íj
(Tímamynd K. J.)
HF-Reykjavík, 14. september.
Starfsemi hinnar nýju krabba-
meinsleitarstöðvar i Suðurgötu
gengur vel og eru um 37 konur
skoðaðar þar daglega. Samkvæmt
upplýsingum yfirlæknis leitarstöðv
arinnar, frú Ölmu Þórarinsson,
hafa í dag verið skoðaðar þar
1400 konur frá 1. júlí s. 1. og hafa
fundizt mun fleiri krabbameins-
tilfelli en við var búizt.
Sem kunnugt er var leitastöð
þessi sett á stofn til þess að út-
rýma krabbameini í legi hér á
landi. Áætlað er að skoða allar
konur á landinu á aldrinum 25
—60 ára á fáum árum. Konur geta
gengið með krabbamein í legi
í fleiri ár, án þess að hafa nokkra
hugmynd um það, en með skipu-
lagðri leit má nokkurn veginn
koma í, veg fyrir þetta krabba-
mein, því auðvelt er að lækna það,
ef þaðier ekki komið á hátt stig.
Eh:ú Alma Þórarinsson, sagði
blaðinu, að hún væri mjög ánægð
með aðsókn og áhuga kvennanna
á þessari rannsókn. Áætlað er að
skoða allt að 40 konur á dag og
einnig kemur til mála að stöðin
verði stækkuð í náinni framtíð
og starfsfólki fjölgað, svo hægt
verði að sinna fleíri konum dag-
lega. Jafnframt sagði frú Alma,
að mun fleiri krabbameinstilfelli
hefðu fundizt en búizt var við,
einn daginn hefðu t. d. fundizt
þrjú, en ekkí liggja fyrir neinar
heildartölur um þetta ennþá. Einn
ig er algengt, að konur séu með
ýmsar meinlausar bólgur, sem
þær hafa ekki hafa haft hugmynd
um, að þær ge.ngu með.
FORSETAFRÚIN
JÖRÐUÐ í DAG
GLÆSILEGU SUF
ÞENGI ER LOKIÐ
EJ-Reykjavík, 14. september.
10. sambandsþingi Sambands
ungra Framsóknarmanna lauk
að kvöldi j 1. sunnudags í
Félagsheimilinu á Blönduósi.
Var þingið mjög fjölsótt og
myndarlegt í alla staði, og voru
gerðar ýmsar álytkanir í helztu
þjóðmálum og alþjóðlegum
málum. Örlygur Hálfdánar-
son var endurkjörinn for-
maður SUF, og er þetta
hans þriðja kjörtímabil.
10. þingíð hófst á s. 1. föstu-
dag, eins og áður hefur verið
sagt frá í blaðinu, en daginn
eftir voru nefndarstörf fyrir
hádegi, en eftir hádegi flutti
formaður flokksins, Eysteinn
Jónsson, ræðu. Að þeim lokn-
í gær bárust blaðinu fréttatil-
kynningar frá skrifstofu forseta
íslands og forsætísráðuneytinu
varðandi útför forsetafrúarinnar,
Dóru Þórhallsdóttur. Tilkynningar
ar þessar fara hér á eftir:
Eins og skýrt hefur verið frá
fer útför Dóru Þórhallsdóttur, for
setafrúar, fram þriðjudaginn 15.
þ. m. frá Dómkirkjunni í Reykja
vík kl. 14.
Minningarathöfn fer fram í
Bessastaðakirkju kl. 10 sama dag.
í Bessastaðakírkju verða tekin frá
sæti handa nánustu vandamönnum
forsetahjónanna, ríkiastjórn, hand-
höfum forsetavalds, forstöðumönn
um erl. sendiherráða og formönn
um Alþýðubandalagsins og Fram
sóknarflokksins. Að öðru leyti er
kirkjan öllum opin meðan hús-
rúm leyfir og hátölurum verður
komið fyrir við kirkjuna.
Séra Garðar Þorsteihsson, pró-
fastur. flytur minningarræðuna í
Bessastaðakirkju. Páll Kr. Páls-
son leikur á orgel og fólk úr
kirkjukórum Bessastaðakirkju og
Hafnarfjarðar syngur.
Athöfninni í Bessastaöakirkju
lýkur með því að kistan verður
borin í líkvagn, sem flytur hana
í Dómkirkjuna. Úr kirkju á Bessa
stöðum munu þessir bera kistuna:
Þórhallur Ásgeirsson, Gunnar
Thoroddsen, Páll Ásgeir Tryggva
son, Ásgeír Thoroddsen, Sigurður
Framh á 15. síðu
Vegna jarðarfarar frú Dóru Þór-
hallsdóttur, /erður skrifstofum
Tímans í Bankastræti lokað frá
kl. 1—4 e. h. Skrifstofur Fram-
sóknarflokksins verða lokaðar á
sama tíina.